Vísir - 29.04.1971, Page 13
13
V ÍSTR . Fimmtudagur 29. apríl 1971.
Unglingamir fara aö „pæla“ í garðvinnu fyrir hiö opinbera og garðeigendur fara aö huga
að garðinum — því nú er vor í loftL
og erkifjendurnir
eru líka komnir á
— nokkur verkefni, sem bent er á i „Garðinum'
fréttabréfi Garðyrkjufélags Islands
J£rydd- og matjurtaræktun var
á dagskránni í gær. Vor-
veðrið heldur áfram aö hafa á-
hrif á gróðurinn og þvi snúum
við okkur að „garðinum“ í tvö
faldri merkingu. Garðinum við
húsin, sem betra er að fara að
huga að og svo að fréttabréfi
einu, sem nefnist „Garðurinn"
og er gefið út af Garðyrkju-
félagi Islands, sem eru samtök
áhugafólks um garðyrkju og
tekur áreiðanlega við nýjum fé-
lögum.
í síðasta fréttabréfi rifjar rit-
ari félagsins Ólafur B. Guð-
mundsson, lyfjafræðingur, upp
nokkur verkefni sem al'.ir garð-
eigendur ættu að huga að.
Hann hvetur fólk til þess að
draga það ekki öllu lengur að
klippa og grisja tré og runna,
muna að sneiða greinar eins ná-
lægt stofni og unnt er og séu
þær stórar að tálga sárið slétt
og bera í það olíumáiningu eða
tjöru.
„Og fyrst við erum nú komin
út 1' garð getum við ekki stillt
okkur um að Hta svolítið eftir
fjölæru jurtunum í beðunum.
Hvemig skyldu þær nú koma
undan vetrinum? Jú, grænir
broddar eru famir að gægjast
upp úr moldinni. En fleiri en
við em á ferlj úti og hafa á-
huga á þessum grænu og góm-
sætu vaxtarbroddum vorsins. —
Sniglarnir okkar erkifjendur eru
líka komnir á stjá og sleikja
út um. Leggið út sniglaeitur í
beðin — strax“.
Ólafur bendir á sáningu gul-
róta og þá sólselju og steinselju
og segir, að þessum tegundum
megi sá strax og jörð sé orðin
þíð og meðfærileg — helzt ekki
seinna en 1. maí. Hann bendir
einnig á vírbogann og plastdúk-
inn, sem sagt var frá á síðunni 1
gær en kemur einnig með það
ágætisráð að setja megi plastið
strax upp þar sem moldin þiðni
fljótt undir því og hlýni svo
að sáning getur hafizt fyrr.
Þá er víst hver síðastur að
fara til þess að huga að kartöflu
útsæðinu og setja það til spir
unar.
Og rúðurnar í sólreitunum. —
Nú er tími til að koma öllum
gluggum í lag — glerja og fúa-
verja — svo allt verði I lagi til
að taka á móti sáðbökkum og
pottum.
Ólafur minnir líka á sáningu
sumarblóma og að nota gott
fræ. En um sáningu, dreif-
plöntun, moldarblöndun o.fl. er
vísað til handbóka um það efni.
í lokin segir Ólafur:
„Nú og svo eru það vorlauk-
arnir. Dalíur, begóniur, gladí-
ólur, animónur og allt það góð-
gæti. Þetta þarf nú allt að fara
að setja til spírunar í potta inni
f hlýjunnj — ekki samt of heitt
á animónunum. Víst veit ég að
sumir eru þegar orðnir hálf-kaf-
færðir i pottum með spírandi
vorlaukum — þvottahús og
geymsla undirlagt og verið að
laumast með einn og einn pott
inn í stofuglugga svo lítið beri
á — ég þekki þetta! En við
þessu er ekkert að gera. Það
er vorið sem er á feröinni!“
—SB
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur
félagsfund um
vinnutíma
i
verzlunum
í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld, 29. aprfl
kl. 20.30. — Áríðandi að verzlunarfólk mæti
á fundinn.
Stjómin
HELAVÖLLUR
í kvöld kl. 20.00 leika
Mótanefnd.
Yfirlæknisstaða
v/ð bandlækningadeild
Sjúkrahúss Akraness
Staða yfirlæknis við handlækningadefld
Sjúkrahúss Akraness er laus til umsáknac.
Umsækjendur skutu vera sérfræðingar í
skurðlækningum. Umsóknarfrestur er tfl
1. júní n.k. Umsóknir ásamt upplýsingum um
nám og fyrri störf sendist landlækni, Amar-
hvoli, Reykjavík.
Stjóm Sjúkrahúss Akraness.
Stúlka óskast
til vélritunarstarfa í aukavinnu, vinnutími eftir sam-
komulagi. — Uppl. í síma 21060.
Veiðifélag Elliðavatns
Stangaveiði á vatnasvæöi Elliðavatns hefst 1. maí —
Veiðileyfi eru seld í Nesti við EHiðaár.