Vísir - 23.02.1971, Page 8

Vísir - 23.02.1971, Page 8
8 V í SIR . Þriðjudagur 23. febrúar 1971. VISIR y Otgefandi: Reykjaprent bt. f'ramvvænidastlóri: Sveinn R Eyjðlfsson Ritstjðri • Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjörnarfuiltrúi • Vaidimar H. Jöhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýstngar Bröttugötu 3b Símar 15610 11660 Afgreiösla- Bröttugötu 3b Sími 11660 Ritstjón ■ Laugavegi 178 Slmi 11660 f5 linur) Askriftargjald kr. 195.00 á mánuði innanlands t lausasölu kr. 12.00 eintaklö Prentsmiöia Vtsis — Edda hf. .................................................... Luxemhorgarar sfanda sig Erlendir menn undrast stundum, að íslendingar skuli hafa getað haldið þjóðerni sínu og vera sjálfstæð þjóð, þrátt fyrir fámennið og þá erfiðleika, sem þjóð- in hefur öldum saman átt við að stríða. Þessu er stundum svarað með því, að íslendingar hafi notið góðs af einangruninni norður í höfum og af sérstöðu íslenzkrar tungu, sem er eitt helzta þjóðernistákn íslendinga. í miðri Vestur-Evrópu er önnur fámenn þjóð, sem hefur aðeins 340 þúsund íbúa, en hefur haldið sjálf- stæði sínu eins og íslendingar, þrátt fyrir mun stór- felldari erfiðleika. Þetta er ein helzta viðskiptaþjóð okkar á sviði flugmálanna, Luxemborgarar. Þegar aðstaða þeirra er skoðuð ofan í kjölinn, kemur í Ijós, að þeir eiga fyllstu virðingu skilið. Luxemborg er í þjóðbraut milli helztu stórvelda Evrópu. Á því hefur landið fengið að kenna í báðum heimsstyrjöldunum. Og það er ekki auðvelt að halda þjóðareinkennum sínum, þegar menn búa við tún- garðinn hjá Frökkum, Þjóðverjum og Belgíumönnum. Luxemborgarar hafa ekki haft einangrunina sér til hjálpar. Luxemborgarar eiga ekkert eigið ritmál. Þeir eiga talmál, letzéburgesch, sem er eins konar frönsku- skotin þýzka. En sem ritmál nota þeir ýmist frönsku eða þýzku. Dagblöðin eru flest á þýzku, en franska er meira notuð í opinberu lífi. Af þessu má sjá, að þjóð- erni Luxemborgara nýtur ekki sama stuðnings af tungumáli þjóðarinnar og þjóðemi okkar nýtur af ís- lenzkunni. Luxemborg er land stóriðju og erlends fjármagns. Frakkar og Þjóðverjar eiga mikið fé í stáliðjuverum og öðrum iðnaði í landinu. í svo fámennu ríki hlýtur slílcur innflutningur fjármagns að hafa nokkur áhrif á þjóðernistilfinninguna. Þá nota Luxemborgarar belgískan giaidmiðil. Og í þeim löndum, þar sem þeir hafa eklii sonú'herra. »ræta hollenzkír sendiherrar og belgískir ræðismo - na Luxemborgar. Þegar á allt er litið, hljuia menn að undrast, að Luxemborg skuli enn halda sjálfstæði sínu og þjóð- ernistilfinningu. En staðreyndin er sú, að hvort tveggja hvílir á traustum grunni. Luxemborgarar líta á sig sem sjálfstæða þjóð og vilja vera það áfram. Þeir eru fhaldssamari en nágrannaþjóðir þeirra og hafa nokkru betri lífskjör en þær. Allt bendir til þess, að um ófyrirsjáanlega framtíð muni þeir halda áfram að vera sérstök og sjálfstæð þjóð. Luxemborgarar hafa veitt Loftleiðum lendingar- leyfi í landi sínu, þrátt fyrir tilraunir nágrannaríkja til að hindra það. Það sýnir sjálfstæði Luxemborgara, að þeir láta ekki segja sér fyrir verkum. Og með fluginu hafa skapazt sterk tengsl milli íslands og Luxemborg- ar. Þessi tengsli eru gagnleg, því að það er gott fyrir smáríki að standa saman og læra af reynslu hvers annars. Heimsókn forsætisráðherra íslands til Luxem- borgar hefur stuðlað að eflingu þessara góðu tengsla. !( hafsins Fafdir fjársjóðir A hafsbotni er ógrynni oliu og jarðgass, kola og járns og jafnvel demantar I framtíðinni mun mann kynið ekki leita auðæfa á landi eða í geimnum, heldur á hafsbotni. — Græðgi og hagsmuna- keppni ríkjanna kemur í Ijós, um leið og nútíma- tækni gerir oss kleift að afla mikilla auðæfa úr sjó. Evrópuráðið er ein sú stofnun, sem leitast við að samræma afstöðu ríkja álfunnar um rétta skipulagningu á nýt- ingu þessara atiðæfa. — Nú er líklegt, að innan skamms taki erlendir að ilar að kanna, hver auu- æfi séu á hafsbotni við strendur íslands. — í eftirfarandi grein fjallar kunnur vísindamaður um verðmæti hafsbotns- ins og helztu vandamál- in við nýtingu þeirra í framtíðinni. Sjór þekur 71% hnattarins og er því raunar sjötta heims- álfan. í honum er aö finna mik- il og margvísleg auðæfi. Mikiö magn matvæla er framleitt með hefðbundnum fiskveiöum. ný- tízku fiskirækt í sjó og verkún sjávargróðurs og ýmissa iífvera til neyzlu. Nýveriö er hafin könnun á náttúruauðæfum hafs- botnsins, en ástæða er tií aö ætla, að þau séu nær ótæmandi. 40% olíunnar koma unnin á hafi áríð 1980 í fremstu röö auðæfa hafsins er olía og jarðgas, sem rejmdust 15% af framleiðslu heimsins 1968, og námu að verðgildi 3.9 milljörðum dollara. Árið 1980 er ætlað að framleiðsla þessi fullnægi 40% eftirspumar eftir olíuvörum. Þar næst koma kol og járn í mikilsveröu magni, en mega sín minna með því að notagildi kolanna fer minnk- andj og störar málmgrýtisnámur eru reknar á landi. Hins vegar er áætlað aö fyrir hendi séu nokkrir milljaröar tonna af sandi og möl, sem mætt gætu hluta eftirspurnar eftir stein- s-teypu. ,'vætlað er magn af mangani, nikkel og kopar á hafsbotni nemi 1700 miLljörðum ton-n-a o-g forfórs 300 mi'l-ljörð- um. Þannig er þar nær ótæm- andi magn af mikilsveröum efnum og einnig mikið af tini, zin-ki og demöntum. Einsætt er að mun erfiöara er að vinna efni úr sjó en á landi. Eins og , er gefur ekki önnur vinnsla arö en olíu-, gas-, sand- og malartaka. Alt um Mð eru auðæfi hafsins sá vara- sjóöúr, sem mannkynið getur nýtt, þegar úppurið er það sem í jöröu finnst. Hættan á nýlenduveldum Menn öðlast því auöveidlega s'kilning á því að rí-kin reyni að skapa sér aðgang að auðlindum þessum og leitist við að n-á eignarhaldi á þeim. Samkvæmt alþjóðasamþykkt um landgrunn- ið, sem gerð var í Genf 1958, eiga aðliggjandi lönd auðlindir á alilt að 200 metra dýpi. En samkvæmt skilgreiningu sam- þykfctarinnar nær engin sérstöfc regla alþjóða-laga til eignarrétt- ar á auðlindum utan landgrunns ins, sem nútímatækni gerir að- gengilegar. Þannig hefúr komið til á- greini-ngs milli tækniþróaðra landa, sem hafa aðstöðu til að ná þessum auðlindum undir sig, og þróunarlandanna. sem eiga vildu réttmætan aðgang að þeim og jafnvel forgangsrétt. Þróunarlöndin vildu láta banna með lögum ailt nýlenduveldi stórþjóðanna á hafstootni utan landgrunns. Við þessa hags- munatoaráttu bætast nú hern- aðaraðgerðir, með því að hafs- botninn er einnig hægt að nota fyrir herstöðvar I sókn og vörn (hilustunarstöðvar, eldflauga- paffla oi. a frv.). Sameigínleg arfleifð Þótt svo kunni að virðast að dregið hafi úr spennu frá hern- aðars-jónarmiði, síöan stórveldin sömdu um afvopnun hafdbotns- ins 1970, er enn efclki til neinn alþjóðasamningur um skiptingu og skilyrði fyrir nýtingu auð- linda. En þó virðist, að með þeim aðilum Sameinuðu ' þjóð- anna, sem eru að ræöa þessi vandamál, hafi hugmyndin um að gera hafsbo-tninn og auðlind- ir hans að alþjóðaeign og sam- eiginlegri arfleifö mannky-nsins hlotið aukinn stuðning frekar en hin eigingjama afstaða sem upprunalega var tefcin. Allt um það er mikilsvert að fin-na lausn þessara vandamála sem fyrst til að koma í veg fyr- ir að voldug einfcafyrirtæki eða rí-kisstofnanir geti komizt að samkomula-gi, sem enfitt yrði aö breyta. Einnig er nauðsynlegt að tak- ast tafarlaust á við vandann varðandi m-engun, sem sta-fa kynnj af rannsóknum og greftri og að samhaefa notkun ha-fs- tootnsins og yfirtoorðsins. Friðsamleg nýting Evröpuráðið gekfcst nýverið fyrir mikilsverðum umræðufundi um þetta efni og beitti sér þannig fyrir réttri g-reiningu vandamálanna og lausn þeirra. Vegna hefðbundinna venja og þess, að tiil er siglingamála- stofnun Evrópu, verða ríki álif- unnar að hafa vinsamlega sam- vinnu um aö ákva-rða reglur um nýtingu auðlinda hafsins. Ætti samstaða þeirra á aiþjóðaráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna, sem halda á 1973 að afstýra bæði valdaráni a-f hálfú auðugra ríkja og eignarnámi, sem væfl þróunarlöndunum einum til hagsbóta. Er þetta mi-kilvægt verkefni fyrir Evrópu, og sam- staöa landa álfunnar ætti að beinast að því að stuðla að vél- farnaðj þeirra i nútíð og fram- tfð, en tryggja jafníramt a3 hafið geti áfram verið tengilið- ur milli siðmenntaöra þjóð>. (Francois BELLAltfjiCR, lagaprófessor vi8 Strassborg- arhás-kóla og ráðgefandi sér- fræðingur Evrópuráðsins). Olíuturn I Noröursjó. Um 15% af olíu- og jarðgasframleiðslu heimsins 1968 fékkst af sjávarbotni, og nam verðgildið 3,9 milljörðum dollara. 1980 verður þessi hlutfallstala komin upp í 40%.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.