Vísir - 13.09.1971, Blaðsíða 9

Vísir - 13.09.1971, Blaðsíða 9
VÍSf'IR. Mánudagur 13. septemner 1971. Hinar nýju fangageymslur lögreglunnar fyllast á hverri nóttu. eftir á í meðaumkvunartón. Af- ieiöingin af þessu segir líka til sín. „ÞaS eru hverfandi fá þau at- vik sem koma til kasta lögregl- unnar,- og eru ekki tengd ölv- un,“ segir Bjarki Elíasson, yfir- lögregluþiónn „Ef frá eru tek- in umferðarslys, umferöar'aga- brot og vinnuslys, þá eru inn- brot þjófnaðir,' skemmdarverk, óeirðir ófriður á heimilum — og svo enn alvarlegri afbrot, — eins og líkamsmeiðingar og árás- ir — nánast öll framin í ölæði eða undir áhrifum áfengis. Annað hvort það eða í geðbi'un. — Ef ekki er um annað að ræöa af því tvennu, þá heyrir það til algerra undantekninga, svo fárra, að mig rekur ekki minni til neinna i augnablikinu." Svo að við annríki af fylliröft- um, sem hirða þarf ósjálfbjarga upp af götunni, eða fjariægja þaðan sem þeir eru öðru fólki tij ama. bætist svo meginþorri flestra afbrota. Að langmestu leyti eiga því verkefni lögregl- Magnús Kjartansson, lögreglu- maöur: — Refsingar fyrir ölvun við akstur tel ég vera nægar eins og er. Hins vegar mætti kannski herða eitthvað á refs- ingum fyrir líkamsárásir og þv*i um líkt. þvottamaður: — Nei ekki nógu hart. Það er líka fjári hart, að vita margfalda afbrotamenn, bæði líkamsárásaseggj og inn- brotsþjófa ganga lausa Það er varla. að við þeim sé stuggað, hvað þá meira. Hindrik Lárusson: — Það skal ég ekki segja um, en það liggur í augum uppi, að herða beri refsingar til muna við endur- tekin brot. Hvaa eftir annab tiggur v/ð ab kalla þurfi út varalib lögreglunnar vegna 'ólvunar á almannafæri „Það hafa orðið milli 60 og 70 útköll í nótt í sambandi við ölvun,“ sagðí Greipur KristjáTis- son. lögregluvarðstjóri á laug- ardagsmorgun s.l. Það býðir, að á sex mínútna frest á nælurvaktinni bafa lög- regluþjónar orðið að sinna köll- um vegna ölvaðra manna. Um hverja helgi að undan- förnu hafa fyiliraftar næstum drekkt lögreglunni í önnum með hneykslanlegu framferði, eða ýmsum afbrotum. sem þeir hafa framið f ölæði. Hverja nótt í kringum helgar fyllist fangageymslan í nýju lögreglustöðinni af ölvuðum mönnum, sem löreglan hefur orðið að taká úr umferð á kvöld. in og á næturnar. Oft kveður svo rammt að þessu, að yfirmenn lögreglunnar hafa verið komnir á fremsta hlunn pieð að kalla út varalið. Þessi helgi er engin undan- tekning, aðeins ein af mörgum. Um helgina áöur voru 28 menn .settir í fangageymsluna aöfara- nótt iaugardags, 34 aðfaranótt sunnudags, 22 aðfaranótt mánu- dags og 22 aðfaranótt þriðju- dags. Fyrir tveim eða þrem árum þóttj kasta tólfunum ef ölvun var svo mikil um helgi, að setja þurfti 22 eða 23 menn inn í fangakiefa. Og þar af voru þá kannski fjórir, fimm svonefndir ,,fastagestir‘‘ lögreg'unnar. Rón- arnir, sem bókstáflega neyddu lögregluna til þess að setja þá f fangageymsjurnar, þegar þeir höfðu ’i ekke’rt annað húsnæði að venda. Nú eru þeir ekki Ikngur í þessum hóp, síðan skotið var sérstöku skjólshúsi yfir þá. Þessi fjoidi drukkinna manna og kvenna gefa nokkra hugmynd um drykkjuskapinn hér í borg- inni um he'gar, því aö sjálfsögðu er ekkj gripið til slíkra óyndis- úrræða að læsa menn inni nema í hreinni neyð, og þar af leið- andi áðeins þeir verstu teknir. Hinir eru margfalt fleiri, sem eru kannski jafn drukknir, en ggra ekkert af sér. Þö hefur lögreglan afskipti af miklu fleiri ölvuðum mönnum en þeim sem stinga þarf í grjótið. Margur góðborgarinn, sem fengið hefur sér fullmikið neðan i því, og því ekki kunnað fótum sínum for- ráð, hefur komið heim til sín studdur af lögregluþjóni, sem sá aumur á honum og enö fleiri hafa fengið far með „Svörtu Mar'iu“ — fangaflutningabíl lög- reglunnar. En gleggst ber augað vitni því hvernig Bakkusarblótið fer fram. Eigi maður ferð um mið- bæinn eftir kl. 10 á kvöldin, eru næstum 3 af hverjum 10 veg- farendum, sem á veginum veröa greinilega ölvaðir, — Þeir, sem snemma sækja vinnu sína á morgnana sjá á leið sinni í gegnum miðbæinn syngjandi, dansandi, röflandi og bölvandi drykkjulýð, sem enn er ekki far- inn að taka á sig náðir um kl. 6 á morgnana. Og svo eru auðvitað alltaf verksummerkin; Brotnar flöskur eins og hráviði um götur og gangstéttir. Skemmdarverk á mannvirkjum blasa við. Og kvöldverður eða næturbiti ým- Lögregluþjónar leióa drukkinn hefur verið öðrum tíl ama. F. Clausen, menntaskóla- kennari: — Fyllilega, ef miðað er viö reglur sem gilda víða er- lendis. Annars er erfitt að miða áfengisdrykkju við áfengis- neyzlu erlendra. íslendingur má ekki drekka meira en tvö glös til að verða ískyggilegur, en þar sem heitara er, svita þeir er drekka alkanum strax út Hörður Magnússon, verkamað- ur: — Ég þekki ekk; nógu vel til refsilaganna til að geta sagt um það. Vjj bara segja þaö, að þaö er aldrei of hart tekið á ölv- un við akstur. issa liggur hálfmeltur í klessum í göturæsum. Og afköstin á vinnustöðunum daginn eftir (ef ekki er frídag- ur) og ástundun vinnufólksins mætti l'ika telja til verksum- merkjá nætursvallsins Jafnt hjá hinum líka, sem ekki kom blund ur á brá fyrrihluta næturinnar, vegna hávaðans utan af göt- unni. Eittþvað hlýtur líka að verða af því áfengi, sem afgreitt er út úr vínbúðunum, en þær seldu á fyrstu sex mánuðum þessa árs (um land allt) fyrir kr. 483 milljónir næstum þvL.meðan á sama tíma í fyrra seldist fyrir kr. 368 milljónir og 500 þúsund. Munurinn liggur þó að nokkru í verðhækkun. Sennilega á Reykjavík heims- met í ofurölvun borgara sinna, ef reiknað yrði eftir gömlu höfða tölureglunni. Enda hvergi slíkir drykkjusiðir, þar sem menn sloka í sig görótta drykki eins og kálfar svolgra ’i sig úr dalli. Það er ekki einu sinni að menn kunni sér magamál. Um vínmenningu er því ekki að tala. Einkanlega ekki þegar almenningsálitið leggst frekar á sveif með því, að menn drekki frá sér ráð og rænu. Því mönn um er ævinlega virt þáð til vor- kunnar, þótt þeir drýgi verstu glæpi, ef þeir bara háfa framið verkið í ölæði. — „Hann var fullur, greyið. og vissi ekki hvað hann var að gera,“ segja menn unnar upphaf sitt i flöskustút einhvers staðar. Eitt algengasta lögbrotið, sem var bein áfleiðing eða hliðar- verkun af drykkjuskapnum, var áfengissmygl og leynivínsala. Hér fyrir fimm árum var önnur hver vinflaska, sem tekin var af drukknum manni, ómerkt á- fengiseinkasölu rikisins. Og alil- margar þeirra reyndust smygl- varningur. Nú oröið ber þetta sárasjaldan við, en samt hefur frekast aukizt fjöldi þeirra ö!v- aðra manna, sem lögreglan þarf aö hafa afskipti af á hverri nóttu. Svo einkennilega vill til. að einhver umsvifamesta leyniv'in- sa'la. sem lögreglan hefur haft afskipti af og dregiö fyrir dóm, dró á sínum tíma nokkuð úr þvi annríki, sem lögreglan hefur af ofurölvi fólki á almannafæri. Það voru næturklúbbarnir, sem spruttu hér upp eins og gorkúl- ur í Reykjavík, og ráku ólöglega vlnsölu. Þeir drógu til sín inn fyrir veggi þá, sem annars héngu úti á götu og ráfuöu um bæinn um nóttina öðrum til ónæðis og ama. Meðan rekstur þeirra stöð sem hæst, bar mikið minna á ölvuðum mönnum á almanna- færi. Hins vegar jókst kannski ónæðj næstu nábúa í grennd viö klúbbana. Þegar svo þessum klúbbum vár lokað færðist drykkjan út á götuna aftur. — GP — Finnst vður nóau hart tekið á þeim, sem brjóta af sér undir áhrifuíii áfengis?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.