Vísir - 19.02.1971, Blaðsíða 3
V í S I R . Föstudagur 19. febrúar 1971.
II
I MORGUN UTLÖNDÍ MORGUN UTLÖND í MORGUN UTLOND I MORGUN UTLÖND
Hálf mh
Umsjón: Haukur Helgason:
nemenda án kennslu
— Sænska stjórnin setur verkbann á 25 jbúsunc/
kennara — 43 búsund starfsmenn frá vinnu i
dag vegna verkbanns og verkfalla
43 þúsund manns eru frá
vinnu í dag vegna kjara-
deflu opinberra starfs-
manna í Svíþjóð. Þetta fólk
hefur annaðhvort orðið fyr
ir verkbanni sænskra
stjómvalda eða það hefur
af sjálfsdáðum lagt niður
vinnu. Ríkisstjómin beitti
30.500 embættismenn verk
banni, sem kom til fram-
kvæmda á miðnætti.
ÖII kennsla í æðri skólum hefur
lagzt niður. 25 þúsund kennarar
mega ekki kenna í dag vegna banns
stjórnarinnar. Á milli 500 og 700
'þúsund nemendur fá ekki kennslu
í dag.
Það eru 40 þúsund félagar í sam-
tökum háskölamenntaðra og 3 þús-
und félagar í sambandi opinberra
starfsmanna, sem ekki vinna.
Verkbannið gekk í gildi eftir að
nefnd, sem í sitja fu'íltrúar frá báð-
um aðilum, úrskurðaði, að verk-
bann, sem nær til kennara sé ekki
„hættulegt þjóðfélaginu“. Hefði
þessi nefnd taliö verkbannið haettu-
iegt, hefði verið fa'llið frá því.
Samtök háskólamenntaðra og
sambarid opinberra starfsmanna
hófu takmörkuð verkföll 5. febrú-
ar. Þá stöðvuðust járnbrautarferð-
ir að miklu leyti, þegar 600 lestar-
stjórar fóru í verkfal'l. Ríkisstjórn-
in hótaði þá verkbanni. i
Stjórnvöld segja, að einn tilgang-
ur verkbannsins sé að binda enda
á skæruverkföll. Fulltrúi ríkisstjóm
PALME VALTUR. — Svíþjóö var löngum það land, þar sem verkföll voru einna sjaldnast af
lýðræðisríkjum. Eftir að Olof Palme varð forsætisráðherra, hafa vinnudeilur angrað hann, fyrst
ólöglegt verkfall námumanna í fyrra og nú feikileg átök við opinbera starfsmenn.
arinnar í umræðunum segir, að
verkfaillsmenn séu fulltrúar hinna
hæstlaunuðu í þjóðfélaginu. Verk-
föll þeirra valdi miklum vandræð-
Breytt afstaða til Kína?
Bandaríska stjómin ihugar nú,
hvort hætta skuli öllum hömlum á
ferðum Bandaríkjamanna til
Kína, Kúbu, Norður-Víetnam og
Norður-Kóreu, að því er formæl-
andi utanríkisráðuneytisins sagði í
gær.
Robert McCloskey segir, að yfir-
leitt fái menn ferðaleyfi til Kína,
ef þeir sæki um það. Vandamálið
við ferðalög Bandaríkjamanna til
Kfna sé hins vegar, að stjórnin í
Peking synji þeim um leyfi.
Sennilegast þykir, að bandarísk
stjórnvöld muni afnema hömlur á
ferðurri til Kína og Norður-Kóreu,
en óvíst er, hvort stjórnin er reiðu-
búin til að létta hömlum af s'lík-
um ferðum til Kúbu og Norður-
Víetnam.
McCloskey sagði ennfremur, að
stjórnvöld hefðu nú tekið til endur-
skoðunar afstöðuna til / aðildar
Rauöa-Kína aö Sameinuðu þjóðun-
um. Þá væri fjallaö um stefnubreyt
ingu f viðskiptum við Kína.
um, og margir aðrir eigi á hættu að
missa atvinnu þeirra vegna.
Formaður samtaka háskólamennt
aðra, Bertil' Östergren, segir, að
samtökin geti þolað vinnustöðvun
til 1. apríl og líklega lengur
„Það er gífurlegur uppskafnings-
háttur,“ segir fulltrúi háskóla-
menntaðra, „þegar stjómmáiamenn,
verkalýðsleiðtogar og aðrir „brodd-
ar“ með 100 þúsund krónur (1.7
milljónir íslenzkar) eða meira í árs-
laun ráöast á verkfall launþega,
sem hafa milli 30 þúsund og 60
þúsund krónur f laun“.
Sumir kennarar, sem ekki em í
samtökum háskólamenntaðra munu
halda áfram kennslu.
S-V íetnamar
reiðir Frökkum
# Stjórn Suður—Víetnam hefur
hótað að slíta stjórnmála-
sambandi við Frakkland, ef ekki
veröur lát á mótmælaaögerðum
við ræðisskrifstofu S-Víetnam í
París.
# Yrði þá hætt samskiptum við
Frakkland bæði f stjórnmálaleg-
um, efnahagslegum og menn-
ingarlegum efnum. Suður-Víet-
namar kvarta yfir því, að störf
ræðisskrifstofunnar séu trufluð
vegna mótmælaaðgerða.
Fjölmennar kröfugöngur hafa
verið famar f París að undan-
förnu vegna innrásarinnar í La-
os.
Frá Laos berast þær fréttir, að
stjómin hafi sett útgöngubann
að næturlagi á mörg hundruð
ferkílómetra svæði við Mekong-
fljót. Hernaðarleg aðstaða stjórn
arhersins fer þar versnandi. í-
búar hafa fengið nafnskírteini,
svo að fylgjast megi með skæru-
liðum.
Bandaríkjastjórn athugar, hvort leyfa skuli ferðir til Rauða-Kína
og breyta afstöðunni til aðildarinnar að Sameinuðu þjóðunum.
SprengjutilræSi
HÆKKAR YENESUELA j / Gmtabora
OLlUVERÐ UM 35fo?
— Islenzkt innkaupsverð byggist á verðlagi
á hreinsaðri Venesúelaoliu
Verið getur, að Venezúela
hækki olíuverðið um 35%
í framhaldi af samningum
milli stóru olíufélaganna
og ríkja, sem hafa olíulind-
ir fyrir viku, að sögn for-
mælanda ríkisstjórnarinn-
ar í Caracas.
Áður hafði verið talið, að hækk- — ...----
unin mundi nema 25%, en margt sem því nemur. Verð á olíu frá
benti í morgun til þess, að hún
kynni að verða meiri.
Venezúela framleiðir 3,6 milljón
tunnur hráolíu á dag, og helmingur
þess er seldur á bandarískum og
kanadískum markaði. Mörg Evr-
ópulönd kaupa einnig olíu frá Ven-
ezúela en í minna mæli.
Innkaupsverö íslenzkra olíufélaga
er byggt á verðlagi á Venezúela-
olíu í Karabíska hafinu. Þegar tal-
að er um 35% hækkun, er átt viö
verð á óunninni olíu, en hreinsuð
olía þarf ekki endilega að hækka
Sovétríkjunum, sem við kaupum,
breytist eftir þessu verölagi.
Olíuráðherrar frá Alsír, írak,
Saudi-Arabíu og Líbíu koma sam-
an á mánudag til að ræöa olíuverð
frá þessum löndum. Lfbfa og Alsír
vilja fá meiri hækkanir en samið
var um í Teheran fyrir viku. Líbíu-
menn munu semja sér í lagi.
Tilræðismenn komu í nótt fyrir
sprengju við klúbb manna frá
Króatíu f bæjarhlutanum Haga
í Gautaborg. Um þrjúleytið
höfðu óþekktir tilræðismenn
sett sprengju fyrir utan húsið.
Þar voru fimm menn, er sprengj
an sprakk, en engan sakaði.
Sprengingin var svo öflug, að
allar rúður brotnuðu f húsum
hinum megin götunnar.
Ekki hafði í morgun tekizt aö
hafa hendur f hári tilræöis-
manna. Samkvæmt frásögn
vitna kom tilræðismaöur eða
menn í bifreið.
Króatía er hluti Júgóslavfu.
Menn frá Króatíu tóku fyrir
skömmu júgóslavneska ræðis-
mannsskrifstofu í Svfþjóð og
héldu nokkrum starfsmönnum >
gíslingu í eina nótt Eftir þaé
gáfust Króatarnir upp og
slepptu gíslum sínum ósködduð-
um.
SPEGILLINN
Fæst enn í næstu sjoppu. —
Flýttu þér að kaupa hann áö-
ur en upplagið selst upp. —
Lestu hann upphátt fyrir alla
fjölskylduna fyrir svefninn.