Vísir - 05.06.1971, Blaðsíða 5

Vísir - 05.06.1971, Blaðsíða 5
5 V£SI R. Laugardagur 5. júní 1971. fl A'm 4 *«* 2*Ipf Jjjh , : 1 1 v ^4-1% ^ e ,-r •;.| ' :" i m i Fengu 20 ^ Ekki borgar sig að fara út á þann hála ís aö slá neinu föstu um veður helgarinnar, — það bregður yfirleitt til beggja vona með slíkt á íslandi. En veðurstofan gerir ráð fyrir suðvestan eða vestanátt í dag með 9—13 stiga hita. í gær var hitinn allt upp í 14 stig við ströndina hér á Reykja- víkursvæðinu, — en á Nautabúi i Skagafirði og á Kirkjubæjarklaustri var þetta þægilega meginlandsloftslag með 20 stiga hita, — ekki amalegt það. En vonandi verður tækifæri til að taka sólarmyndir um helgina sem víðast um land, — hvort sem það veröur í Bankastræti eða inni í Sundlaugum, þar sem þessar myndir voru teknar. Sérstök matsnetnd tjallar um galla vegna fatahreinsunar í byrjun þessa árs tók til starfa nefnd á vegum Neyt- endasamtakanna og hreinsan anna í Reykjavík, sem ætlað er það hlutverk að reyna að komast að sanngjarnri lausn á ágreiningsmálum, sem rísa milli fatahreinsana og við- skiptavina þeirra. Nú þegar nokkur reynsla hef ur fengizt af starfi nefndar þess arar þykir rétt að senda út til- kynningu til almennings um starfsháttu nefndarinnar og hvernig kvartanir berast til hesjaar. Nefndin kemur að jafnaöi sam an einu sinni í mánuði, en ann ars eftir þvi sem þurfa þykir. Þegar neytandi kemur heim til sín með flik úr hreinsun ber honum að skoða hana raekilega og kanna, hvort nokkuð sé við hreinsunina að athuga. Sé neytandi ekki ánægður með flíkina eða telur hana skemmda — ber honum að láta hreinsunina vita, og koma flik- inni innan 48 stunda, frá þvi flíkin var tekin úr hreinsun, aft- ur í hreinsunina. Komist aðilar ekki að sam- komulagi um lausn málsins, fyll ir viðskiptavinurinn út kvörtun- areyðublað í afgreiðslu hreinsun arinnar: Eyðublað þetla er í tví- riti og heldur viðskiptavinurinn afritinu. Hreinsunin kernur frumritinu ásamt umdeildri fJík til Neyt- endasamtakanna fyrir næsta matsfund. Neytendasamtökin senda flík- ina aftur í hreinsunina eftir að nefndin hefur úrskurðaö í mál- inu. Neytandinn sækir flíkina og bætur — sé um þær að ræða — í hrei'nsunina. En um meðferð málsins er honum tilkynnt bréflega af samtökunum. Á það skal bent að afgreiðsla þessara mála getur tekið nokk urn tíma. Neytendasamtökin vilja leggja sérstaka áherzlu á, að nefndjn sé sett á fót í þeim tilgangi 'að leysa ágreit:ingsmál som . hreinsanir bg neytendur geta ekki sjálfir leyst. Fjölhæft ræktunarsamband — býðst til að taka oð sér vegagerð Ræktunarsamband Austur- lands lætur að sér kveða á ýms- um sviðum, að því er virðist, því að frá því sambandi kom lægsta tilboð í lagningu Austurlandsveg ar frá Gilsá út undir Garðá inn- an Hjarðarhaga á Jökuldal í N- Múlasýslu, um 8,3 km leið. Til- boðið hljóðaði upp á 7.929.156 krónur. Sömuleiðis lagði Ræktunarsam- band Austurlands fram tilboð f lagningu Austurlandsvegar frá Fagrahvammi á Berufjarðarströnd út að Steinaborg, um 6,6 km leið og einnig um 2,2 km um Streitis- hvarf, en um það bil 10 km eru milli þessara verkhluta. í báðum þessum verkum lagn ing vegarins og það sem henni fylg ir þ.e.a.s. undirbygging, ræsagerð, mölburður, girðingar o. fl. Fleiri aðilar sendu inn tilboð i þessi verk, og er nú unnið að könn un og athugun tilboða og stefnt að því að skrifa undir samning næstu daga. — I>B Bjóða ungum kjós- endum á skemmtun • Ungir stuðningsmenn U-listans í Reykjavík hafa sent alls um 7000 boðskort út til hinna fjöl- mörgu nýju kjósenda í alþingiskosn ingunum annan sunnudag og bjóða þeim til skemmtikvölds á Hótel Sögu á mánudaiunn kemur og mið- vikudaginn kl. 20.30. • Á fundinum munu ungir lram- bjóðendur á listanum mæta, en margt verður til skemmtunar, Óm- ar Ragnarsson kallar þátt sinn „8x 4 leysir vandann“, þá skemmtrr Grettir Björnsson, hannonikuleik- ari, Trúbrot, og Ragnar Bjarnason og félagar segja nokkra „5-aura brandara", auk þess senr þeir leika fyrir dansi j.il kl. 1 um nóttina. SENDUM BÍLINN 37346 FRA FLUGFÉLjXGINU Skrifstofu- starf Flugfélag íslands hf. óskar að ráða mann eða konu nú þegar til starfa hjá bókhalds- deild félagsins í Reykjavík. Verzlunarskólapróf eða hliðstæð mennt- un æskileg. Umsóknareyðublöðum, sem fást á skrif- stofum félagsins, sé skilað til starfsmanna halds fyrir 15. júní n. k. Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.