Vísir - 19.02.1971, Side 16
VÍSIR
„£r hægt að villast á
dauðrí merí og ófæddrí?"
— Skjónuslagur á Alþingi i gær
Kastadist upp
d bílinn og
braut rúðuna
en slapp ómeidd
Þrettán ára stúlka, sem varð fyrir
bifreið 1 Hafnarstræti á Akureyri
í gær um kl. 15.45, þótti sleppa
með ólíkindum vel frá óhappinu.
Hún haföi gengið aftur fyrir strætó,
sem hún kom úr, og út á götuna,
en í því bar að fólksbifreið og sá
ökumaöurinn ekki stúlkuna, fyrr
en um seinan.
Við áreksturinn kastaðist stúlkan
upp á bifreiðina og lenti á fram-
rúðunni, sem brotnaði við höggið.
En síðan kastaðist stúlkan í göt-
una aftiur.
Datt mönnum, sem á horfðu, ekki
annað í hug en stúlkan væri stór-
siösuð. En þegar að var gætt, reynd
ist hún alis ómeidd. — GP
0 Bjöm Pálsson (F)
skemmti þingheimi
í gær með ýtarlegri lýs-
ingu á málarekstrinum
út af hryssunni Skjónu,
lestri málskjala og mark
lýsinga. Björn taldi, að
frumvarpið um hefð
væri sprottið af óánægju
andstæðinga sinna fyrir
norðan, vegna þess að
Bimi hefði nú verið
dæmd hryssan Skjóna.
Björn lýsti málavöxtum
þannig, að árið 1951 hefði fund-
izt dautt skjótt trippi, og taildi
hann þar hafa veriö um aö ræða
trippi Jóns bónda í Öxl. Skjóna
sín hefði fæðzt árið 1952. Spurði
Bjöm, hvort hægt vaerj að viLl-
ast á dauðri meri og ófæddri.
Hann taldi, að „frændi sinn“
Eyjólfur Konráð Jónsson (S)
hefði viljað ríða Skjónu til þings
að hausti. Stæðj Eyjólfur á bak
við frumvarp þetta, og benti
það til þess, að hann ætti hlut
að Skjónumálinu.
Gunnar Gíslason (S) sagði, að
Birni hefð; verið sæmra að bera
þetta frumvarp fram sjálfur.
Það væri ekki runnið frá neinum
þingmönnum Sjálfstæðismanna,
að Skjónumálið fór af stað.
Bent; Gunnar á, að markið á
Skjónu hefði verið ófullkomið,
og sagði, að „auðvitað hefði það
getað hent mann eins og Bjöm
á Löngumýri, að hann heföi
gleymt bitanum“ á hægra eyra
hryssunnar. Væri Björn „viður-
kenndur trassi í slíkum efnum
um aJlt Húnaþing".
Pálmi Jónsson (S), annar
flutningsmanna, kvað frumvarp-
ið ekki f tengslum við Skjónu-
málið. Frumvarpið miðar að því,
að eignarréttur á búpeningi geti
ekk; unnizt við hefð, það er aö
búpeningur sé í 10 áir í umsijá
manns, sem telur sig eiga hann,
þótt annar hafi átt. Ranglátt
væri, að venjulegar reglur um
hefö á lausafé giltu um búfé.
Skjónumálið hefði hins vegar
sýnt, að lögin væru ófuLlkomin
í þessum efnum.
Hryssan Skjóna var dregin
Jóni í Öxl árið 1967, en Bjöm
Pálsson taldi sig hafa átt hana
í 15 ár og gerði tilkall til henn-
ar. Lauk þessu málj Loks nýlega
f Hæstarétti, er úrskurðað var,
að Björn ætti Skjónu samkvæmt
lagaákvæðum um hefð á búpen-
ingi. Jón í Öxl hafði allmörgum
áram áður tapað skjóttri hryssu
og taldi hann Skjónu vera þá
hryssu. Mark var óglöggt.
Bjöm Pálsson sagðist að lok-
um ekki hafa talið, að þingmenn
Sjálfstæðisflokksins stæðu að
Skjómimá'linu, fyrr en frumvarp
þetta «r flutt. — HH
Draumur á Jónsmessunótt fjallar um lauslæti og rómantík hjá báðum kynjum. Alls koma um 50
menntskælingar fram í Herranótt í ár. Leikstjóri er Hilde Helgason frá Vínarborg.
50 í JÓNSMESSUNÆTUR-
DRAUMI HERRANÆTUR
HERRANÓTT Menntaskólans í
Lækjargötu fer af stað einu
sinni enn á laugardaginn kemur.
Að þessu sinni taka mennta-
skólanemar Jónsmessunætur-
draum Shakespeares í þýðingu
Helga Hálfdánarsonar til með-
ferðar. Leikstjóri er Hilde Helga
son, austurrísk kona, sem búið
hefur hér á landi síðan í sum-
ar, en hún er gift Þorvarði Helga
syni, leiklistargagnrýnanda við
Morgunhlaðið.
Vísir spjallaði stuttlega við Hilde
í morgun, og tjáði hún okkur, að
hún væri útlærð leikkona, „ég var
á leiklistarskóla Helmut Krauz f
Vin og þar lék ég m. a. hlutverk
f Jónsmessunæturdraumi. Jú, mér
hefur þótt skemmtilegt að vinna
méðfaenhtasfcölaherhunum. á-Aúst2.
urffki tfakast'.iþað. Hka. /að -þegáT
maður •, hefuri -lokiit stúdent^próffc ■
og fer slðan að ■ laera.. eitthvaö, sem
-■ «• • > ' £'■*> . Jt •• í' ’* *. '{
lýtur aö leiklist, þá fær maður
tækifærj til að setja á sviö og
starfa með leikklúbbum gamla
menntaskólans — nei, það hefur
ekki komið til tals að ég léki við
fslenzkt leikhús. Ennþá hef ég
heldur ekkj gott vaild á málinu, a.
m. k. ekki til að troða upp á svið“.
Hilde hefur unnið af krafti við
þessa sýningu menntskælinga. Hún
teiknar búninga, jafnframt leik-
stjóminni, en f leiknum koma alls
fram um 50 manns, þar af eru 26
raunveraleg hlutverk.
Formaður leiknefndar er Páll
Baldvinsson f 4. bekk, og tjáði
hann Vísi, að fyrirhugað væri að
sýna þrisvar sinnum í Háskóla-
bíói. „Þetta er svo mikið fyrirtæki,
að það er ekki mögulegt að ferðast
neitt með sýninguna“. Sagði Páll
að nemendur sjálfir gerðu leiktjöld
núna, „en Árni Árnason er sagður
ábyrgur fyrir þeim. Við saumum
Ifka búningana sjálf“. Herranótt
hefur verið fastur viðburður í
skólalífinu síðan 1922, er skólaleikir
voru endurvaktir, en Herranótt er
gamall siður frá Skálholtsskóla í
örlítið breyttrj mynd.
Tónlist við Jónsmessunætur-
draum gerði Atli Heimir Sveins-
son, tónskáld og verður hún öll
flutt af segulbandi. — GG
Sáttafundur
— Tilslökun?
Sáttafundur heíur veriö boðaður kl.
2 í dag í togaradeilunni. Fundurinn
mun vera boðaður vegna þess að
einhverjar tilslakanir liggja fyrir
fundinum og eru því vonir til þess
að einhver hreyfing geti orðið í sam
komulagsátt í dag. ( — VJ
Kennarar lögðu niður vinnu
• Allir kennarar Víghólaskóla
í Kópavogi lögðu niður vinnu
frá kl. 9.30 til hádegis f fyrra-
dag. — Kennsla féll því niður
í 12—15 bekkjardeildum skól-
ans á meðan, en kennararnir
voru að mótmæla því, að yfir-
völd Kópavogs hafa að engu virt
samning, sem þau gerðu við
kennarana síðastliðið vor um
greiðslutíma fyrir stundavinnu
og fasta yfirvinnu.
Vegna stiindakennara við skól-
ann gerðu kennaramir þann samn-
ing við kaupstaðinn f vor, aö öll
stundakennsla yrði greidd um mán-
aðamót, en t. d. forfalilakennsla
skyldi greiðast um miðjan mánuð
eftir á. — Þessum samningi hafa
yfirvöld Kópavogs viljað rifta núna,
sagði Sigurður Tryggvason kennari
í viðtali við Vísi f gær. — Enda
hafa þau satt að segja aldrei haldið
hann fylliilega. Þau haifa viljað láta
ákvæði í nýju ríkissamningunum
gilda fyrir þessar greiðslur, en því
hefur verið mótmælt af okkar
hálfu, þar sem sérsamningar hafa
verið gerðir um annað, sagði Sig-
urður.
Upp úr sauð þó ekki fyrr en á
þriðjudaginn, þegar ljóst var, að
ríkissamningurinn yrði ekki einu
sinni haldinn. Við ætiluöum þá að
stöðva kenns'lu kl. eitt eftir hádegi,
en var þá lofað, að þessar greiðslur
y-rðu inntar af hendi fyrir kvöldið.
Þær komu ekki og því var kennsla
lögö niður í fyrradag. — VJ
„105 de Luxe“
handa aflakónginum
• Ef þetta væri bíll, fylgdi
„de Luxe“ með hafninu, sagði
einn stoltur starfsmaður Stál-
víkur h.f. í gær, þegar Stálvík
afhenti aflakónginum Óskari
Matthíassyni í Vestmannaeyjum
nýtt 105 rúmlesta stálfiskiskip.
• Skipið, sem verður gert út
af nýju fyrirtæki, fjölskyldufyr-
irtækinu Ós h.f., sem Óskar og
synir hans þrír, sem allir eru
orðnir skipstjórar, standa aðal-
lega að. Það hlaut nafnið Þór-
unn Sveinsdóttir, eftir móður
Óskars.
Vandséð er, hvernig unnt er
að gera skip betur úr garði. I
þvf eru öll fu'Wkomnustu fisk-
leitar- og siglingatæki, þar á
meðal sjálfstýring. Fyrir áhöfn-
ina er ekki aðeins útvarp og
sjónvarp eins og núna telst sjálf
ságt, heldur sérstakt segulband
„til að spila músfk“. Allar
mannafbúðir eru teppalagðar út
í hom, enda drógu margir gest-
imir í reynsluferð skipsins í
gær skó af fótum sér áður en
þeir gengu inn. Vistarveram
fylgja tvö böð.
Skipið gengur -11.5 milur.
„105 de Luxe“ tckinn í reynsluferö.