Vísir - 19.02.1971, Page 13

Vísir - 19.02.1971, Page 13
▼ í S I R . Föstudagur 19. febrúar 1971. 13 Sem vænta mátti voru konur fjölmennar á fundinum í Norræna húsinu. Vinnutímastytting æskileg fyrir bæði kynin — caliir sammálcE um það á rauðsokkafundi „ A lmennur haldinn umræðufundur á vegum rauð- sokkahreyfingarinnar og Stúd- entafélags Hásköla íslands 17. febrúar 1971 skorar á borgar- stjóm Reykjavfkur og Félags- málaráð borgarinnar að endur- skoða stefnu sína í dagvistun- armálum barna og miða að því að fjölga dagheimilum í borg- inni svo þau geti verið opin öll- um bömum jafnt. Jafnframt væntir fundurinn þess að áfram verði haldið á þeirri braut að skapa eldri böm- um athvarf utan skólatíma eins og þegar er byrjað á með skóla- dagheimili í einu hverfi borgar- innar". Þessi ályktun var samþykkt samhljóða á almennum fundi áðurgreindra aðila, sem haldinn var í Norræna húsinu í fyrra- kvöld. Meðail fundargesta, sem voru konur í meirihluta, voru flestir fulltrúanna í Félagsmála- ráði borgarinnar. Á fundinum komu fram ein- dregnar óskir þess efnis, að all- ir foreldrar, sem þess æsktu, gætu fengið inni á dagheimilum og leikskólum fyrir böm sín eins og kemur fram í ályktun- inni. Bf til vill ekki sízt vegna þess, að konan gæti þá verið frjáfe að því að stunda starf sitt á hinum almenna vinnu- markaði, en þyrfti ekki að binda sig heima yfir börnum. Með þeirn afleiðingum m. a. að drag- ast aftur úr á starfssviði sínu, missa af tækifæmm i starfi o s. frv. Þá þörf þeirra foreldra sem bæði stunda nám t. d. fyrir það að geta komið bömum sín- um fyrir á dagheimili í stað þess aö þorfa að^troða Jjeim upp á ættingja, sém tiikippilegir séu tíT þess að gæta þeirra. Jjá kom fram, að dagheimilin væm einungis ætluð bömum, sem byggju við erfiðar heimilis- aðstæður. Nú væru 200 börn á biðlista fyrir dagheimilisvist og biðtíminn sé aMt upp í eitt ár. Einnig að Félagsmálastofnun borgarinnar vnni nú að áætlun um dagvistun bama fyrir árin 1970—1983. Það kom fram, að eitt af að- aláhugamálum rauðsokka væri að koma í veg fyrir það, að ein- staklingur þurfi að láta kynferði ráða starfsvali. Furðulegt væri að láta sér detta það f hug að helmingur mannkyns hafi aðeins áhuga á einu starfi, það er hús- móðurstarfinu meðan hinn helm ingurinn hafi áhuga á mörgum störfum. Það sé áhugamál rauð- sokka að næg barnaheimili séu til fyrir böm innan sex ára, ef foreldramir óski þess. Þá var minnzt á styttingu vinnutímans fyrir bæði kyn, þannig að mögu- leiki væri á að bæði karl og kona gætu komið heim frá störf- um utan heimilis um miðjan dag, klukkan þrjú eða jafnvei fyrr. Tóku margir í þann streng nc sögðu stvttingu vinnutímans mjög æskilega og að karlar og konur skiptu þá með sér verk- um á heimili og barnátmpeld'nu eftir. vinnu, Rauðsokkar komu 'því ""‘einnig á frátnfæri 'að skyldunámsskólar væru borgað- ir af ríki og bæ og spurðu, hvort mætti þá ekki hafa sama hátt á við dagheimili og leik- skóla. Einnig var vitnað til þess að kennsla sex ára bama væri ókevpis. Tjað var skýrt frá könnun, sem starfshópur rauðsokka í Kópavogi vinnur að. Ekki er bú- ið aö ganga endanlega frá könn- uninni, en einstaka þættir henn- ar hafa þegar verið fullunnir. 1 Kópavogi séu 1900 böm á aldr- inum 0—6 ára. Af þeim njóti 7% dvalar á dagheimilum og á leikskólum. Starfshópurinn hafi dregið út nafn fjórðu hverrar konu í Kópavogi á aldrinum 20 —50 ára eða 525 kvenna. Þar af hefði verið sendur spuminga- listi ti'l 430 kvenna, en hinar hafi ekki tekið þátt í könnun- inni af ýmsum ástæðum. Af hinum 430 svöruðu 80% öllum spuningum á listanum. í könnuninni, sem hefur þegar verið unnin að hluta í tölvu, kom það fram m. a., að 67% kvennanna svöruðu játandi spumingu um það, hvort þeim fyndust húsmóðurstörfin vera vanmetin. 92% svöiruðu þeirri spumingu játandi, hvort þeim fyndist þörf á stofnun fyrir 0—2 ára böm i Kópavogi, en engin slík sé til í bænum. Þá var könn- uð vinna kvenna utan heimilis og kom í Ijós, að 25% unnu úti hluta úr degi, 49% höfðu ein- hvers konar launað starf, 15% fullt starf, 6% unnu hluta úr ári og 5% störf t. d. prjóna- vinnu heima o. s. frv. Þá kom fram á fundinum sú skoðun, að ríkið ætti aö taka þátt í byggingu dagheimila. Dag heimilamálið væri fjárhagslegt spursmál og meðan á upobygg- ingu stæði væri hægt að leita að öðrum lausnum t. d. þeirri, sem væri þá til bráðabirgða að hópar foreldra tækju sig sam- an, leituðu sér að húsnæði og þegar það væri fundið leituðu þá fjárhagslegrar aðstoðar. Þá komu fram fyrirspumir um það hvers vegna dagheimil- in kostuðu svo mikið f bygg- ingu. Rætt var um eyðslu í sambandi við byggingu þeirra. Óskað var eftir fleiri skóladag- heimilum. Tj'óstra sagði um bömin, sem fara af dagheimilum: „Það er ekki sársaukalaust fyrir okk- ur að vita af bömunum með lykilinn um hálsinn eða vita af þeim leita til ættingja, sem taka mismunandi vel á móti þeim.“ Sú skoðun kom einnig fram, að forgangsflokkamir svoköll- uðu t. d. einstæðir foreldrar vrðu að ganga fyrir, þegar um dagheimilamál væri að ræða og bæri að sinna þörfum þeirra fyrst áður en hinum væri veitt úriausn. En fyrst og fremst væri það frumkvæði fólksins sjálfs sem réði úrslitum mála. Skorað var á rauðsokkahreyf- inguna að beita sér fyrir því að félagsleg fræðsla yrði tekin upp í skólum, en nú sé sú fræðsla í núlli. Þá var rætt um hversu æski- Ieg dagheimilisvist væri fyrir böm og leikskólavist og álit sérfræðinga á þroska slfkra bama miðað við böm, sem væru alin upp að öllu leyti í heima- húsum. Einnig tiilfinningaþroska barna, félagshyggju, uppeldis- gildi dagheimila, hversu langur tími á dagheimili væri æskileg- ur og hvers konar uppeldi það væri, sem slfkar stofnanir stuðl- uðu að. „TFjað er mikið atriði í sam- bandi við leikskóla að þeir séu þannig úr garði gerðir, að þeir auki þroska einstaklingsins. Tilfinningaþroskinn virðist ail- veg glevmast i uppeldis- og skólamálum ... Undirstaða þess, að einstaklingurinn geti starfað, er, að tilfinningalífið sé { iafnvægi" sagði Geir Vil- hjálmsson sálfræðingur, einn af frummælendum m. a. Það koma einnig fram að miklu máli skipti hvernig dagheimiili oe leikskólar væru úr garði gerð til þess að geta veitt gott uppeldi og bent á það, að miklu varðaði að þær stofnanir stöðn- uðu ekki. Stferð' slfkra stofnaha var einnig til umræðu og stærð hópa, sem væru í þeim og í því sambandi var minnzt á breyt- ingu á skipulagi skóla í Banda- rikiunum, sem stæði nú yfir, en þar er verið að koma á hóp- fvrirkomnulagi þar sem nem- endur eru ekki nema 10—12 í hverjum hóp. Leitt að því get- um, að hópar með 8—12 böm- um væri hin æskilega stærð á dagheimilum og leikskólum. Þá var bent á viss hættumerki stofnanauppeldis og ekki bæri að stefna blint að heifedags- vist á dagheimili fyrir börn inn- an við tveggja ára aldurinn. Einnig á það, að álit sérfræð- inga virtist breytast frá degi til dags í þessum málum. — SB Fjölskyldan og Ijeimilid \ NAAAAAAAAAAAAAAAA.SAAA/\AAAAAAAAAAAA^ TRÉSMIÐJAN VÍÐIR AUGLÝSIR: Hvar getið þið gert betri kaup? ódýr sófasett, verð aðeins frá 18.000,— Góðir afborgunarskilmálar. 1 000,— kr. út og 1.000,— kr. á mánuði. VERZLIÐ ÞAR SEM ÚRVALIÐ ER MEST OG KJÖRIN BEZT TRÉSMIÐJAN VÍÐIR HF. Laugavegi 166 Símar 22229 — 22222 A A 4 þ * \N ' .& * ■ . .... , • L k.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.