Vísir - 19.02.1971, Page 8

Vísir - 19.02.1971, Page 8
8 VÍSIR Otgefandi: Reykjaprent bf. Framkvæmdastióri: Sveinn R EyjöKsson Ritstjóri- Jónas Kristjánsson Fréttastjðri: Jón Birgir Pétursson Ritstiórnarfuiltrúi V'aldimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugðtu 3b Simar 15610 11660 Afgreiðsla- Bröttugötu 3b Síml 11660 Ritstióm • Laugaveg< 178. Simi 11660 f5 iinur) Askriftargjald kr. 195.00 $ mðnuöi innanlands 1 lausasölu kr. 12.00 eintakiö Prentsmiðja Visis — Edda hf. Ástand gott — hættur á vegi { ársskýrslu Efnahagsstofnunar Evrópu um ísland er fjallað um bættan efnahag og lífskjör íslendinga á árunum 1969 og 1970. Sagt er, að þessar framfarir stafi annars vegar af auknum þorskafla og þorsk- vinnslu og hins vegar af efnahagsstefnu, sem greitt hafi fyrir nýsköpun iðnaðarins á breiðari grundvelli en áður. Hvetur stofnunin til þess, að áfram verði reynt að auka fjölbreytni í iðnaði og útflutningi, og bendir á, að erlend fjárfesting geti ef til vill orðið að liði í þeirri viðleitni. Stofnunin telur það nú vera meginvandamál ís- Iendinga í efnahagsmálum að halda vexti peninga- tekna og neyzlu sinnar innan þeirra marka, sem hag- vöxturinn setur, — að eyða ekki meiru en aflað er. Varar stofnunin við kapphlaupi í kjaramálum milli einstakra starfshópa og hvetur til þess að íslending- ar reyni að gera með sér heildarsamninga í kjaramál- um, þar sem tekið sé tillit til hins raunverulega hag- vaxtar á hverjum tíma. Verðjöfnunarsjóður sjávarútvegsins hefur að dómi stofnunarinnar komið íslendingum að gagni og haml- að gegn verðbólgu. í skýrslunni er mælt með því, að sjóðurinn fái að vaxa verulega á þessu ári, t. d. með því að hækka hlutdeild hans í verðhækkunum. Segir stofnunin, að annars sé hætta á því, að sjóðurinn dugi skammt, ef verð sjávarafurða tekur að lækka á nýjan leik. í skýrslunni er mælt með því, að staðgreiðslukerfi skatta verði tekið upp á íslandi, og bent á, að það muni draga úr tekjusveiflum og vinna þannig gegn verðbólgunni. Jafnframt er mælt með auknum sveigj- anleika í ákvörðun skattvísitölu og í tímasetningu á innheimtu skatta yfir árið. Stofnunin telur gagnlega þá viðleitni stjórnvalda að endurskipuleggja lánamarkaðinn í því skyni að gera hann hæfari til að miðla fjármagni með hag- kvæmum hætti til framfara. En hún telur æskilegt, að hin peningalega hagstjóm verði enn efld frá því, sem nú er. Leggur hún til, að Seðlabankinn opni verð- bréfamarkað. Hún leggur líka til, að margvísleg lána- starfsemi utan bankanna, svo sem fjárfestingarlána- sjóða, tryggingafélaga og lífeyrissjóða, verði felld inn í heildarramma peningamálastefnunnar. í heild gefur skýrsla Efnahagsstofnunar Evrópu það til kynna, að ástand efnahagsmála á íslandi sé óvenju gott um þessar mundir, en ýmsar hættur séu framundan á þessu ári og að ýmislegt megi gera til að draga úr líkindum á nýrri verðbólguþróun. Stofn- unin telur líkur vera fyrir auknum útflutningsverð- mætum á árinu, aukinni einkaneyzlu og bættum lífs- kjörum, töluverðri auðsöfnun og jafnvægi í gjald- eyrisstöðunni. íslendingar ættu því að standa vel að vígi á þessu ári, ef þeir hleypa ekki verðbólgunni af stað í haust. ) <( V í S I R . Föstudagur 19. febrúar 197L Morðveginum lokað J?í menn hafa í huga og gera samanburð á hinum æsi- legu mótmælaaðgerðum og hamagangi, sem varð i Banda- ríkjunum á sínum tíma, þegar skyndisókn var framkvæmd inn i Kambodju til aö eyðileggja vopnabúr Norður-Víetnama, — þá hljóta menn aö undrast það, hve lin öll mótmæli eru nú vestanhafs, þegar alveg sams konar skyndisókn er fram- kvæmd inn í Laos til að stöðva vopnaflutninga N.-Víetnama suður á bóginn. Að vi'su vantar það ekki, að lýðæsingamenn hafi reynt að renna af stað nýrri mótmælaöldu, en þeir hafa ekki enn fundið neinn hljóm- grunn. sókninni, en þar við bætist, að eðli þessara hernaðaraðgerða að stööva herfiutninga Norður- Víetnama liggur miklu beinna við nú en í Kambodju á sínum tíma. Kambodja var á sinum tíma heldur óljóst hugtak, og menn gerðu sér ekki alltof ljósa grein fyrir þvi, hvernig Norður- Víetnamar notuðu þetta hlut- lausa riki beinlínis til árása á Suður-Víetnam. Nú liggja málin beinna við. Flestir eða alilir gera sér það vel Ijóst, að Norður- Víetnamar hafa um langt ára- bil beinlínis hemumið mikinn hluta Laos og komið sér upp mikilli herflutningaleið í þessu smáríki, sem á að heita hlut- laust. Enda kemur þetta líka fram í viðbrögðum Laos-stjórn- ar. Hún hefur að vísu sent form- leg mótmæli vegna só'knarað- gerðanna, en jaifnframt hefur hún f raun og veru látið i það skína, að þessir atburðir komi sér ekki beinlínis við, þar sem Laos-stjórn hafi í raun og veru engin yfirráð haft yfir þessum svæðum f heilan áratug eða meira. Þau hafi beinlinis verið hemumin af Norður-Víetnöm- um. |7nn kynni að vera ein ástæða ^ fyrir hinum linu mötmæl- um í Bandaríkjunum gegn þess- um nýju hernaðaraðgerðum, að síðara mat og reynsla hefur leitt í ljós, að hemaðaraðgerðirnar inn f Kambodju á sínum tfma hafa borið rikulegan árangur. Það getur nú enginn vafi leikið á því lengur, að þær hafa haft þau áihrif að bægja árásum Norður-Vietnama frá bæjardyr- um Suður-Víetnama, Það er nú orðin staðreynd, sem ekki verð- ur lengur á móti mælt, að styrj- öldinni er létt af í óshólmum Mekong-fljótsins og Saigon- svæðinu og má nú heita að þar ríki friður og margvíslegt upp- byggingarstarf er hafið þar af fullum krafti. Þaö eru nú liðnir margir mánuðir sfðan nokkrar raunverulegar hernaðaraðgerðir hafa fariö þar fram. Einnig er hinum tíðu eldflaugaárásum Norður-Víetnama lokið þar. Um- skiptin eru geysilega áberandi á vegir og skuröir og aðrar flutn- ingáTeiðir érii ópnar, hvort sem er að nóttu eða degi. Það fer ekki milli mála, að þessum mikla árangri hefur verið náð fyrst og fremst með skyndi- hernaðaraðgerðunum inn í Kambodju á s.l. ári. 1 stað þess að hrakspár mótmælamanna á sínum tfma rættust, hafa þeir orðið sér að athlægi fyrir fram- komu sína á þeirn tíma. Þó skal þvl ekki neitað, að þeir sem mótmæla slfkum skyndisóknum geta haft nokkuð til síns máls, þegar þeir vara við hættunni á að styrjöldin „breiðist út“, eins og það er kallað. Það hefúr verið opin- bert leyndarmál, að Norður- Víetnamar beita sífellt hótunum um að breiða út styrjöldina, breiða hana út til Laos, til Tælands, til Burma, til Indlands eða ég veit ekki hvert! Á- stæðan fyrir því. að þeir fengu svo árum skipti að viðhalda víötækum vopnabúrum og her- búðum í Kambodju var ósköp einfaldlega sú, að ef hróflað yfði við aðstöðu þeirra þar, hótuðu þeir að leggja undir sig alla Kambodju. Og alveg sömu hótunum hafa þeir beitt til að viöhalda flutningaleið sinni i Laos. Þeir hóta þvf, ef hróflað er við þeirri aðstöðu, að leggia miskunnarlaust undir sig öll meginhéruö Laos. Undir slí'kri kúgun hafa hinir „konung- legu“ stjómendur þessara frumstæðu ríkja beygt sig. Þannig var t.d. með Sihanúk prins í Kambodju á sínum tíma. Hann reyndj löngum að fá þvl framgengt, að Norður-Víetnam- ar færu burt með herlið sitt úr landinu, en var stöðugt eins og mús undir fjalaketti, þar sem þeir hótuöu honum óförum. ef hann sætti sig ekki við það. Sama sagan er uppi á teningn- um núna, að mikill ótti ríkir í Laos um að kommúnistar grípi f hefndarskyn; til gagnaðgerða og leggi allt landið undir sig. Aðgerðir þær, sem nú eru framkvæmdar tiil að stöðva herflutninga kommúnista suður eftir hinum svokallaða Ho Chi- minh-vegi eru hernaðarl. mjög eðlilegar. Eftir þessum vegi fara nú allir herflutningar feommún- ista fram, þar sem flutningar frá sjávarsíðunni f Kamhodju hafa nú að mestu leyti verið stöðvaðir. Það er nú tailið, að Norður-Víetnamar hafi nálægt hundrað þúsund manna her í Kambodju. Allur þessi her er nú ákaflega háður herflutningum eftir Ho Ohi-minh-veginum. Úr því svo er, þá virðist öþarfi að vera að elta her þeirra út um víðar og breiðar byggðir Kam- bodju með stórfelldu mannfalii á báða bóga. Hitt er miklu eðli- legra að stöðva flutninga til hans og sjá hvort dregur ekki máttinn úr hernaðaraðgerðum þeirra. Það virðist lika koma svo að segja samstundis f ljós, að þegar sóknin að Ho Ghi- minh-stígnum var í undirbún- ingi, fjöruðu hernaðaraðgerðir Norður-Víetnama f Kambodju út, þeir kipptust við og þau umskipti hafa skyndilega orðið þar, að höfuðborg Kambodju, Pnom-Penh, er ekki lengur i hættu. Það er talið, að kommúnistar hafi stöðugt haift um þúsund stóra vörubílstrukka f flutning- um á Ho Chi-minh-veginum. Að vísu hafa Bandaríkjamenn hald- ið uppi loftárásum á svæðið, en það er alkunna að slíkir flutn- ingar verða ekki stöðvaðir með loftárásum, allra sfzt f þéttu frumskógasvæði. Hvarvetna meðfram veginum sem liggur um skógivaxin háfjöll geta Norður-Víetnamar notfært sér margvíslega hella, sem eru full- komlega sprengjuheldir og fara flutningarnir einungis fram að næturlagi, og leikur enginn vafi á því að leiðin hefur komið þeim að fullu gagni. Ef takast skyldi að stöðva þessa flutn- inga, sem eru undirrót áfram- haldand, vígaferla f Kambodju, þá varð ekki komizt hjá þvi að skera á leiðsluna. Ástæðan til þess að þessi tímj er val- inn mun vera sú, að nú er að •hefjast þurrkatímabil, þegar Norður-Víetnamar hafa haft i undirbúningi að stórauka flutn- ingana og þar með hernaðarað- gerðir f Kambodju. Má búast viö því, að suöur-víetnamska herliðið verði, ef al'lt' gengur eft- ir áætlun, á þessum slóðum í Herlið Suður-Víetnam sækir inn að Ho Chi-minh veginum. Kannski veldur þar nokkru þessum svæðum. 1 fyrsta skipti um, að bandarískt herlið hefur i tvo áratugi hefur verið komið ekkj tekið þátt í sjálfri hemaðar þar á virkrj héfaðsstjóm og allir

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.