Vísir - 21.07.1971, Síða 5
Þingmaður Hannibals lék
/ vörn í Bolungarvík!
— og Ellerf verður jbv'i ekki fyrsti islenzki
þingmaburinn i knattspyrnu
Þaft var ekki Ellert Schram,
sem gerftist fyrsti alþingisknatt-
spymumaðurinn í knattspymu
hér. Karvel Pálmason, pólitískur
andstæftingur Ellerts á þingi í
vetur. varft fyrstur íslenzkra
þingmanna til þessa.
Karvel er 35 ára gamall og
verftiu- uppbótarmaður fyrir
Hannihalista á þingi. Hann tók
þátt f bikarkeppni KSl, sem
hafin er, lék meft Bolvíkingum
gegn lifti ísafjarftar á vellinum
á ísafirði. Gekk þessum stæfti-
lega þingmanni allvel að verja
markift gegn hættu, en hann lék
I þeirri mikilvægu stöftu mið-
varftar. Heldur þótti Karvel þó
óvæginn aft sögn fréttamanns
blaösins, sem á þennan leik
horfði. ísfirðingar fóm þó meft
nauman sigur af hólmi, 2:1, og
verður ganga Bolvikinga því
ekkj lengri í bikarkeppninni
þetta árið.
I sambandi við þingmenn og
knattspyrnu, er okkur fortaliö
af fróftum mönnum, aö ekki sé
þaft einsdæmi aft knattspyrnu-
menn sitji á þjóöþingum. Þannig
var ungverski snillingurinn
Boszlh á bingi í sinu heimalandi
á árunum fyrir uppreisnina
1956 og eftir, en hann var á-
samt Puskasi og Hidegkuti
einn aðalmaður ungverska lands
liðsins.
Hins vegar er þaft mjög fá-
títt aft þingmenn Ieiki knatt-
spyrnu á sama æviskeiði og þeir
sinna þingmennsku. Kemur þar
hvort tveggja til að sjaldan
veljast mjög ungir menn ttl á-
byrgðarstarfa eins og þing-
mennsku. svo og að þingstörfin
leyfa sjaldnast að menn geti
sinnt sem skyldi þjálfun svo
vel sé. Þá er ekki ólíklegt að
það þyki mörgum fyrir neðan
sína virðingu að leika knatt-
spymu, þegar svo háum sessi
í þjóðfélaginu er náð. En þar
eru þeir Karvel og Ellert ekki
á sama máli, enda sinna báðir
knattspyrnunni áfram, enda þótt
þeir séu kjörnir fulltrúar þjóft-
arinnar á þingi. — JBP
Karvel Pálmason
11111®
•./>,... >
Urslit leiksins hefðu al-
veg eins getað snúizt við
— þegar Valur vann KR 2:1 i gærkvöldi
Heppnin fylgir sjaldan
botnliðunum í knattspym-
unni og það kom vel fram
í leik KR og Vals á Laugar
dalsvellinum í gærkvöldi.
Valur sigraði með 2—1 í
góðum leik, en með smá-
heppni hefðu þær tölur al-
veg eins getað snúizt við -
KR í hag, sem þarna lék
sinn bezta leik í sumar. Og
hreint ótrúlega góð mark-
varzla Sigurðar Dagsson-
ar rétt fyrir leikslok kom
í veg fyrir, að KR-ingar
hlytu stig í leiknum, sem
liðið hefði þó svo fyllilega
verðskuldað.
En það hlytur að vera bjartara
yfir herbúðum KR eftir þennan leik
— íwátt fyrir tapið — því hið unga
Irð félagsins sýndi nú oft á tíðum
ágæta knattspymu, betri en Vaiur,
þó að hamingjuhjóliö hafi ekki snú-
izt því hag í leiknum.
Það er ýmislegt gott um þennan
leik að segja. Mörg falleg upphlaup,
sem sköpuðu góð tækifæri, en góð
markvarzla beggja markvarða lið-
anna, Magnúsar Guðmundssohar,
KR, og Sigurðar Dagssonar kom í
veg fyrir, að mörkin hlæðust
upp; Leikurinn hefði eins getað end
að 5—5 eða einhverjar jafnvel
hærri tölur og enginn haft neitt
við það að abhuga.
Sigurður Dagsson átti aft mörgu |
leyti einkennilegan leik i gaer. j
Hann gerfti einfaldar villur af i
og til — og slapp með þær utan
kannski einu sinni — en síðan
á milli varfti hann af slíkri
snilld, að jafnvel fremstu mark-
verðir heinvs hefðu mátt öfunda
hann af því — og þá einkum
þegar hann varði fast skot Sig-
þórs þrernur mín. fyrir lcikslok.
Banks eða Jashin hefðu þar
ekki getaö sýnt meiri tilþrif.
En snúum okkur að gangi leiks-
ins. KR-ingar voru betri aðilinn
framan af — og á sjöundu mínútu
átti bezti maður liðsins, Árni Steins
son, gullfailegt skot rétt utan vfta
teigs. Sigurður var varnarlaus og
knötturinn virtist stefna efst í
markhomið — en á síöustu stundu
kom markstöngin Sigurði til hjálp
ar — knötturinn lenti efst í stöng-
inni og hrökk út. Óheppni Árna,
því þetta skot verðskuldaði vissu-
leg-a mark — en um leið heppni
Vals. Og KR átti einnig næsta tæki
færi, þegar Baidvin spyrnti frarn
hjá marki í góðu færi á 16. mín.
En svo tóku Valsmenn sprett. Á 18.
mín. átti Þórir Jónsson, sem átti
mjög góðan leik i framvarðarstöðu,
fast skot á markið, en Magnús
varði í hom og á næstu mín.
j komst Hermann Gunnarsson í gegn,
lék á bakvörð KR innan vítateigs,
en með góðu úthlaupi tókst Magn-
úsi að bjarga fyrir KR.
Og svo skoraði KR. Það var Sig-
þór Sigbjörnsson. sem lék upp
hægri kant og gaf fyrir markið.
Sigurftur missti knöttinn fram
hjá sér og t>' Atla Héðinssonar.
Hann gaf út á vítatelg
til Árna, sem þegar spymti
á markið. Sigurftur varfti
hörkuskot hans. en hélt skilj-
anlega ekki knettinum og
Ba'dvin skauzt að marki og
rcrmdi knettinum fram hjá Sig-
urðL
Valsmenn reyndu mjög til að
jafna og tvívegis var Alexander
Jöhannesson nærri því næstu min.,
en spyrnti yfir, en svo kom mark
Vals á 33. mín. Valur ’ fé k horn-
spyrnu, sem Jóhannes Eðvaldsson
tók vel. Magnús markvöröur s'.ó
knöttinn frá — en ekki nógu langt,
því Þórir Jónsson náði honum og
spyrnti þegar á markið. Magnús
kom við knöttinn, en hann fór i
markið og kom þar einnig við Árna
á marklínunni, en skotið var svo
fast. að þeir fengu engu breytt.
I siðari hálfleiknum var mikið
um góð færi á báða bóga — tví-
vegis komst Baldvin frír að marki
Vals, en tókst ekki aö skora —
og Ingi Björn Albertsson, sem kom
inn eftir hléið, fór einnig tvívegis
illa að ráði sínu fyrir Val. Fyrst
spyrnti hann fram hjá í dauðafæri,
en í síðara tilfellinu var það hrein
eigingirni, sem kom í veg fyrir að
Valur skoraði. Ingi Björn reyndi þá
markskot í slæmri stöðu, þegar 2 —
3 Valsmenn voru fríir inni við mark
teig. Og þannig sköpuðust oft góð
tækifæri.
En sigurmark Vals kom á 37.
mín. Þá var tekin hornspyrna
og knötturinn barst til Her-
manns út á vítateigslínuna. —
Hann spymti viðstöðulaust —
og þvilíkt þrumuskot, knöttur-
inn hafnaði neftst í stönginni,
flaug yfir markift í hina stöng-
ina og inn. Kannski mark. sem
verðskuldaöi að vera sigurmark.
En það var alveg ótrúlegt afrek
Sigurðar tveimur mín. fyrir leiks-
lok, sem bjargaðí báðum stigunum.
Baldvin lék þá upp allan völl og
gaí fyrir til Sigþórs, sem átti fast
skot á markið af 3—4 m færi. —
Sigurður var í mótstæðu horni
marksins, en á einhvern undraverð-
an hátt flaug hann fyrir knöttinn
og greip hann!
Greinilegt er, að KR-liðið er á
réttri leið og það verður varla lengi
á botninum ef þaö sýnir slíka leiki
áfram. Árni var bezti maöur liðs-
ins í leiknum, en Magnús og Þórö-
ur einnig mjög góðir. Hinn ungi
bakvörður Ólafur Ólafsson er mik-
ið efni — eins og reyndar má segja
um alla hina ungu menn liðsins.
Leikurinn var hins vegar varla
einn af stórleikjum Vals, því það
býr svo mikið í því liði. Það var
fyrst og fremst leikur Þóris, sem
vakti athygli og Bergsveinn var
einnig sterkur sem miðvörður í
stað Helga Björgvinssonar.
Dómari var Rafn Hjaltalín —
rög'gsamur og ákveðinn, en íjull
smásmugulegur og oftast of fljótur
að grípa til flautunnar. —hsim.
i Baldvin Baldvinsson skorar fyrsta markið í leiknum i gærkvöldl.
Ljésm. BB.