Vísir - 17.12.1970, Qupperneq 11

Vísir - 17.12.1970, Qupperneq 11
JÓLAGJAFAHANDBÓK VÍSIS 11 TIL HEIMILISINS Til heimilisins heitir þessi flokkur, sem er nýr í jóla- gjafahandbókinni. Hér eru gjafirnar, sem þau velja sér saman og einnig gjafir, sem má gefa hjónunum eða heimilinu. En einnig má finna hugmyndir að slíkum gjöfum í hinum flokkunum. Hversdagsbollar eru vel þegnir á ýmsum heimilum, en betra er að kynna sér smekk viðkomandi áð- ur en gefa á slíka gjöf. Þetta bollapar með diski er hægt að fá í setti, 6 pör með diskum, i Ham- borg við Klapparstíg. Settið er enskt og er til í þrem munstrum og kostar settið 950 kr. Þetta smáborð má nota á ýmsan hátt, undir blóm, lampa og á milli stóla á heimilinu. Það fæst í ýms um stærðum, allt upp í sófaborðs stærð, í Skeifunni Kjörgarði. — Smábörðin eru til í tveim stærð um, meö mismunandi áferð. — Þetta borð er málaö meö plast- lakki og fæst í þrem litum. Borð in kosta 2250—3300 kr. eftir stærð. Þetta teppi er hægt að nota víða á heimilinu. Það er enskt, as- minsterofið og stærðin er 70x137 cm. Það kostar 1030 kr. og fæst í þrem litum í þessari gerö í Persíu Suðuriandsbraut 6. Hjónin myndu kannski leggja sam an i þessa gjöf, sem kostar 15.317 kr. en þykir gott verð á stereó- hljómtækjum. Þetta kemur frá Philips cg samanstendur af magn ara, tveim hátölurum og spilara. Hægt er að nota það við segul- band og útvarp. Þaö fæst í Radíó verkstæðinu Hljómur, Skipholti 9 Það má geyma verkfæri heimilis ins í þessu íláti, sem er úr plasti og fer Iítið fyrir. Þessi „óvenju- Iegi“ verkfærakassi fæst hjá 3. Þorláksson og Norðmann Banka- stræti og kostar 605 kr. Olíulampar gefa frá sér öðru visi birtu en rafmagnsljós. Þessi fallegi lampi úr gleri er sænskur frá Lindhammer-verksmiöjunni og er vandaður að allri gerð. Hann er í þeim gamaldagsstil, sem er svo vinsæll núna. Lampinn kostar 2315 kr. og fæst i verzluninni Blóm og ávextir, Hafnarstræti 3. ER BEZTA VALIÐ 7 mismunandi gerðir með og án djúpfrystis. Zanussi hefur framleitt rafmagnsáhöld f meira en hálfa öld og hafa þeg framleitt meira en 10 milljón véla Firmað hefur viðskipti við 120 lönd víða úti í heimi. Tækninýjungar sitja í fyrirrúmi hjá ZANUSSI. mÆkWM xtTV'.p*: •ví>-fcy>. i.:

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.