Vísir - 21.07.1971, Side 7

Vísir - 21.07.1971, Side 7
¥l Si R. Mlðvikudagur 21. júlí 1971. / „Boísíur frá bemskutíð" Ajkureyringar eru sagðir nokk uð danskir í sér. Hvað sem til er í því, þá nota þeir oft nafn- ið „boisíur" yfir það sem aðrir landsmenn nefna brjóstsykur. Örlygur Sigurðsson varð á vegi tVðindamanna blaðsins í gær á Suðurlandsbrautinni. Kvaðst bann einmitt vera að teikna í bók, sem hann ætlar að senda friá sér um „skrítna og skemmti- tega borgara á Akureyri", eins og hann sagði. Nefnir hann bókina „Boisíur frá bernskutíð". öriygur kvaðst nýkominn að norðan þar sem hann vann að því aö ná Akureyrarstemningu í tefknmgamar. Þetta verður 3ja bók Örlygs og bókaforíags hans, Geðbótar. Hinar bvær komu i stórum upplögum og seldust efitir því, enda um nokkuð ó- venjuleg skrif að ræða. Lyf sali á toppnum Á Akranesi býr einstaklega hraust fólk, knattspyrnumaður í hverju húsi, að ekki sé talað um fagrar og frísklegar konur. Engu að síður var það lyfsalinn þeirra Skagamanna, Fríöa Proppé, sem „toppaöi" á árleg- um vinsældalista skattyfir- valdanna. Henni var gert að greiða 322.400 krónur í útsvör og aðstöðugjöld í ár. Hæsta fyrirtækið var Haraldur Böðv- arsson og Oo h.f., — að venju, á að greiöa rúmlega 2.2 milljón- ir tij bæjarstarfseminnar. Alls var jafnað niður útsvörum að upphæð 44.464.700 kr. á 1318 einstaklinga og 44 félög. Ein- staklingar bera 42.8 milljónir, félögin 1.6 milljónir. Aðstöðu- gjöld vom að upphæð 8.2 milljónir, af þeim greiddu félög 6.9 milljónir króna. Flúöi af A-þýzkum togara Nú um helgina notfærði a.- þýzkur piltur sér viðkomu tog- ara síns. Atlantic, á Akureyri til að flýja vestur fyrir járn- tjaldið. Faldj hann sig og komst siðar til lögreglunnar. Með milligöngu v.-þýzka konsúlsins á Aki#eyri, Kurt Sonnenfeld, tanniæknis, komst maðurinn til Reykjavikur og þaðan til út- landa sama dag. Nýja leiðslan of stutt Vestmannaeyingar áttu að fá nýja vatnsleiðslu um helgina á iand, — en þá gerðist það undarlega fyrirbæri. leiðslan var of stutt. Vantaði 750 metra til að hún næði í land Verktakinn, danska fyrirtækið Nordisk Ka'bei og Traadfabrik hefur lýst allri ábyrgð á hendur sér vegna þessa. »Mistökin koma til með að kosta fyrirtækið 10—15 milljónir króna. Töf veröur vegna þessa, en þó ekki það mikil að það komj að sök. Eyja- menn ættu þvti ekki að verða í vandræðum með vatn, þegar næsta ventíð hefst þar. Spanskflugumenn „kyrrsettir“ nyrðra Leikarar Leikfélags Reykja- víkur hafa ekki þurft að vera mikið á þönum með ferðaleik- húsið sitt Spanskflugan hefur náð miklum vinsældum nyrðra, — 15 sýningar í striklotu á Ak- ureyri og framundan 6 á Húsa- vík. S'íðan Kelduhverfi og Aust- firðirnir — og væntanlega heim fyrir haustið, því verkefni bíða manna og kvenna í leik- húsinu við Tjörnina. Sól úti, sól inni. . . Sólskinið er okkur ekki neitt nýnæmi iengur — blöðin eru rne'Ya að segja komin í þrot senn hvað líður með sólskins- efni, en blaðamenn stara út um glugga ritstjórnanna og öfundast við fólkið, sem sleikir sólina á Uppákoma í Austurbæjarbíói Efnt verður til happenings (uppákomu) næstkomandi fimmtudagskvöld (22. júlí) kl. 23.30. Aðgangseyrir er 100 kr. Aðgöngumiðasala er í Austur- bæjarbiói og væntanlega í mið- bænum. Flytjendur verða: Aifreö mikli (Elfráöur riki), Ás- kell Másson hljóðfæraleíkari, Benóný Ægisson (atvinnubllstj.) Einar Vilberg Hjartarson (hljóð færaleikari), Einbúinn, Evald Pétursson (fyrrv. viðskiptafræði- nemi), Gestur Þorsteinsson (s'ímsmióur), Guðmundur Ein- arsson (fyrrv. verzlúnarskóla- nemi), Gunnvör Braga Björns- dóttir (núverandi strikadama), Herbert Þorvarður Guðmunds- son (Hebbi í Tilveru), Sigriður Hauksdóttir (stúdína), Sæmund- ur Jóhannsson (fulitrúi Kópa- vogshælis), Willie (Vígi), Örn Karlsson (myndlistarmaður), á- samt fjölda annarra. > Aöstandendur uppákomunnar sögöu fréttamanni að uppá- koman öll færi fram innan veggja Austurbæjarbíós. götum úti. Ljösmyndararnir eru líklega þeir, sem fá einna stærst- an skerfinn á ritstjórnarskrif- stofunum, — þeir eru á eil'ifum þönum. Þessa stúlku hitti Ást- þór, ljósmyndari. Hann hitti hana með litinn vönd fagurra blóma og fékk að taka myndina þá árna, sem hér fylgir. Forseti heimsækir Austfirðinga í ágúst Austfirðingar fá heimsókn forsetahjónanna dagana 5.— 11. ágúst n.k.. Fyrsta daginn verð- ur komið í Norður-Múlasýslu með viödvöl i Vopnafirði, föstu- dag á Seyðisfirði en gist að Hallormsstað. Á laugardag verð ur viðdvöl á Egilsstöðum og Reyöarfirði. Á sunnudag er ráð- gerð viðdvö] á Neskaupstað og Eskifirði, mánudag á Fáskrúös- firði, Stöðvanfirði og í Breiðdal. Djúpivogur verður viðkomustað urinn á þriðjudag en gist f Hótel Höfn í Hornafirði. Síðasta deg- inum verja forsetahjónin í Aust- ur-Skaftafellssýslu, fyrst og fremst í nágrenni Hafnar. Gera „Monsann“ að vöruflutningaflugvél Stóru Canadair CL-44 flug- vélarnar, sem Loftleiðir kölluðu oftast Rolls Royce 400 hafa yfir leitt verið kallaðar „Monsar“ meðal flugfó’.ks (dregið af enska orðinu monster skrímsl eða stór skepna). Nú eru þessar flug t? vélar, sem um eitt skeið voru | stærstar allra farþegaflugvéla § á N-Atlantshafi að renna sitt 2 skeið sem slíkar. Nú var verið $ að gera við TF-LLI sem skemmd | ist í lendingu í New York. Var | henni breytt í vöruflutningavél í Los Angeles hjá Fiying Tiger Line, en samningar tökust sið- an um að Salenia í Svíþjöð keypti flugvélina aö hálfu og leigja Loftleiðir og Salenia Cargolux vélina. Fór vélin á mánudagskvöid til Calcutta til að flytja flóttafólki björgina. Þetta er þriðja CL-44 vélin sem Cargolux tekur á leigu og er mrK ið annrfki hjá félaginu. Emil ekki á þingi Sá misskilningur slæddist inn í frétt á Iaugardaginn í Vísi að Emil Jónsson, fyrrv. utanrikis- ráðherra mundi eiga í miklum önnum á þingi í vetur. Eins og Vísir skýrði frá á sínum tíma, þá hættir Emil þingmennsku og verða annir hans á þeim vett- vangj þvi ékki miklar. VEUUM ÍSLENZKT | íSLENZKAN IÐNÁÐ | mmMMm wmmmmmmm JBP-GATAVINKLAB •:•:•:• BA JBP-Híllur W.W,VlA5 l'XvXvMv •iíiiiiiiSiiiiiiiiisiii::::?:::: J.B.PÉTURSSON SF. ÆG1SGÖTU4-7 13125,.13126 Hjúkrunarkonur Hjúkrunarkonur óskast nú þegar eða 1. ágúst n.k. að sjúkrahúsinu á Selfossi. — Uppl. gefur yfirhjúkrunarkona í síma 99-1300 eða 99-3293 £ MGlftfég hvili með gleraugum fni Austurstræti 20. Simi 14566. lyi

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.