Vísir - 21.07.1971, Blaðsíða 2
h' jj D J\ í v
Presturinn æfir
kirkju-
garðinum
Séra Tony D'Altí^ þjónandi
prestur í Jóhannesarborg í Suð-
ur-AfCríku, er ekki vitund hræddur
við að vera á kreiki í kirkju-
görðum, því að þar e^iir hann
megninu af frltíma sinum.
Séra Tony D'Alton er 31 árs
að aldri og ákaflega áhugasamur
um íþróttir og líkamsrækt. Hann
er dugandi maður I fimmtarþraut
enda æfir hann sig óspart i að
hlaupa og stökkva innan um leg
steinana í kirkjugarðinum.
Séra D'Alton segir að sóknar-
börn hans hafi í fyrstu litið hom
auga 'þennan áhuga hans á
íþróttunum. ekki sízt vegna þess,
að hann vildi helzt ekki æfa sig
annars staðar en í kirkjugarðin-
um. „Þar eru fáir á ferli, og mað
ur hefur gott næði til iþróttaiðk-
ana,“ segir hann. „fle-stir þeirra,
£ sem -staddir eru í garðinum, eru
'• efeki' lernu stancli til að móðgast
út i mig.“
„Afstrammari"
nýstárleg tegund
★
s
Séra Tony D’Alton heldur sér í góðri líkamsþjálfun með því að
skokka í kirkjugarðinum. Þar er enginn að flækjast fyrir honum,
og svo er það prýðileg æfing sem fólgin er í að stökkva
yfir legsteinana.
Þessi mynd er teskin I
landi, en þar ear komm fram á
sjónarsviðið ný tegund sjálfsala,
sem hjálpa möramim tfi að
stramma sig af, ef þeir hafa feng
ið sér einum of manga á kránni.
Fyrir pening, sem settur er i
sjólfsalann, fær kaupandinn lítinn
poka af þrúgusykri, sem hefur
þau áhrif, að áfengismagnið í blóð
inu eyðist fyrr, og þess vegna er
von til að viðikomandi geti sjálfur
ekið bfl sínum heim, jafavel þótt
hann hafi verið vel þéttur ein-
hvern tímann fyrr um kvöldið.
Ekki þykir þó varkárum mönn-
um tryggt aö treysta á áhrifamátt
þessa sjálfsaia, og halda þvi enn
þá áfram aö nota ódýrustu og
öruggustu aöferðina ti’ að halda
sér í ökufæru ástandi — en það
er áð láta ógert að drekka.
úott að eiga hauk í homi
— Hvernig Kirk Douglas hóf feril sinn
„Það var fyrrverandi bekkjar-
systir mín, sem leiddi mig fyrstu
og stærstu sporin f áttina að
kvikmyndaleiknum,“ sagði Kirk
Douglas nýlega í viðtali við blaða
mann i Ho'.lywood.
„Við vorum saman I skóla i
American Academy of Dramatic
Art í New York. Hún hét Betty
Perske, var helgripin af leik-
bakteríunni og framgjörn. Einn
daginn sagði hún við mig. að hún
ætlaði að verða stór stjarna,
Ég hló og sagði: „O, ekki spyr
ég aö! — Þú manst þá kannski
eftir mér og gefur mér meðmæli."
Að loknu námi þvældist Kirk
Douglas í smáhlutverkum á Broad
way. Þá kom seinni heimsstyrjöld
in og hann skráðist í sjóherinn.
Stríðsárin þjónaði hann á Kyrra-
hafinu.
1 stríðslok sneri hahn sér aftur
að leiklistinni. Hann vann nokkra
smásigra í aukahiutverkum sín-
um, og gagnrýnendur gátu hans
rétt í leiöinni í skrifum um leik
ritin.
Þá hringdi símian og 1' símanum
■ var Hal Wallis, einn stóru fram
leiðendanna í Hollywood. Ham
var að bjóða Kirk aö koma og
leika til reynslu frammi fyrir kvik
myndavélum. ,
Wallis sagði mér, að hann
hefði heyrt mikið !átið af mér.
Fyrrv. bekkjarsystir mín, sem
nú væri orðin sk'inandi stjarna
á kvikmyndahimninum, hefði hrós
að mér upp til skýja. — Nú fyrsta
tilraunin tókst vel, og mér bauðst
Kirk Douglas vissi ekki þá, hvemig fara mundi
Lauren Bacall
þýðingarmikið hlutverk í mynd-
inni „The Strange Love of Martha
Iver‘s“ á móti Barböru Stan-
wyck.
Þar með hófst -kvikmyndaferill
minn, sem síðan hefur staðið yf-
ir 25 ár og spannar 50 kvikmynd-
íí.
En Betty Parske. bekkjarsystlr
mín gamla, sem þama veitti mér
stærsta tækifæri lífs mins - , .
var Lauren Bacall.“