Vísir - 17.12.1970, Blaðsíða 1
Hvað á að gefa
henni i jólagjöf
eðo honum? —
Og hvað hentar
heimilinu og
fjölskyldunni?
Litið i verzlanir
og skoðaðir hlutir
sem gætu hentað i
jólagjöf, einnig
valdar ódýrar gjafir
JJér er svo seinni jólagjafo-
handbókin en í henni eru
hugmyndir og upplýsingar um
jólagjafir handa henni, handa
honum, til heimilisins og loks
ódýrar gjafir.
I þessari jólagjafkhandbók
hefur einn flokkur bætzt við,
sem kallaður er til heimilisins.
Þannig stendur á honum, að
Seinna blað
Jólagjafir handa
henni — bls. 3
Jólagjafir handa
honum — bls. 7
7/7 heimilisins
— bls. n :
Jólagjafir fyrir
300 kr. og minna
- bls. 13
i__________
hætta á að. i jólaösinni |
hendi slíkt marga. Jólagjafa-
handbókin á þvl að vera leiðtar-
vísir. Við val gjafanna hefur ver
ið reynt að taka tillit til þess
að hægt sé að finna þar gjafir
handa flestum aldursflokkum þó
slíkt sé aldrei nógu vei gert.
Við gjafavalið vaknaöi þessi
þessi spurning: Gerumvið okkur
55
.1
það minnsta kerti og spil
u
margir nota jólin sem tilefni til
að fá sér ýmsa hluti til heimil-
isins sem þá hefur vanhagað
um, gefa sér þá 1 jól'agjöf. Einn-
ig munu sumir gefa ungu hjón-
unum t. d. jólagjöf, sem þeir
vita að þau hafa óskað sér og
vantar eða langar í og fellun
undir flokk heimilistækja eð'a
annarra nytjahluta á heimilinu.
Einnig hefur áhugi fólks á að
prýða heimili sín aukizt mikið
síðustu ár og er það sambæri-
legt við það sem gerist i öðrum
löndum. Við könnumst öll við
áhugann á „antík“ munum og
hvernig fólk útbýr heimili sín
slfkum hlutum. Sumir hallhst
að nýtízku heimili með stílhrein
um og einföldum húsgögnum,
aðrir vilja „sveitastílinn" og
lengi mætti telja. Þessa áhuga
gætir ekki sízt hjá ungu fólki
en eldra fólkið er yfirleitt búið
að móta heimili sín eftir slnum
smekk en hefur þó gaman af
að bæta við nytjahlutum og
fallegum munum. í þessum
gjafaflokki má finna ýmsar hug
myndir að jólagjöfum og gefa
búsáhaldaverzlanir og járnvöru-
verzlanir margar skemmtilegb
Imöguleika á jólagjöfum, sem
geta verið mismunandi dýrir,
allt frá mjög ódýrum upp í
dýrar gjafir. En ein regla ætti
auðvitað aö -gilda um þessb
gjaíaiegund ekki síður en aðrar
og þaö er, aö gefandanum sé
fullkunnugt um smekk þeirra,
sem á aö gefa. Það gildir kann-
ski ekki sízt um val á þessum
hlutum þvi flestir vilja móta
heimili sín að eigin smekk.
í hinum flokkunum má einnig
finna hluti, sem ætlaðir eru til
nota á heimilinu og um leið til
skrauts og hefur verið reynt að
skipta þeim hlutum milli flokk-
anna. Þannig hð bæði hún og
hann fái slíka hluti í sinn hlut.
Þessi skipting er alls ekki fast-
bundin eftir kyni.
I báðum flokkum eru gjafa-
hugmyndir, sem hæfa jafnt kon-
um og körlum. Hin stranga
verkaskipting kynjannfa hefur
mikið breytzt á undanfömum
árum og áhugamál þeirra um
leið. Það hefur einnig samband
við almenn áhugamál. Þaö má
segja aö sviðið hafi stækkað og
áhug'amálin eru orðin fjöibreytt-
ari en þau voru. em dæmi má
nefna aukinn áhuga á matartil-
búningi og meiri fjölbreytni í
þeim efnum. Karlmaðurinn á
heimilinu hefur kannski þetta
áhugamál en konan lætur það
sig litlu skipta eö*a þá að þau
eru bæði áhugamanneskjur um
slíkt. Handa honum mætti því
velja fallegan pott, sem er ætl-
aður til að bera á borð. Það
er langt síðan karlmfanninum
var ætlað visst hlutskipti við
matborðið. í engilsaxneskum
löndum hefur þaö t. d. tíðkazt
til fjölda ára, að hann hefur
skorið steikina. Nú þykir þhð
ekki athugavert lengur þótt
karlmaðurinn sé kokkurinn á
helmilinu, þegar mikið stendur
til eða jafnvel hversdags, þó
mun það fátíðara. En þróunin
er sú, aö hjón skipti með sér
húsverkum í ríkara mæli en
áður.
J ódýra fiokknum má finna
hugmyndir að gjöfum og
þar er hægt að láta ímyndunar-
aflið leika lausum Hala og segja
sér til um gjafahugmyndir. Sam
settar gjafir geta verið mjög
skemmtilegar og svo aö mjög
einfalt dæmi sé nefnt, kerti og
kertástjaki og viö bætum við
málmþynnum til að h'afa neðan
á kertinu — þá mætti bæta við
þá gjöf kertaslökkvara eöa
skærum til að klippa á kveik-
inn. Ódýrar gjafir má finna í
hinum flokkunum einnig. í þetta
sinn er miðað við þrjú hundruð
krónur og þar fyrir fieð'an, en
margar gjafanna kosta milli eitt
hundrað og tvö hundruð krónur.
Og þetta er alls ekki tæmandi
listi yfir ódýrar gjafir, langt frá
því. Ódýrar gj'afir geta einnig
verið með þeim skemmtilegri,
ef hátíðleikinn er látinn víkja
dálítið og leikurinn látinn koma
í staðinn, en það hafa allir gam
an af að fá gjöf, sem kemur
á óvart á sérstæðan hátt og
þarf hún ekki iað vera dýr.
Um hver einustu jól er talaö
um hina miklu eyöslu fyrir og
um jólin, og víst mun gjafa-
hlutfallinu misskipt. En þelta er
hlutur sem fullorðið fólk á við
sjálft sig. Flestir munu vera
þannig gerðir, að þá lapgi til að
gerla J sér dagamun í svartasta
skammdeginu. Þeir gera það á
ýmsan hátt. Eins og áður er
drepið á kaupa ýmsir sér hluti
til heimilisins fyrir jólin sem
þá hefur vanhagað um og
geymt til jölanna að kaupa til
þess aö auka þá enn á ánægj-
una yfir fallegu heimili.
Það tíðkast einnig mikiö að
gefa í jólagjöf föt, og óska eftir
fötum í jólagjöf og eru það oft-
ast nær flíkur sem eiga að end-
ast ilengi eða viðkomandi van-
hagar um. En þetta er gamall
jólasiður á íslandi samanber að
láta engann fada í jólaköttinn.
Þá eru það lúxusvörurnar, sem
fólk veitir sér yfirleitt ekki á
öðrum árstimum eins og alls
konar snyrti- og baðvörur. Það
má líta á jólainnkaupin frá ýms
um hliðum og hvort eigi hð
dreifa innkaupunum jafnt yfir
allt árið í stað þess að láta þau
hrannast á einn mánuð og tæp-
lega það. Gj’afir má gefa á öðr-
um árstímum óvænt gjöf af
engu tilefni vekur ekki síður
ánægju. ■
TTmhugsunin er forsenda góðra
jólagjafa eins og tekið var
fram í fyrri jólagjafahandbók.
Það ættu allir að leggja þessa
spurninau fvrir sig: Vanhagar
hann eðb hana eða þau um
þessa gjöf, kemur hún þeim á
óvart. vekur hún ánægiu? Það
er betra að kaupa vandaða vöru
en eitthvað sem slær í iaugun
i bili. — En þaö er einmitt
grein fyrir því hvað það er sem
elzta fólkið vanhagar um? Er
það ekki allt of oft sem eldra
fólkið fær alltaf sömu jólagjöf-
iria eða skrautmuni, sem það
hefur enga þörf fyrir? Roskið
fólk er búiö að koma sér fyrir,
það safnar ekki að sér hlutum
lengur. Glysmunir henta ekki
þessum aldursflokki. I staðinn
fyrir slíkfa vöru ætti að gefa
eitthvað sem er notaö. Falleg
kerti eru betri gjöf en óvandað-
ur kertastjaki, en gætið þess þá
hvort viðkomandi hefur fengið
mikið af kertum undanfarin jól.
Einnig getur flaska af léttu vini
verið tilbreyting frá venjuleg-
um vas’aklútagjöfum. Eldra
fólkið hefur einnig sín áhuga-
mál, sem geta gefið vísbend-
ingu að jólagjöf.
1 jólagjafahandbókinni er
ekki valið úr þeim flokki jóla-
gjafa sem eru sígildar og alltaf
mikið keyptar um jóiin, en það
eru bækurnar. Um þær er mikið
búið að skrifa undanfarna daga,
fyrir utan jólabókalista og aðra
upplýsingaþiónustu sem birtist
í blöðum. Bækur hent'a öllum
aldursflokkum og flestir eru
þannig gerðir að þá langar i
eina bók a. m. k„ til að líta
í yfir jólin. Það er á sviðum sem
þessum sem má finna ýmsar
hugmvndir að jólagjöfum. Þar
eru áskriftir að tímaritum t. d.
Það má 'líka benda á áskrift a5
dagblaði og áskrift að leikhús-
feröum, sem leikhúsin hafa gef-
ið kost á undanfarin ár.