Vísir - 30.08.1971, Side 1
Alþingishúsið málað rautt
195. tbl.
1971.
KKaEH
2 stúlkur teknar með málingardolíur — þvi
mótmælt v/ð heimili forsætisráðherra
Fimmtán manna hópur safn-
aðist utan Við heimili forsætis-
ráðherra I Aragötu í gærkvöldi
um og slagorðaspjöldum, og
krafðist skýringa ráðherra á
handtöku tveggja stúlkna, sem
og veifaði rauðum fán- voru í haldi um helgina og hafa
Kirkjan og bifreið prests
ins brunnu ú sama tíma
Eldur kom upp / bil séra Hjalta Guðmundssonar
er hann var á leiðinni að Breiðabólstað, en
á meðan stóð kirkjan / björfu báli
„Við vorum á leið inn arströnd ég og fjöl-
að Breiðabólstað á Skóg skylda mín, og vorum
komin í Álftafjörðinn
skammt frá Narfeyri,
þegar kviknaði í bflnum
hjá okkur.“ Þannig fór-
ust sóknarprestinum í
Stykkishólmi, sr. Hjalta
Guðmundssyni orð er
hann sagði frá sögulegri
messuferð í gær.
„Við hófumst þegar handa viö
að slökkva eldinn og gekk það
nokkuð vel. en vatn var lítið
að hafa. Við gátum slökkt eld-
inn sem var í vélarhúsinu með
mold og torfi. — Rétt í þann
mund er við stóðum í slökkvi-
starfinu þá bar þar að bíl innan
af Skógarströnd og sagði fólkið
í honum okkur að þetta væri
eklci eini eldsvoðinn á Skógar-
ströndinni því að kirkjan á
Breiðabólstað stæði í Ijósum
Iogum.“
Varö þar engum vörnum við
komið og brann kirkjan tli
kaldra kola með öllu sem í
henni var Var reynt að komast
inn til aö bjarga kirkjugripum
en menn urðu frá að hverfa
vegna eldhafsins. Einungis
messuklæði sem geymd voru
heima á bænum björguðust.
Kirkjan á Breiðabólstað var orö-
in hartnær hundrað ára. byggö
um 1874. Haföi hún veriö má'.uð
aö innan £ fyrra, og unnu það
verk og gáfu að öllu leyti, burt-
fluttir Skógstrendingar nú bú-
settir I KeflaVik. — Bifreið
prestsins skemmdist töluvert og
var dregin tii Stykkishólms.
í gær var Höfuðdagurinn og
samkvæmt gömlum munnmæl-
um hefur hann verið settur f
samband viö veðraskipti, og
þannig valdið mörgum þungum
búsifjum en þarna virðist hann
ha'fa gripið um sig á víðtækara
sviði — JR
verið úrskurðaðar í allt að viku
gæzluvarðhald.
Stúlkurnar tvær — önnur þeirra
þjóð'kunn fyrir þátttöku f mótmæla
aðgeröum Æskulýðsfylkingarinnar
— voru handteknar aðfaranótt
föstudags um kl. 4, en komið var
að þeim með málningardollur og
pensla í höndum við Alþingishúsiö.
Á framhlið hússins hafði verið
málað með rauðri menju stórum
stöfum: „USA GO HOME“.
Bæjarbúar urðu fæstir varir við
þessa málningu á Alþingishúsinu,
.því að strax um nóttina voru sendir
5 menn frá hreinsunardeild borgar
verkfræöings til þess að má rauðu
málninguna af húshliðinni. Þrátt fyr
ir þriggja klukkustunda starf með
steinolíu og þynni. tókst þeim ekki
aö hreinsa málninguna af húsinu,
og varö að fá til sérfræðinga frá
húsameistara ríkisins til þess aö
þvo síöustu dreggjarnar af grjót-
inu með saltsýru.
Stúlkurnar voru hafðar í haldi um
nóttina, en yfirheyrðar að morgni.
Neituðu þær öllum sakargiftum, og
voru síðan úrskurðaðar í allt að
viku gæzluvarðhald, meðan frekari
rannsókn færi fram.
Reyndar þurftu hreinsunarmenn
borgarinnar aftur að fara á stúf-
ana um helgina, þegar í ljós kom,
að rauöri málningu hafði veriö klínt
á veggj hegningarhússins við Skóla
vörðustíg, en þar var önnur stúlk-
an höfð í haldi. Varð að draga
sementsblöndu útþynnta yfir máln-
ingarklessumar.
Réttarrannsókn hófst £ máli
stúlknanna í morgun og stóð enn
yfir, þegar blaöið fór í prentun.
Ekki kom til neinna óeirða fyrir
utan heimili forsætisráöherra, þar
sem mannsafnaðurnnn var í gær-
kvöldi, en þaöan hélt svo hópurinn
að Hótel Sögu með fána sfna og
h- '->aði slagorö sín yfir gesti sem
voru á leið á skemmtistaöinn.
— GP
Fá erlenda hundavini í
Jið með sér — sjá bls. 9
Herðubreið heitir
nú Eleonore I
Herðubreið mun sigla undir nafn
inu Eleonore I frá íslandi á mið
vikudag áleiðis til Vestur-Afríku
Þar verður skipið notað í ferðir
til olíuboranastöðva úti í sjó,
og mun það flytja fólk, matvæli
og olíu milli boranastöðvanna
og lands.
Skipið er skráö í Panama, en það
er enskt-þýzkt fyrirtæki sem á
þaö.
Það var Norðurskip h.f., sem
seldj skipiö úr landi fyrir níu millj-
ónir króna, en fyrirtækið keypti
Herðubreið af Skipaútgerð ríkis-
ins í vor á fjórar milljónir króna.
— SB
Varþað afmannavöldum?
Eldur kom upp í tex-plötum, sem
teknar höfðu verið úr braggabygg-
ingu við Kleppsveg og var slökkvi-
liðið kvatt þangað til þess að
slökkva eldinn á laugardag.
Logaði talsvert í tex-plötunum, I Fljótlega tókst þó að slökkva eld-
þegar að var komið, og ef ekki inn.
hefði verið bmgðið fljótt við, er Óvíst er hvemig kviknaði í, en
ekki Iíklegt annað en eldurinn grunur leikur á því að um íkveikju
hefði breiðzt yfir í næsta hús. — I hafi verið að ræða af maimavöldum.
----GP
*•»