Vísir - 30.01.1971, Blaðsíða 2
Eru prinsar dónalegir?
Edinborganhertogi, Filippus
drottningarmaður af Englandi, er
þekktur nokkuö fyrjr að komast
skemmtilegt að orði — og stund-
um jafnvel hneykslanlega.
Um daginn sagöi hann opin-
berlega, að góðir brandarar væru
hreinasta fyrirtak, einkanlega, ef
þeir væru notaðir líknarmálum
til framdráttar... hvaö maðurinn
hefur meint meö því, er ekki gott
að segja, en formáli sá er hann
ritaði að tímaritinu „Rag Week“,
tímariti verkfræðingaskólans í
Piymouth samanstóö að veruíegu
leyti af „dónalegum orðatiltækj-
um“. Skrifaði Filippus, að ,„,The
Rag“ virtist faara’eftir boðoröinu:
Tilgangurinn hélgar meðalið, og
hvers vegna þá ekki að brúka
soldinn dónaskap ti'l að selja
blaðiö? Ef þér finnst að sögurnar
séu fyndnar, hefðirðu fengið
nokkuð fyrir peningana þína. Ef
ekki, þá hefur málstaðurinn feng-
ið ejtthvað."
Filippus prins telst vera i stjóm
verkfræðiskólans í Plymouth, og
á hverju ári er einni viku varið
til að safna í sjóð handa fátæk-
um. Reyna þá aliir að leggja eitt-
hvað af mörkum. I fyrra neitaði
stjómandi verkfræðiskólans, Eric
Bailey, að skrifa formála i ritið,
vegna þeirrar hefðar að skreyta
textann meö dónalegum skrítlum,
en Filippus leit hins vegar þannig
á málið; „Flest fólk gefur eitt-
hvað til góðgerða með góðri sam-
vizku. Fáið yður eintak af tíma-
ritinu og þá munuð þér hjóta
þess að gefa í góðgerðarskyni
með vondri samvizku!"
Hún laðar
að sér banka
ræningjana
Hanna Knudsen, tvitugur
bankagjaldkeri, hefur
tvisvar á skömmum tíma
horft framan í fésið á
bankaræningja, og orðið
að láta undan hótunum
beggja og leyfa þeim að
láta greipar sópa um pen-
ingakassann hjá sér. —
Bankarán eru að verða
nokkuð algeng á Norður-
löndum, einkum í Sví-
þjóð, en Danir lafa samt
sæmilega vel í þeim. —
Sagði Politiken um dag-
inn, að janúar væri mesti
„glæpamánuður“ ársins.
Aldursforseti
bankaræningja
Seinni ræninginn, sem Hanna
Knudsén lenti í klónum á, er að
sögn lögreglunnar næsta óVenju-
legur miðað við aðra ræningja.
Hann er 61 árs og hafði aildrei
framið afforot, sem bragð er að
Hanna vinnur í Verzlunarbank-
anum í Kaupmannahöfn og þann
26. janúar var hún við peninga-
kassann, eins og hún var vön.
Rétt fyrir hádegið voru allir
starfsmenn bankans farnir eitt-
hvaö frá, nema hún og 18 ára
samstarfsmaður hennar Leif Mad
sen. Gekk þá skuggalegur maður,
klæddur frakka og meö hatt onf
augum, inn í bankann. Hann
beindj byssu að Hönnu, en byssan
var ekki sýnileg, þar eð hann hélt
henni niðri í frakkavasanum.
Skipaði hann henni að afhenda
sér alia danska peninga, sem
hún væri með og einnig , þýzk
mörk. Hanna taföi ræningjann
með því að þykjast ekki heyra
hvað hann hefði sagt, og varð
maðurinn að endurtaka fyrirskip-
un sína. Leif Madsen var i fárra
metra fjarlægð frá ræningjanum
og heyrði hann greinilega það
sem hann muldraöi við Hönnu.
Hún rétti honum bunka af dönsk-
um seðlum, og stakk ræninginn
þeim á sig með hraði og skundaði
síðan út fyrir. Leif Madsen veitti
honum þá eftirför.
Pylsumaðurinn hringdi
á lögregluna
„Ég hélt mig nú f hæfilegri (
fjarlægð ef ske kynni að hann<
bæri kennsl á mig og færi aðj
skjóta“, sagði Leif Madsen, „hann i
gekk eftir Lyongötu og Winter-J
berggötu og á leiðinni tókst mérj
að setja pylsusala einn inn í málið <
og hann hringdi í lögregluna“. J
Lögreglan kom á homið á
Frakklandsgötu og hankasveinn-
inn gat strax sagt lögreglumönn-
unum hver og hvar ræninginn
væri.
Leif Madsen, bankasveinninn 18 ára, og gjaldkerinn „vinsæli",
Hanna Knudsen, sem nýlega upplifði sitt annað bankarán. Hún
á „Danmerkurmet” í að vera viðstödd bankarán.
//
Mér er fylgt eftir
44
Hinn 61 árs gamli ræningi fékk
ekki „nema“ liðlega 13.000 dansk
ar krónur í hendurnar frá Hönnu
Knudsen, en hinn ræninginn, sem
neyddi hana til að afhenda sér
''!fé, var un.sf'kbna,'sÁril^riAf nana
á Þorláksmessu 1969. Hún hafði
á brott með sér 20.900. Var stúlk-
an handtekin skömmu síðar .með
al'la peningana á sér.
Kona ein í borginni Rookwell,
Iowa, ók í fjölskyldubílnum í
verzlunarferð. Hún staðnæmdist
utan við verzlun eina, fór þar inn,
og svo aftur út í bílinn, þegar
innkaupum var lokið. Er hún ók
af staö frá gangstéttarbrúninni,
varð henni, aldrei þessu vant, lit-
ið í baksýnisspegil bflsins. Sá hún
þá eitthvert torkennilegt ökutæki
fylgja sér fast eftir. Hún herti
ferðina og ók inn á þjóöveg út
úr borginni. Hún leit aftur um
öxl þegar umferð tók að þynnast
og emr var' helvítis .bíllinn á eftir
henni. Hún setti „allt f botn“ og
ólsiBÍBiSiOg vitlawhværi eftir þjóð-
veginum, geystist fram úr öllum
bílum, beygöi út af þjóðveginum
og ók í krókum eftir hliðargötum
um stund. Síðan staðnæmdist hún
og hugsaöi sér að kasta mæö-
inni og jafna sig á taugum eftir
aksturinn. Þá varð henni litið í
bévítis spegilinn. Enn var bíllinn
fyrir aftan hana! Þá hleypti hún
í sig frekju og kjarki, hentist út
úr bflnum og aftur fyrir hann til
að skamma þennan ósvífna dóna
sem dirföist að elta sig — gifta
konuna og 4ra bama móður. Þar
var þá ekkert annað að sjá en
„sumarbústaö“ þeirra hjóna —
hjólhýsið, sem maður hennar
haföi tengt við stuðara bflsins í
einhverju bríarfi, því hann bjóst
við að þau skryppu út í sveit, þá
sfðdegis.
67 KLUKKU-
TÍMA LESNING
Nýtt heimsmet var sett fyrir
viku. 25 ungmenni unnu það af-
rek að göslast á hundavaði gegn-
um biblíuna á 67 klukkutímum.
Fyrra gildandi met var 70,30
kíst. Það met var sett 1968 af
nokkrum Bretum.
Þannig var, aö hópur sænskra
kirkjugesta af yngri kynslóðinni,
var orðinn leiður á messunum og
vildi sóknarprestur þeirra hressa
soldið upp á kristnifræðiþekking-
nrw «jir hugarfar fólksins. Hann
stóð iþess vegna fyrir hóplestri á
biblíunni frá byrjun til enda.
Sagði presturinn blaðamönnum,
að hann hafi orðið svo greinilega
var við minnkandi áhuga á heil-
agri ritningu, að hann ákvað að
leiða hinar villuráfandi sálir ungl-
inganna inn á helgramanna götur.
Taldi hann ekkert ráð til betra
en þrælast nógu lengi á bibliunni.
En til þess að gæða lesninguna
Iífi, minnti hann á gildandi heims-
met, og hvatti ti'l að það yrði nú
slegiö. Og það tókst en hvort
menn eru trúaðri eft.ir — það fylg
ir ekki sögunni.
DOTTIR
ORSON
WELLES Á
HESTBAKI
Stúlka þessi, sem svo álút ríð-
ur, er dóttir kvikmyndamanns-
ins Orsons Welles, og segist hún
vilja „stjórna“ soldið líka, eins
og f.aðir hennar. Hún er heilluð
gjörsamlega af hestamennsku, og
þarna hleypir hún sínum 10 vetra
gamla hesti „Brandy“ yfir hindr-
un, en stúlkan, sem Beatrice heit
ir, kemur oft fram á hestasýning-
um með klárinn.
Hún er dóttir Orsons (hann
er nú 55 ára) og ’.onu hans, di
Gidfalco, greifynju, sem er 41
árs. Sjálf er stúlkan ekki nema
15 ára. Hún þýr í London og æf-
i>- hrossið í Surroy.