Vísir - 29.04.1971, Blaðsíða 1
61. átfg. — Fimmludagur 29. apríl 1971. — 95. tbl.
ERFINGJAR í KAPP-
HLAUPI YIÐ TÍMANN
Nýja fasteignamatið tekur gildi 1. mai
LÖGFRÆÐINGAR í Reykjavík I
dagana margír hverjir
í önn að þinglýsa og ganga frá dán-
arbúum, sem af ýmsum ástæðum
hefur dregizt að skipta endanlega.
Og ástæðan fyrir handaganginum
Stjórnmálayfirlýsing landsfundar Sjálfstæðisflokksins:
núna er auðvitað sú, að 1. maí er
á laugardaginn, sá örlagaríki dagur
þegar nýja fasteignamatið tekxu'
gildi.
Vísir hafði í morgtun samband
við nokkra lögfræðinga, og var
ekki urn að viilast: Þeir höfðu sjald-
an haft annað eins á sinni könnu
af viöskiptamönnum, a.m.k. ekki
þeir yngri: „Það má nefnilega bú-
Vilja dreifingu valdsins
„Landsfundurinn lýsir
því yfir, að Sjálfstæðis-
flokkurinn muni því að-
eins taka þátt í stjómar-
myndun að kosningum
af stöðnum að unnt verði
Fótbolfavertíð hafin
Úti um allan bæ, hvar sem grasblett er að finna, eru
strákar uppteknir frá morgni til kvölds við að sparka
bolta. Þótt það sé ekki sérstaklega hollt fyrir gróðurinn,
hafa strákarnir gott af því, þótt tilburðir þeirra séu ekki
alltaf jafn fagmannlegir og hjá þeim fullorðnu, eins og
sjá má á myndinni.
Myndin er frá leik Víkings og Ármanns, sem Víkingar
unnu með fjórum mörkum gegn engu, eins og lesa má
nánar um á íþróttasíðu Vísis í dag. — Ljósm. Rjarnleifur.
að halda áfram á braut
aukins frjálsræðis og
dreifingar vaidsins í
þjóðfélaginu tM þegn-
anna“.
Þannig m. a. er komizt að
orði í niðurlagi stjórnmá'ayfir-
lýsingar 19. landsfundar Sjálf-
stæðisflokksins, sem lauk í gær.
Síðasta deginum var varið til
afgreiðslu stjórnmálayfirlýsing-
arinnar_ þar sem dregin voru
fram grundvallaratriöi sjálf-
stæðisstefnunnar og lögð á-
herzla á vitja Sjálfstæðis-
flokksins til að beita sér fyrir
framkvæmd þeirra, — Sérstök
athygli var vakin á 15 mála-
flokkum.
Vajddreifing: „Keppa ber að
því aö dreifa valdinu í þjóðfé-
laginu, en dreifing valdsins mið-
ar að því, að borgararnir sjálfir
hafi sem mest bein áhrif á þær
ákvarðanir, sem skipta máli. Því
þarf aö koma í veg fyrir vöxt
ópersónulegs rikisbákns og
vinna gegn ofstjórn hins opin-
bera. Halda þarf markvisst á-
fram skipulagningu og heildar-
endurskoðun á ríkisrekstrinum
með sparnað og hagsýnj fyrir
augum.“
Stjórnskipun og stjórnsýsla:
„Endurskoða ber stjórnarskrána
til að efla lýðræði og mannrétt-
indi ... Gera þarf ráðstafanir
til að stuðla að sem skjótastri
afgreiðslu mála hjá opinberum
aðilum. Jafnframt þarf að
tryggja réttaröryggi í stjórn-
sýshm og auðvelda almenningi
aðgang að upplýsingum um
hana.“
Sveitarfélög og dreifbýli: „Auka
þarf sjálfstæði sveitarfélaga og
héraða og flytja fé og fram-
kvæmdir í hendur þeirra frá rík
isvaldinu. Auka þarf starfsemi
til þróunar byggðar í öllu land-
inu með aðgerðum, sem skapa
landshlutum sem jöfnust skil-
yrði fyrir öruggri atvinnu og
fullnægjandi félags-, mennta-
og heilbrigðisþjónustu".
Fjármálakerfið: „Endurskoða
þarf afskipti ríkis og stjórnmála-
flokka af fjármálakerfinu og
vinna að því að fjármálavaldið
sé sem mest í höndum borgar-
anna sjálfra. Stefna ber aö því,
að hið opinbera hætti sem mest
þátttöku í atvinnurekstri. -
Breyta þarf yfirstjórn banka
og stofnsjóða atvinnuveganna
með það fyrir augum að gera
kerfið virkara og einfaldara".
Tryggingamál: „Almennar trygg
ingar og félagslega samhjálp
ber að efla með þvl að bæta að-
búnað og auka bætur, þar sem
þeirra er þörf. Framkvæmdum
þeirra skal haga þannig að ekki
dragi úr athafnavilja einstakl-
inganna. Ríkisvaldið stuðlj að
byggingu hentugs húsnæðis fyr
ir aldrað fólk“.
Skó'amál: „Tryggja verður jafn
rétti til náms í samræmi við
hæfileika og áhugamál hvers og
eins, og sjá til þess að fjárskort-
ur, búseta eða aðrar aðstæður
hindri ekkj skólagöngu". — GP
Norskt skip bjargar Cæsari
\ Norskt björgunarskip leggur
væntanlega af stað frá Bergen
í kvöld til ísafjarðar til þess að
hjarga brezka togaranum Cæsari
af strandstað.
Norskir björgunarsérfræðingar
skoðuðu skipið í gær og hallast
ast við að eftir 1. maí hækki erfða-
fjárskatturinn í hlutfalli við hækk-
að fasteignamat, þ.e.a.s. þegar um
er að ræða skuldlausar eða skuld-
litlar eignir. Fasteignir sem miklar
skuldir hvfla á, sleppa hins vegar
nokkuð við hæfckun á erfðafjár-
skatti, þar sem skuldirnar eru
dregnar frá í hlutfalli við matið“,
sagði einn lögfræðinganna okkur,
og sagði hann einnig að nýja fast-
eignamatiö gerðj það aö verkum,
að þinglýsingargjöld og stimpil-
gjöld hækkuðu í hlutfalli við hækk-
að mat, ,,en það er ekki nein al-
gild regla að fasteignamat hljóti
að hækka strax eftir 1. maí“,
sagði lögfræðingur vor, „mátið
verður að vísu hærra þegar um er
að ræða nýjar fasteignir en svo
þarf ebki að vera um eldri fast-
eignir.
Það var talaö um það í byrjun,
þegar þeir voru í gangi með nýja
matið, að það myndi hafa áhrif á
ein 60—70 atriði", sagðj lögfræð-
ingurinn, „en almenningur verður
helzt var við þetta í hækkuðum
stimpilgjöldum og þinglýsingar-
gjöldum nýrra íbúða -— og svo
þetta með erfðafjárskattinn“.
- GG
þeir helzt aö því að bezt sé að
bjarga skipinu með því að sökkva
flotholtum niður með skipinu, dæla
í þau lofti og fá skipið þannig á
flot. Svipaðri aðferð var beitt með
góðum árangri við togarann Notts
County á sínum tíma, er hann
strandaði á Snæfjallaströnd. JH
Gjaldeyrissjóður
eykst um 450
milljónir
—Fjármagnsinnflæði
bætti stöðuna
Gjaldeyrisvarasjóðurinn var f
lok marz samtals 3.713 milljónir
króna og hafði þá aukizt um 450
milljónir frá áramótum.
Kristinn Hallsrímsson deildar-
stjóri Hagfræðideildar Seðlabank-
ans sagði í viðtali við Vísi i morg
un, að inni í þessari upphæð væri
í fyrsta laei 217 millióna króna út-
hlutun sérstakra dráttarréttinda
frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, sem
úthlutað sé til al'ra aðildarlanda.
Þetta sé önnur úthutun af þrem,
sem komi í röð, ein á ári. Þá gat
Kristinn þess að í lok janúarmán-
aðar he'ði komið inn f gjaldeyris
varasjóðinn andvirði 10 milljóna
dollara láns. sem ríkissjóður hefði
fengið á Evrópumarkaðnum. —
Bati gialdeyrisstöðunnar á fyrsta
ársfiórðungi þessa árs orsakaðist
því fyrst og fremst af fyrrgreindu
fjármagnsinnflæði, ef það hefði
ekki komið til. myndi gjaldeyris-
staðan hafa versnað í kringum 615
milliónir króna. —SB
Tíminn er dýrmætur
— segir B. Schónback, sænskur fornleifa-
fræðingur, sem kannar horfur á jbv/, oð „bæjar-
stæði Ingólfs" verði grafið upp i sumar
„Það verður að ákveða sem
fyrst. hvort hægt er að hefjast
handa í sumar", sagði dr. Schön-
báck f viðtali við Vísi. „Þarna
er mikiö verk fyrir höndum,
kannskj margra ára verk.“
Schönbáck ræðir nú við þjóð-
min.iavörð um hvort hugsanlega
geti orðið af samstarfi við
sænska fornleifafræðinga þeg-
ar uppgröfturinn hefst.
„Það yröi þá dæmi um nor-
ræna samvinnu í verki“, sagði
Schönbáck.
Fornleifafræðingar gera sér
varla vonir um að finna heilt
bæ'arstæði, heldur mannvistar-
Ieifar frá ýmsum tímum, sem
geta orðið merkilegt rannsóknar-
efni, og jafnvel varpað nýju Ijósj
á einhverja þætti í sögu Reykja
víkur og þjóðarinnar allrar.
Viðtai við dr. Bengt Schön-
báck og Þór Magnússon, þjóð-
minjavörð birtist á bls. 9 í Visi
í dag.