Vísir


Vísir - 27.09.1971, Qupperneq 5

Vísir - 27.09.1971, Qupperneq 5
V Í, S I R . Mánudagur 27. september 1971. Ármmn kom á óvart — vann IR Ármann kom talsvert á ó- vart í Reykjavíkurmðtinu í handknattleik í gærkvöldi og sigraði ÍR í meistara- flokki karla með 14—12. — Þau úrslit voru óvænt fyr- ir flesta, en sigur Ármanns var verðskuldaður og ÍR- liðið íék talsvert undir getu. Þó var ekkert í byrjun, sem benti til þess, aö Ármann mundi sigra í þessari viöureign félaganna. ÍR-ingar skoruöu tvö fyrstu mörkin og sigidu hægt og bítandi framúr, komust í 5—1 og 6-2. En loka- kaflj fyrri hálfleiks var Ármanns og þöinu tókst að breyta stöðunni V 7—6 fyrir hlé. Framan af síðari hálfleik tókst IR-ingum ekki aö finna smugu á vörn Ármanns — en næstum hvert skot Ármenninga hafnaði í marki slakrar markvörzlu ÍR. Staðan breyttist úr 7—6 fyrir ÍR i 11—7 fyrir Ármann og þá var greinilegt að hverju stefndi. Að vísu tókst ÍR-ingum að minnka muninn undir lok leiksins, en sigur Ármanns var þó aldrej í hættu. ÍR lék ekkj með sínu bezta liði og munaði þar mestu að landsliðs- maðurinn i knattspyrnu, Ásgeir Eliasson var ekki með, en oftast stjórnar hann öllum leik liðsins. Sumir leikmenn liðsins létu líka skapið hlaupa með sig í gönur, þeg ar halla fór undan fæti. Ármanns- liðið er liðlegt, en varla líklegt til stórræða. — hs’im. Eins marks forusta ætti I ^æmt JT a Möltu — sigraði írland 4-3 i gær, en sá sigur átti að vera stærri Það er ekki vafi á því, að ísland er að eignast mjög gott lið ungra knattspyrnu manna. ísland vann írland í Evrópukeppni unglinga- liða, 18 ára og yngri, á Laugardalsvellinum í gær með 4—3, en sá sigur var of lítill eftir gangi leiks- ins og íslenzku piltarnir misstu niður mjög gott for skot í hálfleik 4—1. — 2ja til 3ja marka munur hefði verið sanngjarn, en þetta eina mark, sem nú er, ætti þó að duga, þegar liðin mætast öðru sinni í Dubl- in 20. október. íslenzka liðið var næstum eins skipað og á Skotlandi í sumar, þegar það vann þar frægan sigur — og leikmenn mun yngrj flestir, Auglýsið í Vísi en hinir írsku mótherjar þeirra. Margir léku mjög vel og fáir ef nokkur betur, en Gunnar Örn Kristjánsson (Vikingi) og þessj 16 ára piltur sem frægur er orðinn fyrir tugi marka á hverju leiktíma- biii undanfarin sumar, skoraði þrjú fyrstu mörk leiksins. En liðið var þó ekki í þessum leik eins heil- steypt og oftast áður í sumar, og írar fengu auðveld mörk vegna varnarmistaka. íslenzka liðið byrjaði mjög vel og eftir aðeins 3 mín. lá knöttur- inn f marki íra. Og hvílíkt mark. KR-ingurinn Ottó Guðmundsson lék upp með endamörkum og gaf vel út í vítateiginn til Gunnars, sem skoraði viðstöðulaust með slíku þrumuskoti, að markvörður Ira vissj ekkert hvaðan á sig stóð veðr- ið. Islenzka liðið var miklu sókn- djarfara framan af og sáralitlu munaði, að bæði Stefán og Ásgeir skoruðu, áður en Gunnar skoraði sitt annað mark á 18. mín. Þá var gefi langt fram í vítateig — Ásgeir átti í einvígi við markvörðinn og frá þeim barst knötturinn til Gunn ars sem ekki var seinn að senda hann yfir markvörðinn í autt mark- ið 2—0. Og enn liðu aðeins örfáar mínút- ur og staðan var orðin 3—0. Fyrir- liðinn Gíslj Torfason, fslandsmeist- ari frá Keflavík. átti þá eitt af sín- um lönau innköstum — knötturinn fór ti! Gunnars Arnar og með föstu skoti afgreiddi hann knöttinn í netið. Á 31. m'in. tókst hægri inn- heria íra að minnka muninn i 3 — 1 eftir gróf varnarmistök. en Ásgeir Sigurvinsson (ÍBV) sá leikni piltur (16 ára) fékk knöttinn á 36. mín. eftir sendingu Stefáns og skoraöi með fastri jarðarspyrnu f mótstætt horn. 4—1. • Forustan var þvi góð í hálfleik — en á stuttu millibili tókst írum að minnka þann mun niður í 4—3. Fyrst skoraðj miðherjinn á 11. m’fn. og þremur mín. síðar sendi hægri kantmaðurinn knöttinn í netiö — hvort tveggja eftir slæm mistök, auk þess, sem markvarzla var eng- inn. Þá voru breytingar gerðar á liðinu, Ársæll. ÍBV, kom í markið — en það skrítna var, að Ásgeir Ólafsson var settur í framl’muna í stað Gunnars Haraldssonar (Fram) en jafnsterkur leikmaður og Adolf Guðmundsson sat á varamanna- bekkjum allan leiktfmann. Það voru mistök. En þrátt fyrir þessa köldu gusu, náði ísl. jiðið sér aftur á strik og var tvívegis óheppið að skora ekki. Stefán Halldórsson (Wking) átti hörkúskalla á mark, sem varnar- manni tókst að bjarga á marklínu, og Stefán skallaðj einnig mjög vel til Ásgeirs, sem spyrnti yfir í opnu færi. Sigur íslands hefði átt að vera meirj og það er táknrænt fyrir hve liðið er gott, að Gíslj Torfason oft- ast bezti maður íslandsmeistar- ana frá Keflav'ik í sumar, ber ekki af í þessu liði. Þar eru margir stórskemmtilegir piltar — Ásgeir, Gunnar Örn, Stefán, sem er mjög fljótur og með betrj skalltækni en aðrir. En varnarleikurinn var ekki góður í leiknum og þar lék Þor- varður Höskuldsson aðeins af venjulegri getu. Markvarzla Árna Þeir skoruðu mörk íslands f landsleiknum, Ásgeir Sigurvins son, ÍBV, og Gunnar Öm Kristj ánsson, Víkingi, til hægri, en hann skoraði þrjú fyrstu mörk leiksins. ► Stefánssonar var slök — og mið- vöröunum báðum urðu á mistök, og kom það á óvart hjá þeim sterku leikmönnum. írska liðið er skipað allleiknum strákum. en þó margir þeirra séu í enskum atvinnuliðum, hafa þeir ekki líkamsstyrk á við ’islenzku piltana, sem þó flestir eru yngri. Viðureign liðanna í Dublin ætti aö geta orðið skemmtileg — en ísl. liðið á ekki að tapa þar þeirri for ustu, sem það hefur náð. Dómari í leiknum var skozkur — mikill flautari, en dómar hans margir orkuðu tvVmælis. — hsím. Akurnesingum gekk ekki vel Evröpukeppnl moistaraliða, i þegar þeir léku vlfc Sliema , Wanderers á Möltu í gærdag. ' Úrslit *urðu þau, að Möltuliðið Isigraði með 4—0 eftir að 1—0 I stóð í hálfleik. Fnamlína Akurnesinga átti! I slæman dag að þessu sinni og' ' náði sér aldrei á strik. Varla ( I var hægt að tala um, aS Ak | | urnesingar fengju tækifæri til, I að skora í leiknum. Beztir i liði þeirra voru framverðimir | I Jón Alfreðss. og Har. Stur-1 | laugsson. Hiti var mikill, þegar 1 I leikurinn fór fram, yfir 25 stig ' og var völlurinn slæmur.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.