Vísir - 04.01.1972, Page 5

Vísir - 04.01.1972, Page 5
CEIR og ÓLAFUR H. leika ekki i fyrri landsleiknum gegn Tékkum vegna meiðsla. Einn nýliði valinn, Georg Gunnarsson, Vikingi Tveir af beztu mönn- um ísl. landsliðsins í handknattleik, þeir Geir Hallsteinsson, FH, og Ó1 afur H. Jónsson, Val, geta ekki leikið gegn Tékkum í Laugardals- höllinni á föstudag vegna meiðsla. Þetta er Georg Gunnarsson skorar af línu og leikur sinn fyrsta landsleik gegn Tékkum. ( Ljósm. BB. mikið áfall, því báðir eru frábærir handknattleiks- menn. Og á þetta bætist, að Jón Hjaltalín, Víking, er á förum til Svíþjóðar og getur því ekki leikið. Eftir pressuleikinn I gær- kvöldi kom landsliðsnefnd sam- an og valdi þá 15 manna hóp og af þeim munu 12 leika lands- leikinn á föstudag. Ekkj er víst að sömu leikmenn veröi notaðir í landsleiknum setn verður á laugardag og þá er ef til vill möguleiki, að Geir geti leikið með 1 15 manna hópnum eru þessir menn: Markverðir Hjalti Einarsson. FH, og Ólafur Benediktsson, Val. Aðrir leikmenn Stefán Gunnarsson, Val, Gunnsteinn Skúlason. Val, Axel Axelsson, Fram. Gísli Blöndal, Val, Páll Björgvinsson, Víking, Sigfús Guðmundsson, Víking. Stefán Jónsson, Haukum, Viðar Sím- onarson, FH Sigurbergur Sig- steinsson, Fram, Björgvin Björg. vinsson. Fram, Georg Gunnars- son, Víking, Auðunn Óskarsson, FH og Ágúst Ögmundsson. Val. Þessir leikmenn hafa flestir leikið landsleikj og það mjög marga sumir . hverjir, nema Georg Gunnarsson. hinn bráð- snjalli línumaður, sem enn hefur ekki leikið f landsliðinu. Hins vegar kemur talsvert á óvart, að Guðjón Magnússon skuli ekki valinn í þetta lið, einkum og sér í lagi þar sem Ólafur H. Jónsson leikur ekk; með, en leikstíll þeirra er talsvert líkur og Guðjón hefði getað fyllt skarð Ólafs aö einhverju leyti. Hann var ekki valinn í 20 manna hópinn, sem hefur stund að landsliðsæfingar að undan- förnu, en eftir leiknum að dæma í gær, hefði verið ve] hægt að fara út fyrir þann hóp. Landsliðsmennirnir koma saman að Hótel Esju í kvöld og verður þá skoðuð mynd af pressuleiknum í gærkvöldi — farið yfir hann og athugað það sem miður fór — hsím. Mikil forföll settu — en landsliðið sigraði með 19-16 Sex af þeirn leikmönn- um, sem valdir voru í pressuleikinn í Laugardals höll í gærkvöldi, gátu ekki mætt vegna meiðsla eða veikinda og voru þar á með al Iykilmenn eins og Geir, Stefán Gunnarsson og Björgvin. Varð því mjögað stokka upp liðin og stór- skyttur þær, sem valdar höfðu verið í pressuliðið, Jón Hjaltalín og Axel fóru yfir í landsliðið ásamt Stefáni, Haukum, og voru blaðamenn fram eftir öll- um degi í gær að fylla skörð þeirra í liði sínu. Pressuleikur varð af þessum á- stæðum ekki sá, sem hann hefði getað orðið sem slðasta æfing fyrir landsleikinn á föstudag gegn Tékk- um og fyrri hálfleikur var beinlínis slakur, en nokkuð rofaði til í hin- um síðari. Framan af var leikurinn mjög jafn en síðan náði landsliðið forustu — hafði tvö mörk yfir I hálfleik og sigraði með 19—16 en nokkur spenna var þó á köflum í s;ðarj hálfleiknum, þegar pressu- liðinu tókst að minnka muninn nið. ur j ei.tt mark En stórgóð mark- varzla Ólafs Benediktssonar í landsliðinu, þar sem hann varði sex sinnum ’i röð fyrst í síðari hálfleik, lagðj' grunninn að sigri landsliðsins. þó svo Hjalti gæfi honum lftið eftir síðar f leiknum í pressuliðinu og tryggði sér örugg- lega landsliðssæti sitt. Tveir aðrir leikmenn pressuiiðsins unnu sig upp 1 iandsliðið, Georg Gunnarsson og Auðunn Óskarsson, en bezti maður þess, Guðjón Magnússon, fann ekkj náð fyrir augum iands- Iiðsnefndarmanna. Mörk landsliðsins skoruðp Jón Hjaltalín 5 (I víti), en hann er á förum í þýðingarmikil próf í verk- fræðinámi slnu í Sviþjóð og getur því ekkj leikið gegn Tékkum, Gísli Blöndal skoraðj 4 (1 víti) Páll 3, Axel 3, Sigurbergur 1, Gunnsteinn 1, Stefán Jónsson 1 og Ágúst 1. Bergur Guðnason. fyrirliði pressu- liðsins, var markhæstur í leiknum í gærkvöldj — skoraði 7 mörk (4 víti), en var þó ekki frekar en áður valinn í landslið Guðjón skoraði 2, Magnús Sigurðsson 2, Georg 2, Hörður 1 Vilhj. Sigurgeirsson 1 og Arnar Guðlaugsson 1. Satt bezt að segja, þá varð maður fyrir talsverðum vonbrigðum með landsiiðskandidatana og mikillar taugaspennu gættj — einkum í upphafi leiks. Það virðist, þvl mið- ur, vanta kerfi hjá landsliðinu líti.i sem engin leikaðferð. lítið um fallegar leikfléttur En vissulega ber að hafa í huga, að marga lykil- menn þess vantaði. Pressuliðið, tínt saman fram tftir degi þegar landsliðsnefndarmennirnir höfðu |tekið þaðan nokkra menn. gaf landsliðinu lítið eftir, þó þar yrði maður fyrir miklum vonbrigðum meö leikmenn, sem vonir voru bundnar við eins og Kristján Stef- ánsson og Einar Magnússon. Það var ekki þeirra dagur og öll von um landsliðssæti hjá þeim hvarf. ;Aðrir stóðu sig vel, Bergur með sin mörgu mörk — Georg bezti llnumaöur í leiknum, og Guðjón Magnússon, lykilmaðurinn í leik þess. Þá var Magnús hættulegur með langskot sín, en var ekki mik- ið notaður, og Arnar stóð fyrir sínu Markverðirnir Rósmundur Jónsson (fyrri hálfleikinn) og Hialt; voru góðir. Auk Ólafs Benediktssonar lifði landsliðið á langskyttum sínum, en hinn hættulegasti Jón Hjaltalln, verður |kki í landsleiknum og skoruðu Jón Gísli, Páll og Axel 15 af”t9*- mörkum liðsins. Línuspil var slakt og lítið reynt að byggja upp á þvl sviði, en varnarleikur var allsæmilegur. Þessj pressuleikur var því ekki sú generalprufa sem menn gerðu sér vonir um, og vissulega er ekki mikil ástæða tij bjartsýni f sam- bandi við þá landsieiki, sem fram- undan eru. En við skulum vona, að iandsliðsmennirnir hristi af sér það slen sem í ailtof rikum mæli einkenndi ieik þeirra T gærkvöldi, og taki sitt stóra fram, þegar mest á ríður. — hsím. Það er fátt til vamar, þegar þrumuskot Jóns Hjaltalín finna leiðina framhjá vamarmönnunum.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.