Vísir - 18.02.1971, Blaðsíða 3

Vísir - 18.02.1971, Blaðsíða 3
Ví SIR £1 Fimmtudagur 18. febrúar 1971. I MORGUN UTLONDI MORGUN UTLÖND I MORGUN UTLÖND I MORGUN ÚTLÖND Lalley vsðurkenmr morðsn — en felur sig hafa verið að framkvæma fyrir- skipanir yfirboðara Verjendur William Calleys liðsforingja viðurkenndu i gær í fyrsta skipti, að Call- ey hefði skotið til bana ó- breytta borgara í My Lai í Suður-Víetnam árið 1968. krá í Belfast Sprengja sprakk í gær í krá í Belfast, sem brezkir hermenn hafa vanið komur sínar til. Níu slösuðust og skemmdir urðu á húsum í grenndinni. Fimm þeirra, er særðust, sátu að snæðingi í kránni, þegar sprengjan sprakk. Auk þess slös uðust kona og fimm ára bam hennar, sem voru fyrir utan. Nýskipaður yfirmaður brezka gæzluliðsins í Norður-írlandi, Erskine Cmm, hefur fengið hjartaáfali og er hann í sjúkra- húsi. Cmm tók við þessu starfi fyrir tveimur vikum. Sjö rússneskir Gyð- ingar til ísraels SJÖ rússneskir Gyðingar fóru í gær frá Moskvu til ísraels, en alþjóða- samband Gyðinga segir, að tveim- ur fjölskyldum hafi verið meinaö að yfirgefa Sovétríkin, þar til lokið sé Gyðingaþingi, sem hefst í Briiss- el 24. febrúar. Margir Gyðingar £ Sovétríkjun- um vilja fara til ísraels, en stjórn- völd hafa staðið fast gegn því. Nú hafa þáu þó gefið nokkrum Gyð- ingum leyfi ti'l þess. Sovézka fréttastofan TASS hefur ráðizt á þing Gyðinga í Briissel og kal’lað það andsovézka ögrun.,Muni þingið ætla sér að fjalla um það, sem „vestrænir kalla Gyðingaof- sóknir í Sovétrfkjunum“, segir TASS. Gyðingarnir sjö, sem fóru frá Moskvu í gær, voru Josef Kaza- kov, kona hans, móðir hans og tvö börn, og Edward Gurevitsj og kona hans. Kazakov var í hópi þeirra, sem skrifuðu undir opið bréf til sovézku stjómarinnar £ fyrra, þar sem þess var krafizt, að Gyðingar fengju að fara til ísraels, ef þeir vildu. Viðurkenningin er í fjög- urra blaðsíðna yfirlýsingu, þar sem tekið er saman það, sem Calley mun hafa fram að færa í málsvörn næstu daga. Ca'lley segist hins vegar hafa tal- ið sig vera að fram'kvæma fyrirskip anir sér æðri herforingja um aö „drepa allt kvikt £ þorpinu". Þvf er haldið fram, að Calley „hafi ekki haft neina tilfinningu fyrir þvf, að hann væri að drepa fólk, heldur ei'tthvað, sem táknaöi óvininn og hann gæti ekki talað viö“. „Calley liðsforingi skipaði Paul Meadlo, einum hermanna £ sveit sinni, að skjóta á fólkið. Calley tók sjálfur þátt f að skjóta Víet- nambúa, sem höfðu veriö teknir f gæzlu. Calley liðsforingi mun f vörn sinni halda þvf fram, að hann hafi talið sig vera að framkvæma fyrirskipanir um að skjóta allt lif- andi f þorpinu“. Þetta segir í yfir- lýsingunni. Sálfræðingar, sem athuguðu Oall- ey, hafa lýst honum sem „óskfip venjulegum bandarískum her- manni“, sem hafi revnt að gera skyldu sína eftir því sem hann á-. leit hana vera. Hann sé á engan hátt truflaður á geðsmunum. Verjendum Calleys hefur þó tek- izt að fá' sálfræðinga til að segja, að Calley hafi þjáðst af streitu, þegaf atþurðirnir urðu f My Lai. Hann hafi ekki getað hugsaö skýrt vegna mikillar þreytu og erfiöis í hermennskunni. Calley, 27 ára, er sakaður um að hafa myrt 102 a'lmenna borgara í Suður-Víetnam í þorpinu My Lai hinn 16. marz 1968. Verði hann sekur fundinn um morð að yfir- lögöu ráði, getur hann hlotið dauða- dóm. I kviðdóminum, er dæmir hann, eru sex foringjar úr hern- um. Umsjón: Haukur Helgason: „Ósköp venjulegur bandarískur hermaður", segja sálfræöingar um Calley liðsforingja. Þeir við- urkenna þó að lokum, að hann hafi verið „þreyttur og sljór“ í My Lai. Verkamenn pyntadir — eigendur vissu það ekki en ?'• v\\\ ----------- .\\.^.\\^\\\^\\>\s\\\\v<'\\..v->\X-X,X^ Evrópunefndin í Briissel ^hefur lýst yfir, að frekari samvinna Spánar við Efna hagsbandalagið sé komin undir því, að spænska stjómin gefi almenningi í landinu aukið frelsi. Þetta kemur frarn í svari nefnd- arinnar við spurningu frá einum fulltrúa á Evrópuþinginu, en það er sameiginlegt þing EBE-landanna. FuMtrúinn spurði, hvort sá viö- skiptasamningur, sem gerður hefur verið við Spán og gildir í sex ár, geti þróazt í eitthvaö annaö og meira, ef ekki verður breytnig á stjórnarháttum í ríki Francos. í svari sínu bendir nefndin, sem er ein æðsta stofnun EBE, á það skilyrði fvrir aukningu viðskipta- sambandsins, aö frjálsræði verði aukið á Spáni. Spánn hefur árum saman leit- azt við að fá aðild að Efnahags- bandalagi Evrópu. Eftir langt þjark varð loks gerður viðskiptasamnnig- ur mil'li Spánar og EBE. <8>- Skilyrði EBE fyrir aukinni efnahagssamvinnu: AukiB frjálsræði á EBE finnst Franco lítið lýðræðislegur. EIGENDUR stórbýlis í frumskóg- um Matto Grosso í Brasilíu neit- uðu í gær þeim fullyrðingum, að „búgarðurinn væri raunverulega þrælabúðir, þar sem mörg hundruð manna væri í fullkominni þrælk- un“. Fréttastofa í Brasiliu birti fyrr i vikunni lögregluskýrslu, þar sem sagt var, að 1200 verkamenn á bú- garðinum Santa Teresina við Ara- quaia-fljót væru f þrælkun, eftir að þeir voru ginntir þangað með gyl'li- boðum. Eigendur eru fjármálamenn I í borginni Sao Paulo og segja þeir, I að fréttin hafi bvggzt á hluta af lögregluskýrslunni og frásagnir um ömurleg vinnuskilyrði, slæma með- ferö og sjúkdóma væru annaðhvort tilhæfulausar eða miög orðum aukn ar. Einn eigandinn segir, að unniö hafi verið brautryöjendastarf með búgarði í þessum frumskógi og full- trúar stjórnvalda heimsæki býlið tvisvar á ári. I skýrslu lögreglunnar, sem birt var á þriðjudag, er sagt, að alit benti til þess, að margir verkamenn hafi látizt vegna slæmrar meðferð- ar. Ef menn kvarti lítils háttar vegna launa eða vinnuskilyrða, séu þeir barðir og pyntaðir. Stundum hafi menn látizt af pyntingum. Sum ir hafi sioppið, en síðan látizt úr mýraköldu í frumskóginum. Lögreglan hefur stefnt átta af stiórnendum búgarðsins fyrir margs konar glæpi, einkum pyntingar. Eig endurnir segjast hins vegar ekki ha'fa vitað, ef stjórnendur á bú- garðinum hafi beitt pyntingum. Þessir eigendur búa aila iafnan ':iðs r ia.w*. Einum hinna ákærðu er gefið að sök aö hafa ekki sent verkamenn til læknis fyrr en þeir voru dauð- vona.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.