Vísir - 27.09.1971, Síða 3

Vísir - 27.09.1971, Síða 3
V 1 S I R . Mánudagur 27. september 1971. í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Batnandi horfur á samkomu lagi í gjaldeyrismálunum Umsjón Haukur Helgason Horfurnar á lausn gjaldeyr I fundur alþjóðlega gjaldeyr iskreppunnar virðast hafa issjóðsins í Washington, — batnað, og í dag hefst árs þar sem gjaldeyrismálin I verða efst á baugi. ÖFLUG KJARNORKU- > SPRENGING 'I MORGUN Ein öflugasta neöanjarðarspreng- ing, sem um getur, kom fram á jarðskjálftamælum í Uppsölum í morgun. I>ama var um kjamorku- sprengingu að ræða. Sprengingin átti upptök klukkan ?jö að sænskum tíma nálægt Novaja Semlja í Sovétríkjunum og afl hennar náöi 6,7 stigum á Richt- ermæli. 14. október í fyrra mældist ámóta sprenging, sem einnig átti upptök sín á Novaja' Semlja-svæð- inu. Rússar hafa á hverju hausti á undanförnum árum sprengt margar kjarnorkusprengjur neðanjarðar á þessu svæði. Sprengingin nú samsvarar mörg- um megatonnum. Aö vísu munu hvorki Bandaríkin né önnur ríki í svokölluöum tíu ríkja klúbbi hafa breytt afstöðu sinni að ráði á fundi sínum nú um helgina, en heimildarmenn frétta stofa fullyrða, að vonir hafi glæözt mikið á fundinum. John Connaly fjármálaráðherra Bandaríkjanna hefur sýnt meiri sáttfýsi en áður. Hann sagði á blaða mannfundi 1 gær, að Bandaríkja- menn væru tilbúnir að semja um málið og vera „sveigjanlegir" eftir^ þörfum. Bandaríkjamenn leggja áherzlu á, að gjaldeyrisvandamálið verði að leysa, með þvi að ýmis önnur riki hækki gengi gjaldmiðla sinna og þá einkum Japan. Hins vegar er það krafa annarra ríkja, að Bandaríkin felli gengi dollarans miðað við gull, jafnframt þvi sem gengi annarra gjaldmiðla hækki. Verði allir aðilar að fóma nokkru til, ef takast eigi að leysa þann mikla vanda, sem við er að glíma og koma á jafnvægi milli gengis gjaldmiðla. Connally orðinn sáttfúsari. Veit ekkert um heilsu Maos — segir bandariski læknirinn, sem var sagður annast Mao sjúkan Bandariski hjartalæknirinn dr. Paul Ehidley Wlhite sagði við komuna til Hongkong í morgun, að sér væri aBs ókunnugt um heilsufar Mao Tse Tungs. Orð- rómiur hefur verið uppi undan- fama daga þess efnis, að dr. White hafi verið við sjúkra- beð Maos. Dr. White er 85 ára, og hann hefur ferðazt um Kínverska ai- þýðulýðveldið með konu sinni og öðrum bandarískum hjarta- sérfræðingi, Dr. Edmund Grey Dimond og konu hans. Kínversk læknasamtök buðu þeim til Kína. Dr. White kveðst ekki hafa hitt neinn af forystumönn um í stjómmálum á hinni tölf daga för sinni. í fyrsta sinn á erlenda grund Híróhító Japans-keisari og Nagako keisaraynja komu í morgun til Anchorage í Alaska, og tók Nixon for seti á móti þeim. Þetta er fyrsta sinn í sögunni, að japanskur keisari stígur fæti á erlenda grund. Keisarinn ætlar að heimsækja sjö rík; í Evrópu. Nixon lagði áherzlu á þaö í ræðu, að hlutverk Japans á alþjóðavett- vangj verður sífellt stærra. Hann sagði, að heimsók keisarans væri tákn vináttu Bandaríkjanna og Japana. Híróhító ræddi í sinnj ræðu um vináttu þjóðanna. Japanir þökkuðu Bandaríkjamönnum alla þá aðstoð, sem þeir hefðu veitt Japönum eftir aðra heimsstyrjöldina. Eftir viðhafnarmikla móttöku athöfn héldu Nixon og keisarinn einkafund 4- MUNID RAUÐA KROSSINN Híróhító mjög þakklátur Bandaríkj amönnum. ÆTLA RÚSSAR EKKI AÐ REKA JAFN MARGA? Nemar í járniðnaði Viljum ráða nokkra nema ' járniðnaði. HAMAR H.F. — Bretar i Moskvu biða eftir brottvisun Brezkir drplómatar í Moskvu bíða í dag spenntir eftir fréttum um, að þeim sé vísað úr landi í staðinn fyrir brottvísun fjölmargra sovézkra diplómata frá Bretlandi. Stjóm Sovétríkjanna tilkynnti brezku stjóminni í gær, að hún telji óhjákvæmilegt annað en að svara i sömu mynt, ef brezk stjómvöld breyti ekki þeirri ákvörðun sinni að vísa 90 Rússum úr landi og neita 15 öðrum, sem hafa verið í leyfi í Sovétríkjunum, um leyfi ta að snúa aftur til Bretlands. Bretar hafa veitt því athygli, að í mótmælaorðsendingu Sovétstjóm arinnar var ekki getið um fjölda Rússanna, sem hafa verið gerðir brottrækir. Tala er heldur ekki nefnd í sovézkum fjölmiðlum, og þykir þetta benda til þess, að Sovét stjómin ætli sér ekki að vísa úr landi jafn mörgum Bretum og Bretar hafa vísað úr landi. í brezka sendiráðinu í Moskvu eru 78 starfsmenn, þar af 40 dipló matar. Alls eru um 400 brezkir kaupsýsl'umenn, tæknimenn og verkfræðingar í Sovétríkjunum um þessar mundir, auk milli 20 og 30 stúdenta og 10 blaöamanna. Sir Alec Douglas Home utanrík- isráðherra Breta og Andrei Gromyko utanríkisráðherra Sovét- ríkjanna munu ræða mál þettea I New York í dag. Fréttamenn telja, að sovézka stjórnin muni ekki taka neina endanlega ákvörðun, fyrr en þeim fundi er lokið. Ráðherrarnir eru staddir i New York til að sitja þing Sameinuðu þjóðanna. í mótmælaorðsendingu sinni i gær hélt sovézka stjómin því frar.i, að brottvísun diplómatanna sé úthugsuð tilraun til að grafa undan frumkvæði því, sem Sovét- ríkin hafi í tilraunum til að draga úr viðsjám i Evrópu. Þar segir, að brezka stjórnin hafi fylgt stefnu, sem geri sættir erfiðar, einkum í Evrópu. Málgagn sovézka komm- únistaflokksins Pravda segir, að ríkisstjórn íhaldsflokksins í Bret- landi reyni að „synda móti straumi sönunnar og vinna gegn eðlilegri þróun í Evrópu“. Bretar hafa rekið Sovétmenn úr landi, af því aö þeir staðnir að víðtækum njósnum. Járniðnaðar- msnn og aðstoöarmenn í járniðnaði óskast strax. Upplýsihgar gefur yfirverkstjóri. HAMAR H.F. V

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.