Vísir - 29.09.1971, Síða 7

Vísir - 29.09.1971, Síða 7
 VELJUMISLENZKT ÍSLENZKANIÐNA3 Þakventlar ■VtV»V*V«V Kjöljám 1 Kantjárn M ÞAKRENNUR Maðurinn sem annars aidrei ies augiýsingar V 2 S I R . Miðvikudagur 29. september 1971. c7J4enningarmál Heilsuvernd Námskeið í tauga- og vöðva- slökun, öndunar og léttum þjálfunaræfingum fyrir konur og karla, hefjast mánudaginn 4. október. — Sími 12240. Vignir Andréson. ÆGISGÖTU & <*9 gg 13125,13126 J. B. PÉTURSSON SF. Röskir strákar óskast til aöstoöar við útkeyrslu hjá Vísi. Einn í Hafnarfirði og tveir í Reykjavík. Vinsamlegast hafið samband við afgreiðsl- una. VÍSIR Blaðburðarbörn óskast í eftirtalin hverfi sem fyrst: Þingholtsbraut, Kópavogi Kópavog, austurbæ — Brekkur. Vínsamlegast hafið samband við afgreiðsluna Dagblaðið Vísir Gunnar Gunnarsson skrifar um kvikmyndir: Hlátur eða grátur Tjaö er soWið vont að finna sér bíömynd að Iwrfa á þessa dagana. Þrátt fyrir „bíótímabil“ sem í hönd fer með lækkandi sól, endumýja þrjú kvikmyndahús eitthvert gamalt dót. Austur- bæjarbíó með Angélique þrumu- ljósku ennþá einu sinni. í Kópa- vogi bjóða þeir upp á næsta náttúruiausa klámmynd frá sænskum og ef menn eru enn haldnir ofurást á Símoni Templ- ar, dýrlingi, þá gefst að sjá hann fremja ,,blóðhefnd“ í Hafnar- fjarðarbíói. Hvað er þá til ráða? Laugarásbíó er reyndar með nokkuð vel gerða slagsmála- mynd 'i gangi: „Coogan lögreglu- maður“ T',lint Eastwood er Coogan — og hefur ekkj mikið fyrir að leika það hlutverk. Setur ba'ra barðastóran hatt á haus- inn, dregur hann niður undir augu og herpir varir og breytir ekki þeim svip út myndina. Skálmar svo fram og aftur um skrifstofur og strseti í New York og fyririítur alla dýrðina sem þar gefur að líta í bjatma neonljósa. Efni myndarinnar skiptir litlu máli. Lögreglumaður frá Arizona éf sendur til New York heiman að til að sækja strákling sem þeir í Arizona viija' fá í fangelsi hjá sér. „Coogan“, sem er vanastur þVi að elta villi- menn upp um fjöll og vestur eyðimerkur, akandi í jeppatíik, kann illa við sig í stórborginni. Lætur flestar reglur lönd og leið og gengur merkilega vel að ryðja sér braut um skrifstofu- kerfið með því að beita hyggju- vitj sveitamanns og hnefakrafti. Myndin er vei gerð, mynda- taka öil með ágætum. Verst að Clint Eastwood er ekki leikari frekar en brunahani. ★★★ Nýja bíó: „Bedazzled“ Leikstjóri: Stanley Donan Handrit og aðalblutverk: Peter Cook og Dudley Moore. ‘P'f menn geta ekki hugsað sér að sjá ástarvelluna í Há- skólab’iói — eða hafa lent í því af bríaríi að horfa á rómantík- ina til enda, þá er prýðisráð að líta við í Nýja bíói og hlægja hressilega. „Bedazzled“ er hressileg á- deilumynd — og menn geta svo sem látið ádeiluna lönd og leið, en hlegið þess 'i stað af viðureign Stanleys litla smáréttakokks i líki Dudley Moore og djöfuls- ins sjálfs, sem Peter Cook leik- ur. Fjallar myndin um þann gáfnasljóá Stanley Moon, sem á sér enga ósk heitari en að ná ástum Márgfétar. -þjónustu- stelpu á steikarbar einum, þar sem hann sjálfur steikir ham- borgara iiðlangan daginn. Það ferst Stanley óhönduglega. og loks býðst djöfsi til að hjálpa honum — gegn því að fá sál hans fyrir ómakiö. Hugdettur þeirra félaga, Dudley Moore og Peters Cook, eru bráðskemmtilegar og er ó- hætt að skipa þessari mynd í hóp hinna fyndnari sem hér hafa veriö sýndar. • Háskólabíó Astarsaga Leikstjóri: Arthur Hiller Aðalhlutverk: Ryan O’Neii og Alj McGraw Framleiðandi: Howard Minsky Handrit: Eric Segal. TTnaðsleg mynd, jafnt fyrir ” unga og gamla“, segir í auglýsingu Háskólabíós um „Love Story“. Það er nú það. Mitt illa hjarta fann nú næsta lítið fyrir unaðssemdinni og ekki varð ég var við að gömlu konurnar sem næst mér sátu, felldu mörg tár. En það er ekki að marka. Mynd þessi er mörg- um ráðgáta — eða réttara sagt. vinsældir hennar. Handritið, söguþráðurinn er eins og unn- inn í rafmagnsheila. Ungi, glæsilegi menntamaðurinn (sem jafnframt því að vera hörku iþróttakappi er blíður og nær- gætinn . elskhugi) á í s.tríði við Ali McGraw og Ryan O’Neal í „Love Story“. karl föður sinn, kaldlyndan milljónamæring. sem ekki skilur að sonur hans geti fest ást á ungri stúlku. Og stúlkan er yfir- máta kvenleg og listhneigð. enda nemandj á listaskóla, en lætur námið lönd og leið til aö giftast elskhuganum. Þá kemur siðasti bitinn og sá er fer þvert í suma hálsa. Stúlkan er haldin ölæknandj sjúkdómi, og ungi maðurinn grætur við rúmstokk hennar þar til hún deyr. Reikar m ú svo ráðlaus burtu og gagnar ekkert heimsins auður eða vel- gengni \ Harvardháskóla lengur. Leikurinn í myndinni er ekki tii að hafa orð á, enda eru átök engin í sambandi söguhetjanna. Helza að lyftist á manni brúnin við að sjá Ray Milland, sem leikur milljónarann föður unga mannsins. Hann er eitthva'ö að reyna (árangurslaust) að korna á sambandj við son .sinn.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.