Vísir - 17.12.1971, Blaðsíða 9

Vísir - 17.12.1971, Blaðsíða 9
; V í S I R . Föstudagur 17. desember 1971. þetta blað, og satt að segja hef ég ekki getað fmyndað mér að nokkur einasti maður lesi það. Mér er sagt að það sé blaða stærst í allri veröld, gefið út S 10—20 milljónum eintaka. En til hvers er verið að gefa út blað, sem er þannig úr garði gert, að ótrúlegt er að nokkur maður les; það. Á for- stðunni standa oft yfir þvera síðu opinberar tilkynningar frá ráöuneytum. Þar byrja ræð- ur stjómskörunganna, birtar með öllum ávarpsorðum og endalausum formlegheitum og svo standa ræðurnar í 5 til 7 klst. og allt birtir Pravda orð- rétt þó þeir töluðu í 36 klst. Þegar útlendir gestir koma þá eru birtar allar ræður meö sama tilgangslausa og inni- haldsiausa vælinu upp aftur og aftur. Þetta á víst að heita gullvægir molar, þetta er að kunna að ,,rita tacksta“. Og svo koma á aftari sTðunum endalausar skýrslur frá gos- plan og gosbull um áætlanir og prósentur sem enginn mannlegur máttur fær skilið. Það var fögur fyrirmynd, sem íslenzkri blaðamennsku var gefin. jgn hversvegna í ósköpunum skýtur allt i einu upp þessari dýrðlegu fyrirmynd sósíalismans, blaöinu Prawda. Er allt að hlaupa aftur T sama farið eða eru einhverjir orðnir kalkaðir. — Hefur skáldatími aldrej verið til, eða öllu heldur var ekkert meint með honum, engin einlægn; sem fylgdi hjartamáli. Fyrr mátti mann rota en dauðrota en aö fara nú á áttunda áratug tuttugustu aldarinnar að hefja upp þriðja áratugar dýrðarsöng um Prawda á ný. t’g vildi í þessu sambandi minna á, það hefur víst farið framhjá flestum að ég gaf út í fyrra bók. sem kallaðist „hrópandi rödd“ Það vilj svo til, að þar minnt- ist ég eilítið á vandamái hinnar Prawdversku blaðamennsku. Það er í kaflanum af tékkneska rithöfundinum og blaðamannin- um Mnacko og sálarstríði hans, þegar hann skrifaði hin frægu „Fréttabréf eftirá“. Hann hafði veriö látinn rita ,,tácksta“, endalausar lofgerðir um dýrð HUKO-stáliðjuverið. En allt í einu var ákveðið að stöðva bygg- ingu HUKO, þegar búið var að eyða milljarðaupphæðum f hana Þannig varö HUKO stór- kostlegasta minnismerkið um nisheppnaöa áætlunargerö i rékkóslóvakíu. Og hún varð nú sá eitraði eplisbiti, sem stóð i háisinum á Mnacko menningar- rithöfundi og hrökk hastarlega ofan í hann. „Hann leit nú á sig sem sek- an mann. Hann haföi skrifaö ó- endanlegar lofgeröarlanglokur um HUKO Enn máttj lesa hræðilegar oflofsgreinar hans, þær voru hans stóra óafmáan- lega lífsins smán. En fyrir utan skömmina gerði rödd samvizk- unnar einnig vart við sig 5 brjósti hans. Hvað hafði hann gert? Hann hafði mánuðum sam an ekkert gert annað en ljúga og blekkja fólk. Hann hafði ekki eijnu sinni verið í góðrj trú, heldur logið vísvitandi að fólki bæði með þögninni og berum orurn." En svo eru auðvitað ti] aðrir, «sm ekki finna til neins sam- vízkub''*-1; heldur slá þessu öllu upo . g‘‘Tt. Og enn aðrir, sem halda áfram að dýrka Prawd- mennskuna f Iaumi. Af því að þessir 2 þúsund eða 20 þúsund blaðamenn á Pravda hafa svo scríega góðan tíma tij að „rita góðan .tácksta", Þorsteinn Thorarensen. r Landss'imahúsið i Reykjavik er veikasti hlekkurinn i fjarskiptakerfinu segir Will H. Perry i skýrslu sinni um ástand Almannavarna „Nærri því allt síma- og fjarskiptasamband á ís- landi liggur í gegnum eitt hús í miðborg Reykja- víkur. Fari hið fullkomna rofa- og stillikerfi í þessu húsi forgörðum, myndi það hafa í för með sér stór fellt sambandsleysi allt að einu ári. Línum til hlið- tengingar, varatengingum á köplum og vara- skiptiútbúnaði ætti að koma upp einhversstaðar til þess að geta haldið uppi að minnsta kosti lág- marks fjarskiptum og símasambandi á neyðartím- um. Þaö eru nokkrir mikilvægir liðir í orkuveitusvæöi Suövest- urlands. Eyðilegging einhvers þessara liöa gæti haft í för með sér algjört rafmagnsleysi eða minnsta kosti alvarlegt orkutap í ófyrirsjáanlegan tíma. Einung is tiltölulega lítiM hluti sjúkra- húsa, dælustöðva og annarra mikilvægra staða hafa vara., raforkugjafa. Sérstklega tryggu orkukerfi ætti að koma' upp -tilvað' þjóna-.. þessum stofnunum. Ráöstafan- ir ættu að vera gerðar ti!l þess aö geta tengt rafct-ðvar um borö í skipum inn á orkuveit- una, i þeitm tilfeKum aö venju-' legir orkugjafar brygðust. Hita veitur sem veröa að trevsta á þrýstings- eða dreifingardælur ættu að koma sér upp varaafl- stöðvum til að knýja dælurnar. Einnig ættu vatnsveitur, sem verða að treysta á slíkar dælur að koma sér upp varaafistöðv- um. Til viöbótar ætti að koma upp í hverju bæjarfélagi vara- birgðum af drykkjarvatni og gera ráöstafaniir til hreinsunar á þeim. Mörg bæjarfélög á Norðvest- ur- Norður- og Norðausturkndi verða að treysta á olíubirgðir til hitunar og varaaflstöðva. — Geymslurými olíu á þessum stöðum er hins vegar yfirleitt takmarkað. Hafísbelti ásamt miklum snjóalögum hindra einnig oft eðlilega flutninga á olíu til þeirra. Áætlun um aukningu geymslurýmis oliu ætti að gera, og einnig ætti aö gera sér stakar áætlianir um olíuflutn- inga á neyðartfmum, við hinar margvíslegustu aðstæður" Þetta er einn kafli úr skýrslu Will H. Perry sérfræðings í málefnum almannavarna, en hann kom hingað til lands á vegum tæknihjálpar Samein- uðu þjóöanna fyrr á þessu ári, og dvaldi hann hér í 5 mánuði og kvnnti sér ástandið í mai- efnum almannavama hér á landi. Wilil H. Perry er bandarísk- ur, og er hann yfirmaður al- mannavama Noröur-KaHforniu. Við lok dvalarinnar hér skilaði hann allýtarlegri skýrslu í 42 köflum um þær ráðstafanir sem hann telur nauðsynlegar og verði að gera, eigi aö koma þessum málum í viðunandii horf. Tekur hann það fram aö þær ályktanir sem dregnar séu af athugunum séu einungis hans persónulega mat, og tæknistofn un Sameinuðu þjóðanna muni síðar meir senda ríkisstjórninni sínar athugasemdir og ráðlegg- ingar byggðar á þeim. Vegna þess hve skýrslan er viéamikil er einungís hægt aö stikla á stóru og koma inn á hluta þeirra ábendinga sem þar koma fram. Hann hvetur eindregið ti'l þess áð mun nánari gætur séu hafð- ar á byggingastöðlum vegna jarðskjáliftahættu, einkum á Stór-Reykjavíkursvæðinu og einnig á Norðurlandi en þétt- býlissvæöin þar og kringum Reykjavík eru jafnframt þau hættulegustu með tilliti til jarö skjálftahættu. Önnur bæjarfé- lög eru einnig í hættu vegna snjóflóða, flóðbylgja eöa flóða. Á þessum stööum má minnka hættu með því að mdða bygg- ingarstaðal við þau evöilegging aröfl sem búast má við. Þetta hafi víða verið gert, en með betra skipulagi, einkum með því að skipta landinu niður í hættusvæði má koma á reglum sem samrýmast hættunni á hverjum stað. — Forgöngu um þetta ætti Rannsóknarstofnun Byggingariðnaðarins að hafa. Einnig þyrfti aö halda nám- skeið fyrir starfandi arkitekta og verkfræðinga þar sem kynnt ar yrðu allar nýjungar í bygg- ingatækni með vamir gegn jarðskjálftum í huga. Taka þarf tillit til jarðfræöi- Iegra rannsókna á landsvæðum sem tekin eru til skipulags byggingasvæða með jarðskjálfta hættu í huga. Einnið þarf að kanna öll nú- verandi hús og mannvirki og meta þau með tilliti til vænt- anlegs staðals. I skýrslunnd kemur fram að mikið skorti á að gerðar hafi verið ráðstafanir til viðgerða og endurreisnar ýmissa þeirra þjón ustuliða sem nútímaþjóðfélag getur iila eöa ekki án veriö, svo sem rafmagns, vatns, skolp leiðsla og þess háttar. Hægt sé að vera án þeirra í stnttan tíma en lengri tíma vöntun eöa óstarfhæfni getur skapað neyð- arástand, annað hvort frá fjár- hagslegu eða þjóðfélagslegu sjó.n armiöi. Hafi komið fram í viðræðum við verkfræðinga þessara þjón- ustustofnana, einkum á Reykja víkursvæðinu aö þetta hafi valdið þeim áhyggjum og þeir viöurkennt að sum þessara kerfa hafi verið sett upp án bsss að tillit hafii verið tekiö til þess að gera þau fullnægjandi eöa önnur sem upphaflega hafi ver ið það séu það ekki iengur vegna of mikite áilags. Þetta og ýmisilegt fleira sé því valdandi að ekki megi mifciö út af bera svo erfitt sé að koma þeim í rétt horf á ný. Koma þarf upp samræmdum viðvörunarkerfum um landiö en með þeim má koma í veg fvrir eða að minnsta kosti draga úr áhrifum náttúru- hamfara. Óveður, snjóflóð, flóð bylgjur og flóð má oftast sjá fyrir og aðvara um f tíma. — Hins vegar þær náttúruhamfar- ir sem henda með litlum eða affls engum fyrirvara, svo 'sem eldgos eða jarðskjálftar geta haft þannig áhrif aö unnt sé að foröast þau með því að koma leiðbeiningum til fólks í tíma um viöeigandi ráðstafanir. Þess vegna ætti að setja á stofn viðvörunarmiðstöð fyrir aillt landið en hún ætti að þjóna sem kjarni í söfnum og dreif- ingu upplýsinga. Þangað skal senda upplýsingar frá þeim að- iilurn sem mögulega gætu átt hagsmuna að gæta, svo sem lög- reglu, veðurstofu, flugstjómar- miðstöð síma- og fjarskiptamáð stöðvum. Án mikils kostnaðar er unnt að koma slíkri miðstöð á lagg- irnax í kjallara nýju lögreglu- stöðvarinnar og samræma má vaktþjónustuna störfum loft- skeytastöðvar Landhelgisgæzl- unnar sem mun hvort eð er halda uppi þjónustu allan sólair hringinn í sama húsi. Útvarp og sjónvarp þarf að nýta til fulls, hvaö varöar send ingu orðsendinga til almenn- ings. Koma þarf á viðvörunar- kerfi sem nær yfir allt landið til þess að fá fólk til að hlusta á útsendingarnar. Er einfaldast að gera það með samræmdum hringingum símakerfisins. Skipuleggja þarf samræmingu allra þeirra afla sem fyrir eru i landinu, svo sem Rauða kross ins, slysavamafélaga flugbjörg unarsveita, hjálparsveita skáta og annarra þeirra er til greina kæmu Skipulag þetta þarf að tiltáka í stórum dráttum hver gerir hvað, hvenær hvar hvers vegna og hvemig. Neyðarvarnaskipulagi þarf að koma á i hverju bæjarfélag! á landinu, og einnig skipuleggja hjálp á þann hátt aö það bæjar- féiag sem næst er þvi sem á við nevðarástand að striða komi hinu til hjápar. —JR )

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.