Vísir - 29.09.1971, Blaðsíða 5
V í S I R . Miðvikudagur 29. september 1971.
5
Reyndu allt til að bæta
markametið, en tókst ekki
var í bikarkeppni
Crewe 1960.
gegn
Tottenham sigraði Keflavik i gærkvöldi með 9:0
— Leikurinn var mikii
e'nstefna að marki Keflvík
iv "a, sagði Þórhallur
Bjömsson, fréttaritari Vís-
is á leík Tottenham og
Keflav. á White Hart Lane,
þegar blaðið hafði sam-
band við hann. Tottenham
skoraði níu mörk í leikn-
um, en þrátt fyrir allsæmi-
legar sóknartilraunir Kefl-
víkinga á köflum tókst
þeim ekki að skora mark.
Leikmenn Tottenham
reyndu mjög til þess að
bæta markamet félagsins á
vellinum, en tókst ekki —
en markametið er 13—2 og
Fyrstu mínútúr Ieiksins voru
jafnar, en síðan fóru yfirburðir at-
vinnumannanna að koma í ljós.
Það var á áttundu mín., sem þeir
skoruðu fyrsta markið. Aian Gilze-
an lék þá upp og sendi knöttinn
fyrir fætur risans Martin Chivers.
sem af stuttu færi skoraði. Mjög
litlu munaöi að Þorsteini Ólafssyni
tækist að verja — hann náði knett
inum, sem þá var kominn nokkra
sentimetra yfir marklínuna.
Keflvfkingar reyndu alltaf að ná
sóknartilraunum, en lögðu ekki ein-
hliða áherzlu á vornina. Á 13. mín.
náðu þeir snöggu upphlaupi og
Gísli Torfason átti skot rétt yfir
markið — mjög góð tilraun hjá
honum. En á 19. mín. skoraði Tott
enham aftur. Ohivers var þá með
knöttinn um 35 m frá marki — en
sendi allt í einu þrumuskot á mark-
ið. og knötturinn hafnaðj í netinu
án þess að Þorsteinn kæmi við
nokkrum vörnum og fagnaðarlæti
áhorfenda, sem voru 23.818 voru
mikil.
Á 24. mín. skoraði hinn ungi
Steve Perryman þriðja markið meö
skoti utan vítateigs, staðan var orð
in 3—0. Rétt á eftir fengu Kefl-
víkingar sína fyrstu hornspyrnu,
sem ekkert varð úr.
Á 34. mín. fékk Þorsteinn mikið
lof frá áhorfendum fyrir mark-
vörzlu. Fyrst varði hann hörkuskot
Chivers af stuttu færi, en knöttur
inn barst til Gilzean, en á einhvern
undarlegan hátt tókst Þorsteini aft
ur að komast fyrir knöttinn.
Á 40. mín. átti Gísli skot á mark,
sem Jennings tókst með naumind
um að slá yfir og svo fengu Kefl-
víkingar þrjár hornspyrnur í röð,
en ekki tókst þeim að koma knett
inum í mark. Á síðustu sek. hálf-
leiksins fékk Ralph Coates knött-
inn og lék upp hálfan völlinn, gegn
um alla vörnina og skoraöi fjórða
markið.
Síðari hálfleikur rófst og leikur-
inn var alljafn framan af, en á '13.
mín, komst Chivers í færi og tókst
Alan Gilzean skoraði tvö mörk á sömu mínútunni í gærkvöld.i Hér skallar hann, lengst til hægri,
í mark á White Hart Lane.
að skalla f mark, Rétt á eftir átti
hann hörkuskot í þverslá og á 20.
mín. fékk Tottenham hornspyrnu.
Perryman spyrnti fyrir markið og
þar náði bakvörðurinn Knowles
knettinum og skoraði 6—0.
Á 32. mín. tókst Gilzean tvívegis
að skora á sömu mínútunni — en
í fyrra skiptið fór knötturinn af
Ingimundi bakverði í markið. Enn
sótti Tottenham og greinilegt að
leikmenn ætluðu sér að slá marka
metið eins og þeir höfðu svo mikið
talað um fyrir leikinn. Staðan var
8—0 og 12 mín. eftir. En Þor-
steinn kom í veg fyrir það — hann
varöi snilldarlega frá Perryman og
Gilzean og á 40. mín. náðu Kefl-
víkingar sínu hættulegasta upp-
hlaupi. Birgir komst innfyrir vöm-
ina og átti aðeins markvörðinn
Jennings eftir, en hann fór illa að
ráði sínu og missti knöttinn of
langt frá sér. Tottenham sótti strax
upp völlinn — nýliðinn Philip Hold
er fékk knöttinn frá Gilzean og
skoraði níunda markið.
Áhorfendur hrópuðu mjög — og
talsvert heyrðist f hinum 300 ís-
lendingum — Við viljum fá tíu —
Tottenham—Keflavík, en áður hafði
oftast heyrzt Keflavík—Keflavík og
voru áhorfendur mjög hliðhollir
Davíð í þessari viðureign við Goliat.
Eins og áður segir tókst Totten
ham ekki að bæta vallarmetið í
Ieiknum og heldur ekki markamet
hinnar gömlu borgakeppni Evrópu.
Samtals í leikjunum 2 unnu þeir
15—1, en metið á Köln 17—0
gegn Luxemborgarliði og markamet
í Evrópukeppni á Benfica 18—0.
Tottenham var með alla sína beztu
leikmenn í leiknum og liðið var
þannig skipað: Jennings, Evans,
Knowles, Mullery (fór út á 25 mín.
s. h. og kom Pearce í hans staö),
England, Beal, Coates, Perryman,
Ohivers, Peters og Gilzean. Þá kom
Holder inn á fyrir Evans.
Lið Keflavíkur var þannig skipað:
Þorsteinn, Ástráður, Ingimundur,
Einar, Guðni, GIsli, Ólafur Júlíus-
son, Karl, Steinar (fór útaf í s. h.
og kom Jón Ólafur í hans stað),
Hörður og Birgir. — Grétar lék
í staö Harðar I síðari hálfleik.
—ÞhBj
Martin Chivers — skoraði
þrennu í gærkvöldi.
Rangers
áfram
Nokkrir leikir í hinum ýmsu
Evrópumótum voru háðir í gær-
kvöldi og helztu úrslit urðu þessi:
Evrópukeppni bikarhafa:
Rangers—Rennes, Frakklandj 1—0
(Glasgow Rangers vann saman-
lagt 2—1).
EUFA-keppnin:
Anderlecht—Bologna 0—2
(Bologna vann samanl. 3—1).
Köln —St. Etienne 2 — 1
(Köln vann samanlagt 3—2).
Tottenham—Keflavík 9—0
(Samtals 15—1 fyrir Tottenham).
Norwich C.
vinnur enn
Nokkrir leikir voru háöir i 2.
deild á Englandi í gærkvöldi og
urðu úrslit þessi:
Birmingham—Watford 4—1
Bristol City—Blackpool 4—0
Burnley—Orient 6—1
Carlisle-—Charlton 5—2
Luton—Fulham 2—0
Preston—Norwich 0—2
í Texaco-bikarnum vann Coven-
try Falkirk 3—0, samanlagt 3—1'
og Newcastle sló Edinborgarliðið
Hearts út 2 — 1. Hearts vann fyrri
leikinn 1—0 og eftir framlengingu
tókst Newcastle að tryggja sér sig-
urinn H vítaspyrnukeppni.
„ALLIR LÉKU VÉL NEMA ÉG"
— sagbi Þorsteinn Ólafsson, mark-
v'órður Keflvikinga
erum svo miklu
slika leiki búnir.
betur undir
Eftir leik Tottenham og
Keflavíkur í gærkvöldi brá
fréttamaður Vísis, Þórhall
ur Björnsson, sér niður í
búningsherbergi leik-
manna og ræddi við
nokkra leikmenn og for-
ustumenn og fékk álit
þeirra á leiknum.
Billy Nicholson, framkvæmda
stjóri Tottenham, sagði: — Þar
kom vel fram hver munur er á
áhugamanna og atvinnuliðum.
Leikmenn mínir eru betri á öll-
um sviöum, en ég dáðist að
Keflvíkingum fyrir baráttuvilja
þeirra. Þeir gáfust aldrej upp,
þrátt fyrir ofureflið.
Mike England, miðvörður
Tottenham, sagði: Þetta var
skemmtilegur leikur, já ágætur,
en það er ekki nema von, að við
sigrum með slíkum mun. Við
Alan Gilzean og Martin
Chivers, leikmennirnir, sem
skoruðu fimm af mörkum Tott-
enham, voru rnjög sammála.
— Leikurinn var skemmtilegur
— og frammistaða Keflvíkinga
góð þrátt fyrir hinn mikla mun.
Hafsteinn Guðmundsson, for-
maður Iþröttabandalags Kefl-
víkinga, sagði: — Ég var að
vonast eftir þv’i, að markamun-
urinn yrði ekkj svona mikill, en
um þaö er ekki að fást. Við
lögðum áherzlu á að reyna að
leika knattspyrnu — en ekki
algjöran varnarleik. Við hefðum
svo sem getað minnkað marka-
muninn með því.
Þorsteinn Ólafsson, markvörö
ur Keflvíkinga sagði: — Ég er
óánægður meö mína frammi-
stöðu í leiknum — ég hefði át't'
að geta komið í veg fyrir nokk-
ur mörkin, En mér fannst
Keflavíkurliðið ágætt i leiknum,
það lék framar vonum, og flest-
ir náðu sínu bezta — nema ég.
Mér fannst ég bregðast félög-
um mínum.
Birgir Einarsson, framherji
ÍBV — Ég er ánægður meö
leikinn að mörgu leyti — hann
var skemmtilegur, en marka-
munur fullmikill.
Þorsteinn Ólafsson