Vísir - 04.09.1971, Page 5

Vísir - 04.09.1971, Page 5
Til þeirra, sem ungir eru V I S I R . Laugardagur 4. september 1971. Sr. Bolli Gústafsson sóknarpréstur i Laufási Ungu vinir. Þið eruö sterk, albú m aö bjóða öllu birgin, brjóta niður allar hömlur, sh'ta hvern fjötur til þess að lifa lífina frjáls og öðrum óháð. Þetta nöldur um, hvernig var í gamla daga, fer i taugarnar á ykkur. Þið verðið ergileg. þegar þið heyriö „srtnginn“ um það, að þá hafi nú ekki verið peningarn ir til þess að eyða og spenna á báða bóga í alls kyns vitleysu, óhollustu og hégóma. Þá hafi menn hvorki haft löngun né tækifæri tij að sækja skemmt- anir í hverri viku eöa oftar, i mesta lagi einu sinni eða tvisv ar á ári. Eða tfzkan, hún hafi nú verið ólíkt fábrotnari, hóg- værari, eðlilegri ef hún var þá til, að ekki sé nú minnzt á mús- fkina, þessa gömlu góðu róman tísku mánaskinstónlist, víðs fjarri ölium nístandi og ærandi hávaða nútímans, og svo sak- laus og frábrugðin öllu því grófa og klúryrta, sem nú er efst á vinsæidalist- anum. Þið mótmælið kröftug lega þessum leiða söng hinna fullorðnu og ráðsettu og hafið rök á reiðum höndum. Hvað er fullorðna fólkið betra en við? Nerna síður sé. Er ekki stór hluti hinna eldri á kafi í áfengi og öðru eitri, klámi, kynórum að ekki sé nú minnzt á mamm- onsdýrkun þeirra. Eru ekki styrjaldirnar afleiðingar af breytn; þeirra og brengluðum þankaga'ngi, þar sem talað var um háleita'r og göfugar hug- sjónir en í verki troðið á öllu þVi. sem heila'gt var, satt og rétt í nýútkominni bók eftir banda rískan prófessor í sálfræði dr. H. G. Ginott fjallar höfundur- inn um samskipti foreldra og táninga. Hann hefur kynnt sér ýtarlega viðhorf tveggja kyn- slóða og bregður upp ljósum myndum af ýmsum viðbrögðum þeirra beggja. Stuart, átján ára kemst þannig að orði: ,,Ég kenni í brjósti um for eldra mína Þeir hafa eytt ævi sinni í að dreyma um peninga. Faðir minn li-fir ekki l’ifinu, hann reiknar það út. Hann legg ur saman og dregur frá og leggur fé t fyrirtæki eins og hann eigi lífið að leysa, Hann er troðfullur af tölum — rétt eins og IBM tölva. Móðir mín dansar með honum í kringum gullkálfinn. En hún er vonsvik in og beisk í lund. Innst inni veit hún hversu mikils þau hafa farið á mis í lífinu." Holden, n’ítján ára segir: „Við pabbi töluðum saman lengi og alvarlega. Við töluðum af fullri hreinskilni. Ég sagði honum hvað ég væri óánægður með þá kynslóð sem hann tilheyrði, ást hennar á peningum. fjár- græðgi, óheiðarleika í viðskipt- um, stiórnmála'spillingu og styri aldir. Faðir minn svaraði: „Þú hefur virt heiminn fyrir þér og komið auga á galla hans. Þig langar til þess að gera betri heim. Þú hefur blessun rriina til þess. En nýia véröldin þín-þarf kánnski á svolítilli fágun að halda Ég felli mig ekki við þetta grófá tal, hávaðatónlist- ina og klámritin, sem setja svip sinn á þessa veröld ykkar. Ég kannast við mótsagnirnar í m'mu eigin lífi. Ég á ekki til svör viö þeim. En ég tek óvissu okkar fram yfir alger sannindi ykkar. Þið eruð svo viss um öll ykkar svör, þið eruð svo viss í ykkar sök. Þið hafið lausn á öllum vandamálum á reiðum höndum: blómadýrkun, pillan og eiturlyf in. Fá sér skammt. fljúga hátt og falla út úr raunveruleikan- um Ég er ekki að neita ykkur um rétt ykkar að rísa upp og reyna eitthvað nýtt. Það er hlutverk æskunnar. Hlutverk mitt er að vernda skipulagið gegn skipulögðu skipulagsleysi og öngþveiti.” Ég verð að láta gamla manninn njóta sannmæl- is. Hann hlustar ve] og hann taiar vel. Og hann kemur þér til að hugsa.“ Viðhorf þessara tveggja ungu manna sem birtast í bók dr. Ginott eru ólik vegna þess að. í fyrra dæminu voru vandamál- in ekki einu sinni tekin til um ræðu foreldrarnir voru of önn um kafnir við s’in hugðarefni. Sonurinn. varð að draga sínar ályktanir í kyrrþey og dæma. Það var einungis hið neikvæða, sem blasti við honum eins og veggur eða öllu heldur óbrúan- legf gjá. í síðara dæminu haföi hins vegar kviknað á grænu Ijósi, faðir og sonur Iögðu sig báðir fram um að skilja sjón- armiðin og*jafnv51' að"sSiHræ'fhT þau. Þeir--voru rérgóðíi-jtoið-.^eð að brúa gjána, sem nefnd er bilið mi’.Ii kynslóðanna í um- ræðum mánna. Eitt er það, sem dr. Ginott sniðgengur í ritj sínu, en það er trúin. Þar er gæt-t fyllsta hlutleysis. Hðnni er hvergi veitt rúm f umræðum um vandamál- in. Ef svo hefði verið. er lík- legt, að höfundurinn hefði sam ið aðra helmingi stærri bók. Það er nú einu sinni svo, að þótt mik iö sé talaö um hrörnun kristinn ar trúar og minnkandi áhrif kirkjunnar I' heimi nútímans, vekja trúmálin endalausar um ræður og vangaveltur. Við þurf um ekki annað en að rifjá upp efni íslenzkra fjölmiðla. Hún hefur átt þar meira rúm en i fljótu bragði virðist. Ungt fólk sniðgengur ekki umræður um trúna, þott það taki ekki all^af afstöðu og sé oft reikult í ráði Mér virðist, áð táningar álíti oft að kirk.ian taki ákveðna af- stöðu með hinum eldri, að hún sé málpípa sjónarmiða þeirra, afturha’dssöm stofnun, sem ali á hræsni sé skjó] þéirra. sem vilji hylja vammir sínar eða veikleika. Jesús Kristur grét yfir Jerúsalem Hann var svo harmþrunginn yfir þeim fjöl- mörgu sem . ekki skildu kenn ingar hans og gerðu sér ekki grein fvrir bví, hvert hlutverk hans var á meðal þeirra, það, að hrtfa bá úr fiötrum synd- ánna að vekja þá til lifandi trú ar á hinn kærleiksríka föður á himnum og ti! þess að sækjast pftir samfélagi trúaðra við Drott 'in. ' „Jesús grætúr, heimur .ihJapr,/b!pr4j)Ssálm;aíi^ál4i.'5 ríhge- mann. Hann grætur enn á okkar dögum og skilningsvana heim- ur hlær. Nú er næsta eðlilegt að þiö setjið viðbrögð Jesú í samband við grátandi móður og reiðan föður, sem segjast standa ráð þrota andspænis óhlýðni og uppivöðslu barnanna. Börnin svonefndu vilja telja' sig full orðin. Þau fyllast gremju, jafn- vel heift vegna vantraustsins, sem foreldrarnir sýna þeim Þau vilja að þeim- sé treyst og vilja þá reynast transtsins verð. Eða er það ekki þannig? En þó eru þau æðimörg svo áhrifagjörn, að þeim er ekki treystandi. Dæmi þess eru mörg. Þannig er það með allar kynslóðir. Meðal þeirra eru veiklundaðir og hrös- ulir einstaklingar. Það er i sann leika viöhorf kirkjunnar, að einni kynslóð sé ekki hættara en anna'rri. Vér nútímamenn viljum flokka' alla hluti, skipa t.d. mönnum f ákveöna hópa. Meðal annars höldum við kyn- slóðurium aðskildum. Kristur skipar mönnum ekki í hópa eft- ir ' aldri, stöðu kynferði eða hörundslit Öll höfum við jafn- an rétt til þeirra giafa, sem ha'nn er reiðubúinn að veita okkur. Kristur tekur sér ekki stöðu með foreldrum gegn börn- um þeirra. Hann er sannleikans megin og vill stvðia bæði for- eldra og börn til þess að ganga á vegum sann’eikans í einingu kærleika og einlæps trausts. Ef lit.ið er á vandamálin ma'rgum- ræddu út frá orði hans. t.d. fiallræðunni. þá kviknar vissu- lega Ijós. Við getgm kal'að b«ð grænt liós. eins os begar við fiölluðum áðan um revn’slu Holdens. sem gat rætt í ein- lægni við föður sinn Liós. sem greiðir 'eið okkar tii skilnings. Það er 'f anda Krists að geta rætt málin reiðilaust og án allrar tor- trvasni. Hann grætur vfir skiln- Sr. Bolli Gústafsson ingsleysi og óbilgirni manna, sem leiðir af sér hatur og Stríð einstaklinga og þjóða. Hann vill hvorki skipa okkur £ flokka né kynslóðir, heldur í eina heild, lifandi máttuga kirkju, eilíft samfélag, þar sem viö komum saman ti] þjónustu við hann. Við hlýðum á hið síferska orð heil- agrar ritningar. Það er eins og uppsprettulind. Orð Drottins fellur a'Idrei úr gildi. þrátt fyrit magnaöan áróður þeirra, sem vilja tortíma því, t.d. með þeim rökum, að það sé gamalt og úr- e]t. Við sameinumst i' máttugri bæn til Drottins, auðmjúk i trausti okkar og trú á hann, og þa'ð. sem er dásamlegast, við nálgumst hann sjálfan í hinu allra heilagasta sakramenti, við kvöldmáltiðarborðiö, þá heilögu athöfn sem veitir okkur náið samfélag við . frelsarann og kristna meðbræður. Þá minn- umst-við jafnframt alls þess, sem Jesús hefur fyrir okkur gert. Við játum þá einnig i verki að við erum syndarar, sem þurfum á frelsara að halda og veitum viðtöku fyrirgefningu hans. Höfum þetta í huga, hvenær sem við neytum saman hinnar helgu máltíðar. Við tölum mikið um frelsi. En hins vegar eru hugmyndir okkar æði reikular, þegar við hyggjumst skilgreina hið innra frelsi, sem hlýtur að vera einn hornsteinn hamingju okkar Við vitum að a'lls kyns taumleysi hneppir menn í fjötra. Hvemig öðlumst við þá þetta irmna frelsi? Eitt bezta svarið, sem ég hefi heyrt er á þessa leiö: „Agi er gjaldið, sem þú verður að greiða fyrir frelsið”. Maðurinn, sem mótaði og birti þetta svar ritar ennfremur: „Sjálfsa'ginn gerir þig frjálsan — frjálsan frá harðstjórn sljóleika og deyfðar, frá andlesri og líkamlegri upp- lausn og frá illum venjum. Getir þú agað þig, stiórnað þér sjálf- um eru ytri boð og bönn ekki iengur nauðsvnlea til viðmiðun- ar“ En þessi ski'greining hans nær ekki nógu la'nat, hún getur ekki grundvallarins, bess Kfs- -brót.tar, sem trúin á Drottin Jesúm veitir okkur. til þess að ná þessum tökum á okkur sjálf- um. Án bænar er bað ómögu- legt, bví ,.svo er án bænar sálin snauð. siónlaus, köld. dauf og rétt steindanð" - Þessi full- . vrðing sr Hallaríms Péturssonar hefuAnð rök að st.vðiast. Á þa'ð bendir sana liðinna tíma og líð- andi stundar Votta bess sann- ifiika bekkinm við kristnir menn. Minnumst be=s. unau vinir. að Jesús. hefnr áhvnoiur af okkur öllum. bæði ungum og ö'dnum. Fn ha'nn vonar. að bið vaknið tfl lífs í trú hann vU] trfivcta vkk- ur tii bess að gera heiminn betri. Öll skulum við biðja, að svo mpai verða. Á hinum fornfræga og fagra stað, Laufási viö Eyjafjörð, er riú sóknarprestur sr. Bolli Gústafsson, Hann ritar hug- vekju kirkjus’iðunnar £ dag sem hann nefnir: Til þeirra sem ungir eru. En hún á samt engu síöur erindi til hinna fullorcnu. Sr. BoIIi er fæddur á Akureyri árið 1935 Norðlendingur að ætt og uppruna. Hann lauk þar stúdentsprófi tvítugur og kandi- datsprófi í guðfræði árið 1963. Sama ár varð hann prestur i Hrísey og var vígður 24. nóv- ember Síðan 1966 hefur hann verið prestur T Laufási. Sr. Bolli er afburða drátthag- w og hefur mikið lagt fyrir sig skreytingar bóka og blaða. Tvær sýningar á teikningum sínum hefur hann haldið á Akureyri. Myndin á þessari síður af Lauf- ási er teiknuð af honum Kona sr. BoIIa er Matthildur Jónsdóttir, loftskeytamanns i Reykjavík Matthíassonar. Myndin af sr. Bolla, sem fylg- ir þessari hugvekju ér tekin í Laufáskirkju. Sú kirkja va'r reist árið 1865. Yfirsmiður við hana vár Tryggvi Gunnarsson en hún var byggð í prestskapartVð sr. Björns Halldórssonar, hins kunna sálmaská'ds sem hélt Laufás árin 1852 — 1882 Af ýmsum góðum gripum Laufás- kirkju ber prédikunarstóllirin af. Hann er hinn merkasti gripur, með útskornum myndum postul- anna. En kirkjan er ekki það eina á Laufásstað, sem þar ber vitni um verk Tryggva Gunnarssonar. Að kórbaki stendur hávaxið og laufmikið reynitré sem hann gróðursetti á leiði foreidra sinna. Er þetta talinn einn elzti reyni- viður hér á landi. Þann 1. ágúst 1965 var aldar- afmælis Laufáskirkju minnzt með veglegri kirkjuhátíð Þar komu saman um 300 manns. Voru það fjölmennir afkomend- ur margra Laufáspresta, sem færðu kirkjunni fagrar og dýr- mætar gjafir:

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.