Vísir - 24.03.1971, Blaðsíða 6

Vísir - 24.03.1971, Blaðsíða 6
V I S I R . Miovikudagur 24. marz 1971 „Hverja kallar hún sóða?“ STP skrifar: Mér þótti aldeilis svívirðileg- ur áróður, sem ég las I bréfi konu einnar, er skrifaði i les- endadálk Vísis um sóðaskap i sundlaugunum. — Hún sagðist helzt þurfa að fara í lýsólbað eftir hverja sundlaugarferð! í>að er ekki hægt aö láta svona nokkuð fram hjá sér fara steinþegjandi. 1 langan tíma hef ég stundað laugarnar daglega, og mér er það heilsubót. Að þar riki sóða- s'kapur er argasti þvættingur. Eins og t. d. þegar konan full- yrðir, að vatnið 1 lauginni sé svo skftugt, að það sjái ekki til botns. Ég er ekki sjónbetri en það, að ég þarf nokkuð sterk gleraugu, en ég hef aldrei kom- ið svo að laugunum, að vatnið væri ekki svo tært, að vel mætti sjá til botns. — Þetta er eikkert annað en ómerkileg íygi. Eða þegar manneskjan fuli- yrðir, að ekkert eftirlit sé haft með bvf, að fólk baði sig. áður en bað fer f laugina! — Hún viröist hafa gengið þama um blindandi. Sá hún ekki starfs- fólkið, sem sýknt og heilagt er á verði fyrir því, að slíkt sé gert? Þessi manneskja ætti annars að líta inn í sundlaugarnar á morgnana og virða fyrir sér hópinn, og þá yrði henni kann- ski ljóst, hvað bún gerir sig hlægi'lega, þegar hún er aö bera þessum sundgestum á brýn sóðaskap! Ragnar Bjarnason og Hauk Morthens í sjón varpið „Nær mánaöarlega koma íram í sjónvarpinu hinar og þessar bítlahljómsveitir, sem njóta vinsælda yngra fólksins (auk svo annarra sjónvarps- þátta, sem sniðnir eru beiniínis fyrir yngra fólkið). En aldrei sér maður koma fram hljómsveitir á borð viö hljómsveit Ragnars Bjamasoriar eöa Hauks Morthens — nefnil. hljómsveitir, sem viö hin eldri höfum dálæti á. Hljómsveit Ragnars Bjarna- sonar kom vist einu sinni fram í sjónvarpinu, en það er orðinn einhver óratími síðan. Ef mönnum skyldi nú hafa yfirsézt þarna i ákafanum við að gera yngri áhorfendunum tii hæfis, þá vildi ég benda þeim á, að þetta ber kéim af því, að hinir eldri séu haföir nokkuð út undan“. Guðsþjónusta fyrir heyrnardaufa Heyrnardaufur skrifar: „Mig langar til aö fá upp- lýsingar um, hvort engar kirkj- ur í Reykjavík hafi útbúnað, sem auðveldar heymardaufum að fylgjast með guösþjónustum. Ég er sjálfur heyrnardaufur og nota heyrnartæki, en á oft í vandræðum með að fylgjast með því, sem fram fer við messu“. Okkur er ekki kunnugt um, að það séu nokkurs staðar kirkiur með slíkan útbúnað. En ef einhver vissi betur. væri fróð legt að frétta af þvf. HRINGIÐ ( SÍMA1-16-60 KL13-15 Metunum rigndi á lyftingalandsmóti — Óskar bætti IslandsmetiÖ / þungavigt Lyftingamenn okkar eru stöð „kg (90.5—83—107.5). Rúnar setti ugt að bæta sig, — og greini- iegt er að vakinn er talsverður áhugi fyrir þessari grein íþrótta. Á fþróttasambandið sannarlega skilið hrós fyrir stuðning viö greinar sem þessa, sem skapar óneitanlega fleirum rúm í íþrótt unum en þeim sem vilja sparka bolta. Á íslandsmótinu í lyfting- um um helgina voru 12 met sett m. a. bætti Óskar Sigurpálsson árangur sinn og náði mjög at- hyglisverðum árangri. 1 jafnhött un reyndi Óskar við 180 kg og mátti ekki miklu muna að sú tilraun bæri árangur. Þessir urðu íslandsmeistarar í lyftingum (röð greinanna er pressa, snörun, jafnhöttun): Dvergvigt; Kári Elísson, Á, 182.5 kg. (52.5—52.5—77.5) íslandsmet í jafnhöttun og samanlagt. Fjaðurvigt: Ásþór Ragnarsson, Á, 225 kg (05—70—90). Léttvigt: Rúnar Gíslason, Á, 281 þarna met í öllum greinum, 4 ís- landsmet í einni og sömu keppni. MilHvigt: Björgvin Sigurjónsson, Þór, 270 kg (85—80—105). Léttþungavigt; Gunnar Alfreðs- son. Á, 362.5 kg (132.5—95—135). Milliþungavigt; Guðmundur Sig- urðsson, Á, 432 kg (147.5—125— 160). Annar Guðmundur Sigurðsson keppti í þessum flokki, yngri mað- ur, og lyfti hann samtals 270 kg og setti 4 drengjamet. Þungavigt: Óskar Sigurpálsson, Á, 457.5 kg (160—122.5—175). Jafnaði Óskar því í snöruninni, en setti íslandsmet í jafnhöttun og einnig samanlagt. Yfirþungavigt: Björn Lárusson, KR, 350 kg (130—95—125). Snör- unin var nýtt Islandsmet. Snörun er sem sé ,,veika“ hliðin á Óskari, Guðmundur snarar mun betur en hann eins og sjá má, en báðir eiga eftir að bæta sig mikið. á því er vart nokkur vafi, enda ungir menn báðir tveir. „Ja, erfitt er það. Ekki verður á móti því mælt“. Þessi skemmti- lega mynd er frá viðureign knattspyrnumanna frá því fyrir 15 árum, KR-inga og Valsmanna, sem háðu marga hildi á Melavell- inum, en Valur vann Islandsmótið 1956. Myndin var sem sé tekin núna 15 árum síðar I keppni Harðjaxla KR og Fálka Vals- manna. Hörður Felixson, einn stjórnarmanna í KSÍ, og Ægir Ferdinandsson, mikill félagsmálamaður í sínu félagi, eigast þarna við um boltann. Ekki vitum við nákvæmlega hvernig sú viður- eign fór, en KR mun hafa unnið nauman sigur í leiknum. „Gott hjá FÍB“ Ragnar Jósepsson skrifar: „Þetta var bara ári gott hjá FÍB að ganga fram fyrir skjöldu og mótmæla þessari tvísköttun í sambandi við afnotagjöld út- varpsins. Þetta er oröið alveg ofboðs- legt, hve oft er búið að höggva í sama knérunn — nefnilega í pyngju bfleigenda. Ætli menn annars geri sér al- mennt grein fyrir því, hve mikið bfleigendur eru skattlagðir? — Tökum bensínið, en það kostar kr. 16 lítrinn, og þar af eru næstum kr. 11 skattur og toll- ur. Ef menn kaupa bensín fyrir „Ég borga ekki“, sagði framkvæmdastjóri FÍB. kr. 1000 eru kr. 670 skattur og tollur. Af oMunni borga þeir skatt og toll, af hjólbörðunum, og hvað halda menn að tolíur- inn sé mikill hluti af kaupverði 400 þúsund króna bíls? — Ofan á þetta bætist svo árlegur skatt ur af bílnuen, skattur og tollur á öllum varahlutum. Allt er þetta umfram það, sem venjulegur skattþegn þarf að greiða. Menn mega eiga tvö, þrjú ... eða bara eins mörg útvarpstæki og þeir vilja á heimilum sínum, en ef þeir eiga bíl og hafa ann- aö tækið í bílnum, þá er sjálf- sagt að skattleggja það. — Þetta er allt á sömu bókina lært.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.