Vísir - 13.09.1971, Blaðsíða 3

Vísir - 13.09.1971, Blaðsíða 3
3 V í S IR . Mánudagur 13. september 1971. í MORGUN ÚTLÖNDÍMORGUN UTLÖND I MORGU „Eftirlaunamaðurinn jarðaður í Moskvu í I MORGUN UTLÖND // Nikita Krústjoff, fyrrum forsætisráðherra Sovétríkj anna verður jarðsettur í dag í Novodevitsjij graf- reitnum í Moskvu. Engar frekari upplýsingar höfðu verið gefnar í morgun um jarðarförina. Það var t.d. ekki vitað hvort einhverjir núverandi leiðtoga Sovét- ríkjanna mundu verða við- staddir. Jarðarförin á að fara fram um hádegið í dag. Krústjoff andaðist fyrir hádegi á laugardag, 77 ára að aldri. En sovézka þjóðin fékk ekkert að vita um andiátið fyrr en mánudagsútgáf an af Pravda kom út seint í gær- kveldi. Þar var andlátsins getið f stuttri athugasemd, án fyrirsagnar og án myndar. Þar stóð, að „hinn hciðraði eftirlaunamaður", Nikita Krústjoff, hefði látizt eftir alvarleg an og langvinnan sjúkdóm. Fréttin um andlátið hafði hins vegar þegar á laugardag breiðzt út um allan heim. Fréttaritarar vest- rærina blaða í Moskvu höfðu frétt af andlátinu frá fjölskylduvinum K ústsjoffs. Banamein hans var hjartaslag. Grafreitur Krústjoffs er í garði utan við gamalt klaustur í miðri Moskvu og er hinn næstfínasti í Sovétríkjunum, næst á eftir Kreml sjálfu. Þetta er talið merki um, að að valdhafar Sovétrtkjannt líti á Kristjoff sem persónuieysingja, en það orð nota sovétsérfræöingar um þá stjórnmálamenn þar f landi, sem falla í ónáð og sem menn horfa fram hjá, að séu einu sinni til. Krústjoff var vikið frá völdum fyrir sex árum og ellefu mánuð- um. Svo viröist sem hin opinbera skoðun, að hann hafi stundað létt úðuga pólitík, hafi verið samþvkkt af almenningsálitinu þar eystra. — Fólkið á götunni tók andláti hans af tilfinningaleysi, eins og þvf stæði á sama. Fréttin í Pravda í gærkvöldi hljóðaði svo: „Miöstjórn sovézka kommúnistaflokksins og ríkisstjórn Sovétrfkjanna kunngera í sorg, að hinn heiðraði eftirlaunamaður, Nik ita Krústjoff, lézt 11. september á 78. aldursári eftir alvarlegan og langvinnan sjúkdóm. Hann var áð- ur formaður kommúnistaflokks Sovétríkjanna og forsætisráðherra." Fréttin er undirrituö af miðstjóm inni og ríkisstjórninni. Nikita Krústjoff Ný stjórnarskrá og ný stjórn Egypta Forsætisráðherra Egyptalands, Mahmoud Fawzy, byrjar í dag við ræður við stpjórnmálamenn um endurskipun stjórnar sinnar. Fyrri stjórn hans sagði af sér í gær, en ekki er búizt við verulegum brevt ingum á henni. Afsögnin var fyrst og fremst formsatriði vegna hinnar nýju stjómarskrár, sem samþykkt var með nær öllum greiddum at- kvæðum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hin gamla stjóm mun verða við völd 'i nokkra daga enn, meðan ver iö er að mynda nýju stjómma. Búið er að telja f þjóðaratkvæða greiðslunni og fékk nýja stjómar skráin 99,9% atkvæða, eins og tíðk ast yfirleitt f þeim ríkjum, þar sem aðeins einn stjómmálaflokkur fær að starfa. 1 stjórnarskránni er gert ráð fyrir auknu frelsi borgaranna og auknu réttaröryggi. Nýja stjómar- skráin var samin aö tilhlutan An- war Sadat, forseta Egyptalands. BQRMANN SOYÉZKUR NJÓSNARI Kenning Gehlens fær stuðning Kona, sem einu sinni vann f utanríkisráðuneyti Hitlers í Þýzkalandi, hefur iagt eið að þeim vitnisburði sínum, að hún hafi séð varamann Hitiers, Mart in Bormann f haldi sovézka hers ins 1945, þegar þriðja ríkið féll. Konan, sem er 76 ára götnul segist hafa séð Bormann þegar hann var í yfirheyrslum hjá Sov étmönnum í Moabit fangelsinu . Berlín að lokinni stvrjöldinni. Hún sagði líka að sovézkur liðs- foringi hefði sagt sér seinna, að Bormann hefði verið sendur til Sovétríkjanna. Þessar upplýsingar gaf konan í tilefni bókar, sem Reinhard Gehl en, fyrrum yfirmaður vestur- þýzku leyniþjónustunnar hefur gefið út. Þar er því haldið fram að Bormann hafi verið njósnari Sovétríkjanna á styrjaldartíman um og að hann hafi eftir stríðið verið fluttur til Sovétríkjanna. Bormann hvarf á sínum tíma skyndilega úr neðanjarðarbvrgi Hitlers á síöustu dögum þriðja ríkisins. Síðan hefur almennt verið talið, að hann hafi flúið til Suður-Afríku og'stöðugt eru aö birtast fréttir um, að vart hafi verið við hann í Paraguay og víðar. Upplýsingar konunnar koma heim og saman við bók Gehlens. í bókinni segir frá þvf, að njósna varnir Þýzkalands hefðu komizt Martin Bormann að því, að einhver í innsta hring Hitlers væri njósnari fyrir Sov étríkin, en gátu ekki fundið rétta manninn. Annar þekktur maður, vígbúnaðarráðherra Hitl ers, Albert Speer er á sama máii og Gehlen. Hann segir að leki hafi verið í innsta hringnum og honum þyki Bormann líklegast ur. Gehlen segir, að Bormann hafi látizt fyrir tveimur árum í Sovét ríkjunum.' Gehien hefur verið heimilað aö bera vitni um málið fvrir sérstökum rannsóknar- dómara. FANGELSID A VALDI FANGA í ÞRJÁ DAGA Fangar þeir, sem gerðu uppreisn I rikisfangelsinu í Attica í New York ríki, höfnuðu i gærkveldi nýju friö artilboði frá yfirvöldunum og létu greinilega á sér skilia að þeir mundu halda hinum 38 gíslum sin- um, unz komið hefði verið til móts við aiiar kröfur þeirra. Fangauppreisnin hófst á föstudag inn og kostaði eitt mannslff. Þar var fangavöröur, sem lézt af meiðsl um þeim er hann fékk, þegar hon- um var kastað út um glugga á fangelsinu. Yfirvöldin höfðu komið á fót sáttanefnd, sem í sátu ýmsir ó- breyttir borgarar, þar á meöal leið togi Svörtu hlébarðanna, Bobby Seal. Þau tjáðu nefndinni, að um tvo hluti væri ekki hægt að semja, um uppgjöf saka fyrir glæpaverk, unnin í uppreisninni, og um brott- flutning fangelsisstjórans, Vincent Manusco. Yfirvöldin vilja ganga til móts við allar aðrar kröfur fanganna, en föngum þykir það ekki nægilegt. — Fangarnir, sem þátt taka í upp- reisninn', skipta hundruðum. Þeir hafa nú haft hluta fangelsisins á sínu valdi í þrjá daga. Tízkuverzlun ungu konunnur, Kirkjuhvoli Haastvörumar konrnar! Siðbuxur (nýtt snið), kjólar, blússur frá kr. 695 (Hans Metzén), peýsur og sportsokkar. (Sundföt íyrir trimmara og sólarföt fyrir Spánarfara) FANNÝ, tizkuverzlun ungu konunnar, Kirkjuhvoli — Simi 12114

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.