Vísir - 18.02.1971, Blaðsíða 4

Vísir - 18.02.1971, Blaðsíða 4
«'• ' V V, ('■<] ’ ' » 'f Handknatfleikur: Staðan í 1. deild Staðan í 1. deild er nú orðin þessi: • 1 ■ ó < mun vera Ólafur Jóns' EINS 0 — meðan allt var i kaldakoli hjá Hafnfirbingum VALSMENN státa af eins stigs forskoti í 1. deild og hafa lagt FH eftirminnilega fyrir framan 3600 áhorf- endur í þéttsetinni, staðinni og leginni Laugardalshöll- inni. í hverju skoti var fólki þjappað saman, — og þess- ir áhorfendur urðu vitni að meiri yfirburðum Vals en nokkum hafði órað fyrir. FH-Iiðið lék hreint „stat- ista“-hlutverk á fjölum Laugardalshallarinnar í gær- kvöldi, og leikmenn liðsins horfa kvíðnir fram á veg. Valsmenn eiga eftir leiki við ÍR og Víking, tvö neðstu liðin, og virðist líklegir til að sigra þau bæði og verða íslandsmeistarar. Það var sannarlega stemning í Laugardalshöll i gærkvöldi og reykjar- og svitalykt í loftinu. ÁhoTfendur voru þegar tvúnir aö fá hrollveikjuna, þegar leikur Vals og PH hófst, því lei'k Víkings og ÍR var þá nýlokið. Greinilegt var að bæði liðin voru taugaóstyrk í byrjun en einkum virtist þetta eiga við um FH-liðið. Byrjunin var fall, en það reyndist ekki fararheill. Geir skaut fram hjá marki Vals. Bjarnj Jónsson skoraði aftur á móti fyrir Val eftir hálfa aðra min- útu. Enn mistekst Geir, þessari skæru stjörnu PH og landsliðsins, vítakast hans lendir í stöng og út fyrir hliðarlínu. Ólafur Bene- diktson sýndi aftur á móti strax að hann var vel upplagður og til f aö sýna allt, sem hann hefur numið í fræðum marikvarðarins. Ólafur Jónsson skoraði 2:0 fyrir Val eftir 8 mín. leik, og rétt á eftir varði Ólafur markvörður enn mjög vel. Fyrst eftir 11 mínútur skorar Geir úr vítakasti 2:1, en Bergur bætir við fyrir Val úr víti, og Ól- afur Jónsson 4:1 rétt á eftir. Harkan f leiknum var mikil og flautan gekk f sífellu, en dómar- arnir, Magnús V. Pétursson og Sveinn Kristinsson, virtust sam- kvæmir jálfum sér og dæmdu erf- iðan leik yfirleitt vel. Ólafur Einarsson skoraði 4:2, en sannarlega átti efcki af Hafnfirð- ingunum að ganga, því enn brást Geir bogalistin. í vítakasti, ná- kvæmlega sama gerðist, í stöng og útfyrir. Hermann skoraði 5:2 úr horni vinstra megin, sérgrein að verða hjá Hermanni, en Ólafur Einarsson tók því næst vítj fyrir FH, og skaut langt yfir markið, þriðja misheppn- aða vítakastið hjá FH, en þó ekki nema eitt slíkt hjá Val. Loks þegar Gils Stefánssyni var falið að taka víti, tókst að skora 5:3 á 23. mínútu. Sannarlega er það óvenjulegt að horfa á FH leika í 23 mínútur og hafa ekki skorað nema 2 mörk, þar af annað úr vítakasti. „Val JóKst_,að«..hrista FH af sér érin frekár, staðan var oröin 8:3, og rnénn "farnir að ókyrrast, jafnt leikmenn FH sem og forráðamenn. Sveinn Kristinsson, dómari, að- varaði forystumenn á bekkjunum: „Ef þið segið svo mikið sem eitt orð ...“ o.s.frv. Til frekarj að- 1 gerða kom þó ekki. ir Víkingur—ÍR 15:15. ★ Valur—FH 21:15. Valur FH Haukar Fram ÍR Þeir Auðunn og Jónas Magnús- son minnkuðu bilið síðustu 3 mín. hálfleiksins i 8:5. Seinnj hálfleikurinn var jafnvel enn meiri pína fyrir Hafnfirðingana. Þeim virist mistakast flest. Vam- arskipulagið virtist vera fyrir löngu gleymt og grafið og í sókn- inni var e.t.v. einum um of hugsað um hvernig Geir gæti nú rétt þeirra hlut. En Geir virtist ekki upplagð- ur, og Valsmenn gleymdu honurn aldrei að heitið gæti. Geir var ekki lausnin, en það uppgötvuðu þeir of seint. Valur skoraði 2 fyrstu mörk síð- ari hálfleiks, áður en Geir svaraði með 10:6 á 4. mínútu. Svo furðu- lega fór þó, að úrslit leiksins voru að heita ráðin á næstu 2 mínútúm. Þá skorar Hermann úr vítakasti og Ólafur Jónsson af línu mínútu síðar á 8. mínútu. — 12:6. Þetta hlaut að nægja, það hlutu allir að sjá. En Valsmenn héldu áfram sökn sinni, og þeim virtist flest heppn- ast. Á 13. mínútu var munurinn orðinn 8 mörk í 16:8 og síðan 17:8. Undir lokin var aðeins hugsað um það að ljúka leiknum og kom- ast burtu í heitt og gott bað, burtu úr hita og reyk í salnum. Lokatöl- urnar urðu 21:15 og sótti FH því nokkuð á síðustu mínúturnar. í þessum harða leik var 6 leik- mönnum vísað af velli í 2 mín. hverjum, þrem úr hvoru félagi, og virtist það eðlilegt, nema e. t. v. Kristján Stefánsson sem greinilega sló Ágúst Ögmundsson óviljandi niður. — JBP STAEDELI-LIFT AG 8618 OETWIL A/S, ZUERICH, SWITZERLAND STAEDELI-LIFT AG 8618 OETWIL A/S, ZUERICH, SWITZERLAND Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra og kona hans eru tíðum gestir handknattleiksmanna og í gærkvöldi voru þau meðal 3600 áhorfenda i LaugardalshöII. Hér fylgjast þau spennt með leiknum í gærkvöldi. Valsmenn voru ágengir við FH-markið í gær, — son, sem sækir þarna að Kristjáni Stefánssyni. Umboösmaður óskast til að selja PONY-skíðalyftur á íslandi. PONY-skíðalyftur eru svissnesk gæðavara. Helztu upplýsingar: Dráttarlengd allt að 300 m Hæðarmismunur allt að 50 m Verð frá SFr 8.000,— til 15.000.00 PONY Junior 7,5 hö PONY Standard 13 hö PONY Super 20 hö Þessar lyftur má setja upp á einum degi. Vinsamlega skrifið eftir nánari upplýsingutn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.