Vísir


Vísir - 26.05.1971, Qupperneq 5

Vísir - 26.05.1971, Qupperneq 5
.VI SIR . Miðvikuúagur 26. maí 1971. 5 Sigrar ísland í fyrsta skipti í landsleik í Noregi í kvöld? landsleikurinn hefst klukkan sex eftir islenzkum tima i Björgvin Þrettándi landsleikur Is- lands og Noregs í knatt- spyrnu verður háður í Björgvin í kvöld — á hin- um ágæta leikvelli Brann þar í borg, en íslenzka iandsliðið hefur leikið þar einn landsleik áður. Það var 1953 og Noregur sigr- aði með 3—1. Þetta verður sjötti landsleikur landanna sem háður er í Noregi og hafa Norðnienn sigrað í hinum fimm. Leikurinn í kvöld hefst kl. sex eftir íslenzkum tíma og veröur einn nýliði í íslenzka liöinu, Mar- teinn Geirsson, Fram, sem kemur í stað Einars Gunnarssonar, Kefla- vík. Marteinn hefur leikið marga . i'íí fc\ ÆmmKWBŒmfmam&mF fj Þessa skemmtilegu mynd tók Ijósmyndari Vísis BB á grasvellinum í Keflavík á sunnudag í leik Keflavikur og Akraness í íslandsmótinu. Keflvíkingar eru í vörn og það er Björn Lárusson, sem sækir að Þorsteini markverði, en honum tókst að bægja hættunni frá í þetta skipti. Keflvíkingar sigruðu í Ieiknum með 2—1 og eina mark Akurnesinga skoraði einmitt Björn Lárusson. Norðmenn hafa sigrað í 9 af 12 landsleikjum gegn Islandi — skoraB 28 mórk gegn 7/ Norðjmenn hafa sigrað í níu af tólf landsleikjum í knattspyrnu, sem þeir hafa leikið við íslendinga — í flestum með tveggja marka mun, tvívegis með eins marks mun og einnig tvívegis með fjögurra marka mun. Fimm leikj- anna hafa farið fram í Nor- egi og norska landsliðið sigrað í þeim. Beztu möguleikar íslands í leik í Noregi voru 1959 í Ólympíu- keppninni. Liðið kom þá beint frá Kaupmannahöfn, þar sem það hafði gert jafntefli við Dani, og áður hafði það unnið norska liðið hér heima í Reykjavik. Allir þessir leikir voru liðir í undankeppni fyr- ir Ólympíuleikana f Róm 1960. En sigurvonin í Noregi brást'— norska liðið vann 2—1. íslenzka liðiö varð fyrir miklum skakkaföllum í leikn- uAi, missti Þórölf Beck út af eftir aðeins tvær mín. og fleiri góðir menn meiddust í leiknum. Það var fyrst og fremst ástæða tapsins. 1 kvöld er nú komið að þrettánda landsleik þjóðanna og hinum sjötta í Noregi. Ef til vill reynist talán 13 happatala fyrir ísienzka liðið og kannski verður þarna_ um að ræða fyrsta sigurleik íslands í Noregi. Því ekki það — ekkert er menn hafa engan veginn sterku liði á að skipa. Hér á eftir fer til gagns og gam- ans skrá yfir alla landsleiki þjóð- anna. Hinn fyrsti — 1947 — var jafnframt annar landsleikur Is- lands í knattspyrnu. Þrir menn, sem nú eru með íslenzka liðinu í Noregi, léku i þeim leik. Albert Guðmundsson, sem skoraði bæði mörk íslands, Ríkharður Jónsson, sem þá lék sinn fyrsta landsleik 17 ára aö aldri og Hafsteinn Guð- ómögulegt i knattspyrnu og Norð- Imundsson, sem var bakvörður. 1947 ísland—Noregur 2—4 Reykjavík 1951 ísland—Noregur 1—3 Þrándheimi 1953 ísland—Noregur 1—3 Björgvin 1954 Is’and—Noregur 1—0 Reykjavík 1957 ísland—Noregur 0—3 Reykjavík 1959 ísland—Noregur 1—0 Reykjavík 1959 tsland—Noregur 1—2 Osló 1960 ísland—Noregur 0—4 Osló 1962 ísland—Na" •••■ 1—3 Reykjavik 1968 ísland—' 0—4 Reykjavík 1969 ísland— I 1—2 Þrándheimi 1970 ísland—No. 2—0 Reykjavik 1971 Island—Noregur ? Björgvin leikj í íslenzka unglingalandsliðinu. Mikið hefur verið skrifað um leikinn í norsk blöð að undanförnu og er búizt við að margir áhorfend- ur verði á leiknum, þótt svo Björg- vinjar-liðin eigi enga leikmenn í norska liðinu. En Norðmönnum er efst í huga aö hefna fyrir ófarirnar hér á Laugardalsvelli, þegar ís- lenzka landsliðið sigraði hið norska 2—0 í fyrrasumar. Bæði liðin verða að miklu leyti skipuð sömu leikmönnum og þá — en þó má geta þess, að þrír ný- liðar eru j norska liðinu. Aðalat- hygli Norðmanna nú hefur beinzt að Hermanni Gunnarssyni, Val, en hann skoraði bæði mörk íslands í landsleiknum í fyrra. Hermann kemur nú V landsliðið á ný, en hann gat sem kunnugt er ekki leikið gegn Frökkum á dögunum, þar sém þá var um Ólympíukeppni að ræða og Hermann var um tíma atvinnumað- ur f Austurríki. íslenzka liðiö í kvöld verður skipað eins og gegn Frakklandi, þó með þeim breytingum, sem áður eru nefndar, það er að Hermann kem- ur sem miðherji í liðið og Mar- teinn sem miðvörður — en að því er bezt var vitað í gærkvöldi höfðu þeir Hafsteinn Guðmundsson, landsliöseinvaldur, og Ríkharður Jónsson, þjálfari, hug á þvi að nota 13 leikmenn eins og í leiknum gegn Frakklandi. Þeir, sem leika ekki og eru með í förinni, eru þvi Magnús Guðmundsson (nema Þor- bergur Atlason meiðist í leiknum) og Róbert Eyjólfsson, Val. Magnús markvörður KR meiddist talsvert í leiknum gegn Akureyri í tslands- mótinu á laugardaginn. Saumaður var saman skurður á höfði hans, en meiðslin voru ekkj það alvarleg, að hann gæti ekki tekið þátt í Nor- egsförinni. Reyna við Is- landsmetin Frjálsíþróttadeild ÍR gengst fyrir innanfélagsmóti í kvöld á Laugar- dalsvellinum. Keppt verður í tveim- ur boðhlaupum fyrir konur, 3x 800 metrum og 4x400 metrum. Reyna sveitir ÍR þarna við Lslands- rnetln i hlaupunum. Luigi Riva Cagliari gegn Crystal Palace í kvöld hefst á Englandi ensk-ítalska knattspyrnukeppn- in og taka þátt í henni sex lið frá hvoru landi. Þeim er skipt í þrjá riðla og þar er ekki aðeins keppt um hin venjulegu stig — heldur fá liðin eitt stig að auki fyrir hvert mark sem þau skora. í fyrra sigraði Swindon Town í keppninni — vann Napoli f úr- slitaleiknum, sem háður var á Ítalíu með 3—0. Swindon tekur einnig þátt í keppninni nú, en önnur ensk lið eru Blackpool, sem einnig leikur í 2. deild næsta keppnist'fmabil eins og Swindon, og Stoke, WBA, Cyristal Palace og Huddersfield úr fyrstu deild. Það rýrir talsvert keppnina, að flest beztu, ensku liðin sáu sér ekki fært að táka þátt í henni nú vegna keppnisferða- laga, en hins vegar senda ítalir mjög sterk lið í hana. Þar verða meistararnir Inter, Milanó, Cagliari og Bologna svo dæmi séu nefnd. Aðalleikurinn í kvöld verður í Lundúnum milli Crystal Palace og Sardínuliðsins Cagliari, en með því liði leikur hinn frægi miðherji ítalska landsliðsins, Luigi Riva, en hann er dáður sem dýrlingur á eyjunni og allt ætlaði þar um koll að keyra á dögunum þegar fréttist, að Juventus frá Torinó hefði boðið 1300 hundruö þúsund sterlings-' pund í Riva. Juventus varð hins vegár aö béra tij baka að hafa boðið þá upphæð ’i leikmanninn. Markakóngar 1. deildar Islendingar hafa skorað 11 mörk í þessum leikjum. Norðmenn 28. hs’im. Tvöfalda umferöin í 1. deildar keppninni í knattspyrnu var tekin upp 1959 or framan af voru sex lið í deildinni, en beim hefur smám saman veriö fiölgað í átta. Frá því hafa 1408 mörk verið skoruð í 1. deild og af heim 11 liðum, sem hafa leikið í deildinni, hefur KR skorað flest eða 309, Síöan kem- ur Akranes með 242 mörk, Valúr með • 228 mörk og Akureyri með 200 mörk. KR og Valur eru hins vegar eínu liðin, sem alltaf hafa leikið í 1. deild. Af einstökum leikmönnum hefur Ellert Schram, KR, skorað flest mörk, en rétt á hæla honuni koma Valsmennirnir Hermann Gunnars- son og lngvar Elísson og þar sem þeir leika með Val í sumar eru all- ar líkur á aó þeir bæti met Ellerts. Fjórði í röðinni er Þórólfur Beck, KR, og er athyglisvert að nær öll mörk hans eru skoruð frá 1959— 1961, en þá um haustið geris.t hann atvinnumaður á Skotlandi. Markahæstu menn 'i 1. deild eru þessir: Ellert Schram, KR 57 Herm. Gunnarss. Val/I’BA 5Í> Ingvar Elíasson, Val 55 Þórólfur Beck, KR 47 Gunnar Felixson, KR 45 Steingrímur Björnsson, ÍBA 41 Eyleifur Hafsteinsson IA/KR 40 Skúli Ágústsson, ÍBA 40 Kári Árnason, ÍBA 39 Baldvin Baldvinss., Fram/KR 31

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.