Vísir - 02.12.1971, Side 9
VTSIR. nmmtudagur 2. desember 1971
9
Þarf stúdents-
próf til að
gerast fóstra?
— skólinn e.t.v. gerður að rikisskóla og
inntökuskilyrði hert
Samhliða aukinni að-
sókn að Fóstruskólanum
aukast kröfuraar, sem
Igerðar eru varðandi
menntun umsækjenda.
Er nú stefnt að því, að
gera þær kröfur til
þeirra, að stúdentspróf
ellegar viðunandi próf
úr framhaldsdeildum
gagnfræðaskólanna (5.
og 6. bekkjunum) sé fyr
ir hendi.
Er þetta eitt atriða sem farið
er inn á í tillögum, sem fimm
manna nefnd, skipuð af mennta
málaráöherra vinnur nú að. Eru
það tillögur til þingsályktunar,
sem fyrirhugað er að leggja
fram á þessum vetri, þess meg-
inefnis, að Fóstruskólinn sem
fram að þessu hefur verið rek-
inn af Sumargjöf, verði gerður
að rikisskóla.
Hundrað og tTu stúikur hvaðan
æva að af landinu stunda nú
nám viö skólann eða fjórðungi
fleiri en í fyrra Kemur þaðtil
af þvf. að nú var tekið inn í
tvo undirbúningsbekki, en i
fyrra var aðeins um einn aö
ræða.
Stúlkurnar I undirbúnings-
bekkjunum eru að mestu starf
andi við barnaheimili í borg-
inni, en koma minnst f skólann
sjálfan, en þegar þær koma til
náms í fyrsta bekk á næsta
vetri eru fyrirsjáan'eg húsnæðis
vandræði í Fóstruskólánum. En
vonir standa þó til, að úr þv’i
megi vera búið að bætá í tæka
tíð
Fóstruskortur er mikill f
Fóstra að störfum á einu barnaheimila borgarinnar. „Fóstr-
ar:: hafa enn ekki verið útskrifaðir úr Fóstruskóla Sumargjaf
ar, en þar stunda nú nám hundrað og tíu stúlkur.
RvTk og eykst hann aðsjálfsögðu
er stórátak verður gert í
aö f jölga barnaheimilum, eins og
ráðgert er. Fóstruskólinn getur
ekki nálægt annað eftii.purn-
inni eftir fóstrum við núverandi
skilyrði. Hins vegar hefur a'drei
veriö um dræma aðsókn að
skólanum að ræöa. svo sem fyrr
segir. Aldrei hafa þó piltar sótt
um skólavist, nokkrir raunar
spurzt fyrir um námið en eng-
inn látið til skarar skrfða „Pilt
um með viðunandi próf tækjum
við opnum örmum inn í skól-
ann. Það er vfst áreiðan'egt,“
sagði Vilborg Sigurðardóttir f
viðtali við VTsi í gær. —ÞJM
— kuldaskeiðið ekki á enda — siður en svo, segir Páll Bergþórsson, veðurfræðingur
Það er ekki loku fyrir það skotið að strákainir geti siglt bátum sínum milli ísjaka í vor.
„Samkvæmt þeim mæling-
um, sem gerðar hafa verið á
Jan Mayen f sumar og haust
er jafnvel kaldara þar en
nokkru sinni undanfarin ár.
Ef dæma má eftir því, þá eru
horfur á því aS mikill hafís
verði við Iandið á þessu ári.
Þetta er gjörólík spá ffá því
í fyrra. Ég held að það komi
fimm mánuðir eða fleiri, sem
hafís verður við Iandið,“
sagði Páll Bergþórsson veður
fræðingur f viðtali við Vísi I
gærmorgun.
Páll sagði ennfremur, að
mestu ísárin 1965, 1968 og 1969
hafi ísinn verið 4—5 mánuði við
landið og jafnvel 6 mánuði ár-
ið 1968.
„Nú sýnist mér eftir þessum
samanburði, að hafís veröj við
landið fimm mánuði eða lengur.
Kuidaskeiðið er sem sagt ekki
á enda, síður en svo.
Hafísárstíðin mynúi byrja nú á
næstunni og ná a'.lt fram á næsta
haust, og á þessum tíma má
búast viö hafísnum.‘‘
— Hvar er ísinn núna?
„Það er mjög lítið hægt að
segja um hann. Um daginn frétt
ist af Ts út af Vestfjörðum, en
þaö segir ekkert í raun. Það
virðist ekki vera veru'egur haf
ís við Jan Mayen, hins vegar
hefur verið óvenju mikið frost
þar undanfariö, og það bendir
til þess, að hann geti verið
ekki mjög langt undan. Undan-
farna daga hefur veriö þar
allt upp í 17 stiga frost, sem
væri ekki. ef ekk; væri nálægur
ís. Það er allt T myrkri þarna
noröur frá og við fáum ekki
neinar gervitunglamyndir og
ekkert ísflug er.“ —SB
— Hvernig finnast yður
samningaviðræður hafa
gengið?
Gunnar Ásgeirsson, sjómaöun
— Ég hef nú svo litið fylgzt
með því, Ég get þó ekki ímynd-
að mér annað en að þær séu að
þokast eitthvað f samkomulags-
átt fyrst verkföllum var frest-
að. Ég er líka bjartsýnn á aö
samningar náist án þess að til
verkfaila komi.
Guðmundur Richter, flugum-
ferðarstjóri: — Ja .., að þvT
er ég bezt fæ séð — án þess
að hafa fylgzt verulega meö
samningaviðræðunum — er
nógu tvísýnt enn um það, hvort
samningar náist án verkfalla.
Böðvar Guðmundsson, ráðunaut-
ur: — Mér finnast þær hafa haft
fremur óvenjulegan gang núna.
Á ég þar við frestun verkfa'.la,
sem mér finnst ótvírætt benda
tii að eitthvað séu að færast sam
an samningar. En hvort takast
megi að afstýra verkfalli á þrem
fjórum dögum er ekk; gott að
segja.
Þór Þorbergsson, tiiraunastjóri:
— Vonum betur, held ég. Ég
reikna þá með þvi að einhver
verkföli kunni aö verða. en eitt-
hvað h'.ýtur allténd að vera farið
að sTga í samkomulagsátt ...
Guðmundur ÓÍafsson, verkfræð-
ingur: — Sjálfur hef ég lítið
fylgzt meö gangi mála, en þelr
atvinnurekendur sem ég þekki
til segja mér, aö þeir séu viðbún
ir því, að þurfa að sætta sig við,
að þeim verði skammtaðir
samningar