Vísir - 19.02.1971, Page 2

Vísir - 19.02.1971, Page 2
n Uppeldi sona minna mistákst" — sagbi dr. Benjamin Spock i sjónvarpsk>ætti Davids Frost f Dr. Benjamin Spock, — hvers ráðleggingum varð- andi barnauppeldi milljón ir foreldra um allan heim fylgja, sagði um daginn f þeim virta sjónvarps- þætti, sem David Frost hinn brezki stjórnar, að honum hefði mistekizt föðurhlutverk sitt, og sömuleiðis, að hans eigin foreldrum hafi einnig orð ið fótaskortur á hinni mjóu og erfiðu braut upp alandans. Benjamín Spock er frægur fyr- ir sína hörðu andstööu gegn Víet nam-stríðinu og herþjónustu ungra manna, hann sagöi í fyrr- nefndum þætti Frosts: „Báöir synir mínir fundu það gegnum sín bemskuár, að ég elskaöi þá ekki sérlega heitt, vegna þess að ég sýndi þeim aldrei neina um- hyggju, líkamlega. Þetta álit þeirra kom mér mjög á óvart, vegna þess að faðir minn sýndi mér aidrei neina blýju með at- lotum eða klappi, og siíkt gerðu ekki heldur feður vina minna. Það tíðkaðist einfaldlega ekki í þvi umhverfi sem ég ólst upp í.“ En þessi tvö ,,köldu“ heim- ili, sem Spock haf'ði haft kynni af, urðu samt til þess, að hann varð einhver frægasti barnalækn ir sem uppi hefur verið, heims- frægur fyrir kenningar sínar um bamauppeldi. Bók hans, sem um barnaupp- eldi fjailair, hefur selzt f fleiri eintökum í Bandaríkjunum en nokkur önnur bók, að biblíunni undanskilinni. Spock sagði í sjónvarpsviðtal- inu við Frost. að núna væri hann rétt að byrja að læra að sýna sonum sínum tilfinningar sinar: „Þegar ég hitti syni mína“, sagði hann, „faðma ég þá að mér. 1 fyrstu fannst mér þetta svolitið undarlegt, en ég er farinn að venjast því núna. Og þeir virðast kunna því vei, og þannig gera þeir mér og okkur auðveldara fyrir“. Öfundar unglinga nútímans Nýlega lauk Spock við að rita bók um vandamál æskunnar og þar minnist hann m.a. á það, hversu voðalega feiminn hann var, er hann var á bamsaldri og ungl ingur. „Þessu myndi víst engkin trúa, en ég var afskaplega feiminn", segir hann, .,ég kom aldrei ná- lægt stúlkum og gat aldrei rætt við þær. Eiginlega byrjaði ég ekki að tala við stúlkur fyrr en ég var orðinn 18 eöa 19 ára“. Sagðist Spock í sjónvarpsþætt- iinum ekki geta annað en fundið til afbrýðisemi gagnvart nútíma- unglingum, sem svo ungir að' ár- um væru farnir að stunda stefnu mót með andstæðu kyni, en hann lagði á það áherzlu, að mjög væri það einstafclingsbundiö, hversu snemma ungHngar tækju að „stunda hitt kyniö“. „Ég held“, sagði Spock, „að ef viðkomandi unglingur er lík- amlega eða andlega tilbúinn til að hafa afskipti af hinu kyninu, þá muni hann gera það, hvort sem foreldrum hans geðjast aö því eður ei. Þaö er hins vegar verri sagan, ef foreldrar neyða böm sín út í að eiga stefnumót — þ.e. með því að iáta þau bjóða ti'I sín drengjum og stúlkum til samkvæmis, draga giluggatjöldin fyrir, dempa ljósin o.s.frv. til þess að reyna að skapa „rétt andrúmsloft". Það er mjög slæmt" sagði Spock, „ég veit að for- eldrar 12, 14 og 15 ára bama gera þetta og það er mikil kór- viila. Nú er það að vísu stað- reynd, aö sum börn, 12 ára, eru af sjálfsdáðum farin að hafa mik inn áhuga og vilja hafa samskipti við gagnstætt kyn.“ Hassneyzla leyfileg Spock kom víöa við í þættin- um hjá Frost. Hann fordæmdi tóbaksreykingar og neyzlu á- fengis, en við borð lá, að hann hvetti til neyzilu hass: „Ég held, að enn liggi ekki fyr ir neinar sannanir um aö hass sé skaðlegt, þegar til lengdar lætur“ sagði hann, „það merkir reyndar ekki að ég mæli með neyzlu þess, en ég vil dragg skýra línu milli marijuana og áfengis. Og ef á að banna eða hindra neyzlu ann- ars hvors held ég aö þið ættuð að banna áfengið fyrst. Þegar ég var ungur maður rfkti vínbann í 'Bandan'kjunuim og við drukkum eins og fáráðl- ingar. Hluti ánægjunnar var fólg inn í þvi, að það var bannað aö drekka. Ég held að sú reynsla sé ein af þeim ástæðum, sem liggja því til grundvallar, að ég vil hafa hassneyzlu lögiega, að minnsta kosti þar tiil einhver get ur sannað aö það sé örugglega skaðlegt. Ég myndi hims vegar segja við son minn eða dóttur: Gerið það í guðanna bænum að nota ebki örvunarlyf af neinu tagi, a.m.k. ekki fyrr en þið eruö orðin tví- tug. Táningsárin eru nefniiega mjö-g svo viðkvæmur tími“_ sagði Spock. Beitið skilningi — ekki vendi Foreldrar í Bandarikjunum, hafa í seinni tíð gagnrýnt Spock harðlega fyrir hans frjálslega við horf gagnvart bömum, en hann segir skoðanir sfinar í uppeldis- málum ekkert hafa breytzt síö- ustu 10 árin. „Staðreyndin er raunar sú, að aldrei áður hef ég verið svo sann færður um að foreldrar ættu að spara sér vöndinn og reyna frem ur aö S’kilja bamiö“, sagði hann, „og ég held að það sé alveg jafn auðvelt að ofmeta bam og það er auövelt að vanmeta það. Foreldr- ar verða að læra að temja sér eitthvert jafnvægi — eins konar línu að draga mi’lii þess sem á að segja börnum og máliH þess sem ekki liggur á aö fræða þau um strax.“ Máli sínu til skýringar nefndi Spock dæmi um lítið bam, sem vildi allt í einu vita hvaðan litlu börnin kæmu, og foreldrar þess héldu yfir því, reynd^r ofurlítið hikandi, langa ræöu um stað- reyndir lífsins — frjóvgun og fæðingu. Þegar svo foreldramir hefðu lokið ræöu sinni, kæmi barnið þeim aligjörlega í opna skjöldu meö því að segja: Að allt sem það langaði að vita, var hvort það væri satt, að þaö hefði kornið út úr maganum á henni mömmu. „Fólk verður að vita hvenær og hvaða svör á aö gefa“, sagði Spock. DAVID FROST Á BIÐILSBUXUM? DAVID FROST, sjónvarpsmaður inn brezki, sem minnzt er á ann- ars staðar hér á síðunni í dag, stjómar þáttum jafnt í Bretlandi sem Bandaríkjunum. Flýgur hann á milli London og New York a.m.k. einu sinni i viku, vegna þessara starfa sinna, en maður- inn þykir einhver hæfasti stjórn andi umræðu- og viðræðuþátta við sjónvarpsstöðvar, en einnig er hann liðtækur við aö stjóma skemmtiþáttum. Frost er 31 árs og hefur auðgazt mjög á þáttum sínum. Hann er ókvæntur og því umsetinn kon- um, enda er maöurinn einkar geðgóður, fyndinn og „laglegur“, segir vinkona hans, leik- og söng konan svarta, Diahann Carroll. Sögur eru nú á lofti um að Frost ætli sér að kvænast ungfrú Carroll en hún er fjórum árum eldri en hann og á 10 ára gamla dóttur. Frost hefur sagt aðspuröur, að hann hafi engar hjónabandsáætl anir á lofti, en hins vegar hefur það flogið fyrir, að hann hafi þeg ar beðið um hönd ungfrúarinnar, en hún hafi hryggbrotiö hann. Hvemig sem málin standa hjá Frost, þá hefur móöir hans sagt, að Carroll sé „mjög geðs- leg stúlka. — og reyndar eina stúlkan sem Frost hefur kotnið með heim til mín". Móðir Frosts, fni Mona Frost býr í Suffolk, Englandi, og sagöi hún nýlega í stuittu bliaðaviðtali: „Auðvitaö hefði ég ekkert á móti því, að David kvæntist Diahann, og raun ar hefði ég ekkj á móti þvl að hann giftist hverri sem hann vi'ldi, ef út í það er farið“. Diahann Carroll var gift fyrr um umboðsmanni sínum, Monte Kay. Þau giftust 1955 og skildu 1963. Hún sagði um daginn: „Ég vildi gjaman giftast aftur og eignast fleiri böm — jú, mér finnst Frost mjög skemmtilegur, hann er svo fyndinn ... hvort ég hafi hryggbrotið hann? Þaö segi ég ekkert um“.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.