Vísir - 19.04.1971, Blaðsíða 9

Vísir - 19.04.1971, Blaðsíða 9
o »lá c • a o e 9 « VlSIR . Mánudagur 19. apríl 1971, Rækjuveiðin hefur verið mikil búbót í sjávarþorpunum víða uppi á héraði til að pilla hana. á landinu, og á Austurlandi hefur orðið að leita eftir fólki Mannekla í mörgum 0 Ástandið í atvinnumálum hefur gjörbreytzt. Nú er svo kom- ið, að mannekla háir ýmsum framleiðslugreinum. Víða um Iand hefur reynzt erfitt að fá nægilegan mannskap til að vinha þau störf, sem boðin hafa verið. • Atvinnuleysingjar á landinu voru um 600 úm sfðushú htán- aðamót. Þeim hefur fækkað síðan. Á 33 stöðum landsins, þorpum og bæjum, þar sem fylgzt er með atvinnuleysi, er enginn maður skráður atvinnulaus. greinum atvinnulífsins Það atvinnuleysi, sem enn er, má heita nær allt á örfáum stöð um. „Aðeins 5—6 eftir í Málmey“ Þar sem margir íslenzkir iön aðarmenn fóru fyrir nokkrum árum til annarra landa til starfa, eru nú örfáir erlendis. Á skrif- stofu Félags járniönaöarmanna er okkur tjáð, að vitað sé um eina fimm eða sex járniðnaðar menn, sem séu enn í Málmey með fjölskyldur sinar. Ekki sé vitað um aðra. Þessir menn fóru til Svíþjóðar þegar að kreppti hér heima, Margir þeirra munu hyggja til heimferðar og eiga enn íbúðir á íslandi, sem þeir hafa leigt öðrum. Á skrifstof- unni voru menn mjög bjartsýn ir um atvinnu á næstunni og kváðust ekkj sjá fyrir neitt at- vinnuleysi meðal járniönaðar- manna. Það komi einna fyrst fram meðal þeirra, þegar afli bregzt og efnahagur versnar. — Nú sé skipasmíði í fullu fjöri. Væntanlega mun Slippstöðin á Akureyri hefjast handa um smíöi skuttogara fyrir íslend- inga innan skamms og enn auka eftirspurnina eftir málmiðnaöar- mönnum og öðrum. Atvinnuleysingjar komnir yfir sjötugt Þwð ar ekkert leyndarmál, aö naer engir karlmenn eru at- vinnulausir í Reykjavik, að frá töldum vörubílstjórum og mönn um, sem komnir eru yfir sjö- tugt. Við framkvæmdirnar i Breið holti er okkur tjáð að nokkrir enfiðleikar hafi orðið við að fá vana verkamenn til starfa. Framan af vertíð voru vand- kvæöi að manna bátana þótt rættisf úr að lokum. Útvegs- menn segja að á mörgum bát- anna séu færr; menn en „norm alt“ sé. Sjaldan hefur gengið jafn illa að fá mannskap. Atvinnuleysið er hér minna en þekkist erlendis. Islending ar hafa alltaf lagt metnað sinn í atvinnu fyrir alla. sem vilja og geta. Þjóðin hefur aldrei sætt sig við verulegt atvinnuleysi. — Þegar atvinnuleysingjar skiptu þúsundum fyrir 2—3 árum var það talsvert áfall fyrir þjóð ina Nú er atvinnuleysið komið niður fyrir eitt prósent mann- aflans. Á öðrum Norðurlöndum er atvinnuleysj oft um þrjú pró- sent. Eitthvert atvinnuleysi hlýt ur ailtaf að koma fram á skýrsl um, þar sem sumir eru að skipta um vinnu og aörir eiga erfitt með að fá og halda vinnu af líkamlegum og andlegum ástæð um. Atvinnuástandið verður seint svo, að einhverjir einstaklingar eigj ekki við vanda að stríða. — Þeir, sem til þekkja, munu hins vegar á einu málj um aö at- vinna muni f sumar verða með allra mesta móti. Því veldur, að íslendingar hafa, með talsverðum fómum, krafsað sig upp úr feninu. Fólki smalað uppi n;nóoiiJ isóiev Gott dæmi um breytt' við- hmfiteiLi t®i iAusturlandjjií tBlaðjö „ ræddi við Berg Sigufbjömsson sem starfar þar á vegum sveitar félaganna meðal annars að samningu og framkvæmd Aust urlandsáætlunar. ,,Hér vantar víða menn til vinnu“, segir Bergur, „einkum á Eskifirði og Reyðarfirði. — Rækjuveiði hefur verið mikil, óg konur vantar til að pilla rækj una. Ekki hefur fengizt nægur mannskapur í þorpunum, og fólk; hefur verið safnað saman uppi á Héraði til að vinna þessi störf. Bændur hafa oft áður hlaupið undir bagga, þegar vand ræði hafa verið að vinna aflann vegna skorts á starfsfólki. Atvinnuástandið hefur veriö með allrabezta móti í allan vet ur. Veturinn var mildur. At- vinnuleysi hefur sama og ekkert verið nema helzf í Borgarfirði (eystra). Eitthvað var dauft á Seyðisfirði í janúar og febrúar, eins og oft er. Hlakkar til að fá skóla- fólkið út í atvinnulífið „Menn óttast hér mest að vantj mannskap“, seeir Bergur Sigurbjörnsson. ,.Fólk bVður með tilhlökkun eftir því að skól arnir hætti og skólafólkið komi ú(- í atvinnulífið f sumar. Næg verkefnj að vinna. Víða hefur gengið illa að manna bátana.“ Hagur bænda er einnig með bezta mótj á Austurlandi eftir mildan vetur. Bergur segir menn mjög bjart sýna á Austurlandi. Miklar fram kvæmdir standa fyrir dyrum vegna Austurlandsáætlunar. — Þessi áætlun er með svipuðu sniði og þær, sem gerðar hafa verið á Vestfjörðum og Norður landi. Bergur telur, að fólk sé miklu bjartsýnna þar sem það s#r nú.,g.ðJ,ejt:tbyaö eigi aö gera fyrir það.ý „ yjVustfirðingar hafa. bætt veiði skip sfn. TiPdáánis' fengu Esk- firðingar nýlega skuttogarann Hólmatind í gagnið Fréttir hafa undanfarna mánuði greint frá stðrhuga ráöagerðum í þorpum á Austurlandj að efla veiðiskip srfn. Norð-Austurland tekur síðast við sér Þetta er saga Austfirðinga. — Svipuðu máli gegnir víða ann- ars staðar á landinu. Jafnvel á Siglufirði, þar sem í mörg ár hefur verið einna verst ástand, eru líkur á, að atvinnuleysi hverfi nær alveg á næstunni. Þar fækkaði atvinnuleysingjum í s’iðasta mánuði einum úr 174 f 61. og þarf að leita nokkuð langt aftur í tfmann til að finna slíka tölu á Siglufirði. Siglu- fjörður er þó nú fjórði í röð- inni um atvinnuleysið. Meira atvinnuleysl er aðeins á Akur eyrj (76), Sauðárkróki (75) og f Reykjavfk sakir fólksfiöldans (104), en áður hefur verið ereint frá að talan í Reykjavík sé 6- raunhæf, auk þess sem hún er hvort sem er mjög lág hlut- fallslega. Segja má, að enn sé hlutfalls lega um nokkurt atvinnuleysi að ræða í þorpunum Hofsósi (49). Hólmavík C23), Dalvfk (20) Rauf arhöfn (35) og Vopnafirð; (26) Norð-Austurland tekur því einna síðast við sér á þessu vori. Munu kunnugir sammála um. að veðrabrigði hafi orðið. — Næstu mánuðina mun atvinna verða með mesta móti, sem hún hefur orðið um margra ára skeið. —-HH 7ÍSIR SFTB' Mynduð þér vinna meiri aukavinnu, ef yður gæi- ist kostur á? Ómar Hannesson rafvirki: „Alls ekki. Ég hef enga eftirvinnu unn ið s.l. 2—3 ár og kæri mig ekki um hana, þvi hún fer öll beint í skatta." Viðar Friðriksson bflstjóri: „Já. það mundi ég gera mjög gjaman — skatturinn hirðir nú aldrei alla vinnuna." Olgeir Olgeirsson vélvirki: „Nei, það held ég ekki. Maður vinnur fasta tvo tíma í eftirvinnu dag- lega. Það er fullkomlega nóg." Þórður Vilhjálmsson tækjastjóri „Já, ekki slægi ég hendi á mót því, það er alltaf gott að fí vinnuna." é- msSfk ' ý ■.<-y :• Magnús Vilhjálmsson tækjastj.: „Nei, ég kæri mig ekkert um meiri vinnu.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.