Vísir - 17.12.1970, Side 7
JÓLAGJAFAHANDBÖK VÍSIS
7
JÓLAGJAFIR HANDA HONUM
Gjöfin handa honum veldur sumum höfuðverk. Alloft
vilja gjafirnar handa honum vera þær sömu ár eftir ár.
Við leitumst við að hafa nýjar hugmyndir í gjafaval-
inu ásamt þeim sígildu og sem hæfa öllum aldri.
Baðsloppar eru skemmtileg jóla-
gjöf og þessi er áreiðanlega þægi-
legur. Hann er úr frotté og fæst
í þrem stærðum í Herradeildinni,
KjörgarðS. Sloppamir ern til f
tvehn litum, hvítum og gulum,
og kosta 1990 kr.
Mörgum karlmanninum mun
þykja þessi peysa þægileg, en hún
er með rennilás að framan. Peys-
an er frá Byford, úr alull og
hleypur ekki við þvott. Hún kost-
ar 1510 kr. og fæst í 7 litum hjá
P. & 6., Laugavegi 66.
Tónlistarunnendur munu þiggja
andiitsmynd af Beethoven á Beet-
hovenárinu. — Þessi litla stytta
kostar 860 kr. og fæst í Húsgagna
verzlun Árna Jónssonar, Lauga-
vegi 70.
Húsbóndinn verður áreiðanlega
hreykinn af aö bera þennan glæsi
lega pott á borðið fyrir gestina.
Potturinn kemur frá Finnlandi, er
hannaöur af finnska hönnuðinum
Sarpaneva. Potturinn fæst i tveim
stæröum, tveggja og þriggja lítra,
og í tveim litum, svörtum og
rauðum, í Heklu, Laugavegi 166.
Þar fást fleiri pottar og föt frá
Finnlandi, sem eru ekki síður
skemmtileg. Þessi gerð kostar
1684 kr., en stærri gerðin 1821
kr.
Það gætir meiri áhuga á alls kon-
ar tómstundaiðju núna. Bókband
getur verið skenuntileg tóm-
stundaiöja fyrir þann, sem vill
binda bækurnar sínar inn sjálf-
ur. í Borgarfelli, Slcólavörðustíg
23, fæst bókbandstæki sem þetta.
Sett af undirstöðuverkfærum kost
ar milli 3 og 4 þúsund kr., en
einnig er hægt að kaupa eitt og
eitt stykki í einu og e. t. v. vant-
ar einhvern inn í sett, sem hann
Smokingurinn er aftur á leiðinni
með að verða aöalspariklæönaður
herranna í veizlum og við ýmis
hátíðleg tækifæri. Þetta er glæsi-
Ieg flík, sem fæst í öllum stærð-
um í Últíma, Kjörgarði, og kost-
ar 9.400 kr.
Rafmagnsrakvél, sem hleöur sig
sjálf yfir nóttina, er nytsöm gjöf
fyrir herrann. Hleðslan dugir í
hálfan mánuð til þrjár vikur og
er því hægt að taka hana með
sér í ferðalög á sumrin. Þessi rak-
vél er af Braun-gerð og kostar
4.675 kr. Hún fæst f Fönix, Suð-
urgötu 10.
Þetta tæki er notað til þess að
hreinsa grammófónplötur og er
nytsöm gjöf fyrir alla eigendur
plötuspilara. Það fæst á góðu
verði, 340 kr., í Hverfitónum,
Hverfisgötu 50.
ATHUGIÐ
FINNSK URVALS
VARA
KÆLISKÁP AR
FRYSTIKISTUR
— eldavélaviftur, olíu-
ofnar, gaseldavélar, gas-
kæliskápar. — Einnig
gas- og rafmagnskæli-
skápar fyrir báta og bíla,
með öryggisfestingum.
... *
!' ' \ i fcúf r H í
Góðir greiðsluskihnálar og
staðgreiðsluafsláttur.
Póstsendum um land allt.
RAFTÆKJAVERZLUN H. G. GUÐJONSSON
Stigahlíö 45—47
Suðurveri. Sími 37637
Ferðapistlar og minningarþættir
eftir Magnús Magnússon ritstjóra.
Magnús Magnússon, ritstjóri, blaðamaður og rithöfundur hefur verið
einn litríkasti persónuleiki á sviði íslenzkra bjóðmála og bókmennta
ufn langt skeið. Blað hans Stormur blés ferskum andblæ hreinskilhi
og óvaegni inn á svið stjórnmála og sjálfur var hann lengi kenndur við
þann storm. Hann var ætíð óvæginn á ritvellinum og hreinskilinn,
ekki síður við sig sjálfan en aðra. f þessari bók Sjáðu larrdið þítt
eru minningaþættir og ferðapistlar frá liðnum árum, ferðaþættir I
samfyigd margra þjóðkunnra manna með ívafí hvers kyns fróðleíks
um land og þjóð. Síðastliðið ár kom út bókin Syndugur maður
segir frá. Sú bók vakti mikla athygli, og soldist upp. Lesendur munn
ekki síður kunna að meta þessa nýju bók Magnúsar Storms.
Veró kr. 540.00 + ssk.
Biðjið um ísafoldar-bók
og þá fáið þér góða bók.
u
ÍSAFOLD