Vísir - 23.02.1971, Side 7

Vísir - 23.02.1971, Side 7
VÍSIR . Þriðjudagur 23. febrúar 1971. cTMenniúgarmál Ólafur Jónsson skrifar um leiklist: Alfar, púkar elskendur Draumur á Jónsmessunótt eftir William Shakespeare Þýóing: Helgi Hálfdanarson Hljómlist: Atli Heimir Sveinsson Leikstjóri: Hiide Helgason. \7arla er þess aö vænta að æv- inlega sé jafn gaman aö Herranótt Menntaskólans. í ár var líka í mikið ráðizt: sjálfan Jónsmessudraum Shakespeares. Og það veröur að segjast eins og er að sýningin í ár jafnaðist ekki á við tmdanfamar Hérra- nætur, sem að vísu hafa veriö með hinum allrabeztu, Lýsi- strata í fyrra og Bubbi kóngur árið á undan. Reyndar var að þeim sýningum nýnæmi sem tæplega var að vænta þessu sinni: Draumur á Jónsmessu- nótt er með fyrstu Shakespeare þýðingum Helga Hálfdanarson- ar, og má ætla að margir þekki leikinn á bók, en hann var líka á sínum tíma sýndur í Þjóðleik húsinu við allmikinn orðstír. — Heföi kanoski verið nær aó taka hreinni og beinni skopleik til sýningar á Herranótt, t.a.m. Allt f misgripum eða Vindsórkonurn ar kátu sem báðar eru í f jórða bindi Shakespeare-þýðinga HelgaV Tjað er hvað sem öðru líður hið mesta vandaverk sem menntaskólanemar taka sér fyr ir hendur í þetta sinn. Þótt ætla megi að gáskafull atburðarás, slungnar leiktfléttur, tiitölulega einföld persónugerö leiksins henti ailvel til skólasýningar, verður ekki til þess ætlast að viðvaningar nái neinu valdi sem heitið getur á undirtónum leiks ins, þeim brima sem ólgar að baki hans, tempraður kaldhæðni skáldsins. Án hinnar erótísku uppistöðu efnisins vantar hins vegar mikið á að skáldskapur leiksins njóti sín til hiítar, sá aevintýraheimur sem er hans fái sina fullu merkingu. Burtséð frá þessu leggur mál- ið og kveðandin í leiknum sína þungu kvöð á leikendur sem tor velt reynist að standa við. Al- varlegasti Ijóðurinn á Herra- nótt í ár er að engan veginn nóg rækt viröist hafa verið lögð við framsögn leikenda: sem er allajafna óskýr, með köflum svo grautarleg, að efni leiksins kemst varla til skila, hvað þá að hinn fagri og fjölhæfi texti Helga Hálfdanarsonar fái not- ið sín. Þetta eru mikil mistök því að undir Ijóðrænum þokka máls og kveðandi á leikur- inn mest komið, einkum og sér í lagi þegar ekki er ti'l að dreifa sjálfstæðri leiktúikun frekar en vonlegt er á skölasýningu. Og ætla má að gildi leiksins fyrir þátttakendur sjálfa sé ekki sízt undir þvf komið að eftir öllum föngum sé vandað til skilnings og meðferðar textans. En með þessum fyrirvara, sem að sönnu varðar miklu, virðist sviösetning Hilde Helga- son i Háskóiabíói liðmannailega af hendi leyst. Hún gerir enga þá kröfu tii ungra og óráðinna leikenda sinna sem þeir ekki megna að standa við en hefur sýnilega auga f-yrír þeirra eigin æskuþokka og skipar leiknum smekklega á 1M8 :stðfa'‘svið;' leik-- myndin ofur-einföid en búning ar leikenda einfaldir og stílhrein ir, óvenju faliegt verk. Mikið hýrnar yfir leiknum þegar á hann líður, og þáttur handverks manna, „leikurinn í leiknum". er mjög skemmtiiega af hendi leystur. Hið stutta mærðar-spil um Pýramus og Þispu er að sönnu þakkiátur texti, og hent ar nemendur á skólasýningu ailra efna bezt, svo skoplegur aö það væri dauður maður sem ekki hlægi. En þessu efni var lika prýöilega tii skiia haldið á Herranótt í ár. Fjölmenni tekur þátt í sýn- ingunni, en fjöiskipaður, þrótt- mikiil leikhópur ér styrkur hverrar Herranætur þótt ekki væri tiltakaniega mikið upp úr mögultíikum hans lagt í þetta sinn. f hópi leikenda skar sig einn úr: Arnór Egilsson, furöu 'frár og fimur í hlutverki Bokka sem varð hinn ísmeygilegasti púki i meðförum hans. Aðrir leikendur megnuðu tæpast aö sérkenna hlutverk sín þótt með- ferð þeirra tækist misjafnlega hönduglega. Kóngafólk með álf- um og mönnum varö heldur dauflegur selskapur, en ögn meira kvað að hinum ungu elsk endum leiksins, einkum ungu stúlkunum, Hermínu og Helenu sem Anna Jónsdóttir og Sigríð ur Kristmuodsdóttir Iéku. Ást- menn þeirra, sem þær leika á milli sfn örar en auga á festir, eru þeir Einar Unnsteinsson og Örn Clausen, yasklegtr piltar, en Spóla vefara og Hvin fýsi'- belgjaslagara, Pýramus og Þispu í skringilegasta atriði leiksins, leika Jón Þór Jóhannsson og Magnús Karel Hannesson. Pieiri skuiu ekki taldir en leikendum og leiknum var mæta vel tekið í Háskólabíói á laugar dag. En .ekki höfðu boðsgestir allir virt Herranótt þess að koma tii Ieiks. Það er misskiln- ingur. Herranótt er nauðsynleg ur þáttur leiklistarlífsins í bæn um, og þótt hún takist eins og vænta má misjafnlega frá ári til árs, veitir hún ævinlega fals lausa skemmtun. Fyrirferðar- miklum og f járfrekum sýningum á Herranótt er hins vegar nauð syn að þeim tilstyrk sem áhorf endur geta einir látið í té. Halldór Hiaraldsson skrifar um tónlist: Minningartónleikar frá Miinchen G.F. Handel: Concerto grosso op. 6 nr. 2 J.S. Bach: Konsert í d-moll fyrir tvær fiðiur og hljóm- sveit W.A. Mozart: Serenata nr. 6 fyrir 2 litlar hljómsveit- ir og pákur Joh. Nep. David: Konsert i'yrir strengjahljómsveit, op. 40, nr. 2 Einieikarar: Lukas Davíd óg Maurice Denton Hljómsveitarstjóri: Hans Stadlmair 'J'ónleikar þessir voru tileinkað ir minningu Björns Jónsson ar, framkvæmdastjóra Tónlist- arfélaésins, sem lézt 26. júlí 1970. Það var mikil blessun fyrir íslenzkt tónlistarlíf að fá slíkan rnann f sína þjónustu og eigum við vafalaust óeigin- gjömu starfi hans margt að þakka í þróun tónlistarmála hér lendis. Það fór þvf vel á því að á minningartónleikum þessum skyldi koma fram þessi ágæta hljómsveit frá þeirrj borg í ÞýzkaL, Munchen, sem Björn hafði bundizt vináttuhöndu:m. Það kom f ljós þegar í fyrsta verkinu, Concerto grosso nr. 2 eftir Handel, að þarna er þaul- æfð hljómsveit, sem stjómand- inn, Hans Stadlmair, getur ‘leik- ið á sem eitt hljóöfæri. Slík er þjálfun meðlima hennar, jafn- vægið í samleik þeirra og, að því er virðist, samtímis ósjálf- ráð viðbrögð. Löng samvinna sama fólks, mikil ögun og þjálf un getur orðið 4 kostnað Iif- áridi' flut-nings, eivsú hefur sem betur fer ekki orðnS raunin lijá þessari hljómsveit, Það mátti reyndar heyra f öllum verkun- um, þó sérstaklega f konsertin- um fyrir tvær fiðlur eftir Bach og konsertinum fyrir strengja- sveit eftir Joh. Nep. David. Ein leikarar í fyrrnefnda verkinu, Maurice Denton og Lukas David, sýndu ágætan samieik og örugga tækni. I lokin heyrð- um við svo að auki hinn síðar- nefnda, Lukas David, leika ann- an þátt E-dúr konserts Bachs, sem upphaflega átti að flytja (í stað konsertsins fyrir tvær fiðlur), af djúpwi innlifun og var flutningur þessa fagra þáttar e.t.v. hið eftirminnilegasta frá þessum tónleikuro. HÝTT KA IITAIfCRI Höfum fengið munstruð teppi i öllum hugsanlegum li tasamsetningum. Breiddir frá 2 m upp í 3.66 m. Verð frá kr. 597.00 upp í 954.00 pr. femi. Kynnið yður söluskilmála vora og staðgreiðsluafslátt Aðeins úrvals vörur UTAVER í LITAVERI

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.