Vísir - 08.11.1971, Side 8

Vísir - 08.11.1971, Side 8
V1SIR. Mánudagur 8. nóvember 1971. /ÍSIR Utgefanai: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgi. - .la : Ritstjórn : Áskríftargjald kr. i lausasölu kr. 12 Prentsmiðja Vísis KeyKjaprem hf. ( Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson : Jón Birgir Pétursson Valdimar H. Jóhannesson Skúli G. Jóhannesson Bröttugötu 3b. Simar 15610, 11660 Bröttugötu 3b. Simi 11660 Laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur) 195 ð mánuði innanlands 00 eintakið. — Edda hf. Hóf réð mati á tekjum fslendingar byggja ekki skýjaborgir í launamálum sínum- Sú var ein niðurstaða skoðanakönnunar, sem birtist í Vísi fyrir réttri viku. Spurt var, hverjar menn teldu vera hæfilegar mánaðartekjur meðalfjölskyldu um þessar mundir. Og flestir nefndu töluna 30.000 krónur eða nálægt því. Athyglisvert er, að skattskýrslur sýna einmitt, að verulegur fjöldi íslenzkra fjölskyldna hefur þegar þessar tekjur og að þær eru ekki langt undan hjá öðrum stórum hópi fjölskyldna. 25.000—30.000 krón- úr eru ákaflega algengar mánaðartekjur samkvæmt síðustu skattskýrslum. Meðaltekjur fjölskyldna eru vitanlega oftast hærri en kauptaxtar. Stafar það ýmist af yfirvinnu eða hliðamnnu heimilisföður eða af því, að konan eða einhver þriðji aðili í fjölskyldunni vinnur úti að meira eða minna leyti. Dugnaðurinn áð baki þessara aukatekna er að öllum líkindum mikilvægur þáttur í þeirri velmegun, sem eflzt hefur með þjó'ðinni á undanförnum árum. Þessi dugnaður bætir okkur upp harðbýlið frá náttúrunn- ar hendi. Hinar tiltölulega hófsamlegu hugmyndir, sem fólk gerir sér um æskilegar tekjur, benda til þess, að sú stefna, er flestir fylgja í launamálum um þesar mund- ir, sé rétt- Hún er sú, að leggja beri mesta áherzlu á að bæta kjör hinna lægst launuðu og brúa bilið, sem er milli þeirra og þess fólks, sem er í meðallagi vel sett í þessum efnum. Það hefur lengi verið eitt aðalsmerkja íslands, að hér hefur tekjujöfnuður verið miklu meiri en í nokkru nálægu landi- Jöfnuðurinn hér er meira að segja langt- um meiri en í þeim ríkjum, sem jafnaðarmannastjóm- ir hafa ráðið áratugum saman. Skoðanakönnunin sýndi líka, að tiltölulega lítið bil var milli skoðana hinna stórtækustu og smátækustu. Sá hógværasti nefndi 18—19.000 krónur og sá frek- asti nefndi 50—60.000 krónur, eða þrisvar sinnum hærra. Erlendis er munurinn á skoðunum manna í þessum efnum margfalt meiri. Flestir eru sammála um, að launamunur sé hvati í efnahagslífinu. Hann flýti fyrir því, að mikilvægustu störfin mannist og mannist vel og stuðli að þeim dugnaði og því framtaki, sem vaxandi velmegun byggist á. Aðrar þjóðir telja sig þurfa miklu meiri launamun en við. Hins vegar verður ekki séð, að við séum neitt verr settir með okkar tiltölulega hóflega launamun. Þjóð, sem sparar sér skýjaborgir, þótt ekki sé nema á þessu sviði, getur hrósað happi. Hún verður síður fyrir vonbrigðum, þegar hún stendur andspænis á- þreifanlegum raunveruleikanum. Hún veit, að vel- inegunin kemur ekki í stórum stökkum, heldur hægt og síðandi. Hún kann að fagna hverjum áfanga og njóta hans að marki. / Ungir sjálfboðaliðar reyna að hreinsa olíu úr San Francisco-flóa eftir strand olíuskips. Dauð vötn? dauð fljót og loks dautt haf Frægustu hafrannsóknarmenn heims boba endalok sjávarlifs á næsfu áratugum (l Margir af frægustu haf- rannsóknarmönnum heims hafa gengið fram fyrir skjöldu að undan- förnu og spáð því að endalok lífs í hafinu séu á næsta leyti. Frægastur kafara, Frakkinn Jacqu- es Cousteau segir að líf- verum í hafi hafi fækkað um 30—50% séinu8tú*!2tf árin. Svipaða sögu segir svissneski hafranusókna maðurinn Jacques Picc- ard, sem fyrir skömmu tjáði ráðstefnu á vegum Sameinuðu þjóðanna, að allt líf yrði dautt í sjó fyrir aldamót ef ekki yrði að gert. Fyrir helgi voru hrollvekjandi fréttir um mengun í Rín. Visir skýrði fyrir tæpum tveimur árum frá kenningum bandarfsks vísindamanns, sem hafði komizt aö svipaðri niður- stöðu. Engir stórir fiskar sjást við köfun í Mið- jarðarhafi Mengun hafsins er gífurlegt vandamál vorra tíma'. Þótt sitt- hvað sé í ráði f þeim efnum, hefur enn lítið verið gert. Sam- þykkt tólf rfkja, þar á meðal íslands, um bann við að fleygia eiturefnum 1 sjó markaði þátta- skil en því fer fjarri að vænta megi, að vöm hafi veriö snúið í sókn. Saga Cousteaus er uggvekj- andi. Hann hefur nefnt sem dæmi, að hann kafaöi í Sara- gossahaf fyrir 29 árum og gat þá séð um 100 metra frá sér. Nú sér hann ekki nema 30 metra á þessum slóðum. Þegar hann byrjaði að kafa í Miðjarðarhafi, var það fullt af lífi. Nú segist hann naumast sjá þar fiska nema nokkra sentimetra á lengd. Cousteau hefur kafað i öil heimsins höf. Hann segir, að innan fárra ára muni ekkert kvikt finnast í Svartahafi eða Rauðahafi. Við Madagaskar austan Afríku sé .sjávarlíf nær aldautt. Hreinsun í Rín um helgina Vita menn, áð áin Rin er varla annað orðin en skoipræsi? isíASt Zíirichvatn er nær líflaust? í Frakklandi fara á ári hverju í ámar sex þúsund milljónír ...túmmetfh ‘af menguðu vatni, sem mundi samsvara tíu þús. jámbrautarlestum sem hver bæri 600 tonn af þurri drullu. Ýmislegt er gert þessa daga til að stöðva mengun í Rín og vötnum Evrópu og Amerfku, en aðgerðir eru sjaldnast annað en högg á vatni. Vatnsborð RYnar var á föstu- daginn lægra en nokkm sinni fyrr. Yfirvöldin í ýmsuin hér- uðum beittu sér fyrir stóm á- taki til hreinsunar. Vömbílar höfðu ekið burt 900 kúbikmetr- um af drullu. 500 manns unnu við þetta. Þeir söfnuðu á skömmum tfma' 1500 olíu- og bensíntunnum, þúsund flöskum og hvers konar msli. 70 vöm- bi'lar óku sífellt fram og aftur og reyndu að koma óþverranum burt. Rfn hefur orðið slíkur blettur á samvizku ráðamanna, að þeir hafa látið til skarar skríða. Vís- indamenn hafa lengi varað við hættunni á sjúkdómafaraldri meðal fólksins, sem býr við Rin. Kattegat illa spillt Um helgina var einnig skýrt frá þvi, áð Kattegat værj spillt af skólpi bæði frá dönsku og sænsku hliðinni. Náttúmvernd- armenn krefjast skjótra aðgeröa þar. Hafið er ekki botnlaust skólp- ræsi þótt 70 prósent af yfirborði jarðar sé sjór, þá er hann ekki ýkja djúpur. ef miðað er við allt efnismagn hnattarins. Súrefnis- magn í sýnishomum af sjó hefur víða minnkað gífurlepa á síðustii áratugum þar sem fvlgzt hefu’- verið með því. 19 milljón tonn af olíu efnum í hafið Piccard teiur, að frá ..t.ekni- væðingu" mannsins komi árlega milli fimm milljón og tiu milljón tonn af mengandi olíuefnum, er fljóta á viðkvæmuyfirborðihafs. Upp að 1.8 millj. tonnum koma frá útblæstrj bifreiða, rfsa upp í himin og leka að lokum niður á yfirborð sjávar og jarðar. Við þetta magn bætist síðan ein milljón tonna frá olfuskipum. sem hreinsa sig á hafj eða far- ast. Loks bera mengunT-flióf jarðar fram margar milljónir tonna af þessu. Piccard telur, að 80 prósent af ábyrgðinni á mengun sjávar liggi hjá fjórtán helztu iðnaðarrYkjunum. Piccard leggur til að rannsóknlr í sjð verði stórauknar og helztu ríki heims bindist samtökum um að- gerðir. „Lengi tekur sjór- inn við“ Mengunin er enn frekar vandamál í ám og vötnum en f hafi. Lengi tekur sjórinn við, og uggur þeirra, sem hann þekkja bezt gefur til kynna, hversu illa hljóti að vera kom- ið f ám og vötnum. Vatns- mengun er ekki nýtt vandamál. Fyrir 500 árum voru i enskum lögum lagðar þungar sektir fyrir að menga Thamesfljót. Árið 1850 vaktj náttúruunnandinn Milne Edwards athygli manna á hættum, sem væru búnar sjávariffi vegna úrgangs úr pappírsmýllum. Áður fyrr megn aði vatnið að hreinsa sig sjálft af mengun, en þetta hefur gjör- breytzt meö mannfjölgun og iðnvæðingu. Stöðuvötn Mið-Evrópu nóVast endalokin í sumum vötnum Mið-Evrópu hefur átt sér stað gifurieg um- breyting lífefna og afleiðing- amar hafa orðið hörmulegar, ekki aðeins vegna útrýmingar fisks heldur einnig vegna þess, að vatn er víða ónýtt orðið til neyzlu. Það er sagt að sumir íslendingar drekki ekki vatn úr krönum, þegar út fyrir land- steinana kemur, Þetta verða miiliónirnar. sem i þessum lönd um búa að láta sig ha'fa þang- að til vatnið verður beinlínis úrskurðað eitrað. Hið fagra Ziirichvatn í Sviss er sagt vera á lokastio keð-'ubrevtingarinnar. minnkandi lif. sem er tab'ð um það bil að leiöa til aldauða Genfarva'n sem vegna stærðar sinnar (581 ferkílómetri) og vatnsmaans (90 þúsur kúbik- metrar) hefur slonDÍð betur en ZUrichvatn, er nú engu siður talið í yfirvofand; hættu. "17' 1 )’8U.T>N W rWT* Umsjón: Haukur Helgason |CH?

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.