Vísir - 30.01.1971, Blaðsíða 3

Vísir - 30.01.1971, Blaðsíða 3
VlSIR . Laugardagur 30. janúar 1971, 3 Úr TRÚBROTI yfir í NÁTTÚRU: Við náðum aídrei saman — segir Ólafur Garðarsson um veru sina i TRÚBROTI „Ég tel mig ekki hafa staðið í vegi fyrir þeirri þróun, sem átt hefur sér stað í Náttúru“, segir Rafn. Náttúra hefur verið allmjög til umræðu að undanförnu, eft- ir að það upplýstist að sjónvarp ið legði algjört bann við því, að þeir félagamir taekju klassfsk verk til meðferðar f fyriríhuguð- um sjónvarpsþætti. Aftur dregur til tíðinda hjá Náttúru, því nú f vitkunni urðu trommuleikaraskipti hjá hljóm- sveitinni. Rafn Haraldsson, einn af stofnendum Náttúru, var lát inn víkja fyrir Ólafi Garðars- syni. Þótt talað hafi verið um Ólaf sem „fyrrverandi“ Trú- brots-mann, þá hefur hann svo sannarlega ekki flokkazt undir atvinnulausa híjóðfæraleikara. Ágætt dæmi um það var sl. fimmtudagur, er hann spilaði með Trúbroti á fjölum Þjóðleik- hússins í Fást, eftir að hafa æft allan daginn með Náttúru í Valsheimilinu. Um helgina leik ur hann meö Trúlbroti í sfðasta sinn. Náttúra mun aftur á móti mæta til leiks eftir viku með hinn nýskipaða trommuleikara, fram að þeim tíma verður æft frá morgni til kvölds. Þessar breytingar á skipan Náttúru koma manni no'kkuð á óvart, því Rafn hefur verið tal- inn vaxandi trommufeikari, og Náttúra hefur verið álitin ákaf- lega vel skipuð hljómsveit og hugsanlegar breytingar vart til umræðu. „Það er ýmislegt, sem liggur að baki þessari ákvörðun otok- ar“, sagði Sigurður Ámason, bassaleikari Náttúru, „en þyngst á metunum var sú staðreynd, að Rafn hafði greinilega mjög HJjómsveitin Náttúra eins og hún verður skipuð, er þeir félagar leika fyrir dansi um næstu helgi. takmarkaðan áhuga á þeirri mús fkstefnu, sem við höfum verið að reyna að byggja upp að und anfömu, og við teljum Óla opn ari fyrir því, sem við ætlum að UMSJON BENEDIKT VIGGÓSSON takast á við í framtíðinni. Auk þess er það samdóma álit okk- ar, að hljómsveitin standi betur að vígi eftir þessar breytingar. Við höfum verið að leita fyrir okkur og reyna að tooma okkur saman um, hvaða músík hæfi okkur bezt, og þá hugsum við um hljómsveitina sem eina heild, en ekki sem einstaklinga. Ætlunin er, að frumsamin músfk sikipj þar allstóran sett, en við höfum allir fengizt við að semja lög, svo það er af þó notokru að taka, hvemig sem vinnst úr því, þegar til framikvæmda kem- ur.“ — Er ekki enfitt að koma sliikri frumsamdri músík á fram færi í okkar „bransa". „Þaö "hefur veriö það, en ég held, að þetta sé að breytast, fólk er etoki eins bundið viö að vilja fyrst og fremst hlusta á lög af vinsældalistum eins og áður, en það vill eigi að síöur hafa þennan brezk-bandaríska blæ yfir iagavalinu. En ég tel frumsamda íslenztoa pop-músík eiga framtíð fyrfr sér og það eru vissir dansstaðir hér í bænum, sem ég tel öðrum fremur betur fallna til flutnings á slíkri músík, Þá veitir tónlist- arkynning skólanna hljómsveit- um tækifæri til að koma sinni músík .á framfæri, Náttúra tók einmitt þátt í einni slíkri tón- listarkynningu fyrir stuttu." — „Við náðum aldrei saman 1 Trúlbroti", sagöi Ólafur Garð- arsson, „en þrátt fyrir það var félagsandinn virkilega góður, ekkert pukur, heldur talað út um má'lin við hvern og einn. Um tíma leit einna helzt út fyrir, að hljómsveitin mundi leysast upp og 'hver færi í sína áttina, en svo skaut þessari hugmynd upp, sem nú er oröin að veruleika. Ég tel mig hafa haft mjög gott af þessu tímabili með Trúforptí. Það var lærdómsrfkt, og ánægju legt var að fá tækifæri til að spila með þeim í Fást. Náttúra Ieggst vel í mig, ég spilaði með Sigga í eina tíð, er við vorum saman í Tónum og Sálinni, síöan höfum við að vtísu þróazt hvor á sinn hátt, og etoki leikið saman fyrr en nú mörg- um árum seinna. Annað er etoki um þetta að segja, nema það, að ég vænti mikils af samstarfinu við Nátt- úru og vonast til að vera þess megnugur að uppifylla þær kröf- ur, sem gerðar veröa tiil mín.“ — „Hvað þeim fannst um minn áhuga, er þeirra mál“, sagöi Rafn, „en ég tel mig ekki hafa staðið í vegi fyrir þeirri þróun, sem átt hefur séf stað f Náttúru. Þessi breyting verður vonandi til þess, að þeir komist niður á einhverja átoveðna stefnu, sem nær til allra í hljómsveitinni." — Hvað tekur við hjá þér núna? — „Það er algerlcga óráðið. Já það er rétt, ég er útlærður tannsmiður, en hvort ég sný mér að þvi starfi, hef ég etoki gert upp við mig.“ Einn af söngvurumim í HÁRINU tekur við af Helga í Þrem á palli Það er ekki eingöngu innan pop-hiljómsveitanna, sem manna breytingar hafa átt sér stað að undanförnu. Breytingar hafa orð ið á skipan „Þrjú á palli“. Helgi R. Einarsson hefur sagt skilið við þau Tróels og Eddu og æfir nú af kappi með Kristínu Ól- afsdóttur, en þau ætla í sam- einingu að hasla sér völl á þess um vettvangi. Þessi breyting nær þó ekki til þátttöku tríós- ins í „Jörundi" í Iðnó. Þrjú á palli fengu prýðisgóð- an söngmann 1 stað Helga, en það er Halldór Kristinsson, sem í eina tíð var söngvari í Tempó. Síðan hefur hann verið frekar lítið í sviðsljósinu, þar til sum- arið ’69, að honum skaut upp aftur, er hann tók þátt í lands- reisu hljómsveitar Ólafs Gauks. Auk þess að æfa með Þrem á palli tekur hann þátt í æfing- um þeim, sem standa yfir á uppfærslu Leikfélags Kópavogs á söngleiknum margumtalaða, HÁRINU. Halldór Kristinsson er tekinn til við aS syngja með „Þrjú á palli“. Myndin er tekin er æfingar stóðu yfir á HÁRINU, en þar er hann meðal fiytjenda...

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.