Vísir - 05.01.1972, Síða 7

Vísir - 05.01.1972, Síða 7
V í S I R . Miðvikudagur 5. janúar 1972. í HvA* joHj* r^W} * a Ölafur Jónsson skrifar um bókmenntin cTlíenningarmál kallar á Matthías Johannessen: Bókin um Ásmund Helgafell, Reykjavík 1971. 56 bls. 'C'kki er langt að minnast þess ■*"* mannskemmandi moldviðr- is sem þyrlað var upp þegar stóð til að reisa Vatnsberann 1 miðbænum í Reykjavík, slóðurn hinna fornu vatnskarla og -kerlinga. Bakarabrekkunni minnir mig. Þó fór svo að bæði Vatnsberinn og Jámmeiðurinn risu á almannafæri — en báðir dálítið afsíðis, án þess að setja svip á bæjarbraginn. En Skúla fógeta fengum við 1 miöbæinn. Og þar fá jámmyndir Ásmund ar Sveinssonar að standa átölu laust. Skyldu þær orka minna á taugar og tilfinningalíf manna en hinar tröllauknu mannsmyndir Ásmundar, eða er þessi breyt- ing einvörðungu til marks um breytt aimenningsálit á verkum okkar mikla myndasmiðs? Svo mikið er víst að viðhorf manna viö Ásmundi og verkum hans hafa þegjandi og hljóðalaust ver ið að breytast á undanförnum árum og áratugum, frá tómfeeti, einatt andúð. til almennrar við urkenningar I elli sinnj er hann án efa meö ástsælustu iistamönnum þjóðarinnar. í þessari bók er safn viðtala við Ásmund Sveinsson, greina sem minnsta kosti að stofnj til gætu mætavej verið blaðaviðtöl, þófct svo muni ekki vera. Bókin er i sama broti, dálítið glyslegu sniöj og viðlíka greinasafn um Jóhannes Kjarval, Kjarvalskver- fyrir nokkrum árum. Eins og það mun Bókin- um Ásmund efalaust þykja markverð heim- i]d ura listamanninn þegar nán ar verður fjallað um ævi hans og verk en í þessum greinum er gert. Það er höfuðkostur greinanna í þessari bók að i þeim virðist Hstamaðurinn koma til dyranna nákvæmlega eins og hann er klæddur, tala frjálslega og hisp- urslaust um hvaðeina sem í hug ann kerrrur á þeim samfundum við hann sem greinarnar lýsa. Viðtö] Matthfasar Jóhnnessens hafa lengi veriö orðlögð og ég fæ ekki betur séð en þessi séu með hinum beztu af sínu tagi: honum er hvorttveggja jafnvei lagið að Iaða viðmæl- anda sinn til frjálslegrar sam ræðu sem að stíla samræðuna sjálfa einkar læsilega. Þriðji þátf ur listrænnar blaðamennsku, mannlýsingagreina sem þessara. en vitaskuld að velja markverð umtalsefni sem leiða mynd við mælandans sem trúlegast fvrir sjónir lesanda í Bókinn; um Ásmund ber margt á góma þó hún sé ekki stór, m. a. er sitt- hvað sagt frá æsku og námsár- efni um Ásmundar en mest er þó rætt um listir og nokkur tiltek- in verk hans, einkum frá seinni árum. Hún segir ekkj neina ævi sögu Ásmundar Sveinssonar, en aljar saman miðia greinarnar einkar skemmtilegrí mannlýs- ingu. En hitt værj vissulega til aukinnar prýði ef myndirnar í bókinni, flestar harla ásjáleg ar. væru valdar með hliðsjón .af umtalsefnum þeirra Matthías ar j greinunum. ^ við og dreif í bókinnj berst talið að trú og trúarefnum, fornum bókmenntum og sögu sem niyndefni. Ásmundur lýsir frjálslegum skoöunum sínum á stílstefnum og aðferðum 7 mynd list sem auösénar eru af sjálf um myndum hans Hann er líka til í að ,,ráða‘‘ myndir sín- ar að táknleaum hætti eftir víö- fangsefnum benda á og útskýra merkingu tiltekinna tákna og táknkerfa En hinum þræðinum leggur hann sterka áherzlu á sjálfstætt gildi hins listræna forms: „Ég hugsa í formum, ég vil aö þau tali saman“ segir hann. HöggmyndaHst er „að taka efni, forma það og láta ljósiö leika við það. Hún er leikur að jjósi. Ljós og efnj tala sam an í höggmyndum. Línur og loftskurður mynda heild .. Listin er „draumur sýnir sem urðu aö veruleika í efninu. Allt kallar á efni. Og hrynjandi." ,,Ég beygj mig undir miskunn arlaust lögmál dauðans," segir Ásmundur Sveinsson. „Og ef eitthvað tekur við, langar mig ekki til annars en halda áfram að forma i eitthvert efni. Ég erraliur 7 því.“ i I í Burt Böðvar Guðmundsson: Burtreið Alexanders HelgafeH, 59 bls. T þriðja þæfctmum í bók Böðv- ars Guðmundssonar. Austrið er rautt nefnist hann, eru þau kvæði sem sjálfsagt Þykja skemmtilegust. Böðvar er mað ur hagorður og bragfimur. kvæði hans öðrum þræði prýdd neyðarlegri hermigáfu. Og þetta eru anzj kostulegir bragir, allir upp á stuðlanna þrískiptu grein. með klingjandi rími, trúlega vel fallnir til söngs. En Böðvar Guðmundsson hefur nokkuð lagt sig eftir trúbadúr-Hstum, flutti t. a. m. kvæði sín 7 heyranda hljóðj á stúdentahátíð Ista des- ember — við harla góðar undir- tektir að ég hygg. Þetta er nýlunda á meðal skálda vorra, ungra sem ald- iwna. a. m. k. síðan skáld hættu að yrkja revíur og veizlukvæði, og mættj það alft ttðkast meira. S'Iíkur kveðskapur getur fyrir utan annars konar gildi sitt einn ig reynzt harla góður skáldskap ur. Kvæði Böðvars Guðmunds- sonar af þessu tagi hér í bók- inni sýnast mér græskulitil gamankvæði, kátlegt og skringi legt skop sem mest á komið und ir fimlegu rími og brag, svo sem Skáldkvæði Feldarkvæði, Maókvæði. Feldurinn T kvæði Böðvars er auðvitað feldur Þor geirs á þingi sem nýverið hefur verið samið um heilt fræðirit. En þetta var upphaf feldarins að sögn Böðvars — svo dæmi sé tekið af handahófi um kveð skap Hans: Af Skjöldu var hann skorinn skammdegiskvöld i janúar. reið Skjalda dó úr doða daginn eftir að hún bar. Hún var nár úr nautahúsi borin. 1 lífj og dauða Ijúf hún var og lék sér þar sem gróa grös á vorin. ^höld sýnast um það hvað L bók Böðvars Guðmundsson ar eiginlegana heitir — Burtreið Alexanders eða Burt reið Alex ander. og er það eftir öðrum orðaleikjum höfundar. Alexand- er snýr í bókinni eins og sögú sinnj á brott frá „hinum leiðu vesturlöndum". í fyrsta þætti bókarinnar sem svo nefnist, og öðrum, Rembihnútar í GordT- on, sýnist Böðvar Guðmundsson vera að yrkja heimsósóma í fullri alvöru eða svo gott sem. Hvaða hlut sem hann ætlar gam ankvæðum sfnum finnst mér kvæðalag hans í fyrri hlutum bókar miklu hæpnara, burtséð frá stöku orðaleik er satt að segja ofboö lTtið gaman að þeim. En vera má að kvæði eins og Hugleikur lýsj tii nokkurrar hlítar því tvíbenta kaldhæðnis lega viðhorfi sem virðist búa að bakj velflestra kvæða í þess ar; bók, gamans hennar og alvöru. Hugleikurinn snýst um tvær tilfinningar okkar samúð með þjáðum og kúguþum, hatur á vondum og ranglátum eins og beir gerast t a. m. ! Víetnam. I’ hugleiknum sem við ölum á blaðafréttum pynda, nauðga, drepa vondu mennirnir hina góðu — sem að sönnu risa upp, bjartir og rakkir, og berj ast til sigurs Og þá tekur nýtt gaman við: Um aðferðrr til að hefna sm á fjötruðum andstæðingi getum við lika lesið í dagblöðunum en einnig þá verður að gæta þess vel að -lesa aöeins það sem við viljum lesa að sjá aðeins það sem við viijum sjá. ^nnar þáttur í bók Böðvars Guömundssonar, sá i miðið, nefnist Rembihnútar í Gordíon, og er hann satt að segja tor- kenni’legastur þeirra. Að svo komnu er mér hreint ekki ljóst að hvaða marki orðaleikj um þessara texta sé stefnt. ef nokkru og er aldeilis ekki viss u.m að það sé mín sök þó vel megi svo vera. En þeir eru t. d. svona — fyrsti textj t flokkn- um sem mér sýnist í fljötu bragðj einna hnyttnastur: og við héldum að siðferði mannanna hefði breytzt við hildarleikana miklu sem háir voru af sigurvegurum Ieikanna miklu við sigurvegara leikanna mikiu á öidinni sem leið enda ekki örvænt hefði siðféröi manna breytzt á öldinnj sem er að líða við hildarleikana miklu hjá sigurvegurum leikanna : mifclu á öldinnj sem er aö liða og siðferði manna tók engum framförum á. Það er þesslegt að s-vipuð á- lösun aldarfarsins hafi einhvern tfma heyrzt áður. miklu vegna sigurvegara leikanna Geymið - og þér munið fímva.... með LEITZ. t l HAFNAPSTRÆTl 18 LAUGAVEGf 84

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.