Vísir - 30.08.1971, Page 5
•f
V í SIR. Mánudagur 30. ágúst 1971.
5
Hermann Gunnarsson tók auka
spyrnu á 30 mín. í síöari hálf-
leik, en Þorsteinn varði snúnings
knött hans, en hélt ekki knettin
um. Hann barst út í vítateig...
.. .og þar var hörkubarátta um
knöttinn eins og myndin sýnir.
Jóhannes Eðvaldsson átti í bar-
áttu við Þorstein og þrjá Kefl-
víkinga og hafði betur...
.. .hann kom knettinum til Harð
ar Hilmarssonar (nr. 14), sem
sendi til Inga Björns, lengst til
vinstri, og Ingi Björn skoraði
eina mark Vals í leiknum.
Ljósmyndir BB.
Þetta er allt of mikið ósamræmi
og greinilegt að Steinn er í lítilli
æfingu. Það er ekki nóg að blása
á æfingum hjá Selfyssingum! Hvað
eftir annað var hann of fljótur að
grípa til fiautunnar og dæmdi þann-
ig, að liðið, sem braut af sér beinh'n
is hagnaðist á brotinu.
Nú, Keflvíkingar fengu þarna
óskabyrjun og aðeins þremur mín.
síðar skoruðu þeir annað mark en
einkennileg mistök Sigurðar Jðns»
sonar. Hann gat gert hvað sem hann
viidi við knöttinn, þegar hann kom
fyrir Valsmarkiö, en hefur senni-
lega álitið Sigurð Dagsson fyrir aft
an sig og lét knöttinn fara fram
hjá sér. En það var nú einhver
annar en Sig. Dagsson, sem var
bak viö hann. Knötturinn fór beint
til Birgis Einarssonar. sem ekki
þurfti annað en ýta honum í autt
markið.
— eftir sigur gegn Val i gær 2-1 á Laugardalsvelli
Eftir sigur gegn Val á
Laugardalsvellinum í gær
er nú aðeins ein hindrun
eftir fyrir Kef Ivíkinga til að
hljóta íslandsmeistaratit-
ilinn 1971, það er KR-ingar
á heimaveíli Keflvíkinga 5.
september, en það verður
varla hindrun, sem hinir
harðskeyttu Keflvíkingar
ryðja ekki úr vegi — eink
um og sér í Iagi þar sem
leikið er suður í Keflavík.
íslandsmeistaratitilinn er
því svo got sem í höfn fyrir
Keflvíkinga, þó svo að ís-
lenzk knattspyma sé eins
og íslenzk veðrátta. Þar
getur allt gerzt.
Sigur Keflvíkinga gegn Val í gær
var verðskuldaður. Þeir voru betra
liðið í allskemmtilegum leik og
aðeins leiðinlegt, að sigurmark
þeirra skyldi koma úr mjög vafa-
samri vítaspyrnu — dóm, sem
sennilega átti ekki nokkurn rétt á
sér.
Þetta var á 9. mín. Birgir Einars
son hafði þá leikið framhjá Róbert
Eyjólfssyni á hægri kantinum og
2—3 metra frá vítateignum renndi
Halldór Einarsson sér á Birgi. Þeg
ar Halldór kom á hann var Birgir
við vítateigshornið. en á rennblaut-
um vellinum runnu þeir skiljanlega
inn í vítateiginn. Dómarinn Steinn
Guðmundsson dæmdi þegar víta-
spyrnu, sem Steinar Jóhannsson
skoraöi úr. Þetta var mjög vafasam
ur dómur hjá Steini og mikið mis
ræmi í sambandi við þaö, sem síöar
átti sér stað í leiknum. Þá sleppti
hann tvívegis augljósum vitaspyrn-
um. I fyrra tilfellinu, þegar Þor-
steinn Ólafsson markvörður Kefl-
víkingan, greip utan um Inga Bjöm
Albertsson • svo hann kæmist ekki
í skotaðstöðu við mark Keflvikinga.
Þarna var greinilega víti. en dæmt
á Val. Furöulegt! Síðar í leiknum
stóð Hörður Ragnarsson frír inni á
jmarkteig Vals, þegar fótunum var
| kippt undan honum. Ekkert dæmt.
En það merkilega við þessa miklu
heppnisbyrjun Keflvfkinga hvað
mörk snerti var, að það hafði ekki
áhrif á Jiðið til hins betra. Leikur
liðsins beinlínis datt niður eftir þau,
en Valsmenn notfærðu sér það Iítt
— það er lítill baráttuvilji í þvi
liði. Leikurinn var heldur daufur,
en af og til komu þó marktæki-
færi, sem ekki nýttust.
Keflvíkingar voru betri framan
af í síðari hálfleik og sköpuðu sér
góö færi. Mistök Sigurðar Jónsson
ar heföu auðveldlega getað átt þátt
í þriðja markinu. Hann missteig
sig illa og Steinar Jóhannsson
komst í dauðafæri — stóð aleinn
fyrir opnu marki. en spyrnti knett
inum í stöng og þaöan hrökk hann
út og síðan náði Sigurður Dagsson
honum. Þarna sluppu Valsmenn
vel, og fleiri voru færi Keflvikinga,
'em þeir nýttu illa.
Valsmenn voru við sama hey-
garðshornið sem svo oft áður i
sumar. Alltof bröngt smáspil
þeirra var létt fyrir Keflvikinga
og ógnun því afarlitil þar til
6. síðu.