Vísir - 21.07.1971, Blaðsíða 9

Vísir - 21.07.1971, Blaðsíða 9
V1SIR. Miðvikudagur 21. júlí 1971. vhunsPTB: Hafið þér getað notað sól- slcinið, eins og þér hafiö viij- að? Þórunn Björgúlfsdóttir, tækni- teiknari: — Þv'i miður, ég vinn. Jutte Frímannsson, húsmóðir: — Ég hef ekkj getað þaö. Ég er svo kvefuð. Sigurður Jóhannesson: — Já, það hef ég getað. Ég er sjúld- ingur og maður þarf aö nota sólina mikið. Á skiltinu stendur: „Gætið þess, að skjótt fellur yfir grandann." Þessi áletrun virðist hafa borið árangur, þvi að í gær, aldrei þessu vant, var enginn í lífshættu á þessum slóðum. ✓ Sólskinsdagur i Reykjavik: „Ætli hitaveitan fari ekki á hausinn? Veðrið í sumar hefur verið svo gott, að meira að segja hefur stundum verið sólskin um helgar. Ungpíumar lofa tízku- kóngana í útlandinu fyr- ir stuttbuxnatízkuna og drottin fyrir góðviðrið, og menn liggja sljóir af vellíðan mestallan sólar- hringinn í heitu pottun- um inni í Laugardal. P'itthvert slangur af fólki hef- ur þó hemil á sér, þótt sólin skíni og heldur atvinnu- lffi þjóöarinnar gangandi. Ótrauðir halda menn áfram við það í miðbænum að moka burt stjórnarráðsblettinum og róta upp gangstéittinni. við Kalkofnsveginn, meðan hiriir rólyndari borgarar í Reykjavík flatmaga á Arnarhóli og horfa á framfarimar. Og það er of heitt í veðri til að nokkur mað- ur nenni að skipuleggja veru- lega fjörugar mótmælaaðgerðir gegn einu eða neinu. Þetta eru rólegir dagar að minnsta kosti kost; hjá hitaveit- unni. Hitaveitustjórinn I Reykja- vík er farinn f sumarfrí, og Gunnar Sigurðsson verkfræð- ingur hjá hitaveitunni fræddi blaðamann Vísis á því, að langt væri orðið s'iðan nokkur maður hefði hringt í hitaveituna tii að kvartan undan kulda. „Viö seljum lítiö af heitu vatni þessa dagana,“ sagöi Gunnar. „Ætli við förum ekki á hausinn, ef svona heldur á- fram.“ Tfn þrátt fyrir hitann virðast einhverjir vera kuMsir ennþá, því að á heitum degi brúka Reykvíkingar um 250 tonn af heitu vatni á hverjum klukkutíma. „Það er samt ekki mikið mið- að við það sem gerist á vet- uma,‘* segir Gunnar. „Þá geta farið um 1600 tonn á hverjum klukkutíma — eða um 40 þús- und tonn á sólarihring." Ef maður slær því föstu, að íbúar Reykjavíkur séu 80 þús- und, þýða þessar tölur, að á heitum sumardegi brúkar hvert mannsbarn ,í höfuðborg- inni rétt rúma þrjá I’rtra aif ' heitu vatni á klukkutíma eða rúmlega 72 lítra á sólarhring. Á vetuma notar hver Reyk- víkingur um 20 lítra á klukku- stund eða 480 lítra á sólarhring. Þetta er enginn smáræöis vatnsaustur, enda ættu Reyk- víkingar að vera hreinasta fólk í heimi TZ' annski mættu þessar tölur um vatnsnotbunina vera ofin-lítið hærri, því að sumir borgarbúar kynda með olíu, en svoleiðis smásmugureikninga getur maður ekki verið að fara út i í góða veðrinu. Annans hefur olíunotkunin dregizt sam- an rétt eins og heitavatnsnotk- unin, og auðvitað er sólarolfan sú olíutegund. sem mest selst um þessar mundir, þegar fólk keppist við að öðlast þann hör- undslit, sem helzt minnir á grillaðan kjúkling. Sem betur fer virðast íslend- ingar ekki strangir á siðabókinni í sambandi við klæðaburð (nema þeir hafi komizt á þing eða séu að vinna sig upp í banka), og fólk fækkar fötum á almanna- færi til að stikna ekki — allt þó innan takmarka almenns velsæmis. Verkamenn i skurðum kasta gjama frá sér treyjunni og jafnvel skyrtunni og láta það duga, en reykvískar ungmeyjar, sem stika um I stuttibuxum, eiga það aftur á móti til, þegar hit- inn verður óbærilegur — að fara úr skónum. Svona er fólk heitfengt á misjöfnum stöðum. Tjað var mikið af fólki í mið- 1 bænum f gær á flestum stöðum, nema í Gjaldheimt- unni, þar var varla nokkur sála, enda hugsa menn blessunarlega •lítið um skattinn sin, þegaD'þoic eru byrjaðir að flagna af sól- bruna. Það var eins og hálf- rokkið Y salnum, þar sem þeir heimta gjaldið, og enginn þar fyrir utan diskinn, nema maður, sem ekki vildi borga, en kvaðst aftur á móti vera til með að semja um greiðslufyrirkomu- Á svona blessuðum sólar- dögum er maður tiltölulega fljótur að fá sig fullsaddan af miðbænum, svo að næst var ferðinni heitið út í Gróttu að kfkja á æðarfúiglinn og ungana, sem eru orðnir heljarstórir og synda glaðir og reifir f lygnum sjó hjá Gróttu. Aldrei þessu vant var ekki nokkur maður staddur úti í Gróttu; enginn fifldjarfur að ögra aðfallinu á grandanium milli lands og eyjar, enda kom- ið upp háalvarlegt aðvörunar- skilti, þar sem segir á gullaldar íslenzku að skjótt falli að á þessum slóðum, og menn eru beðnir um að láta ógert að drekkja sér. Þama í grenndinni hafði ver- ið breitt mikið af saltfiski, og þama var ágætt að staldra við í sólskininu og finna sjávar- Þær áttu náðuga daga afgreiðsludömurnar í Gjaldheimtunni, en blóðugt hefur þeim eflaust þótt að sjá ekki til sólar. Þessi var einu sinni í skjaldar merki Islands, og í gær var verið að sólþurrka hann ofan í Spanjólana. þefinn blandast saltfisklyktinni og heyra fiskifluguna suða. Og áður en varði var tekið að falla að; klukkan margt og kominn timi til að fara að gera eitthvað. — ÞB Sesselia Antonson, húsmóðir: — Já, ég hef getaö Páll Sigurðsson, rakarameist- ari: — Ég nota sólina eins mik- ið og ég get. Ég fer til dæmis í Laugarnar á hverjum morgni. Gróa Ágústsdóttir: — Já, alveg eins mikið og ég hef viljaö. Ég er nefnilega atvinnulaus sem stendur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.