Vísir


Vísir - 18.02.1971, Qupperneq 8

Vísir - 18.02.1971, Qupperneq 8
8 V1SIR . Flmmtudagur 18. febrúar 1971, VÍSIR Otgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastióri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstiómarfulltrúi • Vatdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: S'kúli G. Jóhannessom Auglýsingar Bröttugötu 3b. Simar 15610 11660 Afgreiðsla Bröttugötu 3b Simi 11660 Ritstión • Laugavegi 178. Simi 11660 f5 linur) Askriftargjaid kT. 195.00 ð mðnuði innanlands T lausasölu kr. 12.00 eintakið Prentsmiöia Vtsis — Edda hf. Skattakerfið endurskoðað Eitt af fyrstu verkefnum viðreisnarstjómarinnar á sínum tíma var að endurskoða skattalögin. í kjöl- far þeirrar endurskoðunar voru gerðar miklar um- bætur á skattalögum árin 1962, 1963, 1964 og 1965. Verulegt og varanlegt gagn hefur orðið af þessum breytingum. Síðastliðin fimm ár hafa svo ekki verið gerðar veigamiklar breytingar á skattakerfinu, en nú er ný hrota að fara af stað í þeim efnum. Skattafrum- varpið, sem lagt var fyrir alþingi fyrir skömmu, er fyrsta skrefið á þeirri braut. Nýja frumvarpið stefnir að því, að atvinnulífið á íslandi búi við hliðstæð skattakjör og atvinnulífið í löndum Fríverzlunarsamtakanna. Það stefnir einnig að því, að fýsilegra verði en áður fyrir almenning að leggja fjármagn í fyrirtæki. Frumvarpið gerir einnr ig ráð fyrir, að hið nýja fasteignamat leiði ekki til þess, að fólk verði að borga háa eignaskatta af íbúð- um sínum, og verði því eignir, sem eru innan við þrjár milljónir að verðmæti, skattfrjálsar. Stóreignir verða hins vegar skattskyldar '86rh áður, Margvísleg fleiri atriði eru í hinu nýja frumvarpi, sem fjallar að mestu um skatta fyrirtækja. Reiknað er með, að síðar komi frumvarp, er fjalli um skatta einstaklinga. Þá er væntanlegt á þessu ári frumvarp um tekjustofna sveitarfélaga, og er ráðgert að marka stefnu á því sviði, áður en það frumvarp, sem nú hefur verið lagt fram, tekur gildi um næstu áramót í því formi, sem alþingi velur því endanlega. í framsöguræðu sinni með frumvarpinu ræddi Magnús Jónsson fjármálaráðherra um þá heildarend- urskoðun skattalaganna, sem nú stendur yfir. Hann kvað núverandi aðstöðugjöld vera talin hættulegur og óeðlilegur skattur, sem líklega yrði lagður niður. Þá benti hann á, að eðlilegt væri að nota fasteigna- gjöld meira sem tekjustofn fyrir sveitarfélög, þó þann ig að þeir1 vr.:”i hlíft, sem aðeins ættu íbúð af hóf- legri stærð, er þ~:v ’--’. Magnús ræddi einnig um, að endurskoða þurfi verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, og kæmu ýms- ar leiðir til greina á því sviði. Ríkið gæti hugsaniega tekið að sér vissar greinar, sem sveitarfélögin hafa nú. Einnig mætti fara þá leiðina, að sveitarfélögin tækju á sig auknar kvaðir og fengju þá í sínar hend- ur beinu skattana, en ríkið héldi eftir óbeinu skött- unum. En svo kæmi líka til greina að leysa þetta vandamál tekjuskiptingar með því að innleiða stað- greiðslukerfi. þar sem beinir skattar yrðu innheimt- ir í einu lagi og síðan skipt milli sveitarfélaga og ríkis. Fjármálaráðherra kvað einnig æskilegt að afnema 20—30 smáskatta, sem nú eru innheimtir, og gera skattkerfið á ýmsan hátt einfaldara og ódýrara en nú er. Sérstök embættismannanefnd hefur unnið og vinnur áfram að margvíslegum endurbótum af þessu tagi, og munu flestir telja það hið þarfasta verk. I. i V* ÁFRAM UPPÁ VID Kaflar úr skýrslu OECD um Island marka, sem raunveruleg aukn ing framleiöslunnar setur. Velmegun byggist enn sem fyrr á fiskinnm, en nú hefur verið rennt nýjum stoðum undir hana, til dæmis með ál- og kísil- gúrverksmiðjum. □ Við búum við vaxandi hagsæld. — Lífskjör fólks hafa undanfarin ár verið háð duttl- ungum aflabragða og verðlags á erlendum mörk- uðum. Afturbatinn mun halda áfram í ár og menn hafa meira í sig og á. Við munum auka neyzlu okk- ar og flytja meira inn af gæðum. Fjármunir munu stóraukast. Þetta segir í skýrslu Éfnahags- og fram farastofnunarinnar OECD, sem í byrjun hvers árs spáir um þróun í efnahagsmálum okkar. Verðbólgan má ekki stöðva framfarir Nýjar iðngreinar og aðild ís- lands að EFTA hafa brotið blað í þróun Islenzka hagkerfisins. — Það er erfitt fyrir lítið land með fáar auðlindir að byggja upp nýjar iðngreinar í samkepprri við önnur lönd, sem eiga sér langa hefð í framleiðslu iðnaðarvöru. Nú ríður á, að þróunin í átt til meiri fjölbreytni atvinnulífsins verði ekki stöðvuð vegna óhóf legrar aukningar kostnaðar og hækkunar verðlags, eins og oft hefur gerzt. Liklegt er, að sjávar útvegurinn rtfsi undir meiri launakostnaði en aðrar atvinnu greinar, meðan verð á ertend- um mörkuðum er hagstætt og eftirspurn mikrl. t skýrs'Iu OECD í fyrra var meðal annars bent á, að finna þarf nýjar aðferðir tH að hamla á móti innbyrðis kapphlaupi, til raunum einstakra hópa til að bæta eða tryggja stöðu sína með síendurteknum launa- og verð- hækkunum. Rfkisstjómin hef- ur snúizt við þessum vanda með aðgerðum til að hem ja þá verð bólguskrúfu sem leiðir af víxl hækkunum launa og verðlags. Verið getur, að ríkisstjómin haldi áfram tilraumum sínum til að komast að samkomulagi við verkalýðsfélðgin og vinnuveit- endur um skynsamlegra kerfi, sem staðið gæti til frambúðar. Grundvöllur fyrir aukningu þorskveiða Efnahagsbatinn síðustu tvö árin á rætur aö rekja til þorsk- veiða fremur en síldveiða. Niöur stöður fiskifræðinga benda til þess, að á allra næstu árum geti veriö grundvöllur fyrir frekari aukningu þorskveiða, þar sem þeir árgangar, sem nú fara að koma I gagnið, eru óvenjulega stórir. Stjórnvöld búast ekki við verulegum brevtingum á verö- iagi á erlendum mörkuðum frá því sem það var orðið í ársiok 1970. Þá mun álframleiðslan aukast mikið á þessu ári vegna meiri afkastagetu álversins. Sé gert ráð fyrir, að hinn öri vöxtur á útflutningi annarra iðn aöarvara og þjónustu haldi á- fram, ætti útfiutningur á vör um og þjónustu að aukast um nálægt 7 af hundraöi á árinu 1971. Útflutningsverð á fiskafurð- um hélt áfram að hækka aMt árið 1970 og þvl má búast við, að hækkun þess mil'li áranna 1970 og 1971 verði að meðal- tali um 5 af hundraðí Verðlac á innflutningi mun hins vegar líklega hækka eitthvað svipað, svo að viðskiptakjörin muni lít iö breytast. Búazt má við, að einkanev-ri an muni aukast nærri jafnmik ið og seinasta ár. Menn veiti sér sífellt meiri þægindi. Fiárfest- Umsión. Haukur Helgason: ing verði meiri en lengi hefur verið. Fjármunamyndunin gæti aukizt um 10%, en hún jókst um 3,3% 1969—1970. Engin gjaldeyrisvandræði Eftirspurn innanlands muni þvf vaxa meira en I fyrra. Inn- flutningur aukist um 14—15 af hundraði, eða meira en útflutn- ingurinn, svo að viðskiptajöfn- uður verði ekki jafnhagstæður og S fyrra. Árið 1970 var viö- skiptajöfnuður hagstæður ís- lendingum sem nemur 3% af þjóðarframleiðslu. Mætti nú bú- ast við halla í ár, en hann ætti ekki að valda gjaldeyrisvand- ræðum fyrst um sinn, þar sem gjaldeyrisstaðan hefur batnað mikið síðustu tvö ár og líklegt er, að nokkurt fjármagn streymi til landsins. íslendingar fengu svigrúm til að bæta lífskjör sfn síðustu tvö ár vegna aukningar þorsk- aflans og frekari vinnslu hans. Þessi framleiðsla er fremur stöðug pg hefur hagstæð áhrif á atvínnu og er þjóðhagslega miög hagkvæm. Bættur efna- hagur á einnie rætur að rekia til þeirrar stefnu að greiða fyrir nt>sköpun 'ðnaðarins á breið- um grunavpilí ptofna stór iön- fyrirtæki með liðstyrk erlends fjármagns og tæknibekkingar. trpiHa veröur áfram viðleitni til að auka fíölbrevtni f iðnaði og útflutningi. Aðalvandinn er að halda vexti peningatekna innan þeirra Staðgreiðslukerfi hagstætt Eins og oft áður virðist verð bólgan fylgja í kjötfar óvenju hagstæðra skilyrða f sjávarút- vegi. Verðjöfnunarsjóður fisk- iðnaðarins hefúr það markm’ð að draga úr sveiflum á tekjum í sjávarútvegi milli ára með þvf að lagt sé ti'l hliðar góðu árin til að endurgreiða sjávarútvep inum á hinum mögru árum. Þar sem ólfklegt er, að hið hagstæöa ástand haldist lengi, þyrfti að stvrkja þennan sjóð. Óbeinir skattar breytast sjálf krafa með hækkun tekna. Á hinn bóginn dregur það úr þess- um áhrifum, að beinu skattam- ir eru lagðir á eftir á. 1 landi eins og íslandi, þar sem miklar sveiflur eru á tekjum mrlli ára. virðist staðgreiðslukerfi skatta geta orðið sérstakle<ra eapnlegt. í stað þess kæmj til greina að rfkisstjórnin notaði oftar á hverju ári en áður heimildir til að breyta skattvfsitölu og þeim tíma, er skattar eru innheimtir. Stefnan í peningamálum gegn ir mjög mikilvægu hlutverki við þessar aðstæður. Hún verður að hindra, að sterk lausafiárstaða banka og fvrirtækia valdi of- þenslu. Meiri sveigjanleika »• þörf við endurkaup afurðalám og æskilegt virðist, að Seðla bankinn geti selt og keypt verð- bréf á opnum markaði. Þvf barf að koma á fót almennum verð- bréfamarkaði. Þessi vamaðarorð leggur OECD f nesti íslendinga f byrj im árs 1971. — HH

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.