Vísir - 07.04.1971, Page 9
V I S í R . Miðvikudagur 7. aprfl 1971
ar ytra eru þó lítilræði miöað
við verðhækkanir, sem hér urðu
eftir siíðustu kjarasamninga. Iðn-
aöurinn hefur tekið á sig 30%
kostnaðarhækkun og 'höfðu fæst
fyrirtækjanna reiknað að fullu
þessar hækkanir inn í verðlag á
framileiðsluvörum sínum, þegar
verðstöðvunin var sett á og
vísitölu ha'Idið í skefjum með
geysilegri niðurgreiðslu á nokkr
um vörum. Fyrirsjáanlegt er
því, að fjöldi fyrirtækja stefnir
beint í taprekstur, sem er mjög
hættuleg þróun fyrir alla. Að
mínu viti gerði verðstöðvunin
ekki annað en að geyma nauð-
synlegar verðhækkanir um tíma.
Kannski hefur kostnaðarhækk-
unum verið haldið eitthvað í
skefjum þennan tíma, betur en
með öðrum ráðum, en áhvggju-
efnið er, hvað gerist í haust,
jægar verðstöðvunartímabiliö
rennur út og almennir samning-
ar renna út. >á hlýtur algjör-
lega að fara eftir því, hvort
þessum gríðariegu niðurgreiðsl-
um verður haldið áfram eða
hvort verkalýðsfðlögin miða
kröfur sínar við getu atvinnu-
veganna, hvort unnt reynist að
halda almennu verðlagi niðri. En
Slfkar niðurgreiðslur kosta mikið
fé og einhvers staðar verður að
ná í fjármagnið.
Hefur iönaðurinn engin önnur
ráð en verðhækkanir til að mæta
hækkandi verðlagi?
Meðan verðlagshækkanir eru
skaplegar er hægt að byggja
nokkuð á bættri framleiöslu-
tækni, aukinni framleiöni, þar
sem við höfum vissan varasjóð,
og verðum við að vona að viö
getum á næstu árum orðið eins
liðtækir í framleiðslutækni og
aðal samkeppnisþjóðimar,
En fslenzkur iðnaður nýtur
lægra kaupgjalds en iðnaður
nágrannaþjóðanna?
. bil hefur mjókkað mikið.
Ef miðað er t. d. við Bret-
iand, er kaupgjaldið hérna ekki
lægra og mismunurinn verður
ekki mikill, miðað við aðrar
þjóðir, ef litið er á launakostn-
aðinn f heild. Þá má ekki gleym
ast, að í launakostnaði felst
margt, sem kemur ekki beint
fram í launaumslaginu eins og
alls kyns tiyggingar, lífeyris-
sjóðir, almennt öll fríöindi. >á
má geta þess, að t. d. langir
kaffitímar eins og þeir þekkjast
hér, eru náfega Öþekkt fyrirbæri
erlendis. Samsvarandi vinnu-
stundafjöldi hér og eriendis er
bví mun ódrýgri.
Hvaða iðngreinar munu fyrir-
sjáanlega lenda í mestu erfið-
leikunum við EFTA-aðild?
Enginn efi er á því, að sæl-
gætisverksmiðjurnar munu
lenda í mestum erfiðleikum.
Þegar á næsta ári verður inn-
flutningur á sælgæti gefinn
frjáls, eftir að innflutningur
þess hefur verið bannaður um
áratugi. Það fer ekki hjá því,
að þetta verður erfitt tímabil
fyrir sælgætisframleiðendur, en
það fer alveg eftir fyrirtækjun-
um sjálfum og mönnunum, sem
þeim stjóma, hve vel þau kom-
ast hjá þessum vanda. Óhjá-
kvæmilega hlýtur alltaf veruleg-
ur hiuti sælgætisframleiðslunnar
að vera innlendur, en þeir fram-
leiðendur, sem koma sér fyrir
á þeim sviðum, þar sem sam-
keppnisaðstaða þeirra er bezt,
munu komast bezt frá þessu.
Sælgætisverksmiðjurnar eru nú
20—30 talsins, en við innflutn-
ing á sælgæti getur varla farið
hjá því, að þeim fækki eitthvað,
iafnvel með samruna, samvinnu
beirra á milli og við erlenda
framleiðendur.
— VJ
PRESTAR OG SKÍÐA-
FÓLK 1 ÖNNUM
í skíðalyftu í Hlíðarfjalli. Þessi Jyfta fær eflaust nóg að
gera um páskana, daglega koma 3—5 þúsund manns í
skíðaland Akureyringa.
Páskar. Raunar soldið skrítið fyrirbæri orðið. Páskahátíð-
in hefur gegnum árin skapað sér fasta hefð í okkar þjóðlífi,
alveg eins og aðrir frídagar og hátíðir. Á jólum hvfla menn
sig, borða, opna gjafir og reyna að koma ró á sálarlífið.
Páskarnir geta víst flokkazt undir matarhátíð eins og
jólin, en samt er hún öllu lausari í sniðum, enda veöur
oftast betra á páskum en jólum, komið fram á vor og marga
farið að langa að hrista af sér vetrardrungann og fá hreint
loft í lungun. Þá er tilvajið að nota frídaga páskahátíðar-
innar til stuttra ferðalaga.
3—5000 manns daglega
Skíðaferðir eru mjög svo vin-
sælar, og á ísafirði og Akur-
eyri er næstum hvert hótelrúm
skipað. 1 Hlíðarfjalli við Akur-
eyri er eini skíðastaðurinn sem
er í þægilegri fjarlægð frá bæn-
um, og þar er sömuleiðis hótel
þar sem hægt er að fá gistingu
og beina.
ívar Sigmundsson, hótelstjóri
í Hlíðarfjalli tjáði Vísi í gær,
að það væri troðfullt út úr dyr-
um, „það eru hérna um 50
manns í gistingu, hótelið tekur
því miður ekki fleiri, og svo
koma hingað 3—5 þúsund
manns á hverjum degi á skíði,
það fer nú svoIVtið eftir veðr-
inu, en það er ekki hægt að
segja annað en það sé gott
núna. Það er mikill snjór, færi
sem bezt verður á kosið, en því
miður er hafgola og þoka í
lofti‘‘.
Þar í Hlíðarfjalli fara fram 2
skiðarnót, þ.e. skíðamót íslands,
og eru þátttakendur yfir 70
talsins, og einnig unglinga-
meistaramót Norðurlanda, og
eru mættir til keppni rúmlega
40 unglingar.
Flestir halda flugleiðis til Ak-
ureyrar á þessum árstíma, en
eftirlitsmenn Vegagerðarinnar
tjáðu Vísi í gær, að færi
væri gott norður yfir Holta-
vörðuheiöi, og væri sem stend-
ur ekker(- þvi til fyrirstöðu að
aka norður allt til Húsavíkur
á smábílum, „en það er aldrei
að vita hve lengi það helzt
þannig“, sögðu þeir, „við spá-
um engu fyrir morgundaginn“.
„Hver smuga setin“
Frá ísafirði er sömu sögu að
segja: „Hér er setin hver smuga
að heita má“, sagði Guðmund-
ur Sveinsson, umsjónarmaður
skíðaskálans Skiðheifa í
Seljalandsdal, „við getum því
miöur ekki tekið fólk í gistingu
i skálanum, það verða allir að
gista niðri á ísafirði, og þá
langflestir hjá skyldfólki. Ég
held reyndar að það komi ekki
hingaö aðrir en þeir sem hér
eiga skyldfólk til að gista hjá.
Það vantar illilega hótel hér í
kaupstaðnum. Gullfoss fer frá
Reykjavík með skíðafólk hingað
á morgun, ég held það verði
með honum um 200 manns, og
það fólk gistir auðvitað um
borð í skipinu, en þar fyrir ut-
an geta víst fáeinir fengið inni
á Mánakaffi, það tekur um 25
manns, og svo Hjálpræðisher-
inn, en þeir eru fáir. Nýi iðn-
skólinn bætir dálítið úr mesta
húsnæðisvandanum. Hann stend
ur alveg niðri við bryggjuna,
og fólk fær þar svefnpokapláss.
Það er kominn mikill skíða-
hugur í bæinn. Snjór er al-
veg niður í byggð. Hér er núna
3ja stiga frost. en þungbúið.
Færið er mjög gott á dalnum.
Þar er snjór 3ja til 5 m djúp-
ur“ sagði Guðmundur, „ég veit
það, vegna þess að við vorum
þar um daginn að mæla fyrir
nýju skíðalyftunni, sem við
ætlum að setja þar upp í sum-
ar. Nei — það er sko ekki lyfta
eins og þeir keyptu fyrir kosn-
ingar og dreifðu út um landið
Þær lyftur eru nú bara barna-
leikföng. Við viljum hafa hér
alvörulyftur. Við setjum upp
aðra lyftu hér, alveg eins og þá
sem fyrir er“.
Flugfélagið ! önnum
Skíðafólk, hvert svo sem það
ætlar sér, norður eða vestur,
veröur að reiða sig á Flugfé-
lagíé méð áð" kófhást; heiman
og heim. I gær voru famar
einar 8 ferðir til ísafjarðar.
Sveinn Sæmundsson hjá
Flugfélaginu sagði Vísi, að þeir
notuðu Fokker Friendship-vélar
sínar f páskafluginu til ísa-
fjaröar. „Við förum venjulega
sex ferðir i viku til fsa-
fjarðar", sagði Sveinn, ,,en
þessa viku fljúgum við 6 auka-
ferðir flestar á miðvikudag og
fimmtudag, skirdag. Á föstu-
daginn langa fljúgum við ekk-
ert.
f Akureyrarfluginu notum viö
Cloudmaster-flugvélar. Þær vél-
ar taka kringum 85 manns,
næstum helmingi meira en
Pokker-vélarnar, og við fljúg-
um þangað 2 ferðir daglega, en
bætum við 6 aukaferðum í þess.
ari viku“.
„Jú, jú, við erum sko vissir
um að koma öllum heim aftur.
Það fara flestir á mánudag og
þriðjudag eftir páska. Og það
er miki] hreyfing á fólki'* sagði
Sveinn. „það er fullbókað í
ferðir okkar til flestra staða út
um landið, svo sem Egilsstaða.
Hafnar I Hornafirði og víðar"
Og svo eru það þeir sem eng-
an hetjuskap af sér sýna um
páskana — nema þá helzt að
rífa sig á fætur eldsnemma á
páskadagsmorgun til að fara
í messu.
Biskupsritari sagði okkur, að
kirkjusókn væri aldrej önnur
eins og á páskum, „í messum á
páskadag er, ef miða á við
kirkjusókn undanfarin ár vfir-
leitt troðfullt út úr dvrum. oa
margir hafa orðið frá að hverfa.
svo er jafnvel að segja um allar
messur hina lögboðnu messu-
daga páskahátiðarinnar. en beir
eru sWrdaaur, föstudaaurinn
langi, páskadagur og 2. pá«ka-
dagur“. — GG
tíasira:
— Hvar ætlið þér að
verja páskatríinu?
Leifur Sigurðsson. garðyrkju-
maður: — Bara í hugguleg-
heitum heima, með bók.
Rúnar Matthíasson, strætisvagn-
stjóri: — Á skíðum ef ég mögu-
lega get komizt til
Guðrún Sigurjónsdóttir, skrif-
stofustúlka og húsmóðir: —
Ja ... nú veit ég ekki. Maður
kemst nú ekkj langt frá börn-
unum. Ætli ég reyni þó ekki
að skreppa austur fyrir fjall i
heimsókn til skyldfólks, sem ég
Guðmundur Steinsson, prentari.
•*- Ég hef nú bara hugsað mér
aö vera heima um páskana og
hvíla mig vel og vandlega. Svo
væri kannski ekki úr vegi að
trimma eitthvað smávegis miili
máltfða.
Ómar Ólufsson, prentari: —
Það eina spennandi sem ég get
látið mér til hugar koma að
gera um páskana er það, að
hafa það gott heima fyrir.