Vísir - 24.03.1971, Síða 16

Vísir - 24.03.1971, Síða 16
VID ÚTSKRIFUM TIL- TÖLULICA FLISTA LÆKNA Læknaskortur dreifbýfísins varla þvi að kenna Kosið 13. júní Ríkisstj|ómin leggur til, að þing .vosningar verði í vor 13. júná. Samkvæmt lögum eiga kosningar að fara fram síðasta sunnudag í júní, en sú regla hefur efcki verið einhlít Arið 1967 var til dæmis kosið 11. júnt —HH Míkið er rætt um lækna skortinn í dreifbýlinu, og hafa margir talið, að orsök hans væri sú, að ekM útskrifuðust nægi- lega margir læknar úr Haskólanum. Gylfi Þ. Gíslason menntamála- ráðherra flutti í gær á þingi tölur, sem sýna, að miðað við fólksf jölda út- skrifast fleiri læknar á íslandi en öðrum Norður löndum. Að meðaltali hafa útskrifazt hérlendis 16,7 kandidatar á ári undanfarin ár. Þessi tala mundi miöaö við fólksfjölda samsvara 651 í Svíþjóð, en þar var með- altalið 421, 401 í Danmörku, þar sem meðaltalið er 323, 317 í Noregi (meðaltaiiö er 150) og 387 í Finnlandi (meðaltalið er 275). Ráðherra sagði, að öllum, sem hefðu stúdentspróf, væri nú heimil innritun í læknadeild. Deildin hefði heimild til að tak- marka fjölda þeirra, sem héldu áfram námi, en ekki mætti setja sérstakar takmarkanir, ef fjöld- inn væri innan við 24. Deildin he-fði ekkj notað þessar heimild- ir, til dæmis mundu væntanlega útskrifast um 26 í ár. Taldi ráðherra, að lækna- skorturinn í dreifbýli væri ekki sprottinn af hömlum í lækna- deild. Var hann að svara fyrir- spurn frá Eysteini Jónssyni (F) um þetta mál. — H!H llnnið nð lciusn vandamúln hjiíkrunarskélaiis Skortur er á hjúkrunarkonum á landinu, þótt nóg húsrými sé Hjúkrunarskólanum og nóg muni vera af hæfum kennurum, að sðgn menntamálaráðherra. Vandinn p- sá, að kennararnir fást ekki r:' skólans, og hefur því ekki ver unnt að innrita eins marga nern endur þar og húsrými er fyrir. Ráðherra svaraði í gær fyrirspurn frá Þórarni Þórarinssyni (F) um þetta efni og sagði, aö vandamál skólans væru „persónulegs eðlis“ við skólastjórn. Væru slík vanda- mál oft ekki auðveldari en vanda- mál um byggingar og fjármögnun. Væri nú unnið af kappi aö lausn málsins. — >HH j Yiðvörunarbj alla í ibanka gabbar lögregíuna Var það bankarán, eða voru þeir að koma frá því að leggja inn á sparisjóðsbóikina (eftir nýju samninga opinberra starfs J manna) — þessir tveir lögreglu i menn, sem ljósmyndarinn J mætti í anddyri Iðnaðarbank- i ans. ] Hvorugt og þó var hiö fyrra j víst nær lagi. Viðvörunarbjalla i bankans hafð; ómað svo niðri á lögreglustöð, að alla ætlaði að æra, en eins og kunnugt er, þá eru allir bankarnir í tengsl um við ákveðið viðvörunarkerfi, sem gerir aðvart á lögreglustöö inni, ef eitfchvað fer úrskeiðis. Hér væru framin árlega ca. hálft hundrað bankarán, ef alltaf væri að marka það, þegar bankabjöllurnar hljóma. Sem betur fer er þó aldrei að marka neyðarhringinguna. Ekki heldur í þetta sinn, en engu að síður bregður lögregl- an við í hvert sinn og gætir að. Þeir félagar, Eyjólfur Jóns- son, sundkappi, og Þórir Her- sveinsson komu að öllu með kyrrum kjörum, og enginn gat gefið þeim skýringu á því, hvers vegna bjallan hefði hringt. Það var ekkert að marka hana eiris og vant er. —GP Eysteinn Jónsson (F) spurð- ist fyrir um það á þingi í gær, hvað liði friðlýsingu Eldborgar við Drottningu í GuIIbringu- sýslu. Benti þingmaður á, að „eldborg af þessu tagi yrði ekki keypt uppstoppuð frá London“ eins og gert var við geirfuglinn. Gylfi Þ. Gíslason, menntamála- ráðherra sagði, að Náttúruverndar- j ráð og menntamálaráðuneytið hefðu samþykkt friðlýsingu Eldborgar en ekki hefðj enn reynzt unnt að kom- ast að því, hver kostnaður yrði við bætur til landeigenda vegna frið- Iýsingarinnar. Hefði hún þvf ekki komið til framkvæmda. Birgir Kjaran (S) taldi Islendinga hafa verið alltof smámunasama og skammsýna í náttúruvemdarmál- um. Okkar hlutur væri mjög Iltili £ þeim efnum £ samanburöi við aðrar þjóðir. Aðeins þrjár slikar eldstöðvar eru taldar vera til f heiminum, og eru al-lar 'hér á landi. — HH „Eldborg verður ekki keypt uppstoppuð frá London" Ull á villigötum Þeir bomu vestan af Granda um nónbil í gær, akandi á tveimur 12 tonna flutningabíl- um. Voru á leið upp að Ála- fossi með ull £ sekkjum handa þeim að prjóna úr. Þá varð óhappið. Þegar ann- ar vörubíllinn tók beygju út úr hringtorginu við MelavöIIinn, rambaði annar sekkurinn eða ul-larbaUinn til á pallinum, og féll utan i skjólborðið. Skjól- borðið brotnaði niður, og allt í einu trónaði 500 kilóa ullar hlass á miðri umferðargötu. Bílar hemluðu snögglega eöa kræktu fimlega framhjá ull- inni, en bílstjórinn á þeimskjól borösbrotna, stökk af staö aö sækja lyftara. V-on bráðar leyst ist málið. Lyftarinn lyfti ull- inni á pallinn aftur, og lögregl an leysti úr umferöarbendu. Þeir létu þetta svo fjári asna- lega á pallinn. Þetta eru eng- in vinnubrögð hjá strákunum! — sagöi bílstjórinn, og ók svo aftur af staö til hans Ásbjörns á Álafossi. —GG

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.