Vísir - 29.09.1971, Síða 2
/
Á hvað vilja menn horfa
í sjónvarpi? Um það verða
menn vfst seint sammála,
en mjög margir laðast ein
hvern veginn að „ó-
heppnu hetjunum“, sem
komu fram á sjónarsviðið
í kjölfarið á James Bond
— 007 öldunni, sem hvað
hæst var fyrir fáeinum
árum.
Af hverju eru slags-
málagarpar eins og Rog-
er Moore og Tony Curtis
svo vinsælir?
„Veit þaö ekki“, segir Roger
Moore, „það getur ekki verið
sjálfs mín vegna, sem fólk er hrif
ið af mér. Ég er handónýtur og
get ekkert slegizt — og ég hef
verið kallaður bæði ljótur og ve-
sæll. Fyrsta konan min sagði við
mig aö ég yrði aldrei leikari.
Þar fyrir utan hefði ég aldrei
átt að lifa. Þegar ég var fimm ára
var kveðinn upp yfir mér dauða-
dómur.
„Ég varð snemma
kvensamur“
Pabbi var lögregluþjónn í Stock
well í London. Ég var einkabarn
og því getur maður skilið hræðslu
foreldra minna, !þegar ég fimm
ára gamall fékk lungnabólgu báð-
„Þú verður aldrei leikari“
Roger Moore „Dýrlingurinn" stiklar
lifshlaup sitt i fáum skrefum
um megin í lungun. Læknirinn
sagði foreldrum mínum, að ég
væri of veikur til að verða flutt-
ur á sjúkrahús. Hann sagði bein-
línis við pabba:
„Ég er hræddur um, að 'næst
þegar ég kem, þá verði það bara
til að skrifa dánarvottorð. En blý
anturinn hans fékk að bíða í
jakkavasanum.
Að öðru leyti var bernska mín
hamingju tímabil — eins gott
tímabil og hægt er að hugsa sér,
ef maður tekur það með í reikn-
inginn að þá stóð heimsstyrjöld.
Fyrsta verulega ánægjan, sem ég
upplifði var að stela kartöflum
og steikja þær yfir eldi.
Ég var varla byrjaður að ganga
í skóla þegar ég fór að berja
fékga mína á sjoppunum. Það var
fyrst í götubardaga og við köstuð-
um grjóti f höfuð hvers annars.
Reiður karl kom þar að, náði mér
og hótaði að láta lögguna hirða
mig — það þótti mér verst að
hann reif í hárið á mér og sneri
upp á.
Þetta hár hefur alltaf verið að
valda mér erfiðleikum, segir
Roger Moore.
„Og ég varð snemma kvensam
ur — fór fljótt að hlaupa á eftir
pilsum. Sú fyrsta var dásamleg
lftil brúða, Jean að nafni. Hún
haföi sitt, Ijóst hár og augu eins
og komblóm. Sú næsta var Dor-
othy, Við slógumst um að fá að
fylgja henni heim úr skólanum.
í þá daga skipti það öllu máli
fyrir okkur stráklingana að eiga
eitthvað af peningum til að kaupa
gotterí handa stelpunum og vinna
þannig hjörtu þeirra. Ég býst við
að nú á dögum skipti það öllu að
hafa efni á að kaupa getnaðar-
verjur. Eina uppfræðslan sem ég
fékk í kynferðismálum var að
maður mætti ekki draga stelpur á
eftir sér á taglinu.
Stór, feitur og slappur
Þegar ég eltist og stækkaði varð
ég hár, feitur og slappur. Og eng-
um datt í hug að ég myndi nokkru
sinni líta almennilega út.
„Æ, þetta er allt í lagi“, sagði
mamma alltaf við mig — hún
vildi nefnilega ekki að ég fengi
minnimáttarkennd.
Ég var 19 ára þegar ég kvænt-
ist í fyrsta sinn. Hún heitir Doorn
Van Stern og var skautastjama.
Það var ágæt byrjun. Hún sagði
við mig: „Þú hefur ekki minnstu
möguleika á að verða leikari. —
Andlit þitt er allt of veiklulegt,
hakan of stór og munnurinn of
lítill".
Ég fór að vinna á auglýsinga-
stofu þar sem menn voru eitt-
hvað að fást við teikningu og
listræna uppsetningu auglýsinga.
Ég sá um að hella upp á teið.
Dag einn þegar teiö var kalt hjá
mér var ég rekinn.
Ég fór út í borgina og keypti
mér fyrstu jakkafötin mín fyrir
fimm pund. Drottinn minn hvað
þau voru hræðileg. Nú á ég 100
jakkaföt, og þegar ég hugsa til
baka þá veit ég hreint ekki hvort
ég á að hlæja eða gráta — eöa
þakka guði.
í stríðinu vorum við ungir Eng-
lendingar öfundsjúkir út í Am-
eríkanana. Þeir voru rómantísk-
ari, ríkari. Höfðu tyggigúm i öll-
um vösum og buðu fólki Pall
Mall að reykja.
Og þá var ég atvinnulaus.
En stuttu eftir D-dag, sagði
mér vinur minn, að maður gæti
unnið sér inn peninga á fyrir-
hafnarlítinn hátt, meðþvíað að-
stoða smávegis í myndinnj „Cæs-
ar og Kleopatra". Það vantaði
nefnilega unga menn, sem vildu
labba fram og til baka og gætu
hugsanlega líkzt rómverskum her
mönnum.
Þegar ég gekk út úr stúdíóun-
um síðasta daginn, rak einn af
forstjórum kvikmyndafélagsins út
hausinn, það var hann Desmond
Hurst, og sagði: Viltu verða leik-
ari?
Ég hljóp heim til pabba og
mömmu og kynnti mig sem hinn
nýja Stewart Granger. Forstjór-
inn borgaði fyrir námsdvöl mína
hjá RADA (Royal Academy of
Dramatic Art). Þetta varð svo
allt eins ðg í bíómynd".
Roger Moore: Fyrsta konan mín sagði að vonlaust væri nm að
ég yrði leikari.
KARLAR FENGU K0NUBRJ0ST
— og konum tók að vaxa skegg — starfsfólk
i pillu-verksmiðju i Danmórku verður fyrir
óskemmtilegri reynslu
Konubrjóst hafa vaxið á mörg-
um karlmönnutn, sem starfa 1
danskri meðalaverksmiðju við að
búa til getniaöarvamarpillur. „Við
vissum vei að eitthvað slíkt gæti
gerzt, ef við ekki gættum vel
að“, segir einn starfsmannanna,
Jens Sörensen, sem s.l. vor lét
skera úr sér annan brjóstklrtil-
inn — „það er eitthvert efni sem
veldur þessu, en við gátum hvorki
séð efnið né fundlð lykt af þvi.
Læknar komust ekki <að þvi hvað
það var fyrr en ég var skorinn
upp“.
Zachariæ, prófessor, sá sem
skar brjóstkirtilinn úr starfsmann
inum i pillu-verksmiðjunni hefur
séð sitthvað undarlegt gerast 1
llkamsvexti þeirra, sem að pillu-
framleiðslunni starfa.
I fyrra var komið með konur
til hans til athugunar, en þá unnu
aðeins konur i þessari verk-
smiðju. Þeim tók sumum hverjum
að vaxa skegg og blóðráS þeirra
varð fyrir truflunum. Þá var
hætt að láta konur vinna i verk-
smiðjunni, og karlmenn teknir í
staðinn. Ekki tók þá betra við
— margir þeirra státa nú af
kvenmannsbrjóstum.
Eftir að Jens Sörensen hafði
látið skera úr sér brjóstkirtil,
voru gerðar miklar breytingar á
verksmiðjunni, loftræstikerfið
endurbætt og vinnutímanum
breytt þannig, áð hver starfsmað-
ur vinnur á stuttum vöktum.
„Ég held nú ekki að ég hafi
orðið fyrir örkumli eða einhverj-
um varanlegum skaða af að vinna
hér“, segir Sörensen, „að minnsta
kosti sér ekkert á mér“.
Þessi heimsfræga pilia aétiar að valda miklum heiiabrotum.
Og hvað myndi páfinn segja, ef hann frétti að karlmönnum
í Danmörku, sem við pilluframleiðsluna starfa, vaxa konu-
brjðst af að anda að sér efnum, sem upp af pillunni stiga.