Vísir - 18.02.1971, Síða 5

Vísir - 18.02.1971, Síða 5
Þrjár sekándur eftir og þá hjaraaSist jafiitefíiS Víkingar neðstir er Stemmningin var sannarlega á suðupunkti í Laugardalshöllinni, þegar Vlkingar fengu dæmt víta- kast á ÍR-inga, þegar aðeins J ' ir sekúndur voru til leiksloka O" eins marks munur ÍR í vil. IV? Van hinn knái leikmaður Jón HJaltalín bjó sig undir vítakastið gátu yfir sig spenntir áhorfend- ur eldd stillt sig og þyrptust inn á völlinn til að geta fylgzt sem bezt með því, hvort Jóni tækist að krækja í annað stigið fyrir Víking, stig, sem þeir máttu ekki fyrir nokkurn mun verða af, og hann brást sannarlega ekki. Aldrei þessu vant skaut hann ekki sínum þrumuskotum, heldur lyfti knettinum laglega yfir markvörð ÍR-inga — og í netið. Var þetta sjöunda mark enn ekki vonlausir Jóns í leiknum og sýndi enn einu, sinni, að hann er fyllilega þess verður fyrir Víkinga að vera kostaður alla leið frá Sví- þjóð til keppni. Annars blés ekki byriega fyrir Víkingum í byrjun seinni hálfleiks, þegar hinn bráösnjalli Þórarinn Tyrfingsson var búinn að breyta stöðunni úr 6:6, í 9:6 fyrir ÍR með þremur gullfallegum mörkum. Vörn. Víkinganna virtist nokkuð opin fyrrihluta leiksins og áttu ÍR-ingamir oft greiða leið í gegnum hana, sérstaklega þeir Þórarinn og Vilhjálmur Sigurgeirsson, ásamt Ólafi Tómassyni, sem gerði Víking- um oft gramt í geði á línunni. ÍR- ingamir halda yfirleitt tveggja og þriggja marka forskoti allt þar til að Ólafi er vikið af velli í tvær mínútur, þegar 5 mín. eru ti,l leiks- loka. Þá minnka þeir Jón Hjalta- tfn og Sigfús Guðmundsson bilið um tvö mörk, í 15:15, og allt virðist geta gerzt. ÍR-ingar reyna að tefja, og verður itla hátt á því og tapa knettinum, með þekn afleiðingum að dæmt er á þá víti, sem Jóni tókst að jafna úr. Það leyniir sér ekki að í'R-liðió hefur tekið nri'klum staikkaskiptum eftir að Gunniaugur Hjáimarsson tók við þjá'lfun þess, þótt það dygði ekki að þessu sinni. En ekkj er öll nótt úti enniþá. Víkingar geta þakkað Jóni að þeir kræktu í annað stigið, en það vekur furðu manna hve lítið kem- ur út úr 'liðinu, sem virðist hafa yfir að ráða aligóðum leikmönnum, sem eru undir leiðsögn hins ágæta þjálfara Karls Benediktssonar. En koma tímar og koma ráð. Hver veit nema þeim ta'kist að lyfta sér af botninum. þar sem þeir sitja einir nú, tveimur stigum fyrir neðan ÍR. — EiMM Gunnlaugur Hjálmarsson og ÍR-ingarnir hans fagna, sigurinn í nánd, „næstum pottþéttur“. — En á síðustu sekúndunum náðu Víkingar jafntefii og öðru stiginu. Ágúst Svavarsson sést á myndinni með reifaðan handlegg. SAGT EFTIR LEIKINN Stefán Gunnarsson, Val: Ég bjóst sannarlega viö sigri, en ekki þetta stórum. Maður má ekki vera um of bjartsýnn, það slævir mann. Góð byrjun hjá okkur, sam- fara nokkurrj óheppni í vítaköstum FH-inganna gerðu út um leikinn. Annars byggist leikur FH of mikiö á Geir, sé hann kveðinn niður eins og nú, missir liðið jafnvægi. Reynir Ólafsson. þjálfari Vals: Þarna sannaðist það sem ég er lengi búinn að vita, að við höfum jafnsterkara liði á að skipa. Sigur- inn er stærrj en ég þorðj að vona, en hann byggist fyrst og fremst á góðri og vel skipulagðri vörn Vals- liðsins, ásamt þvi.að leikmennirnir eru svo jafnir að styrkleika, að lið- ið veikist nær ekkert við skiptinaar. Óheppni FH í vitaköstum var einnig vatn á okkar myl'Iu. Ólafur Benediktsson, markvörður í Val: Ég bjóst við mun jafnarj léik og var alltof stífur í upphafi vegna taugaóstyrks. En við þessa óvæntu byrjun okkar jafnaði ég mig fljót- lega, sérstaklega eftir að vitaköst FH-inganna hittu ekkj markiö: ef þau hefðu lánazt hefðu leikar stað- ið 8:8 í stað 8:5 fyrir okkur. Það réði miklu um úrslitin. Jón Gestur Viggósson, FH: Þó að Geir og Ólafi brygðust vítaköstin, var langtum fleira að. Vanrriat á andstæðingnum samfara fálmkenndum leik okkar inanna og of mikilli skotaleði Birgir Björnsson, FH: Ég er engan veginn ánægður. O'kkur brást flest í leiknum, bæði í vörn og sókn. Skipulagið var langt frá því að vera gott. Ingimar Jónsson, þjálfari FH: Það hefur sýnt sig í nokkrum okkar leikja að mikil harka mót- herjans brýtur okkur of mikið nið- ur, af því að við höfum ákveðið að reyna að taka með jafnaðar- geði hverju sem á dvnur. en þegar dómararnir leyfa mikið er það erf- itt og ég held að of vægir dómarar hafi átt sinn þátt í ósigrinum, þótt hinu sé ekki að levna að við náð- um ekki þeim leik, sem við ætl- uöum aö sýna. Dæmigerö handknattleiksmynd þessa dagana. boltinn skoppar og hoppar á marklínunni, — fer hann inn eða ekki? það er spurning- in. Myndin er úr leik Víkings og ÍR í gær, boltinn fór víst ekki inn. Maðurinn bak við sigurinn: MarkvörSurim ungi í VAL Sannarlega áttu Valsmenn hinum unga markverðj sínum Ólafi Bene- dikssyni mikið að þakka í gær- kvöldi. Það eru ekki nema nokkrir mánuðir síðan að Ólafur kynntist markinu að sögn. En sannarlega hefur hann náð fráibærum árangri svona í fyrstu atrennu. Með góðri þálfun er hann okkar framtiðar- markvöröur í landsliði. Valsliðið átti annars allt mun betri lei'k en hinir hvítklæddu mót- herjar úr Hafnarfirði, sem almennt var talið að mundu vinna i þessum leik. Skot Valsimanna voru yfirleitt mun meira að yfirveguðu máli, — og heppnuöust mjög vel. Ólafur Jónsson stóð sig eins og við var að búast. Skot hans lentu oftast í metmöskvunum, í seinni hál'fleik átti hann 5 skot í röð, sem öll lemu inni, en það síðasta var varið, en í þeim fyrri átti hann 6 skot, 4 voru varin, en tvö lentu í netinu. Ölafur skoraði 6 mörk, Hermann einnig 6, þar af 4 úr vítaköstum. Hins vegar var árangurinn ekki nándar nærri eins glæsilegur hjá Geir Hallsteinssyni. í fyrrj hálfleik eitt skot framhjá, og siðan 3 varin af Ólafi, en í síðari hálfleik, tvö varin af markverði. önnur tvö af vörninni, eitt framhjá. en tvö skot af öllum 11 skotunum lágu inni. Enginn Hafnfirðinganna var neftt líkur sjálfum sér. Þarna léku aðeins skuggar J>ess sem áhorfendur þekkja í FH. Valmennirnir ljómuðu hins vegar allan leikinn. Yfiriburðir er eina oröiö yfir leik þeirra. Það mætti hæla mörgum i- liðj þeirra. Sterkt lið, sem ég hef ekki trú á að tapi svo mikið sem einu stigj það sem eftir er mótsins, enda þótt segja megi að varlegra værj að spara fullyrðingar og spár. — JBP YAR ÞAÐ KLUKKAN? Gárungarnir i Laugardalshöll voru fijótir að finna skýringu á tapj Hafnfirðinganna, — þaö hafi veriö ljósaklukkan, sem gerði þetta að verkum. Hún hafi í byriun verið biluð FH-megin þar var allt í kol- niðamyrkri, þar sem tölurnar 00 voru Vals-megin á töflunni. ,,Þétta hlýtur að hafa verkað npkkuð illa á Hafnfirðingana, enda gekk þeim illa aö skora“, sagði einn áhorfandi viö blaðamann Vis- is. Eftir þetta var ljósataflan ekki mikið í gangi hjá FH, fyrstu 2C mínútumar aðeins tvö mörk. i

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.