Vísir - 24.03.1971, Síða 13

Vísir - 24.03.1971, Síða 13
V I S I R . Miðvikudagur 24. marz 1971 mKm Kristján Sigtryggsson skólastjóri sýnir 12 ára bekk áttæringinn í Þjóðminjasafninu: „Og spýtumar undir þóftunum heita langbönd...“ MEÐ ÝMSU MÓTI —vettvangsfræðsla getur verið með ýmsu móti. Vísismenn rákust inn í „miðja kennslu- stund“ vestur í Þjöðminjasafni. Vettvangsfræðsla? Hvað er nú það? spurðum við Vísismenn, ær ið illa að okkur í skólamálum, nokkur börn, sem við hittum í gær vestur á Þjóðminjasafni. „Ef þið vitið það ekki, þá skuluð þið spyrja skólastjórann okkar, hann Kristján Sigtryggs son, hann er þama niðri að sýna strákunum bátinn“. Og við spjöMuðum stutta stund viö Kristján: „Við förum ævinlega með 12 ára börnin hingað í Þjóðminja- safniö einu sinni á vetri. Þessi safnferö er einn liðurinn í okk ar vettvangsfræðslu. 10 ára börn in fá að eyða einum degi uppi í Heiðmörk við að tína og skoða jurtir. 11 ára börnin fara hins vegar í skeljafjöm. Markmiðið með þessum ferðum er að vekja forvitni barnanna á umhverfinu — jafn framt því sem þau verða sér úti um einhverja fræðslu. Þessar ferðir okkar eru farnar fyrir ut- an almenna stundaskrá — og þess vegna ekki hægt aö segja að þær séu skylda. Við forðumst raunar að nefna það orð: skylda a.m.k. svo lengi sem við getum“,. segir Kristján, og brosir við, ,,en staðreyndin er nefnilega sú, að þess gerist ekki þörf að hvetja börnin sérstaklega að koma með Sú hefur nú verið dugleg í handavinnu, sem þetta teppi gerði — eða þá hann, sem skar út í fjalimar. Af hverju eru menn hættir að vinna svona núna? okkur í þessa skoðunarleið- angra. Það skorast enginn und- an. Áður en við förum, þá búum við börnin undir ferðina. Aldrei er farið með mjög marga í einu, og fyrst segir kennari þeirra frá því sem þau munu væntanlega sjá — eftir hverju þau eigi að leita. Síðan, þegar á staðinn er komið, eiga þau að taka vand- lega eftir, skrifa hjá sér og búa sig undir að segja frá ferðinni, skrifa ritgerð um hana eða flytja yfir heilum bekk. Ég get nefnt sem dæmi, að bátinn þann stóra hér í kjallara Þjóðminjasafnsins eiga þrír drengir að skoða sérstaklega vandlega. Þeir eiga síðan að vinna saman að ritgerð eða greinargerð um bát þennan, og segja hinum frá. Sama er uppi á teningnum f náttúrufræðiferðunum. Þá eiga börnin að læra nöfnin á jurtun- úm sem þau finna, safna þeim og setja í sérstakt náttúrufræði- safn,' sém er að mvndast f skól- anum. — Kannski má segja, að við afköstum ekki miklu i þessum eins dags ferðum okkar, en meg inmarkmið þeirra er að vekja forvitni. Staðreyndin er nefni- lega sú, að þegar maður hefur einu sinni skroppið með bömin og sagt þeim frá í Þjóðminjasafni þá fara þau aftur og upp á eig in spýtur. Og Heiðmerkurferöimar verka hvetjandi á náttúrufræði- áhugann. Börnin fara þá sjálf að skoða vandlega jurtimar sem þau finna í garðinum heima hjá sér, greina þær sundur og skrifa jafnvel ritgerö um garðinn sinn“. —GG .. . Er þetta ekki helzta sam- göngutækið á Grænlandi? ... ^ 5Fjárans vandræði að þeir skuii vera hættir að sigla á svona Afl? Smíðaafl? Nú gengur aiveg fram af manni, hvað forfeður vorir hafa verið frumstæðir! skútum, það væri nógu gaman að prófa að fara einn túr..,

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.