Vísir - 18.02.1971, Síða 7

Vísir - 18.02.1971, Síða 7
VlSIR . Fimmtudagur 18. febrúar 1971. cTVíenningarmál SKEMMTUN OG SKÁLDSKAPUR Gomerset Maugham heitinn ^ sagöi einhvern tímann að þýðingarlaust væri fyrir mann, sem fengist við að skrifa sögur, að reyna að setja fram fordóma laust einhverja regiu um, hvern- ig bezt yrði og skynsamlegast að því farið. Sú regla yrði aldrei annað en samantekt höfundar á þeirri aðferð, sem hann sjálfur notaði, þvi að vissi hann ein- hverja aðra aðferð betri mundi hann tvímælalaust bróka hana. Síðan hélt Maugham að sjáif- sögðu áfram og lýsti hugmynd- um sínum, hvernig bezt vaeri farið að því að skrifa. Vissulega hef-ur hver og einn sinar hugmyndir um, hvernig góðar baekur skuli vera — og þá einkum og sér í lagi þeir, sem fást við að skrífa bækur. góðar eða vondar. Þessar bugmyndir eru að Hk indum ekki ýkjamikils virði, að mmnsta kosti ekki áður en þær komast í framkvæmd. En rétt etns og sumir menn hafa gaman aif skák ellegar fótbolta hafa aðrtr gaman af því að velta fyrir sér bugmyndum eða teóríum, Þetta getur orðið töluvert hættulegt sport, þvi að sumir eiga það til að fá ailt í einu einhverja eina hugmynd á heil- ann, eina hugmynd, sem þeir fcelja, að fel; í sér lausn á öll- twn hinum margslungnu vanda má'kim trlverunnar. Tjví er ekki að neita, að ýmsar 1 nýjar bækur eru skrifaðar af s'kynsamlegu viti, kunnáttu samiega skrifaðar, jafnvel vel skrifaðar. Þar er vakin athygii á vandamálum, og þar er deiit á það. sem miður fer í þjóðfélag inu. Þær eru skrifaðar af skynsemi og skarpskyggni. þvi verður ekki móti mælt, en gallinn er sá, að þær eru Restar leiðiniegar af- lestrar, jafnvel svo að þrátt fyrir einlægan og góðan vilja endist maður ekk; til að Ijúka þeim. Vð lestur þessara bó'ka hlýtur lesandinn að viðurkenna að höf- undur sé glöggur maður og skyn ugur og ófeimirm við að benda á veilumar í umhverfi sínu, en í flestum tilfellum er aldeilis brennt fyrir, að þessi gáfaði og ábyrgi höfundur geti verið mann legur, hvað þá skemmtilegur. Það litur út fyrir, að þegar höfundar eru sem uppteknastir við að lemja náttúruna með lurk gleymi þeir, að lesendur eigi yfir iei-tt nokkra hönk upp í bakið á þeim. Það er aó visu álitamál hvort listamenn eiga nokkrar skyldur að rækja við annaö en list sína. En það er engu að siður hlutverk þeirra að skapa list og breiða hana út meðai fólks, listamann inum og fóikinu sjálfu til sameig inlegrar blessunar. Það er barna- skapur að álíta, að listin eigi ekki og geti ekki mótazt að ein hverju leytj af smekk almenn- ings. Efniviðurinn í kiarna lista verksins er fólginn í listamann- inum sjálfum og umhverfi hans. og það er aimenningur, sem mót ar þetta umhverfi og er hluti af því. Sömuleiðis er ekki hægt að horfa á það með blinda auganu aö almenningur gerir þá kröfu, að f list sé fólgin einhver skemmtun, eitthvað sem hrífur hugann. Það er kannski villandi að segja, að í list hljótj einhver skemmtun að vera fólgin. Ef til vill er réttara að komast banníg að orði að listin hljótj að vera hrífandi. Hún getur verið hrífandi á ötal vegu. dapurleg, glettin. ögr andi, ógnandi, nýstárleg o.s.frv., o.s.frv. En umfram allt verður hún að vera lifandi, hafin yfir kakia rökhyggju, mannleg og margræð, og höfða i senn til til- finninga og skvnsemi þess, sem hennar á að njóta. enda er lisíin afsprengi skynsemj og tilfinn- inga listamannsins. Auðvitað kann að vera álita- má! hvað er hrífandi og hvað ekki, en sé miðað við þá almenn ings'hylli, sem ýmsar nýiegar, i'slenzkar skáldsögur hafa hlotið að undanförnu, freistast maður til að álykta, að fólk telji þær lítt hrífandi og lélega skemmtun. \Targar kenningar hafa verið settar fram um, undir hverju velgengni og vinsældir bóka séu komnar. Ein kenning er sú, að iesandinn þurfi að að geta fundið til skyldleika við persónur þær, er bókin fjallar um, og samsamazt þeim að ein bverju leyti. Kannski er þetta rétt, því að upp á síðkastið hafa söguhetj urnar í mörgum bökum ekki ver ið fóik heldur tákn og persónu gervingar og það er býsna erf- itt að setja sig í spor og finna til með táknum og persónugerv ingum. Firring er mikið tízkuorð og um „bil“ er mikið talað, bilið millj kynslóða til dæmis. Ef til vill eru suinir meðal íslenzkra listamanna að ,,firr ast‘‘ almenning, ef til vill er að myndast bil milli listamanna og almennings. Sé svo — er það :kki alveg að ástæðulausu. Um langan aldur hefur verið gersamlega aengið fram hjá listamönnum. þegar þjóðin hefur skipt með sér vax andi velmegun. Staða þeirra er enn jafnótrygg og fyrir nundrað árum eóa fimmhundruð árum. Þeir eiga allt sitt undir duttlung um almennings. Þeir eiga að þiggja það, er aö þeim er rétt. Þeir eiga ekki að gera kröfur. Verk þeirra liggja frammi fyr- ir almenningssjónum. Hver og einn hefur rétt til að gagnrýna þau og dæma án þess að þurfa að færa sönnur á, aö hann sé þess umkominn. Þau eru almenn ingseign. Eign. sem þjóðin metur víst mikils, ef marka skal allt snakkið og skálaræðurnar um lista- og menningarauð þjóðar- innar — en það þykir sennilega móðgun við listamanninn að gera tilraun til að meta verk hans til fjár og umbuna honum svq sem vert er. JKetta ástand er slsemt og hef ur haft og hefur slæmar afleiðingar, en þó er hálfu verri sú afstaða til listar og lista- manna, sem stundum verður vart hjá almenningi, sem kýs gjarna að líta á listamenn með smáborgaralegri tortryggni og búralegu skilningsleysi. Ef þjóðinni hefðu ekki, þrátt fyrir þessa níðingslegu afstöðu verið sköpuð andleg verðmæti. sem seint munu fyrnast væri sennilega öðruvísi um að litast hér á landi, og líkast til hefði íslenzkt þjóðerni dáið drottni sínum og Danaveldi fvrir æði- löngu, en eftir væru danskir af komendur beirrar þjóðar. sem úti í löndum er nú einkum bekkt fyrir fornan menningar- arf sinn os sóðalega umgengni á siávarafurðum. Þessi afstaða almennings til listar og listamanna þarf að brevtast. Þjóðin verður að viður kenna að listamenn eru henni nauðsynlegir og listamenn verða að viðurkenna, að þeim er stuðninaur almennings nauðsvn legur. Rithöfundur án lesenda er undarlegt fyrirbæri. Vinsældir eru raunar ekki mælikvarði, á,.gæði, skortur á vinsældum heídur ekki. Lista- menn tjá.sig í verkum.sinum. Ef til vill getur tjáningin sjálf ver ið endanlegt takmark. en engu að síður er það líklegt að tak- mark listamanns sé vfirleittt að tiáning hans nái til fólks. Sýni listamaður verk sín eða gefi þau út, bendir það ótvírætt til þess að hann viljj ná til- fólks. og riúfa þar með einangrun sína. Slagorðið „Listin fyrir list- ina“ heyrist nú æ sjaldnar. — Skrifi einhver bók, er hann tíð- ast að skrifa hana í þeirri von að hún verðj lesin. Það er eins og ýmsum rithöf undum þyki minnkun að því að horfast í augu við þessa stað reynd hvað þá heldur að þeir geti hugsað sér að taka tillit til hennar með því að skrifa læsi legri verk. Þessi einangrunarstefna get- ur haft, ef hún hefur ekki þegar haft, alvarlegar afleiðingar. — Allur almenningur gefst upp á þv-í að lesa nýútkomnar bækur. ef það endurtekur sig æ ofan i æ, að þessar bækur taka ekki hið minnsta tillit til óska venju legs lesanda. sem venjulega er ekkj kröfuharðari en svo að langar til að hrífast af því sem hann les, samsamast þvi, veröa hann langar til að hrífast með því er hann les, samsamast þvi, veröa niðursokkinn. Jjað væri þess vegna gaman að vita, hver áhrif það mundi ha-fa á bókmenntimar, ef rit- höfundar yfirleitt opnuðu augu sín fyrir því, að þeir éru’*aöf einangrast. eÞir skrifa fy-rir fá- ; mennan hóp áhugamanna um bókmenntir en allur almenning ur veit varla af tilveru þeirra. Almenningur les vondar bækur, kerlingabækur, dulspekibækur, hrakningasögur og þýdda reyf- ara — ekki vegna þess að fðl-k kjósi vísvitandi að lesa rusL heldur vegna þess að íslenzkar samtímabókmenntir eru svo tor skildar og einangraöar að venju legt fólk leggur ekki í að lesa þær. Það er að vísu erfitt að sanna þessa staðhæfingu að samtíma- bókmenntir séu tiltölulega ein- angrað fyrirbæri, en henni er þö ekki slegið fram út í bláinn. Hún er ályktun, sem hefur verið dregin af daglegum samtölum við fólk úr öllum stéttum, hún er persónuleg reynsla, óvísinda leg, en reynsla ei að síður. Það væri verðugt verkefni til dæmis fyrir skoðanakönnun Vis- is að kanna sannleiksgildi þess arar staðhæfingar. Reynist hún rétt mætti kannski einbvern lærdóm draga af niðurstöðunni. Reynist hún röng er það sann- arlega gleðiefni. NÝTT FRÁ LÍTA VERi Höfum fengið munstruð teppi í öllum hugsanlegum li tasamsetningum. Breiddir frá 2 m upp í 3.66 m. Verð frá kr. 597.00 upp í 954.00 pr. ferm. Kynnið yður sölu skilmála vora og staðgreiðsluafslátt. Aðeins úrvalsvörur í Litaveri. LITAVER. sf. Grensásvegi 22-24, s'imar 30280 og 32262

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.