Vísir - 26.05.1971, Side 2
Hann var
tvífari bróður
sins i
Víetnam-
striðinu
Það leið heil vika, áður en
bandarísku hemaðarytfirvöldin
komust að því, að hermaöur einn
í Suður-Víetnam var „umskipting
ur“. Hinn 21 árs gamli Glenn
Storer var orðinn leiður á Víet-
nam og langaði ekki til að hverfa
þangaö aftur eftir að hafa verið
í orlofi i einn mánuð heima í
Banáarikjunum.
Hann rajddi þetta mál við bróð
ur sinn, sem hlustaði á hann full
ur samúðar og bauðst meira að
segja til að fara f hans stað til
Víetnam. Og það varð að sam-
komulagi, bróðirinn, sem aldrei
hafði komið út fyrir landstein-
ana hélt f stað Glenns til Víet-
nam, þar sem hann tpk við stöðu
hans og gesndi henni um hrið
með mestu prýði.
En upp komast svik um síðir.
Það kom á daginn, að maðurinn
sem sagðist heita Glenn Storer
var alls ekkj Glenn Storer heldur
bróðir hans. Þetta þótti ekki sér-
lega fallegt afspurnar, og nú
er málið fyrir herrétti..
AURALCYSI HRJÁ■
IR DROTTNmU
Elísabet 2., Bretadrottning
lagði fram þann 19. mai sl. beiðni
til þingsins um að fjárhæð sú sem
krúnunni er ætluð til sinna þarfa
á ári verði hækkuð um liðlega
100 milljónir ísi. króna.
19 ár eru síðan „tihe Civil List“
— fé það sem krúnan þiggur af
almannafé var endurskoðað. — í
bréfi eða greinargerð sem drottn-
ing skrifaði með hækkunarum-
sókn sinni, sagði hún m.a.: „Henn
ar hátign þykir það sérlega leitt
að þróunin undanfarin ár hefur
leitt það af sér, að hækkun er
nauðsynleg til að hún og 'henn-
ar fjölskylda geti haldið áfram
þeirri þjónustu er hún veitir þjóð
inni, sem hún álftur að þjóðin
óski að hún haldi áfram að inna
aif hendi...
Einnig sagði drottningin í grein
argerðinni, að „drottningin væri
mjög áfram um að halda þeirri
byrði sem hækkun fjárframlags
til hennar hefði í för með sér
á almenning innan skynsamlegra
takmarka“. Sagði hún, að sér
þætti nægjanlegt að fá aðeins
um 12,5 milljón króna hækkun
persónulega.
Drottningin fór einnig fram á
að maður hennar, Filippus prins,
fengi kauphækkun, ' eða aö þing-
ið „hugleiddi að hæfcka framlag
til hans“ og annarra fjölskyldu-
meðlima. Filippus prins fær nú á
ári 8,5 milljónir ísl. króna. Drottn
ingarmóðirin fær liðlega 13,5
milljónir og Margrét prinsessa
fær 3,1 milijón á ári.
Drottningin gerði ekki grein
fyrir hækkun þeirri sem hún vill
fá í smáatriðum, en talsmaður
hennar hefur sagt að eigi hún að
viðhalda allri viðhöfn undanfar-
inn'a ára á þessum verðbólgutím-
um, yrði hún að fá 85% hæfckun.
Það var Filippus prins, sem
fyrstur byrjað; að tala um fátækt
konungsfjölskyldunnar, og var
það í desember 1969 er banda-
rísk sjónvarpsstöð haföi við hann
viðtal. Sagði hann þá, að víða
skini í rauða sauma hinnar kon-
unglegu peningabuddu.
Þessi fjárbeiðni drottningar hef
ur orðið vatn á myllu þeirra
manna í Englandi, er hart berjast
gegn konungsveldi í Englandi. —
Einn þeirra er skozki verka-
mannafiokksþingmaðurinn Wilii-
am Hamilton. Hann hefur árum
saman skammazt út í konungs-
veldið og viljað ieggja krúnuna
niður. Hamilton þessi er einn
þeirra manna, sem þingið hefur
skipað i nefnd til að athuga fjár
þörf drottningar, og {júlí á nefnd
þessi að skila áliti á fjárbeiðni
drottningar.
Hinn seinheppni flugvélarræningi hefur gefið sig fram við
lögregluna á Málmeyjarflugvelli.
Misheppnað flugvélarrón
á MálmeyjarflugvelR
Bandariskur liðhlaupi hleypti
öllu í bál og brand á Málmeyjar
flugvelli fyrir skömmu, þegar
hann. hafð; í frammi tilburði í
þá átt að ræna SAS-flugvél.
Hann kom spígsporandi inn í
fiughöfnina með kvenmann upp
á arminn, veifaði hníf og var
hinn glaðbeittasti.
Stúlkan, sem er 21 árs og hafði
hitt Ameríkanann fyrr um dag-
inn, hélt að nú væri eitt
mikið ævintýraiíf að hefjast, en
í stað þess uppiifði hún óhugn-
anlegustu stundir lífs síns.
Bandaríkjamaðurinn þrýsti rýt-
ingi aö hálsi hennar og þannig
labbaði hann fram hjá miðaaf-
greiðslunni og inn í flugstjórnar-
klefann á DC-9, sem átti að fara
íil Stokkhólms.
„Fljúgðu til Stokkhólms, eins
og skot“, skrækti ræninginn til
flugstjórans, Sven Evert Ander-
son.
„Já, en góði maður, við erum
einmitt í þann veginn að leggja
af stað þangað“, s'agði flugstjór-
inn.
„Fljúgðu þá eitthvað annað“,
sagði ræninginn. „Mér er sama
hvert. Fljúgöu bara eitthvað“.
Flugstjórinn og ræninginn
héldu talinu áfram þar til flug-
stjórinn gat komiö vitinu fyrir
ræningjann og fengið hann til að
hætta við fyrirætlun sína um að
ræna flugvél og gefa sig i stað
inn fram við lögregluna.
Þetta gerði ræninginn, og það
þarf engum að koma á óvart,
að hann er nú í geðrannsófcn.
Nú sér hún
rsta sinn
Melanie litla, sem er sex mán-
aða gömul, sér nú veröldina í
fyrsta sinn.
Með nýju gleraugunum sinum
hefur hún loks fengið tækifæri
til að sjá foreldra sína og leik-
föngin sín.
Melanie fæddist fyrir tímann.
Hún ,hafði afar slæma sjón gat
rétt séð móta fyrir hlutum, og
átti í mestu erfiðleikum með að
festa augun á nokkurn hlut. —
Því mál; hefur nú verið bjargað
— með nýju gleraugunum.
Umgjörðin er ekki venjuleg um
gjörð. Eyrun á Melanie litlu eru
svo smá, að í staðinn fyrir spang
ir hefur Kathleen, móðir hennar,,
sem er nítján ára að aldri, sett
sérstakt band, sem nær aftur fyr
ir hnakkann.
Brian, faðir Melanie litiu, er
hinn stoltasti. Hann er tuttugu
og tveggja ára gamall og segir:
„Mér finns Melanie litila vera
alveg stórkostleg með kringlóttu
gleraugun sín. Kannski hefur hún
þetta frá mér, þvi að ég hef
gengið með gleraugu alla mína
ævi. Ég var þó töluvert eldri en
Melanie, þegar ég fékk mln fjrrstu
gleraugu. Ætli þetta sé ekki
heimstóet hjá Melanie?"