Vísir - 13.08.1971, Side 9

Vísir - 13.08.1971, Side 9
/ V í S IR . Föstudagur 13. ágúst 1971. 9 sbothríðina dynja á bifreiöinni. Innan fária klukkustunda logar borgin í íllindum og götubar- dögum, sKothríð og sprenging- ar kveða við um allt. Múgur manns safnast aö lögreglustöö og lætur skothríð dynja á henni. í>egar öiduna loksins lægir hafa 25 manns beðiö bana, yfir 200 eru alvarlega særöir, heilu h-verf in brunnin niöur tii kaldra kola. Og samt er ekki auöráöið, hverju skal mótmæla og enn síður hvernig á að leysa málin. Þaö er auðséð, að þau veröa ekki leyst fremur en Víetnam- styrjöld eðg Bangla des-vanda- mál, einungis með þVi fjölga æ meir í erlendu herliði. Tjað er oftast sagt um átökin !í í Norður-Irlandi, að þau | séu detlur milli kaþóiskraS manna og mótmælendatrúar manna. Sú skilgreining segir auðvitað ekki alla söguna, það er margt fleira saman við það. En það segir þó strax æði mik- ið um ástandið í landinu, að f-lokkum skuli vera skipt niður fyrst og fremst eftir trúarbrögð um. Það upplýsir okkur m. a. um það, aö nútíminn ríki ekki í þessu landi. Þar eru menn enn staddir á svipuðu pólitísku menningarstigi og t. d í þrjátíu ára stri'ðinu á 17. öld. 1 augum okkar, manna og þjóða sem lifum í raun og veru á 20. öldinni og reynum að fást við þjóöfélagsleg vandamál okk ar samtíðar, er það eins og að detta niður í forarpytt fyrnsk- unnar að líta til Norður-ír- lands. Maður getur orðið sem höggdofa að heyra það hvernig prestar og prelátar kynda að glóðum elds, þar eru þeir iön astir við á báða bóga að tána tilvitnanir í Biblíunni um strið og bardaga, sem nóg er auðvitaö til af, en fyrirgefningu og frið eða náungans kærleika er helzt forðazt að nefna á prédikunar stólnum Þó það sé að vísu fleira sam an við, þá er aðalatriðiö, aö Norður-írland hefur ekki þróazt lengra i pólitískum s-jónarmið- um og flokkaskiptingu en mið- aldir í trúarefnum og siöasta öld að þjóðernisstefnu. Þaö er á þessu stigi sem landið nú stendur. Menn skiptast niður í kaþólska eða mótmælendatrúar menn Og Breta eða íra. Lengra komast menn ekki. Þar hefur engin eðlileg stéttaþróun eða félagsmáiaþróun getaö oröið. Verkamenn mega ekki sundra sín-u trúarfélagi með því að skera sig úr. Þeir geta ekki farið að heyja innri þjóðfélagslega haráttu, þegar þeir sjá trúaróvin ina hinu megin við strætið. Þiö eigið ekki að fara í verkfall, heldur skuluð þið grýta og berja þá raunverulegu óvini, ka þólsku verkamennina. Þannig er farið að þvi í miö aldaþjóðfélagi Noröur-Irlands að etja verkalýð landsins hvorum gegn öðrum í trúarstriði og þjóö ernisstríði Kjarabarátta hefur ekki þekkzt þar, nema aðeins í þvi fólgin að mótmæla þvl að starfsmenn af annarri trúarskoð un fái vinnu. Cvo fáránlegt er allt í þessu afgamla miðaldaþjóðfélagi. Þjóðin hefur ekki einu sinni gengið í gegnum stig þingræð- isbaráttu um, að almennur kosn ingaréttur skuli gilda. Hverjum dettur í hug að trúarandstæð- ingamir megi hafa kosningarétt, svo þar ríkir sama ástand og um miðja 19. öld. að kosningarétt- ur fer eftir eign fasteigna eða hvort menn eru heimilisfeður. Ojz þá hefur verið reynt að hasa þv*i svo til, að trúarand síæðingar geti ekki orðið heim- ilisfeöur, þeir hafa helzt ekki á bls. 10 heilsufar Nokkrar hugleiðirtgar um sólina, allra meina bót, sólarexem, taugalyf, sólgleraugu, pilluna og fleira... JJeiIsufarið í Reykjavík mun nú vera upp á það albezta þessa stundina, enda ekki að furða í þeirri veðurblíðu, sem verið hefur ríkjandi að undan- fömu. Ekki mun vera til neitt algi-lt meðal við kvefi, en það lítur út fyrir, að sólskin minnki mjög hættuna á, að fólk fái þennan þreytandi kvilla. Jón Sigurðs- son borgarlæknir sagði blaðinu, að kvefsótt hefði verið ailút- breidd í slðasta mánuði, en nú sé allt útlit fyrir, aö kvef- ið sé á hröðu undanhaldi, því að í síðustu viku fækk- aði þeim kvefsóttartilfell- um, sem vitað var um í Reykja vík um helgina um helming frá vikunni þar á undan, en um mánaðamótin síðustu var aðeins vitað um 57 kvefaöa Reykvík- inga. Nú eru þeir sem sagt enn þá færri. Hafnfirðingar virðast lúta sömu lögmálum og Reykvíking ar, aö því er varðar heilsu og veðurfar. - v Að sögn Gríms Jónssonar hér- aðslæknis, hafa Hafnfirðingar verið óvenju heilsugóðir á þessu sumri, og það þakka menn ekki sízt sólskininu. Eina farsóttin, sem hefur hrjáð Hafnfirðinga að undan- förnu eitt-hvað að ráði, er flensa, sem hafði í för með sér upp- köst og hitaslæöing, og einkum lagðist hún í vor á ung böm. Flensufaraldurinn f Firöinum var með mesta móti í vor og núna snemmsumars, en nú er mesta raunin liðin hjá, enda sólin komin hátt á loft og böm in út í sólskinið. Cumir segja, að sólskinið sé allra meina bót, og fá aldrei nóg af því. Þessir sól- dýrkendur rífa sig úr hverri spjör um leið og dregur ský frá sólu og spenna sundur á sér tæmar með eldspýtum. Aðr ir dýrka sólina í hófi, leggjast í sólbaö, þegar hvað heitast er í veðri, og að sjálfsögðu eink um og sér í lagi um helgar. Enn aðrir mega helzt ekki sól sjá, hvað þá að þeir vilji láta hana skina á búkinn á sér, og ganga því meira klæddir, sem sólin skín heitar með lambhúshettur og trefla. Læknavísindin hafa ekki hand bærar neinar endanlegar upplýs ingar um hollustu sólskinsins, en lækni einn, sem Vísir safði sam- band við sagði, að ef til vill væri sólin mannfólkinu misjafn lega holi. Sumir sólbrenna og hressast til muna. Alltaf eru líka uppi einhverjar raddir um, aö sólskin geti vald ið krabbameini. Um það sagði læknirinn, að erfitt væri að fuliyrða nokkurn hlut. Krabba- meinstilgáta þessi þvkir þó ekki ólíkleg, þar sem til munu vera tölur um, að bændur og sjómenn í suðurlöndum eigi fremur en aðrir vanda ti'l að fá ákveðna tegund af húðkrabba, sem menn vilja ætla að stafi af sólbruna. egar menn kenna einhvers krankleika, veröur það venjulega fyrst fyrir að fara í apótekið að fá eitthvað kraft- mikið við pestinni, samkvæmt lyfseðli frá lækni. Það má því ætla, að apótekarar fylgist all- sæmilega með heilsufari borgar búa, og verði varir við þær breytingar, sem á því geta orðið á hinum ýmsu timum árs. Einn apótekarinn tjáði blaða- manni Vísis aö yfirleitt væri starfið í apótekinu rólegra á sumrin heldur en vetuma, og lægju til þess ýmsar ástæður, til dæmis sú, að færra fðlk væri í bænum á sumrin. Apótekarinn sagði, að mest væri að gera seinni hluta vetrar og fram eftir vorinu, en frá því í júní eða iúlíbyrjun væri ró- legra, og það rólegheitatíma- bil entist jafnvel út september mánuð. „Ýmsar lyfjategundir seljast minna á sumrin en veturna," sagði apótekarinn. „Til dæmis kemur það greinilega fram hjá okkur, að mun minna er um farandpestir á sumrin. En yfir sumartímann selja apótekin lika mikið af ýmiss konar dóti, sem ekki selst á vetuma, svo sem sólaráburði, sólgleraugum og því um Kku. hver magalvf og saltpillur og þar fram eftir göitunum, áður en þeir halda suður í lönd. Og svo er Mka töluvert um að fólk kaupi áburð til að lækna sólarexem." „Hvað er að segja um þá margfrægu pillu — seJst hún meira á sumrin en vetuma?“ „Þvf er ekki gott að svara, en það er eins og talsvert hafi dregið úr sölu á henni að undan fömu. Kannski er það vegna þess að allmikið hefur verið flagna og ..fá ýmsa húðkviila, ef þeir eru í sterkri sól, meðan aðrir verðá fágurlega brúnir og Það fyrí/'útáW tír Ifkéralgengt, að þeir fi?þjaþJ5gu«<fepcb{^p<M|Í. útlanna á sumrin, kaupi sér ein Gamla fólkið á Elliheimilinu situr gjaman úti við og nýtur veðurblíðunnar. Svalirnar á Landspítalanum em ekki þröngt setnar, þrátt fyrir sólskinið. skrifað úm hana £ blöð, og þá venjulega sagt frá einhverjum hættulegum afleiðingum, sem hún á að hafa haft. En hvað sem því líður, þá er eins og fólk sé að snúa sér aftur aö eldri áhöld um.“ „Hvað er að segja um tauga- lyf, eins og þau sem gefin eru við taugaveiklun og þunglyndi?" „Það er ekki auðvelt að sjá neina ákveöna þróun eða hreyf- ingu í þeim má’um en þó er ég ekki frá því, að eins og flesta grunar, sé notkun þeirra lyfja einna mest í skammdeginu." Jþað er ekki auðvelt að fá upp gefnar einhverjar vísindaleg ar tölur um notagildi sólskins og góðviðris í þágu góðs heilsu fars, en þó virðist liggja í aug- um uppi, að sólin hefur góð áhrif á raannfólkiö og líðais þess, að minnsta kosti fagna henni flestir. —ÞB/ÞJM í

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.