Vísir - 05.06.1971, Blaðsíða 7

Vísir - 05.06.1971, Blaðsíða 7
> Laugardagur 5. júni 1971. Á snöggu augabragði T^að haettir bráöum aö vera stórviðburður útaf fyrir sig, þótt komi hingað til lands- ins þeer stjömur á himni tón- lisfcarinnar, sem skærast skína. Soo er fyrir að þakka fúsleika nútfmamanna að takast á hend- sr íöng ferðalög landa í miili. 0ot kynni 'að teljas| frásagngr- ■wetst enn um sinn að hafa þá hamingju aö vera viöstaddur txmleik eins og þann, sem Wil- heim Kempff lét okkur í té hér í Reykjavík í vikunni sem leið. Og skiptir þá minna máli hvort sá tónleikur á sér stað í Há- skólabíói eða í Carnegie Hal) og hvort listamaðurinn er af þessu þjóðeminu eða hinu. A nnan hvítasunnudag lék Kempff með Sinfóniu- hljómsveitmni og voru það loka- hljómieikar hljómsveitarinnar á þessu Sitarfsári. Fyrst heyrðum við Conserto grosso op. 6 nr. 10 eftir Hándel. Það er tals- veröur munur á fyrstu og ann- arri fiðlu hljómsveitarinnar og varð það óvenju glöggt í upp- hafi annars þáttarins, þar sem hin fjölmenna fyrsta fiðla naut s'in með ágætum. >, Tveimur harpsíkordum hafði vferið komið fyrir sínu hvorum1 megin á sviðinu og iangt á milli, sam- bandslaust sjálfsagt hjá þeim sem á þau léku. Þar á ofan bæt- ist óvani píanóleikara að fylgja taktslögum stjórnanda og varð af dálítil ósamstæða. Einleiks- trióin í konsertinum (2, fiðlur og selló) nutu sín ekki nógu vel, einhvers jafnvægisleysis gæ'tti, sólóarnar eins og f móðu þess vegna. Annars var heildarsvip- ur á þessum flutningi fjarska göður. Hljómurinn í sveitinni ó- venju mikili og safarikur, enda líklega mikil bót að hlerunum öllum, sem komið hefur verið fyrir að baki hljómsveitar- mönnum og kasta því hijómnum fram í salinn. Næst lék píanósnillingurinn Kempff píanókonsert 'í f-moli eftir Bach, Þar er arían fræga. sem-alUr kannast við. Hún var } eins og af himnum ofan í með- förum Kempff. Þaö er ótrúlegt hvað þessi aldni meistari hefur mjúkan tón. En óheppilegt er undirspilið í hljómsveitinni: eintómt pizzicato 'í strengjum, sem verður ósköp veimiltítulegt og ónákvæmt í tímanum. Loks gaf á að hlýða píanó- konsert nr. 20 í d-moll K 466 eftir Mozart. Kempff fór á kost- um. Mér er minnisstæður húm- br hans í síðasta þættinum, þar sem stuttleiki sat í fyrirrúmi, hen'dingarnar lfkt og klipptar af . á snöggu augabragði. Kvöidstund með Kempff rT,ónlistarfélagiö hólt sjöttu tónleika ársins 1971 handa styrktarrnönnum sínum, þriðju- daginn 1. júní sl. kl. 21 í Há- skólabíói. Voru þetta píanótón- leikar hins víðfræga snillings, Wilheims Kempffs, sem fæddist í Þýzkalandi 1895; hann er því 76 ára að aldri og ber auðvitað aldurinn alira mánna bezt. Þótt löng og viðburðarík æv; mik- illar frægðar sé að baki, gætir þess s’izt að Kempff hafi hert hjartaö á hefðartindinum eins og svo oft vill verða. Dýpsta auðmýkt fyrir listinni setur mjög svo svip sinn á flutnin;*. hans og raunar framkomu aii-a. Er þá stutt í þá ályktun að slíkt hugarfar sé ein af forsendum þess að mega kallast mikil- menni. Eða hver hefðj yndi af píanóspili ef flytjandinn væri i leik sínum uppfullur með stolt og stærilæti, mont og mein- fýsi? Nei, það er líkt með list- öia og trána, í hvoru tveggja birtist ósvikin mennska. Á báð- um þeim vígstöðvum býr m. a. auðmýktin, vitund þess að vera þrátt fyrir allt aðeins maður í hverfulum heimi. Samt er mannleg stærð ails staðar xiæi ’i ilist Kempffs, sú stærð sem kannskj fyrst og fremst opin- berast í lítillæti, veikieika og auðmýkt. Þegar þroski af þessu tagi hefur gengið í fóstbræðra- lag við leiknina og valdið yfir viðfangsefninu, þá fæst árangur sem gerir tónleika á boró við þessa að ógleymanlegri lifun. Vitanlega hefur Kempff að íTokkru daprazt hin fullkomna leikni nú á ævikvöldinu. En eins og þúsund sinnum áður hefur verið tekið fr'am í skrifum um tónlist, þá er eins og slíkt skipti ekki nokkru einasta máli ef hjartað sem slær að bakl tónunum er ósvikið; smávægi- legir hnökrar hvérfa út í busk- ann ef sjá'fur áslálturinn er réttur. Maður og hljóðfærf renna saman í eitt; flygillinn likt - og lifnar við snertingu snillingsins. Fyrst heyrðum við Schubert- sönötu í G-dúr op. 78. Látleysi og ró gæddi verkið griðarlegri breidd, svo unun var á að hlýða. Hér var hver perla Schuberts snilldariega þrædd upp á sinn stað á festinni. Svo kom nokk- nð fáheyrð Beethoven-sónata, sú í c-moli op. 111. Kempff hefur verið talinn fremstur Beethoven-túlkenda í samtím- anuro. Skýrleikur hans, jafnt fyrir því þótt veikt sé leikið, á líka vel við margslungið form hins klassíska meistara. Eftir hlé var mikil veizla. Þá lék Kempff tuttugu og fimm tii- brigðj um stef í B-dúr eftir Hándei og eru þessi rausnariegu tilbrigði eftir Brahnis Þetta er firna skemmtilegt verk, en argilega erfitt í flutningi. Þarf varia að geta þess, aö hver níínúta, já hver sekúnda. flutti okkur í salnum ósvikna gleði. Hvar í'á unglingarnir áfengið? Faðir skrifar: „Hv’itasunnan hefur orðið til þess að minna okkur enn einu sinnj á áfengisneyzlu ungmenna sem virðist á stundum vera hreint alveg ofboösleg. Menn hafa lengi velt vöngum yfir því, hvað væri bezt til úrræða, sem dregið gæti úr þessari óheilla- þróun, en eftir öllum sólar- merkjum fer þetta heldur vax andi en hitt. Gætj ekki orðið heilladrjúgt, aö leggja meirj áherzlu á að koma í veg fyrir, að unglingar komi höndum yfir áfengi? Enginn dregur í efa varkárni afgreiðslumanna áfengisverzian anna, og þar fá unglingamir ekkj áfengið. En einhverjir full orðnir miðia þeim víninu. Á tali unglinganna heyri ég, að þeir kaupa sitt vín að lang mestu leyti hjá leynivínsölum — sem greinilega eru enn viö lýði. í mínum augum eru slikir menn litlu betri en eiturlyfja- miðlarar. Ekki má af fréttum marka, að það sé neitt sérlega hart aö þessari manngerð gengið. Ég minnist þess ekki V langan tíma að hafa heyrt þess getið, að hendur hafi verið hafðar í hári leynivínsala. Mig grunar, að draga mætti mikiö úr áfengismeðferð ungl- inga, ef rösklega yröi gengið að verki viö að slá á hendur leyni vínsölunum.“ Nóttin heppilegri í gatnavinnunni. Leigubflstjóri skrifar: ,,Fyrir þrem vikum eöa 'svo var hafizt handa við lagfæring ar á götum borgarinnar og teppalagt yfir slitlagið, með nýju malbiki. Vist er maður ánægður með viöhald akbraut- anna hérna f borginni, en i aðeins' einu — kannski smá- vægilegu — atriöi finnst mér framkvætnd þess ábótavant. Þegar kemur að- viðgerð fjöl farinna gatna, myndast ævin- lega umferðarteppa, sem stund um nálgast öngþveiti. T. d. var í vikunni unnið samt’imis að viðgerð Mikiatorgs og á Suð- urlandsbraut að neðanverðu, og báðar þessar aöalumferðar- æðar voru tepptar samtítnis. Mér fyndist öllu nær að vinna að viðgerð slfkra umferðar- punkta, eins og Miklatorgið er, að næturlagi eöa á þeim tíma, sem umferð er með ailra minnsta móti. — Að vísu var viðgerðinni á Miklatorgi lokið upp úr hádegi og fór að mestu fram aö morgni tii. En i há- deginu var þetta til mikils baga.“ HRINGID í SÍMA1-16-60 KL13-15 KR - Í.B.V. í dag kl. 16.00. Komið og sjáið spennandi leik. Glerísetning Tökum að okkur ísetningu á tvöföldu og ein- földu gleri, sjáum einnig um að útvega tvö- falt gler, innlent eða erlent. Útvegum ennfrem ur allt annað efni. sem þarf við glerísetningar. Leitið tilboða. Sími 85884 eftir kl. 7.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.