Vísir


Vísir - 24.03.1971, Qupperneq 9

Vísir - 24.03.1971, Qupperneq 9
V 1 S I R . Miðvikudagur 24. marz 1971. IRíkið í bamsfaðemismál við konur? Þaö er undarlegt hvað þjóðfélagið er tregt að viðurkenna þá augljósu staðreynd, að þegar eru fjölmargar giftar konur komnar út á vinnu- markaðinn. Sama kemur upp hvort sem við lítum t.d. á löggjafarvaldið eða skipulagningu ríkisvalds- ins og annarra yfirvalda, þá er engu líkara en að þessi vinnukraftur sé hreint ekki til. Þessi blekking yfirvaldanna sem leiðir til sjálfsblekkingar þegn- anna, skapar hin furðulegustu vandræði, sem eng- in ein manneskja getur leyst án þess að bíða tjón á sálu sinni. — Hér er alls ekki til umræðu að breyta líffræðilegum staðreyndum mannlífsins eða fikta við sjálft sköpunarverkið eins og kom fram í nefndaráliti þriggja sjálfstæðismanna á alþingi fyrir skemmstu. Konur munu eftir sem áður ala af sér sín börn, en það á ekki að koma í veg fyrir, að þær njóti sömu réttinda og tækifæra og karlmenn. Eitthvað á þessa leiö komst Svava Jakobsdóttir, rithöfundur sem nú hefur hrist rækilega upp í umræðum um réttindamál kvenna með leikriti sínu „Hvað er f blýhólknum?", að orði þeg- ar blaðamaður Vísis leitaði til hennar til að ræða vítt og breitt um þau mál, sem hún tók fyrir í leikriti sínu. Nei, ég hef orðið furðanlega lítið vör við andstöðu við inni- hald leikritsins, sem hefur að sumu leyti komið mér á óvart, sagði Svava, þegar hún hafði skenkt blaðamann kaffi að siö góðra húsmæðra. — Að vísu hafa nrenn verið að gagnrýna minniháttar atriði eins og það, aö þeim fvndist, að Inga hafi gefizt of fljótt upp. En ég vildi leggja áherzlu á, að f slfkum tilfeílum er það ekkert eitt at- riði sem gerir útslagið, heldur leggst Mlt á eitt á móti henni, nema góður vilji eiginmannsins. Ertu rauðsokka? Ég er fvMilega sammála beirra málum. Ég vil, að þessi mál séu rædd með rósemd og rökum, finnst alltaf réttara að höfða til skynseminnar en tilfinninganna í rökræðum. Ég tel þvf rétt aö hamra inn upplýsingarnar, þó að jarðvegurinn verði auðvitað að vera frjór til að fólk fáist til að hlusta á þessi mál. Einmitt, hvað konur hafa þurft að vinna og hafa viljað gera það gerir það að verkum, að grundvöllur er fyrir umræður. Hvað skortir á að konur standi jafnfætis karlmönnum? Málið er engan veginn svo auðvelt, að unnt sé að benda á fáein afrnörkuð atriði. Fyrst og fremst má þó benda á skort á samfélagslegri aðstoð. svo sem barnagæzlu og heimilisaðstoð, auk nauðsynjar á hugarfars- breytingu f viðhorfi til konunn- ar bæði sem manneskju og vinnuaíls. Við búum enn við þær hugmyndir, að konan eigi að vinna á sfnu heimili, þó það sé í hróplegri andstöðu viö stað- reyndir. Fjöldi kvenna eru fyrir vinnur eða eru giftar láglauna- mönnum o? verða þvi að vinna utan heimirisins til að fjölskyld- an kfxrrust af. — Þegar bannig stendur á, að konan verður að vinna otan heimilisins er anzi hart, að vitnað sé til sköpunar- verksins til að réttlæta, að þess- ar fjölskyldur eigi að búa við lakari kjör. Fá konur lægri laun en karl- ar? Á því getur ekki leikið neinn vafi. Ýmsir fordómar hafa ver- ekki við andlát eiginmannsins og fyrir konur, sem þannig er ástatt um, er það beinlínis kvíð- vænlegt að þurfa að fara út i atvinnulffið. Sú athöfn ein að leita sér vinnu er átak gert af neyð og niðurstaðan verður yf- irleitt sú, að slíkar konur velj- ast til starfa langt fvrir neðan eigin getu. Hvað er til bjargar í því? Ekkj er bægt að ætlast til þess að atvinnurekendur velji annað en bezta fáanlegan vinnukraft- inn. Hér þarf þjóðfélagið að grípa inn í með skólum, námskeiðum og námslaunum, því á einhverju verður konan að lifa á meðan hún aflar sér vinnuréttinda. Slíka endurskólun á raunar ekki aðeins að miða við þarfir kvenna. Margir karlmenn hafa vaknaö upp við þann vonda draum að hafa ekki valið starf við sitt hæfi. í flestum löndum lýsa eftir konum til að gegna sömu störfum. Þetta getur auð- vitaö því aðeins gerzt vegna þess að talið er að konur þurfi ekki almennt 'afnhá laun og karlar. Tekjur konu séu aðeins uppbót fyrir heimilið. Slíkt er þó alls ekki rétt og er mikið þjóðfélagslegt mis- rétti gagnvart börnurn ein- stæðra kvenna. Með því að upp- ræta þetta misrétti gagnvart konum er á sama tíma verið að uppræta misrétti gagnvart börn- um þessara kvenna. Eins og nú er ástatt eru þau dæmd til annarra og lakari kjara en önr ur börn. Vandamál einstæðra foreldra er annars ekki bundiö við konur einar. Ekklar og fráskildir menn með börn á framfæri eiga ekki síður í erfiðleikum en kon- ur. Ömmurnar eru ekki lengur til reiðu til að annast bömin. Núna eru þær komnar á vinnu- Rætt við Svövu Jakobsdóttur, rithöfund um stöðu kvenna ið valdandi, að konur eru á- litnar lakari og ótryggari vinnu- kraftur en karlar og því ekki á það hættandi að setja þær til ábyrgðarstarfa. Könnun hefur verið gerð á því, hvemig 'þessi fullyrðing stenzt, í bönkum héi í Reykjavík. í þeirri könnun kom í ljós, að hið gagnstæða var rétt. Konur í bönkunum höfðu lengri meðalstarfsaldur en karl- ar. Vegna fordómanna fara konur í frekar einhæf og leiðinleg störf. Pordómarnii setja konunni ákveðnar takmark anir í starfsvali, sem kemui mjög ljóslega fram í tekjumögu- leikum. Bæði af persónulegum og þjóðfélagslegum ástæðum ei konum haldið inni í mjög litlum ramma og þeim finnst heimur- inn svo stór fyrir utan þennan ramma. Stúlkur er nánast ekki aldar upp með annað fyrir aug- um, en að hugsa aðeins um sitt nánasta, eiginmanninn og böm- in. Þannig er þeim beint að hinum verndandi barmi eigin- mannsins, en við skilnað eða fráfall hans hrynur öll sú ver- öld til grunna. Það heyrir til hreinna undantekninga, ef fé- lagsleg staða konunnar versnar gefst mönnum tækifæri í einu eða öðru formi til að fá slika endurmenntun. Þó að ég sjálf sé andsnúin því að miða mann- réttindi stíft við efnahagslega hagkvæmni má þó benda á þá staðreynd, að það er öllu þjóð- félaginu fyrir beztu, að hvei vinnu þau störf, sem faila bezt að getu hans. Þessi sama röksemd gildir svo auðvitað um vinnu kvenna al- mennt. Það hlýtur að vera rangt efnahagslega séö, að binda vinnu kvenna viö tiltöiulega fá og ein- hæf störf Konur eru eins mis- jafnar og þær eru margar. Af hverju sætta konur sig við lægri laun en karlar? Það er t.d. svo rikt í stúlkum, að þær séu óæðri verur, að þær hafa ekki uppburði í sér til að krefjast réttar síns. Fjölda mörg dæmi era til um það, að konur þiggi lægri laun en kar! ar fyrir sömu störf. Ekki er alltaf augljóst, hvemig á þessu stendur. Þö er til frægt dænsi og blygðunarlaust, af því að það geröist fyrir opnum tjöldum. Póstmenn lögðu fyrir nokkrum árum niður vinnu til að krefjast hærri launa. Svar póstmála- stjómar við þessu var að aug- staðina enda ekki réttlátt að ætlast sé til þess að þær ali upp 2 kynslóðir. Það er því aðeins um það að ræða að koma böm- unum fyrir á dagheimilum. Meirihluti borgarstjórnar 'hef- ur komizt að þeirri niðurstöðu, aö ekki sé heppilegt að hafa framboðið meira af dagheimila- piássum en svo, að unnt sé að mæta brýnustu þörf og varla það. Því er haldið fram að dag- vistun sé börnum óholl. — Eins og búið er að dagheimilum getur hugsazt að sú staðhæfing sé rétt. Með betri aöbúnaði dag- heimila og leikskóla er staöhæf- ingin hins vegar alveg ósönnuð. Margt bendir tii þess, að dvöl bama á góðu barnaheimili sé þvi hollari en hjá óánægðri móður, sem er bundin á móti vilja sínum innan veggja heim- ilisins. Ég tel það séu gæði um- gengni foreldra við böm sín, en ekki endilega magnið, sem skiptir höfuðmáli. Kona. sem er ánægð með tilveruna er líklegri til að vera góð móðir en hin ó- ánægða, sem finnst líf sitt hafa verið eyðilagt vegna kynferðis- misréttis. Auk þess tel ég, að stefna borgarinnar í dagheim- ilismálum skapi óeðlilega mis- munun á börnum; dagheimilis- börnum er skipað í óæðri flokk, með því að líta á dagheimilin sem neyðarúrræöi. Hver á að vinna heimilisstörf- in? Karlmenn eru ekkert síður líkamlega til þess gerðir að vinna heimilisstörf. Það er blekk ing, að öMum störfum megj að meira eða minna leytj skipta í kvennastörf og karlastörf. Það er t.d alveg ósannaö mál, að karlmenn séu síður til þess fallnir að prjóna, sauma, ryk- suga, skrifa á ritvél, svara í síma, skúra gólf, rulla eða strauja. Með styttingu vinnuvik- unnar er þvi ekkert fráleitt að hjón geti skipt þessu verki á milli sín. Nú mun allalgengt að karlmenn vinrii óheyrilega yf- irvinnu, sem gerir það að verk- um, að þeir geta lítið lagt af mörkum heima fyrir og lítið sinnt heimilinu. Betra væri fyr- ir alla aðila, að þeir takmörkuðu vinnu sína utan heimilisins. Konan gæti hins vegar fært björg f bú með sinni vinnu. Þann ig fengist aukið og betra fjöl- skyldulíf með meiri tengslum heimilisfeöra viö börn og eigin- konu. Hvað er í blýhólknum? Konan og smábömin hafa ver. ið skilin eftir f blýhólknum. Kon an er látin gjalda þess, að hún þarf að ala börnin. Fjarvera frá vinnu vegna þess er látin bitna á henni fjárhagsl., en það raskar afkomumöguleikum bamsins. Barnsburöur ætti á engan hátt að þurfa að raska fjárhagsaf- komunni. Þó að konurnnværi tryggð full laun meðan áfæðingu bama stendur er alveg fullvist, að engin kona myndi eignast börn eingöngu þess vegna. Fæð- ing bama er miklu stærra atriði f Iffi kvenna en svo. Það er því stórt skref aftur á bak, þegar ríkið fer í barnsfaðernismál við konur eins og virðist eiga að gera f nýju frumvarpi um rétt- indj og skyldur opinberra starfs- manna. Ríkiö virðist ætla að tryggja sig gegn því að þurfa að bera straum af fæðingarkostnaði bams, sem komið er undir á öðrum vinnustað. í nýja frum- varpinu er gert ráð fyrir þvl, að kona þurfj að hafa unniö a. m. k. eitt ár hjá rfkinu til þess að öðlast rétt á 3ja mánaða fæðingafríi. Þetta ákvæði ber keim af þeirri sefasýki, sem getur gripið karlmann, ef hon- um er allt í einu kennt barn, sem hann vill ekki kannast við. Þó ætla þeir ekki að láta sér nægja níu mánúði, eins og nátt- úrulegir feður verða að gera. Kannskj á að gefa konum pill- una ókeypis fyrstu þrjá mánuð- ina, svona til öryggis? En atvinnurekendur almennt? Þeir virðast yfirleitt sýna furðu lítinn skilning á vanda- málum mæðra. Fáar konur munu þannig t.d. þora aö bera fyrir sig veikindi barna ti'l að fá frf frá vinnu. Flestar fara út í það að ljúga veikindum upp á sjálfar sig og eru þar af leið- andi með afleita samvizku, þó að þær séu aðeins að rækja skyldu sfna. Þá muo bað v*r« hvarfla að nokkrum atvinnu- rekanda, að faðirinti geti beðið um frí vegna veikinda bama sinna. Slíkt þætti eflaust alveg fráleitt. — Svona leggst hvað ofan á annað til að eyðileggja fyrir konum þá möguleika, sem þær ættu annars að hafa. — VJ

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.