Vísir - 29.09.1971, Síða 1
61. árg. — Miðvikudagur 29. september 1971. — 221. tbl.
ísland vill sparka millj-
ónum úr SÞ fyrir Kína
• Leiðari Vísis í dag fjallar um þá hugarfarsbreytingu til Kínamálsins, sem varð við stjómar-
slciptin. íslendingar hafa nú ákveðið að skipa bekk með þeim þjóðum, sem vilja fóma hags-
munum smáríkisins Formósu með 15 milljónum íbúa til að þóknast kröfum Kínastjórnar með
sína 700 milljónir þegna. Með þessu erum við að stuðla að valdbeitingarstefnu gagnvart smá-
rikjum, en slík stefna getur hitt okkur sjálfa fyrir seinna, því varla verðum við taldir stórir í
þessum klúbbi þjóðanna. Nánar um nýtt siðgæðismat stjórnvalda í Ieiðaranum. SJÁ BLS. 8.
Kvöldsala
áfram á
Nesinu
Seltjamarneshreppur hefur
ekki verið eins uppvægur fyrir |
opnunartimamálinu og Reykja- |
vikurborg og hefur vísað frá (
beiðni um svipaða reglugerð og
samþykkt hefu,- verið í Reykja- i
vík. — Þeir gleymnu eða þeir,
sem fá skyndilega gesti í heim
sókn eftir lokun í Reykjavík
geta því verzlað fram eftir kvöldj
á Nesinu eins og víðar í ná-
grenni Reykjavíkur eftir 1. okt.
Sjá bls. 6
„Eru
rollurnar
heilagar
kýr?"
— Sjá bís. 6
Óskemmti-
legt í P-
verksmiðj-
unni
Það runnu tvær grímur á
starfsfólkið í einni „Pillu“-verk
smiðjunni í Danaveldi nýiega,
þegar í ljós kom, að karimönn
um voru farin að vaxa brjóst
en konum skegg. — Nú hefur
loftræstikerfið verið bætt og
' vaktimar styttar. — Svo er það
I „Dýrlingurinn", sem leysir frá
skjóðunni og skýrir frá duldum
! „komplexum“ æsku sinnar, þeg
ar hann var stór, feitur og slapp
| % og var sagt við hann „þú
verður aldrei leikari."
Sjá bls. 2
í____________________
i. C
Gúmmítékkar
notaðir eins
og skiptimynt
i Þeir hafa verið margir á þessu
ári, sem hafa fengið „snyrtilega
orðuð bréf“ frá Seðlabankanum
á þessu ári vegna ofnotkunar
tékkaheftisins. Um þessi mál
er fjallað rækilega í dag.
Sjá bls. 9
Ráðuneytið neitar að gefa upplýs-
ingar um rússneska sendiráðsmenn
Fleiri en bandar'iskir og brezkir
sendiráðsmenn til samans
íslenzka utanríkis- upplýsingar um húseign
ráðuneytið neitaði að ir þess í borginni, en blað
gefa blaðamanni Vísis ið hafði samband við
upp heildarstarfsmanna- ráðuneytið í gær. Kvaðst
fjölda rússneska sendi- ráðuneytið ekki gefa
ráðsins í Reykjavík og upplýsingar um þetta að
svo komnu máli, en mál-
ið væri í athugun.
Vísir hringdi í gær í rúss-
neska sendiráöið og spurðist
fyrir um fjölda starfsfólks.
Sendiráðið vísaði á islenzka utan
rkisráðuneytið, sem gaf þær upp-
lýsingar að sovézkir diplómatar
í Reykjavík væru 13 talsins og
auk þess 17 Rússar við sendiráð
ið, en engir Islendingar. Hhjs
vegar fékkst ráðuneytið ekk( til
að gefa frekari upplýsingar um
starfsemi sendiráösins, t d. ekki
hvort eiginkonur sendimanna
störfuðu við sendiráðið, hve
margir ynnu við áróðursstofnun
ina Novopni, né heldur upplýs-
ingar um húseignir sendiráðsins
í Reykjavík.
Þess má geta, að bandarískir
diplómatar i Reykjavík eru sjö
og brezkir fimm, þannig að þerr
rússnesku eru fjölmennari en
bandarfskir og brezkir til sam
ans. Vestur-þýzka stjómin hef-
ur fjóra diplómata viö sendiráð
sitt í Reykjavík. —SG
Bókstaflega skin og skúrir
Vonandi verður þetta ekki síðasta góðviðrismyndin, sem hægt
verður að birta í haust. Sólskinið sindraði í Tjörninni í sólskini
gærdagsins og það var sem aftur væri komið sumar. Veðrið hefur
hagað sór einkennilega að undanförnu, bókstaflega skipzt á skin
og skúrlr. Sunnudagurinn var sólskinsdagur, en nú segir Veöur
stofan stopp og spáir skúrum á Suðvesturlandi á morgun.
Hver vill kaupa
rækju af þjófum?
Stálu nokkrum kössum af rækju úr frystihúsi,
og munu sennilega reyna oð gera sér
peninga úr þýfinu
Hefur nokkur boðið þér heila
kassa af rækjum gegn vægu
gjaldi? — Þá skaltu fara varlega
í kaupin, því vísast er, að kass
inn sé stolinn.
I fyrrinótt var brotizt inn í
frystihúsið Isbjörninn á Seltjarnar-
nesi. Komust þjófarnir þar inn um
afgreiðslulúgu og þaðan inn í
frystigeymslu, þar sem geymdar
voru rækjur í 11 kg kössum. —
Þegar starfsmenn frystihússins upp
götvuðu innbrotið söknuðu þeir
nokkurra kassa, en hver kassi mun
vera á fjórða þúsund krónur að
verðmæti.
„Þaö er venja þjófa, sem komast
yfir einhvern varning, að bjóða
hann ódýrt til sölu og gera sér
þannig peninga úr þýfinu. Af því
að þetta eru matvæli, þá er við-
búið að þeir berji að dyrum hjá
matsölustöðum eða jafnvel hjá hús
mæðrum,“ sagði Lárus Salómons-
son, lögregluþjónn á Seltjamarnesi.
„Það er full ástæða til að vara
fólk við þess háttar viðskiptum.
Næsta dag ber lögreglan kannski
á dyr, komin til að sækja vaming
inn og skila honum til réttra eig-
enda, en á meðan em þjófamir
venjulega búnir að eyða peningun
um, sem þeir fengu fyrir þýfiö. Og
þá er þaö kaupandinn, sem ber
skaðann,“ sagði Láms.
Ef fólk verður vart við rækju-
sölpmenn, sem bjóða reyfarakaup,
þá er þaö beðið um aö gera, lög-
reglunni viðvart hið fyrsta. —GP
- SJÁ MYND Á BLS. 10.
, I
Islendingasógur / nýju Ijósi:
Upplausn í kynlífi undirrót
manndrápa i íslendingasögum
Var Iausung í kynlífi og upp-
lausn þess á íslandi undirrót
morða og blóðhefnda, sem sagt
er frá í íslendingasögunum? í
Danmörku er komin út bók um
þetta efni eftir Thomas Breds
dorff.
Bókin nefnist „Upplausn og ást“,
og er aðalkenningin sú, að hefð-
bundið kynlíf losni úr skorðum. Á
ákveðnum tíma sem Islendinga-
sögur greini frá, hafj orðið upp-
lausn i kynlífi. ..Allir vilji sofa hjá
öllum“ Þegar þetta „slys“ nái til
stórs hóps heils landshluta eða
heils lands, sé þjóöarógæfa yfir-
vofandi, tími stórglæpaverka. Þessi
upplausn kalli yfir fólkið afbrýði-
morð og blóðhefndir, og afleiðing-
ar þess.
Höfundur tekur G'isla sögu Súrs-
sonar einkum sem dæmi, þar sem
hvert morðið fylgi í kjölfar annars,
mill; skyldmenna og heimilisfólks,
allt vegna kynferðismála.
Halldór Laxness fjallaði fyrir
skömmu um verkið í grein í danska
blaðinu Politiken og telur það
hafa gildi, einkum þar sem þar sé
fjailað um íslendingasögur með
rökum, sem alþýða manna á okkar
tfmum geti gert sér grein fyrir.
Það hafi verið meingallj á verkum
fræðimanna um þetta efni, aö al-
menningur hafi ekki tileinkað sér
þau. — HH